Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.07.1952, Qupperneq 2

Siglfirðingur - 25.07.1952, Qupperneq 2
'Trt*fwr^7\' q /ig«pr-"y»yv!w SIGLFIBÐINGUB #####>###\##^#####>#>#>####>#######>#>##<##>##>###>*#v##>#>#'#'##*'*#'#'#,'#'***'#'**'^#'**'***'*'**'**>** MÁLGAGN SIGLFIRZKRA SJALFSTÆÍÐISMANNA Ritstjórn: Blaönefndin Ábyrgðarmaður: Ólafur Ragnars Augl.: Franz Jónatansson títkomudagur: Fimmtudagur ' SPIT ALANÍALIÐ Langt er nú síðan að Siglu- fjarðarspítali var byggður. Hann var á þeirri tíð byggður af litlum efnum og því ýmsir vankanntar þar á, svo sem von var, en mikil voru þó viðbrigðin fyrir okkur hér að fá hann, og mörgum hefir þar verið hjálpað til heilsu með aðstoð þeirra ágætu lækna, sem við höfum verið svo heppin að hafa þar. En ekki get ég varist þeirri hugsun ,að við Siglfirðing- ar höfum ekki verið nógu hugs- nnn.rsa.mir um viðhald, eða öllu heldur endurbyggingu sjúkrahúss okkar, sem full þörf væri þó á. Eyfirðingar hafa nú, eins og ok'kur er kunnugt, hafizt handa um byggingu sjúkrahúss, sem brýn þörf var fyrir, og þeir hafa gengið svo rösklega til verks, að til fyrirmyndar er. Með frjálsum samskotum hafa þeir safnað stór- fé til að fullgera bygginguna. En hvað hugsum við Siglfirð- ingar um okkar sjúkrahússbygg- ingu? Sjálfsagt þurfum við ekki að vænta stórra gjafa utan byggð arlags okkar til hennar. Eg minn- ist þess, að þegar sjúkrahúsið það, sem nú er, var byggt, að þá söfnuðu nokkrar konur myndar- legri upphæð (tugum. þúsunda) til styrktar þvi máli. Satt er það, að þá var ólíkt blómlegra yfir at- vinnuvegunum hér en nú, svo að næstum má segja, að nú sé úti- lökuð stór peningasöfnun eins og ástæður fólksins eru. En góður vilji er mikils megn- ugur ef hann er fyrir hendi og hann á að vera það. Hér er fjöldi af listfengu fólki, konum og körl- um. Mér kemur til hugar að vekja athygli almennings á því, að hér yrði stofnað til héraðssýningar þessu spítalamáli til framdráttar, ek'ki af fáeinum konum, heldur af almenningi, gömlum og ungum. Handavinnusýning gagnfræðaskól- ans á dögunum sýndi það bezt, að kennarar og aðrir, sem að henni stóðu, voru starfi sínu vaxn ir og að framleiðsla þeirra var þannig, að hún var þeim og sveit okkar til sæmdar, enda er mikill munur nú, þegar svo margbreyti- legar vörur fást í búðum til góðr- ar og fallegrar handavinnu. Satt er það, að bóknámið er ómissandi og að það er okkur eða hneigðin til þess, í blóðið borin bæði fyrr og s'íðar, en tæknin er engu síður 'nauðsjmleg fyrir hið daglega líf. Það eykur manndóm hvers og eins sem skapar góða og gagnlega hluti, og þar kemur líka til greina feguroarsmekkurinn, sem mi'kið er upp úr lagt nú á tímum. Siglfirzkar konur hafa mikið unnið að líknarstörfum á undan- förnum árum. Þær þarf ekki að brýna. Eg skora nú á ykkur karl- mennina, bæði faglærða og ekki faglærða, smiði og lagtæka, sem eru margir hér í Siglufirði, að smíða marga og fallega og vand- aða muni til héraðssýningar hér, til ágóða fyrir sp’italann okkar. Eg er viss um, að slíkir munir myndu ganga út og að þeir myndu ekki verða héraði okkaf til vanza, hver á sínu sviði. Og það myndi sýna sig, að við mynd- um ekki þurfa að sækja alla hluti sem heimili okkar þarfnast, út úr héraðinu. Og það er meira en mál að hrynda af sér því sliðruorði, að hér sé allt ómenning, en slíkt hafa öhlutvandir menn stundum látið sér um munn fara um Siglufjörð. Eg man þó svo langt, að margur s'kólamaðurinn gat haldið áfram á menntabraut sinni fyrir það drjúga tillegg, sem siunaratvinna hans hér lagði honum til. Eða eru það þessir