Siglfirðingur


Siglfirðingur - 22.06.1950, Síða 3

Siglfirðingur - 22.06.1950, Síða 3
SIGLFIB ÐINGUB Hveríum attur til skynseminnar tað hefur réttilega verið á ýmis legt bent, í riti og ræðum, sem tekið hefur stórkostlegum fram- förum hér á landi á undanförnium áratugum. Það er réttilega bent á mangt, sem í dag eru áþreifan- legar staðreyndir, en var fyrir 30—40 árum ævintýralegar og f jarlægar draumsýnir. En hefur allt verið í framför hér á landi? Hefur okkur í engu farið aftur? Fyrir ca. 50 árum hefði sá mað- ur, sem spáð hefði fyrir útvárpi, nýju togurunum og flugsamgöng- unum, svo fátt eitt sé nefnt, verið sagður ruglaður draumóramaður. En hvað hefði iþá verið sagt um þann mann, sem séð hefði það fram ií tímann, að fólki væri bann- að að byggja hús yfir höfuð sín, bannað að selja afurðir úr land- inu, nema með sérstöku leyfi opin- berra aðila, bannað að kaupa vör- ur til landsins nema með hliðstæð- um leyfiun. Já, yfirleitt bannað alit mögulegt og ómögulegt, nema með sérstöku leyfi og samþykki fámennra nefnda, sem staðsettar eru í Reykjavík ? Sláfc forspá hefði fáum fundizt trúleg. Engu að s'iður er svipting þess opinbera á þessum sjálfsögöu rétt- indum frjáls manns áþreifanleg staðreynd, sem verkar ‘lamandi og drepandi á allt atvinnulíf í iandinu. Einstaklingurinn og réttindi hans eru að bverfa fyrir alræði fárra nefnda. Ágóðavonin er ekki lengur dríáfndi máttur í afurða- sköpuninni. Þjóðin er að afsala sér smátt og smátt þvá hagkerfi, sem gert hefur henni Ikleift að komast það, sem hún hefur komizt, og sekkur ískyggilega í fen sócíal- iskrar haftapólit'ikur. Ávöxturinn af höftunum, áhrifin af þessari sócaliseringu er efnahagsástandið í dag. Nú eru liðin 5 ár sáðan stríðinu lauk. Og stöðugt hefur atvinnu- frelsi manna verið hneft í fleiri og sterkari fjötra. iNý bönn og nýjar kvaðir hafa verið tilkynntar, og nýjar hindranir hafa verið fundnar upp til að gera alla framleiðslu og verzlun erfiðari og flóknari. — jafnframt háfa nýjar nefndir, sem flestar eru rándýrir baggar á rákis sjóði, orðið til. Framleiðendur og verzlunarmenn, jafnt utan R.víkur sem í höfuðstaðnum, þurfa að eyða öllum sinum t'íma og lífi, í að hlaupa á miili ráða og nefnda, með' 'Umsóknir um einhver leyfi og framlengingu leyfa, Flestir eru sammála run, að það sem þjóðfélagið þarlfnizt sé aukin framleiðsla. Fyrsta skilyrðið fyrir aukinni framleiðslu er, að gera framleiðsluna arðbæra. Fáir vilja t. d. gera út skip til fiskveiða, ef fyrirsjáanlegt er, að stórhalli verð- ur á rekstrinum. Hinsvegar myndu menn leita inn í þann atvinnurekst ur ef útgerðin væri arðibær. Þetta er eins tryggt lögmál í viðskipta- heiminum og aðdráttarafl jarðar á siínu sviði. Bf útflutningur framleiðslunnar yrði gefinn frjáls, iog framleiðend- um væri gefinn kostur á að kaupa erlendar vörur fyrir þau verðmæti sem þeir skapa, flytja inn varning- inn og selja hann sjálfir, og í sam starfi við verzlunarstéttina, mætti frekast fcoma framleiðslunni á arð- bærann grundvöli. Tækist það myndu fleiri leita í framleiðslima og aukin framleiðsla leiða af sér aukna gjaldeyrissköpun, aukin inn flutning nauðsynja. Ef iverzhinin yrði þannig .frjáls gefin myndi verzlunarstéttin, sem af mörgum hefur verið ranglega sökuð um ástand verzlunarmálanna, 'aJftur hljóta sinn sess í oklkar þjóðfélagi, sem nauðsynlegur sérfræðingur á sviði innkaupa og dreyfingar nauð