Siglfirðingur - 22.12.1950, Page 1
AuKablað
31. tölublað.
BÆRINH Ffffi 250 M)S. KMNA liN
HIA RiKISSJÖQI
Kemur nýr togari til Sigluf jarðar?
Bæjarstjóri Jón Kjartansson,
forseti bæjarstjórnar Bjarni
Bjarnason og bæjarfulltrúi Þ.
Guðmundsson komu til bæjarins
með „Esju“ í gær, en þeir hafa
að undanförnu dvalið í Reykjavík
og unnið að ýmsum hagsmuna-
málum byggðarlagsins.
Allsherjarnefndarfundur var
boðaður þegar eftir heimkomu
bæjarstjóra í gær og gat bæjar-
stjóri þess á þeim fundi, að hann
myndi innan skamms leggja fyrir
bæjarfulltrúana skýrslu um för-
ina og árangur hennar.
Aðaltilgangur fararinnar var
að ræða um möguleika á hingað-
komu eins af þeim nýsköpunar-
togurum, sem ríkisstjórnin er að
láta byggja í Englandi. Einnig er
vitað, að unnið var að þvi að
tryggja áframhald stækkunar
rafveitunnar.
250 búsund
króna lán.
iVitað er, í sambandi við þá við-
leitni að tryggja áframhaldandi
stækkun rafveitunnar, að ríkis-
sjóður hefur lánað Siglufjarðar-
kaupstað 250 þúsund krónur til
8 ára. Jafnframt er vitað, að
þegar hefur verið pantað frá
Bandaríkjunum töfluútbúnaður og
fleira tilheyrandi stækkun raf-
veitunnar fyrir um það bil 330
þúsundir króna.
Lán hjá Tryggingar-
stofnun ríkisins
Blaðinu er og kunnugt, að rætt
mun hafa verið við Tryggingar-
stofnun ríkisins um hálfrar millj-
ónar króna lán til bæjarins. —
Meðan skýrsla bæjarstjóra um
málið liggur ekki fyrir, verður
ekki með vissu sagt um afdrif
þeirrar málaleitunar, en samkv.
þeim fregnum, sem blaðinu hafa
borizt frá Reykjavík, er ekki úr
vegi að áætla, að umrædd lán-
veiting muni fást í janúarmánuði
n.k.
Kemur nýr togari
til Sigluf jarðar?
Aðaltilefni fararinnar var að
vinna að þvi, að Siglufirði yrði
úthlutað einum hinna nýju tog-
ara og munu bæjarbúar almennt
hafa mestan áhuga á þeim lið í
starfsemi sendimannanna. Þótt
skýrsla bæjarstjórans liggi enn
ekki fyrir, getur blaðið í sam-
bandi við þetta atriði bent á, að
nú nýverið var í sameinuðu þingi
— í sambandi við afgreiðslu fjár-
laganna — samþykkt heimild til
rfkisstjórnarinnar, sem fól það í
sér, að henni væri heimilt, að láta
þau bæjarfélög sitja fyrir togur-
unum, sem verst voru stödd at-
vinnulega. Þykir ekki óvarlegt að
ætla, að þessi samþykkt samein-
aðs þings standi í einhverju sam-
bandi við málaleitun Sigluf jarðar-
kaupstaðar, og að hans aðstaða
sé betri eftir en áður.
Að sjálfsögðu eru þetta aðeins
lauslegir punktar, en blaðið mun
skýra lesendum sínum ítarlegar
frá þessum málum strax og
skýrsla bæjarstjórans verður lögð
fram.
Framtíð
bæjarins
Að sjálfsögðu miðast öll þessi
viðleitni bæjarstjórnarinnar að því
að tryggja framtíð bæjarins. En
það verður bezt gert með því að
efla og glæða atvinnulífið í bæn-
um og skapa nýja atvinnumögu-
leika fólksins sem bæinn byggir
— eftir fengna reynslu undan-
farinna síldarleysisára. Hingað
koma nýs togara og stækkun
Skeiðsfoss-rafveitunnar eru veiga
miklir liðir í þeirri viðleitni. —
Bæjarbúar bundu því miklar von-
ir við umrædda Reykjavíkurför
og óskuðu þess af heilum huga,
að árangur hennar mætti verða
sem mestur og heiiladrýgstur
fyrir þetta byggðarlag.
