Siglfirðingur - 14.08.1948, Side 3
SIGLFIR ðlNGUR
S
„Bráðabirgðaiyktin"
í Reykjavík
Niðurlag.
Það er víst óhætt að fullyrða, að
íslenzk heimili standa ekki að baki
heimilum flestra annarra þjóða,
hvað þrifnað snertir. Heimili eru
hér almennt mjög snotur og hrein-
leg. Um þrifnað og snyrtimennsku
utanhúss er aftur á móti öðru máli
að gegna. Þar stöndum við að baki
flestum, ef ekki öllum menningar-
þjóðum, a.m.k. í norðanverðri
Evrópu og víðar, og langt að baki
allmörgum þeirra. Pátækt margra
kynslóða og þrælkun fyrir daglegu
brauði hefur sljóvgað eðhlega til-
hneigingu hjá þjóðinni til að prýða
hús s'in utan og umhervfi þeirra
og sýna snyrtimennsku og gæta
fyllsta þrifnaðar kringum hús og
á óbyggðum lóðum. Á þetta jafnt
við sveitir og bæi. Gleðileg og
markverð breyting til batnaðar er
þó að ske í þessu efni víða um
landið, og á bættur efnahagur
landsmanna, samfara auknum
áhrifum erlendis frá, vitanlega
mestan þátt í því. Sérstaklega er
þessi breyting áberandi við ný-
byggingar. Menn láta sér ekki
lengur nægja að koma yfir sig
þaki; nú ljúka menn alveg við hús
sín, murhúða þau 1 ljósum litum
eða mála þau, rækta grasblett eða
koma upp trjágarði við hús sín og
girða lóðir sínar góðum girðingum.
Ber mest á þessu í sérstökum
hverfum, enda er snyrtmennskan
sem betur fer smitandi, á sama
hátt og subbuhátturinn er það.
Enn er samt víða pottur brotinn
á þessu sviði hér á landi. 1 Reykja-
vík, sem þó er talin einhver hrein-
legasti bærinn á landinu, er, eða
a.m.k. var í vor ógrynnin öll af
mjög óþrifalegum lóðum, þar sem
ýmist var járnarusl, timburbrak,
bréfatætlur, steina- eða sandhrúg-
ur, moldarbingir, illa útlítandi
skúrar, eða ýmislegt aimað, sem
mikill óþrifnaður er að.
Höfuðborg lands, sem teljast vill
til menningarþjóða, verður að
kippa þessu í lag hið bráðasta,
ekki eingöngu vegna velsæmisins
út á við, eða vegna þrifnaðar-
kenndar ríkjandi kynslóðar, heldur
mikið fremur með tilliti til upp-
eldisáhrifanna á hina uppvaxandi
kynslóð. — Hreinlæti á lóðum og
lendum er heldur ekki aðeins nauð-
synlegt fyrir augað og þá vehíðan,
sem þrifnaðinum er samfara. Það
er mikið heilbrigðisatriði að hafa
hreinan bæ. Unghngarnir venjast
á hreinlæti og þrifalega umgengni,
en það er undirstaðan undir holl-
um lifnaðarháttum. Óþrifnaður á
lóðum hefur öfug áhrif, og er auk j
þess gróðrarstía fyrir rottur og
þnnur óþrif, svo að óhugsandi er '
og bæjarhreinstmin
vorið 1948
að ætla sér að útrýma rottum, þar
sem mikið er af óþrifalegum lóð-
um. Lóðahreinsun er því fyrsta
atriðið í hverri rottuherferð.
Með tilliti til alls þessa var I
s.l. mánuði byrjað allsherjar
bæjarhreinsun í Reykjavík. Hefur
hún verið skipulögð þannig (undir
minni yfirstjórn, en í náinni sam-
vnnu vð lögreglustjóra og bæjai'-
verkfræðing):
EFTIR
JON SIGURÐSSON
BORGARLÆKNI
SÍÐARI GREIN
^■y-^r
Með margendurteknum auglýs-
ingum heilbrigðisnefndar og í
blaðagreinum, voru húsa- og lóða-
eigendur minntir á, að þeim ber
skylda til, skv. heilbrigðissam-
þykktinni að halda lóðum sínum
hreinum og þrifalegum. Var þeim
gefinn vikufrestur til að hreinsa
lóðir sínar, og átti hreinsuninni að
vera lokið fyrir 17. júní, ella
myndu lóðirnar verða hreinsaðar
af bæjaryfirvöldunum á kostnað
húseiganda. Sorphreinsunarmenn-
irnir voru húseigendum hjálplegir
með að fjarlægja það, sem þeir
höfðu týnt eða sópað saman af
rusli og óþverra, nema þar sem
rushð var mikið. Tók þá gatna-
hreinsunin það gegn vægu gjaldi
og staðgreiðslu.
Að ,,hreinsunarvikunni“ lokinni j
voru húsa- og lóðaeigendur á ný
minntir á þessar sömu skyldur
sínar, en nú með síendurteknum
auglýsingum lögreglustjóra, sem
vísaði til lögreglusamþykktarinnar
og bætti því við, að ef húseigendur
hefðu ekki hreinsað lóðir sínar
fyrir 1. júh, myndu þær verða
hreinsaðar með lögregluvaldi á
kostnað húseigenda.
Þessar tilkynningar báru grdðar-
mikinn árangur, í öllum bæjar-
hverfum sást f jöldi manna vera að
hreinsa lóðir sínar og aldrei
nokkru sinni hefur önnur eins
óhemja af drasli borizt á ösku-
haugana.