synja. Þannig myndi skapazt sam- vinna þessara tveggja stétta án að stoðar frá nefndabákni núverandi skipulags. Formælendur opinberrar of- stjórnar, — boðendur sócialismans — munu segja, að slíkt atvinnu- og verzlimarfrelsi myndi leiða af sér hærra vöurverð. Slkt myndi máske, fyrst 1 stað, leiða af sér einhverja hækkun, en er ágóðavon framleiðslunnar hefur leitt til vax- andi gjaldeyrissköpunar og þar af leiðandi aukins innflutnings nauð- synja, myndi vaxandi framboð vamingsins og samkeppni um sölu hans verka gegn vöruhækk- unum. Auk þess mætti spyrja þessa málsvara ofstjórnar og opin berrar skipulagningar, hver sé munur á vöruhækkim, sem leiða myndi aif: atvinnu- og verzlunar- frelsi og vöruhækkun, sem leiðir af opiúberri skipulagningu, svo sem nú á sér stað. Nei, sannleik- urinn er sá, að verzlunarfrelsið er .stærsta hagsmunamál allra neyt- enda í landinu og getur eitt bjarg- að markaðsleysi því, sem opinberri skipulagningu er um megn að vinna bug á. , Einasta ráðið til að skapa líf- vænleg skilyrði fyrir o'kkur íslend inga, er að gefa frjálsan allan út- flutning allra framleiðsluvara okk ar, gefa frían og frjálsan þann gjaldeyri ,sem framtaksamir fram leiðendur geta skapað, gefa frían alian innlflutning allra vara, gefa um verðlagsákvæðum .— einnig fría alia verzlun með erlendan gjaldeyri, og aflétta öllum öðrum höftum á frjálsu framtaki manna. Velferð þjóðarinnar er undir þvií komin, að ékki verði reynt með opinberum höftum, að setja úr skorðum lögmál klassískrar hag- fræði í atvinnu- og verzlunarhátt- um. Lykillinr^ að dyrum vaxandi velmegunar er verzlunarfrelsið, at vinnufrelsið, afnám opinberrar skipulagningar og nefndaómegðar- innar. Undir kjörorðimum: sjálfstæði, ifrelsi — framtak, og með fram- leiðslu og verzlunarháttum iklass- ískrar hagfræði getur Island upp- skorið batnandi tíma. En vax- andi haftapólitík, undirskrift þjóð arinnar undir sócíaliska þjóðfélags háttu, þýddi verri þáttaskil í sögu þjóðarinnar en undirskriftin í Kópavogi á sinni tíð. Að gefnu tilefni tilkynnist hér Imeð, að löllum er óheimilt að taka grjót, möl, sand eða hverskonar nppfyllingarefni í landi Sigluf jarðarkaupstaðar, inema með leyfi bæjarstjóra. Siglufirði, 21. júní 1950. } r: ' ■ ... I BÆJARSTJÓRI f frjálsa alla verzlun og aflétta öll- nr. 19/1950 frá verðlagsstjóra Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveíHð hámarksverð á bremidu og möluðu kaffi frá innlendum kaffi- brennslum: Heildsötuverð án söluskatts............ kr. 24,66 Heildsöluverð með söluskatti .......... — 25,42 Smásöluverð án söluskatts í smásölu,... — 27,42 Smásöluverð með söluskatti í smásölu... — 28,00 Sé kaffi selt ópakkað, skal það vera kr. 0,40 ódýrara hvert kg. lteykjavík, 6. júná 1950 VERÐLAGSSTJÓRINN nr. 18/1950 frá verðlagsstjóra Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárliagsráðs, liefur ákveðið að fella úr gildi verðlagsákvæði á sælgæti, bæði að því er snertir heildsölu- og smásöluverð. Reykjavík, 5. júní 1950. VERÐLAGSSTJÓRINN ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦.♦»»♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦»♦♦♦*»♦♦■»♦»»♦' Frá Verkamannafélaginu Þrótli Þeir unglingspiltar, sem orðnir eru 16 ára ættu að sæltja um inngöngu í Verkamannafélagið Þrótt, áður en þeir byrja að v rnna. Verkamaimafélagið Þróttur , x \ \

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.