Siglfirðingur - 14.08.1948, Side 4
Leiðari: Samstilltír tónar
Grein eftir Jón Sigurðsson, borgar-
lsekni í Reykjavík (síðari greiti)
Frétt: Stofnfundur herklavarna-
bandalags Norðurlanda
Laugardagurinn 14. ágúst 1948
VEÐURÚTLITEÐ.
Norðurland: Sunnan gola, dá-
lítíl rigning vestan tíl.
Nokkur veiði á Skaga-
firði í gærkvöldi
Ekkert hefur frétzt um veiði í morgun
ADEiLUR FRAMSQKNAR
ÁVALLT KÆRKOMNAR
/ GÆRKVELDI náðu
nokkur skip í sœmileg köst
á Skagafirði, allt aö 400
tunnum.
/ morgun hefur engin síld
sézt. Leitarflugvél leitaöi á
vestursvϚinu, en var ekki
vör viö neina síld. — Engar
fréttir hafa borizt um veiöi
í morgun.
BLAÐAMENNSKA
SEM SEGIR SEX
Framhald af fyrstu síðu
indum, sem einkenna öll skrif
þeirra, að samvizka þeirra er
ekki góð.“ „stillt upp sem
toppfígúnun“, „gerast gólf-
þurrkur Reykjavíkuríhalds-
ins.“
Slikt er það góðgæti, sem les-
endum „Einherja“ er boðið upp á
og má með sanni segja, að Þór-
oddur Guðmundsson hefur eignast
skæðan keppinaut þar sem er Jón
Kjartansson. Slíkum og þvílíkum
skrifum, sem ekkert innihalda
annað en persónulegar svívirðing-
ar er illt að svara, enda svara þær
sér bezt sjálfar, nema þá fyrir
dómstólunum, og verður það eif til
vill gert, og verður þá gaman að
sjá þann mann, sem þykist hafa
efni á að kalla aðra „toppfígúrur“
standa undir orðum sínum.
Jón Kjartansson hefur haft það
orð á sér hér í bæ að vera prúður
og kurteis í framkomu og yfirleitt
álitinn maður, sem ekkert væri
fjarri en persónusvívirðingar og
rógsiðja, en síðasta tbl. „Einherja'*
sem er á allra vitorði, að hann sér
um, bendir á, að hann hafi annan
mann að geyma, en almennt hefur
verið álitið,. Jóni Kjartanssyni,
ritstjóra „Einherja" er velkomið
að halda áfram slíkum og þvílík-
um skrifum, ef hann heldur veg
sinn vaxa við svoleiðis framkomu,
en honum skal í fullri vinsemd
bent á, að sorayrði og Þóroddar-
still í blaðamennsku lýsir miklu
betur rithöfundinum sjálfum, en
þeim, sem slikum greinum er ætl-
að vinna skaða.
Nýjar bækur:
Blekfking og þekking,
eftir próf. Niels Dungal.
Siglufjarðarprestar,
Jón Jóhannesson tók saman
Færeyjar
Sölvi, II. hefti
Fljúgðu, fljúgðu,
eftir Einar Guðmundsson
Kvæði,
Lárus Thorarensen
Tvöfaldar skaðahætur
Heimilisritið,
nýjasta hefti o.m.fl. o.m.fl.
Bókaverzlun
Lárusar Þ. J. Blöndal
Robertsson, hernámsstjórinn á
brezka hernámshlutanum í Þýzka-
landi, er nú farin til London til
viðræðna við Bevin, utanríkisráð-
herra Breta um ástandið í Þýzka-
landi.
Enn hafa engar fréttir borizt af
viðræðum þeim, sem sendiherrar
Vesturveldanna hafa átt með Molo-
tov undanlfarinn hálfan mánuð I
Moskvu. Þó eru ráðandi menn
Vesturveldanna vongóðir um, að
takast megi að fá Rússa til sam-
komulags um viðunandi lausn á
Berlínardeilunni og um opnun
venjulegra leiða til matvælaflutn-
ings til borgarínnar áður en illt
af hlotnast.
Það skyggir þó á vonir manna í
þessu sambandi, að í gær fluttu
Rússar allt sér tilheyrandi úr
sameiginlegum skrifstofum her-
námsveldanna í Þýzkalandi, rit-
SVlVIRÐINGARNAR og stór-
yrðin, er einkenndu skrif „Ein-
herja“ í gær, geifa mönnum tilefni
til umhugsunar um sálarástand
„prúðmennis" þess, er blað það
ritar. Á þessum vettvangi verða
ekki ræddar persónulegar skamm-
ir blaðritarans, en hins vegar skal
nokkrum orðum farið um fjar-
stæðukenndustu fullyrðingar hans
í málefnalegu tilliti, þótt vart taki
því að eyða miklu af rúmi blaðsins
til að andmæla málsvörum þess
flokks.
