Siglfirðingur - 22.12.1950, Blaðsíða 4
Flug yfir fjölluni
★ Það er mál flestra, að komi til nýrrar heims-
styrjaldar, mnni úrslitaátökin fara fram í Evrópu,
en veigamikill liður átakanna á norðlægum slóðum,
enda liggja nyrztu lönd Bandaríkjauna, Alaska, og
Norðaustur Síbería nær saman, eða aðeins aðskilin
af sundi. — Mynd þessi sýnir bandarískar rann-
sóknarflugvélar á flugi yfir háfjöUum Alaska. —
Kemur þetta landssvæði við sögu átakanna ,brjótist
út ný heimsstyrjöld?
NÍTT „STEFNirUEFTI
Fróðlegt og skemmtilegt, með efni
við allra hæfi.
Föstudagur 22. des. 1950.
Urslitaátökin í Evróþu
Athyglisverð ummæli Churchills
Blaðinu hefur borizt 3. hefti
af tímaritinu „STEFNIR“. Af
efni blaðsins má nefna: Víðsjá,
eftir Magnús Jónsson; Innlend
stjómmál, eftir Sigurð Bjarnason
alþingism.; SósíaUsminn sem hug-
sjón og veruleiki, eftir prófessof
Ólaf Bjömsson. 1 greinarflokkn-
um „IsIenZkir kaupstaðir“ skrifar
Jónas Rafnar ,alþingism., um
Akureyri og Theodór Blöndal,
bankastjóri tun Seyðisfjörð. Þá
er og í heftinu nokkrar þýddar
smásögur og gamansögur; erind-
ið „Vorhret í varplandi“ eftir
Bjarna Sigurðsson frá. Vigur;
greinin „Hversvegna ég trúi á
<Juð“, eftir A. J. Cronin o.fl.
Allt er heftið liið vandaðasta að
frágangi, fróðlegt og skemmtUegt.
1 því er efni við allra hæfi og það
kappkostað að tímaritið sé sem
fjölbreyttast. 4. hefti tímaritsins
mun og nýkomið út eða í þann
veginn að koma út og munu nýir
kaupendur fá fyrsta árganginn
ókeypis. Utanáskrift tímaritsins
er: Tímaritið „Stefnir“, Sjálfstæð
ishúsinu, Reykjavík.
I umræðum þeim, sem urðu í
brezka Parlamentinu, að lokinni
skýrslugerð brezka forsætisráð-
herrans, um för sína á fund Tru-
mans Bandaríkjaforseta, lýsti
Winston ;ChurchilI yfir þeirri skoð
un sinni, að komi til nýrrar heims
styrjaldar, myndu úrslitaátökin
fara fram í Evrópu.
Churchill sagði ennfremur, að
'þótt ekki væri rétt að hætta and-
stöðu við ofbeldið í Kóreu, mættu
Vesturveldin aðgæta vandlega, að
festa ekki herafla sinn um of í
Austur-Asíu. Slíkt væri hið kær-
komnasta Sovétríkjunum og það
sama og bjóða hættunni heim. —
Lagði hann megináherzluna á her
varnir Evrópu og fagnaði síaukn-
um og efldum samtökum lýðræð-
isþjóðanna.
I þessu sambandi er rétt að
taka fram, að enda þótt Alþýðu-
fl. brezka og Ihaldsflokknum beri
margt á milli í innanlandsmálum,
standa þeir þó einhuga um utan-
ríkisstefnuna, svo og brezka þjóð-
in öll, enda mikið í húfi fyrir hana
og aðrar lýðræðisunnandi þjóðir.
Þessi skoðun Churcills um úr-
slitaátökin í Evrópu, hefur vakið
óskipta athygli hvarvetna, því
hann hefur áður reynzt sannspár
undir svipuðum kringumstæðum.
KIRKJAN
A ''
Messur um hátíðirnar
JÓLIN. — Aðfangadagur:
Aftansöngur kl. 6
Jóladagur: Hátíðamessa kl. 2
2. jóladágur: Barnamessa kl.
11 f.h. Skímarmessa kl. 2 e.h.
NÝÁRIÐ. Gamlaárskvöld:
Aftansöngur kl. 6
Nýársdagur:
Hátíðamessa kl. 2
Ábyrgðarmaður:
Ólafur Ragnars
Reginn komlnn út
Nýtt hefti af Œtegin, 5.—6. tbl.,
blað templara í Siglufirði,ler kom
ið út, Af efni blaðsins má nefna:
Jólahugleiðing og greinin „Kirkju
hátíð að Hólum“ eftir séra Óskar
J. Þorláksson; afmælisgreinar um
Pétur Sigurðsson, ritstjóra og
Kristinn Stefánsson; bókafregn,
eftir frú iGuðrúnu Björnsdóttur
(Sigurður Guðmundsson, málari).
Er heftið hið vandaðasta og
læsilegasta, sem hin fyrri.
Opnun brauðbúða
kaupfélagsins
Kaupfélagsstjórinn, herra
Hjörtur Hjartar, neitaði blað
inu um auglýsingu þá, er
skýrir f rá á hvaða tíma.
brauðbúðir félagsins verða
opnar yfir hátíðimar.
Blaðið vill því, vegna
.þeirra lesenda sinna er skipta
við kaupfélagið, taka sér það
bessaleyfi að skýra frá opn-
unartímunum. Á aðfangadag
verður opið, í Suðurgötu 4
frá 11—12. Á jóladag verður
lokað. Á 2. dag jólaUokað.
.Á gamlaársdag verður opið
frá 10—12. Á nýársdag lok-
að. — Búðin við Hvanneyrar
braut verður opin sem hér
segir: Aðfangadag 10—12 og
1—3. Jóladag lokað. 2. jóla-
dag 10—12 og 2—5. Gamla-
ársdag 10—12 og 1—3. Ný-.
ársdag lokað.
Kaupið
lesið og
útbreiðið
„Siglfirðing"
YAIIir Sjálfstæðismenn
og allir þeir,
sem fylgjast vilja vel með innlendiun ogerlendum
stjómmálum, þurfa að lesa tímaritið „Stefnir“.
Áskriftir í Aðalbúðinni
Tímaritið „STEFNIR“