Til marks um það, hve menn
óttuðust, að hreinsað yrði hjá þeim
með valdi, skal ég aðeins minnast
á fisksalann, sem að kvöldi hins
16. júní rótaði öllu drash af lóð-
inni inn í kjallarann, en þar fann
heilbrigðiseftirlitið það vð hliðina
á fisknum nokkrum dögum síðar! .
Reykjavík er þó engan veginn |
oi'Sinu Iiroinn fcær, vlða sjást enn-
þá óþrifalegar lóðir og ljótir skúr-
kumbaldar, byggðir í leyifisleysi.
Þessar lóðir fara bæjaryfirvöldin
núna að láta hreinsa og rík
áherzla verður lögð á, að réttir
hlutaðeigendur verði látnir greiða
kostnaðinn. Er það gert sumpart
vegna þess, að engin sanngirni er
í því, að hinn hreinlegi borgari,
sem gert hefur hreint fyrir sínum
dyrum, greiði með útsvari sínu
hreinsunina fyrir hinn hirðulausa,
— sumpart verður hinum trassa-
fengnu að lærast, að sóðaskapur
borgar sig ekki, a.m.k. ekki í þessu
efni, hvorki þetta árið né fram-
vegis.
Borgarlæknir er nú að láta
skrifa upp ahar lóðir, sem óþrifn-
aður er á. Annast það flokks-
stjórar sorphreinsunarinnar og * 1
hafa th þess tvær umferðir.
Sérstakur lögregluþjónn úr-
skurðar síðan, hverjar lóðir skulu
hreinsaðar á kostnað húseigenda,
og sendir skriflega beiðni um það
til borgarlæknis.
Borgarlæknir thkynnir síðan í
ábyrgðarbréfi hlutaðeigandi hús-
eiganda, að lóð hans verði hreinsuð
án frekari fyrirvara á hans kostn-
að.
Gatnaviðhaldið lánar um óákveð-
inn tíma til borgarlæknis vinnu-
flokk með flokksstjóra til hreins-
unarinnar, en borgarlæknir og
téður lögregluþjónn gefur flokks-
stjóranum fyrirmæli um, hvar og
hvað á að hreinsa.
Flokksstjórinn útbýr fyrir
hreinsun á hverri einstakri lóð
kaupskrá og vinnuskýrslu, sem
sýnir vinnu'stundir manna og véla
og notað efni, og lögregluþjónninn
staðfestir vinnuskýrsluna. Eftir
þessum skýrslum útbýr reiknings-
hald bæjarins reikning á húseig-
anda og sendir honum í ábyrgðar-
bréfi tilkynningu um reiknings-
upphæðina og um ákveðinnfresttil
að greiða reikningdnn á skrifstofu
bæjarverkfræðings. Tilkynningu
þessari fylgja afrit af vinnuskýrslu
og heildarreikningum. Þeir reiltn-
ingar, sem ekki greiðast á þennan
hátt verða innheimtir með iögtaki.
Þegar þessu er lokið, vonast ég
th, að Reykjav'ík geti talizt þrifa-
legur bær, og ætlunin er að halda
bænum hreinmn með svipuðum ráð
stöfunum Iframvegis ár hvert.
IWijja bíó |
1 kvöld kl. 9: \
SPELLVIRKJAR |
Á morgun kl. 3: >
OFVITINN ?
Klk. 5: |
Rehnleikar á herragarðinum l
Kl. 7: ?
ÞESS BERA MENN SÁR j
(Danska myndin fræga)
Kl. 9: I
DAGBÓKIN IIENNAR
Fyrsta ágúst s.l.
TAPAÐIST
liér í bænum útdregin myndavéi
í leðurhylld. Finnandi vinsam-
legast skili henni á lögreglu-
varðstofuna gegn góðTrni fund-
arlaunum.
Samt'ímis þessu er verið að at-
huga, hve mikið sé af rottum í
ibænum og hvar þær séu aðallega.
I haust verður síðan hafin alls-
herjar rottuherferð í Reykjavík,
og að henni lokinni verður gengið
ríkt eftir, að hús verði gerð rottu-
held, þau, sem ekki eru það fyrir,
sorpílát lagfærð og þrifnaðar gætt
með sorp og annan úrgang.
Þótt bæjaryfirvöld geti haft
áhrif á snyrtimennsku og þrifnað
í bæjunum og fagurt og hlýlegt út-
lit húsa og lóða, þá verður til-
ganginum aldrei náð án virkrar
þátttöku einstaklinganna, bæjar-
búanna sjálfra. Þeir verða að finna
til meðábyrgðarinnar um útlit
bæjarins og eiga hlut í þeirri gleði,
sem flest í að eiga virkan þátt í
fegrun umhverfisins, fegrun bæj-
arins, sem þeir búa í, vinna í og
þar sem börnin þeirra alast upp 'í.
Til þess að vekja þennan áhuga
hjá bæjarbúum og th þess að fá
margar hendur th að vinna verkið,
en það verður að vinnast með sam-
tökum, erum við nú að stofna fé-
lag í Réykjavík, og er ætlunin að
reyna að fá meiri hluta bæjarbúa
th að gerast félagar í því.
S T 11 I K II R
Oss vantar stúlkur til fiskflökunar nœstu vertíð.
Upplýsingar á skrifstofu blaðsins.
Hraðfrystistöðin í Vestmannaeyjum