fyrrv. námsmenn, sem nú vilja hafa aðeins selstöðu hér. Eg vona að svo sé ekki. Unglingarnir hafa oft margar tómstundir. Það ætti því að vera kært mál og metnaðarmál, að verja slíkum stundum vel og hér er hentugt tækifæri að styðja þetta góða málefni og það eins þótt þeir þyrftu að neita sér um eitt skemmtikvöld af og til. Og ég er viss um, að eftirá myndu þeir finna mikla ánægju af því, að geta látið af hendi eigulegan sýn- ingarmun til styrktar góðu mál efni. Þeir mega líka minnast þess, þeir sem að þessu kynnu að vinna, að slíkt tómstundastarf kann lika að koma þeim sjálfum að notum, því enginn, þótt hann sé nú heill og hraustTir, á það víst að verða það alla æfina. Og við Siglfirðing- ar megum sízt af öllu við því að missa okkar ágæta sjúkráhús- lækni héðan burtu vegna þess, að við höfum ékki búið nógu vel að honum. Eg vil í þessu sambandi minna á það, að gamla sjúkrahús- ið okkar er mjög hentugt fyrir gamalmennahæli, sem hér er brýn TILKYNNING nr. 12/1952 Fjárhagsráð hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjörl'iki, sem hér segir: Niðurgreitt Óniðurgreitt Heildsöluverð án söluskatts ...... kr. 4,42 kr. 9,25 Heildsöluverð með söluskatti ....... — 4,70 — 9,53 Smásöluverð án söluskatts .......... — 5,39 — 10,29 Smásöluverð með söluskatti ......... — 5,50 — 10,50 Reykjavík, 30. júní 1952. VERÐLAGSSKRIFSTOFAN Hús til sölu Ibúðarhúsið Hólavegur 17 er til .sölu og laus til íbúðar nú þegar. Húsinu fylgir afgirt lóð í góðri rækt. Tilboð óskast í eignina í því ástandi, sem hún er nú og sé þeim skilað til undirritaðs, isem gefur nánari upplýsingar, fyrir 1. ágúst n.k. PÉTUR LAXDAL þörf fyrir. Það er í hæfilegri fjar- lægð frá ys miðbæjarins, stutt til heimsókna þangað og stutt til læknis og prests. Þar er skjólsælt og fögur, grasigiróin brekka norð- an við, og ég sé í anda síðarmeir fagran trjá- og blómagarð, með bekkjum og blómskrúði til yndis og hvíldar fyrir gamla fólkið og útsýn er úr gamla spítalanum hin fegursta yfir bæinn og út á fjörðinn okkar fagra. Enda meg- um við því vel una, og ekki meg- um við grafa gamalmennin okkar fyrr en þau eru önduð. Eg vil svo enda þessar línur með þeirri ósk til almennings, að hann taki þetta mál til góðvilj- ugrar athugunar, hugleiði það og ræði um það og riti, og það hvort sem þeir eru með því eða móti. Eflaust mætti benda á ýmsar fleiri leiðir og eflaust verður það gert. Máltækið segir að trúin flytji fjöll. Eflaust væri beinasta leiðin í þessu efni bein peninga- sönfnun, en hvorttveggja er, að peningar eru nú á þessum síðustu og verstu tímum takmarkaðir meðal fólks, enda hægt fyrir þá sem þá hafa að láta þá. Sama er með dagsverk eða þá aflahlut úr róðri frá sjómönnunum. Mest er um það vert, að almenningur trúi á málefnið. Og mér finnst satt að segja að hugmyndin um héraðs- sýningu hafi í sér talsvert af þvi, sem stefnir i menningaráttina. Góðir Siglfirðingar! Gerið mál þetta að ykkar máli og berið það fram til sigurs. Sigurinn er því vís, ef við fylkjum okkur um það. Gömul kona Nýkomið Nýkomnar amerískar mjmda- peysur á böm og fullorðna, — einnig myndaveski, plastic- dúkar, plastic í metratah, plast- ic-bomsur, plastic-eldhúsgard- ínur, vinnuvettlingar (gulir og hvítir), herraskyrtur (hvítar og mislitar). ★ Þýzk saft, eplasafi, orange. ★ Ódýrar krakkabomsur nýkomn- Einnig aliskonar matvara og hreinlætisvara. ★ Reynið Johnsons barnavör- urnar. ★ KOMIÐ — SJAIÐ — KAUPIÐ Verzlunin ,8ræðraá‘ Sími 76 Herbergi til leigu á góðum stað í bæmun. Afgreiðslan vísar á.

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.