Siglfirðingur

Tölublað

Siglfirðingur - 14.08.1948, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 14.08.1948, Blaðsíða 2
2 SIGLFÍR ÐIN6UR blað siglfirzkra Sjálfstœðismanna Ábyrgðarmaður: ÓLAFUR RAGNARS BLAÐAMENN: Stefán Friðbjamarson og Eyjólfur K. Jónsson Útkomuilacar: Þriðjudagur, fimmtudagur og laugardagur Skrifstofa blaðsins er í Verzlunarfélagshúsinu (2 hæð — Sími 83), en afgr. er við Vetrarbr. Siglufjarðarprentsmiðja h. f. SAMSTILLTIR TÖNAR EINKENNANDI við innlend stjórnmál seinustu mánaða er hin samstillta rödd Framsóknarmanna og kommúnista. Blöð beggja, samþykktir og málssvarar hljóma. af sömu tónum. Öll vandkvæði eru „íhald- inu“ að kenna, og þangað eiga menn allra sinna harma að rekja. Hinn „lýðræðissinn- aði Framsóknarflokkur samþ. tillögu, sem felur í sér vantraust á stjórnarsamvinnu lýðræðisflokkanna, en vísar frá tillögu þess efnis, að Framsókn telji sér ekki sæma að taka þátt í stjórn með kommúnistum. Og kommúnistar, „nýsköpunarmennirnir“ ráð- ast nú af öllum mætti á Sjálfstæðisflokkinn, sem gerði nýsköpunina mögulega, en styðja og styrkja Framsóknarmenn, sem með hnú- um og hnefum börðust gegn henni. MENN VÆNTU ekki almennt heilinda af hendi Framsóknar, þegar til stjórnarsam- vinnunnar við hana var af neyð gengið, enda gaf fortíðin ekki fögur fyrirheit um slíkt., en þeir töldu þó mögulegt að setja á lagg- irnar stjórn með Eysteinshluta flokksins, sem þeir töldu sterkari. Á daginn er þó komið, að enn er í flokki „hinna framsæknu" mikið dálæti á gamla slagorðinu „allt er betra en íhaldið“. Af kommúnistum væntu framfarasinnar einskis eftir svik þeirra við nýsköpunina, og kemur þeim því ekki á óvart, þótt þeir reyni nú að bera í bætifláka fyrir f jandmenn nýsköpunarinnar, enda mun þeim þegar ljóst, að flokkur þeirra steig víxlspor, þegar hann studdi áð framkvæmd hennar. Þeir sjá nú, að nýsköpunin mun tryggja hagsæld og velmegun, sem aftur mun fyrirbyggja velgengni þeirra. Hvað er þá eðlilegra, en að þeir leitist við að lyfta úr svaðinu þeim flokki, sem ætíð hefur stað- ið gegn framkvæmdum og ávallt er líklegur til þess?? SUMUM Siglfirðingum kann að finnast það einkennilegt, en það er satt samt, að maður sá, er skrifaði grein í Mjölni og Þjóð- viljann til að vegsama f jármálastjórn Fram- sóknar fyrir stríðið, er Áki sá Jakobsson, er mestur þóttist stuðningsmaður nýsköpunar- innar. Það er ekki ólíklegt, að siglfirzkur verkalýður og Siglfirðingar yfirleitt séu á öndverðum meiði við þingmanninn. Og ósennilegt mun það þykja, að þeir óski eftir sömu stjórn þeirra mála og var hér á sultar- árunum fyrir styrjöldina. Verður því að álykta, að þeir styðji ekki til þingsetu þann mann, er auglýsir sig fylgjandi slíkri skipan mála og líklegur er því til að vinna að fram- gangi hennar. Hitt er líklegra, að þeir gefi að fullu þessum stuðningsmanni sultar og seyru frí frá þingstörfum. KROSSGÁTAN • Lárétt: 1. dýrka; 6. ösluðu. -- 8. toga; 10. dýr; 11. hálendi; — 12. sérhljóðar; 13. tónn; 14. beita; 16. æða. • Lóðrétt: 2. hnoðra; 3. flausturs- lega; 4. erl. þfn.; 5. verkfærið; 7. liðlegar; 9. hvíla; 10. andi; — 14. fæð; 15. ónefndur. Ráðning á síðustu krossgátu; • Lárétt: 1. alsæl; 6. ótt; 8. ak; 10. ál; 11. fábjáni; 12. ff; 13. al; 14. il; 16. la. • Lóðrétt: 2. ló; 3. strjáll; 4. at; 5. kaffi; 7. stilt; 9. káf; 10. ána; 14. ill; 15. allar. Hafið þið veitt því athygli: ★ að kommúnistar lofsyngja lirunstefnu Framsóknar fyrir styrjöldina. ★ að „verzlunarmálasérfræðing- ur“ Mjölnir, sem dálr f jármála- stjórn fyrirstríðsáranna, er Áki Jakobsson ,sem á áruniun vildi gera verzlunarsamninga við út- skipunarmanninn Seminoff ? SKRiTLUR Stjórnmálamaður nokkur var sagður afar munnstór, og aí þvi er eftirfarandi saga sögð: Einu sinni voru tvær flugur við annað munnvik mannsins. Þær komu sér saman um að þreyta kapphlaup yfir að hinu munnvik- inu. Gerðu þær það og urðu alveg jafnfljótar. Ákváðu þær þá að reyna aftur. Þegar önnur þeirra var komin aftur yfir að hinu munn vikinu, sat hin þar fyrir. „Hvernig fórstu að vera svona fljót ?