Það vakti því réttmæta undrun
og gremju, er bæjarfulltrúar Al-
þýðuflokksins lögðu sig alla fram
til að spilla árangri af förinni,
m.a. með fáránlegum æsinga- og
árásargreinum á sendimennina í
Alþýðublaðinu í Reykjavík — á
sama tíma sem þeir unnu að þess-
um málum þar í borg. En sem
betur fer virðist margt benda til
þess, að árangurinn af förfnni
muni verða til eflingar bæjarfé-
laginu og atvinnulífinu á staðn-
um.
1 lesenda
Eins og áður hafði verið til-
kynnt átti síðasta tölublað að vera
síðasta blaðið fyrir hátíðina, en
sökum þess, að borizt hafa nokkr
ar aug'lýsingar, sem birtast þurftu
fyrir jól, og að fyrir lá nokkuð
efni, var að því horfið að gefa
út þetta aukablað. Verður það
síðasta tölublað ársins, en blaðið
mun að öllu forfallalausu koma
út reglulega eftir áramótin og á
venjulegum útkomudögum.
Góð vinargjöf
Siglufjarðarkaupstað hefur bor
izt stórt og fagurt jólatré að gjöf
frá vinabæ Siglufjarðar í Noregi,
Holmestrand, Norræna félagið
þar og Walter R. Tandberg. —
Jólatré þetta er fagur vottur vin-
arhugar gefendanna til Siglu-
fjarðar, og einmitt sökum þess
mun það verða okkur meira en
aðeins augnayndi. Tréð mun sett
upp fyrir framan Mrkjuna og þá
væntanlega þar sem það nýtur
sín bezt og getur orðið til sem
mests fegurðarauka yfir jólin og
nýárið.
Siglfirðingar munu kunna vel
að meta þennan vinarvott sinna
norsku frænda, og þeir senda
þeim þakkir sínar og vinarkveðj-
ur.
Siglfirðingar!
Gleymið ekki að gefa smá-
fuglimum í vetrarhörkunum.
| Skarð fyrir skildi |
Mannskaðinn 30. nóv. s.l.
Það er mikill skaði litlu Ibæjar-
félagi er ungir og vaskir menn
falla frá í blóma lífsins. Og sann-
arlega er skarð fyrir skildi hér li
Siglufirði við fráfaJI hinna ungu
sjómanna, Ólafs Á. Kristjánssonar
og Gests Vigfússonar, er voru á
vélbátnum „Skrúður“ sem týndist
milli Haganesvíkur og Sigluf jarð-
ar 30. nóv. s. 1. 1 litlum bæ eins og
Siglufirði, þar sem allir þekkja
ala, veldur slíkur mannskaði sorg
í allra hugum, þótt hún hvili
þyngst á skyldmennum og vinum
hinna brottkölluðu, er gerst
þekktu þá og mest unnu þeim.
Ólafur heitinn var sonur hins
góðkunna athafnamanns, Kristj-
áns Ásgrímssonar og konú hans
Guðrúnar Sigurðardóttur. Hann
var því sonarsonur hins iþekkta
sjósóknara og góðkunna siglfirzka
borgara, Ásgríms Þorsteinssonar
frá Kambi, sem lézt fyrir fáum
árum, en setti sinn svip á bæinn
um langt skeið. Ölafur heitinn var
aðeins 28 ára að aldri er kallið
kom, duglegur og vinsælil, og við
hann bundnar miklar vonir. Það
er því þung sorg systkynum hans
og foreldrum að sjá nú á bak ást
kærum syni og bróður, en minn-
ingin um góðan dreng veitir styrk
í sorg þeirra.
Gestur heitinn var somir Vig-
fúsar Þorsteinssonar og Soffíu
Sigurðardóttur. Hann var 30 ára
að aldri, duglegur sjómaður og
góður félagi og stoð og stytta
aldraðra foreldra. Móðir hans,
Soffía Sigurðard., lézt skömmu
eftir fráfall sonarins og fór minn
ingarathöfnin um hjna látnu sjó-
menn fram um leið og hún var
til moldar borin. Hiún er því stór
sorgin, sem hvilir á eiginmanni
og föður, þótt minningar Mðinna
samvistarára séu huggun harmi
gegn.
Fráfall þessara trngu manna og
vösku sjómanna vakti harm í
huga Siglfirðinga allra og þeir
senda aðstandendum þeirra sínar
innilegustu samúðarkveðjur og
samhryggjast þeim í þungri sorg.
Sigjfirðingur.