ÖHu rúmi blaðs síns, sem þó
aðeins sýnir bæjarbúum sína
„gæfulegu" ásjónu hálfsmánaðar-
lega, eyða framsóknarmenn í stór-
Iygar og svávirðingar um sam-
starfsflokk sinn, Sjálfstæðisflokk-
inn en stjórnarandstöðuflokkinn
yrða þeir ekki á. Þetta er að vísu
ekki einstakt í málflutningi fram-
vélar, pappírbirgðir o.s.frv. og það
eina, sem minnir á dvöl Rússanna
eru tvær stórar myndir af Lenín
og Stalín, sem þeir hafa skilið þar
eftir.
Ungverska biskupnum
neitað um fararleyfi
til Kölnar
1 köln er verið að opna á ný
forna dómkirkju og munu mæta
þar margir æðstu menn rómversk-
kaþólsku kirkjunnar. Biskup Ung-
verjalands hefur verið neitað um
fararleyfi úr landi og hefur hann
skýrt svo frá, að mörgum prest-
um hafi verið hótað öllu illu, ef
þeir hlýðnist boðum hans. Slík er
virðing kommúnistískra valdhafa
fyrir trúarbragðafrelsi.
sóknarmanna um þessar mundir,
og verða menn að álíta, að einhver
leyndartaug sé enn milli þessara
flokka, einkum ef tekið er tillit til
aJfstöðu kommúnista til hörm-
ungarstjórnar Framsóknar. Þegar
á fyrstu síðu er hafin upp raustin,
og segir þar, „að allar fullyrðingar
Sjálfstæðisflokksins um sparnað
og gætni í f jármálum til 1939 var
blaður út 'í loftið —“ Einherji
heldur því þannig fram, að einskis
sparnaðar né gætni hafi gætt í
stjórn fjármála á stjórnarárum
Framsóknar, einmitt því sama og
sjálfstæðismenn ætið hafa haldið
fram, en þeir hafa einnig haldið
því fram, og sýnt með rökum, að
hið dæmalausasta fyrirhyggjuleysi
hafi þá ríkt.
Þessu næst koma hin gömlu
ósannindi um eyðslu og sukk. Menn
eru nú almennt farnir að gera
grín að þeim herrum, er sí og æ
tyggja á sömu tuggunni um, að
„eyðslustjórrr Ólaifs Thors hafi
sólundað 1300 millj. kr. í erlena-
um gjaldeyri á tveimur árum —“
eins og Einherji nú orðar það.
Þessi upphæð hefur verið að smá-
hækka, jafnframt því, að „eyðslu-
tíminn" hefur stytzt. Ekki þykir
taka því að ræða frekar þetta mál
hér, svo skýr eru rök þau, er áður
hafa verið færð gegn þessum lyg-
um, en gaman væri, ef Einherji
vildi sundurliða þessar 1300 millj.
og skýra frá því, 'í hvað þeim hefði
verið „sólundað".
Það er hjákátlegt að lesa í einni
línu um „fábjánahátt" hjá Sigl-
firðingi" og í þeirri næstu, að það
sé sjaldnast „talið einkenni vitra
og hógværra manna að bregða
öðrum um heimsku."
Einherji tekur í sama streng og
Mjölnir varðandi útgáfu „Siglfirð-
ings“ og heldur því fram, að
„Reykjavíkurheildsalar" kosti út-
gáfu hans. Siglfirðingi væri það
kærkomið, ef Jón Kjartansson
vildi upplýsa hverjir þeir heild-
salar eru, svo að blaðinu gæti
tekizt að ná inn fénu hjá þeim,
þar eð fjárhagurinn er ekki of
góður, þó að margir siglfirzkir
sjálfstæðismenn hafi lagt mikið af
mörkum til blaðsins og muni vafa-
laust enn bæta þar nokkru við.
Sér „Siglfirðingur" ekki ástæðu
til frekari deilna við „Einherja“,
en gleðst yfir þvi hverju sinni, að
fá ádeilur úr þeirri átt. Þær eru
öruggasta vitnið um, að Sjálf-
stæðisflokkurinn er á réttri leið, ,
DANSLEIKUR
verður í kvöld kl. 9,30 að Hótel Hvannevri
Aðgöngumiðar seldir kl. 5—6 í dag
Robertson til London til viðræðna við Bevin
Engar fréttir af fundi Vesturveldanna með Molotov