“ spurði sú seinni. „Jú, ég skal segja þér,“ svar- aði hún, „ég fór bara aftur fyrir." Ungur maður við stúlku, sem les á bók, er hún lætur liggja á hnján- um fyrir framan sig: „Ó, hvað ég vildi óska þess heitt, að ég væri þessi bók.“ Stúlkan: „Sama væri mér, ég mimdi þá bara f lýta mér út í næstu bókabúð og hafa skipti." Framhaldssagan. 18. daigur. BARÁTTA ASTARINNAR eftir NATALIE SHIPMAN ■! er yður. Eg vona, að kvöldið verði yður ekki óbæri- legt.“ Hún leitaði eftir orðum, og svo allt i einu heyrði hún sjálfa sig segja nákvæmlega það, sem henni var efst í huga. „Það hefur ekkert að segja. Það var bara — ég vissi ekki, hverju þér vilduð, að ég svaraði —“ „Ég vildi, að þér kæmuð,“ sagði hann, „en ég var hræddur um, að yður fyndist þetta ódrengílegt af mér.“ „Það er það alls ekki.“ A samri stundú var henni runnin öll reiði, og hún sneri sér brosandi til hans um leið og hún sagði: „Mér þykir vænt um að komia. Viðsegjum þá klukkan átta.“ Það hafði alltaf valdið Ghris kvíða að eiga að ganga inn í stofu, þar sem fullt var af fólki, og þó sérstaklega ókunnugu í'ólki eins og núna, prúðbúnu og framkoman svo fáguð, iað það líktist einna helzt sýningarbrúqum. Henni þótti vænt um, að hún skyldi hafa farið í nýja samkvæmiskjólinn sinn. Hann var einfaldur, en liturinn, fagurblár, gerði það að verkum, að hinn bjarti litarháttur bennar kom betur í ljós, hárið fékk ljósari og skærari blæ og augun virtust stærri og dekkri en venjulega. Stofan, sem hún nú koin inn í, var ekki skrifstofan, með rauðu gluggatjöldunum, sem hún hafði áður séð. Þetta var stór og löng dagstofa, og eftir því sem hún gekk lengra inn eftir henni, fannst henni hún lengjast sí og æ. Hún varð ringluð, og henni fannst dauf ljós skina um alla stofuna og alls staðar vera fullt af fólki. Þá allt í einu var Jason kominn að hlið hennar. Hann greip um hönd hennar og lirosti til hennar, og í sama mund sá liún, að fólkið var reyndar ekki svo margt, aðeins fimm mann- eskjur. Connie var fögur og fínleg, klædd í dauf- grænan kjól, með alll rauðgullna liárið í smá- lokkum uppi á höfðinu. llún brosti sínu sérkenni- lega, litla brosi um leið og hún sagði. „Sælar — mér þykir vænt um að sjá yður —“ „Sælar, ungfrú Allisfair“. Röddin lcom kunnug- lega fyrir, og þegar hún sneri sér við, sá hún Lillu Storridge, sem nú var klædd íburðarmiklum lcjól úr gráu þunnu efni, sem sveipaðist um hana eins og' ský, er hún gekk áfram. Hún var mjög virðu- leg og fyrirmannleg. Jason leiddi nú tvo menn fram. Annar var dökkur yfirlituíli og var nafn Iians Landrill. Hinn var ljósliærður og hét Prentiss. Þeir voru báðir aðlaðandi og fágaðir í framkomu, en ósjálfrátt veitti hún Landrill meiri athygli. Ilann brosli glað- lega til hennar um leið og hann sneri sér við og kallaði til húsfreyjunnar, sem stóð í hinum enda stofunnar. „Héyrðu, ástin. Verðuni við að bíða eftir fleirum, áður en við fáum eitthvað að drekka? Reedshjónin koma alltaf of seint, og þau ætluðu að koma með Nowellshjónin---“ „Nei, auðvitað ekki,“ sagði Connie hlæjandi. „Jay, viltu ekki byrja að blanda?“ Svo reyndar átti þá að vera margt um manninn, hugsaði Chris. Hiin sá, að Jason brosti til hennar hálf afsakandi. Hún horfði á eftir honuni, þar sem hann gekk að spegilfögru borði og byrjaði að mæla og hella. Augnabliki síðar heyrðist hávaði, sem gaf til kynna að fleiri væru að koma. Fyrst komu fjórir gestanna og því næst tveir. Það voru tólf, sem sátu til borðs og Lilla og Chris voru þær einu ógiftar. Þrenn hjón voru frá Ridge-hverfinu og tilheyrðu þessu nýkomna fólki, sem Chris hafði aldrei séð. Þau vöktu ekki áhuga hennar. Konurnar voru allar um þrítugt, fallega klæddar og eklcert sérkennilegt Framliald. L

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.