Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.04.1955, Page 3

Siglfirðingur - 06.04.1955, Page 3
SIGLFIRÐINGUR 3 xdLvbt tífZaskiíúdid ^Æ. (Z. ^zÁndetsan Stúdentsprófið, examen artium, var þá nauðsynlegt vegabréf að heimi skáldanna og hærri menningar. Án klassiskrar ménntunar hefði öreiga- drengurinn aldrei orðið annað en ve- sæll sérvitringur .Þetta varð honum harður skóli og liræðilegur reynslu- timi. Hér mættust tvö andstæð öfl, ólík sem eldur og vatn: hreint, fljót- rótt, frjótt og skáldlegt eðli átti að hreppast í fjötra reglugerða, ástund- unar, aga, nákvæmni og prófa gamals skóla. Rektor skólans varð honum æ gramari og að lokum fjandsamlegur, liæðinn og spottandi. Meir en nokk- urn tíma fyrr eða síðar var H. C. Andersen þarna „ljóta andarunginn“. Hann þjáðist, barmaði sér og auð- mýkti sig, i eymd sinni reiðubúinn að varpa frá sér öllum draumum. En aftur var honum bjargað, hann var tekinn úr skólanum (kveðjuorð rekt- orsins voru: „Farðu til fjandans“) og lijálpað að prófborðinu með einka- kennslu. Hann komst gegnum hreins- unarold fræðslunnar með listamanns- eðli sitt óskert, en dýrkeypt var hún lionum. Sífelldur kvíði og auðmýk- ing þessara skólaára liefur verið aðal- orsök taugaveiklunar hans það sem eftir var ævinnar, minnimáttarkennd- ar, sem leiddi af sér eóðlilega við- kvæmni gagnvart gagnrýni, sjúklega löngun eftir lofi og viðurkenningu, og hans alræmdu og takmarkalausu liégómagirnd. Að loknu prófi árið 1828 liélt H. C. Andersen áfram námi í eitt ár, en hætti því síðan og lifði upp frá því á ritstörfum einum. Hann var nú kominn í tölu bókmenntanna. Kaup- mannahöfn var á árunum 1825 til 1850 lieimkynni frábærar andlegrar fógunar, sérstaks áhuga á heimspeki, bókmenntum og listum, ef til vill var það og eins konar mótvægi hinnar pólitísku lognmollu einvaldstímabils- ins. Fagurfræðileg menntun var kjör- orð þeirra tíma og konunglega leik- liúsið var miðdepill tilverunnar. Þessi ár bera heitið danska gullaldartíma- bilið, og þá bar liæst skóld eins og Oehlenschlæger og Grundtvig, mynd- höggvarann Thorvaldsen, vísinda- manninn H. C- Orsted og hugsuðinn Sören Kierkegaard og margt annað stórmenni, ókunn utan Danmerkur. Þetta var grózkuskeið, en lítill heim- ur, þar sem menn þekktust helzt til vel, og gagnrýni, spott og liáð þrifust með ágætuin. Einnig þetta fágaða og næstum því of viðkvæma andlega umliverfi varð H. C. Andersen góður skóli. Hér voru ekki einungis gerðar kröfur til persónuleika og hugmynda- auðgi, heldur í enn ríkara mæli til formsnilli, fágunar, fyndni og hins hvassa penna í vörn. H. C. Andersen var heimagangur hjá mörgum af tign- ustu fjölskyldum bæjarins, og auk þess lijá þekktum skáldum og lista- mönnurn. Andi hans auðgaðist ríku- lega. Vinátta lians og H. C. Orsteds liafði mikil áhrif á viðhorf hans til lífs og listar. Og í liinum fjölmörgu tilfellum, þar sem hann einatt fékk a ðkenna á vanmati og lítilsvirðingu og eiturörvum gagnrýnendanna, lærð- ist honum að nota hæfileika sína á sviði hæðni og kímni. Það má með sanni segja, að hann bæði harðnaði og fágaðist. Meðfæddir hæfileikar hans, upp- vaxtarár hans meðal alþýðunnar, hin umbreytingasömu og þreytandi náms- ár við leikhúsið og í latínuskólanum Pg bókjöenntaþroski sá, sem bann öðlaðist með hástétt liöfuðstaðarins — allt þetta var aflvaki skóldskapar hans. Rithöfundaferill hans hófst þegar á árinu 1822, rétt áður en hann innriltaðist í skólann í Slagelse, með útkomu kversins „Ungdoms Forsog“ undir dulnefninu Wiliiam Christian Walter (dregið af skírnarnöfnum Shakespeares og Walteers Scott). Að náini loknu hófst hann lianda með leldmóði og ritaði af kappi í ýmsum tjáningarformum: kvæði, ferðasögur, skáldsögur og leikrit. 1 leikhúsinu, sem liann hafði tekið ástfóstri við, ótti hann litlu láni að fagna, en þó ber að geta leikritsins „Mulatten“ (1840) og textans við óperuna „Liden Kirsten" (1846) og gamanleiksins „Den nye Barselsstue" (1844). Ferða- lög og að gista framandi lönd var honum alla ævi mikil unun og inn- blástur. Fyrsta bók hans í óbundnu máli var hugmyndarík lýsing á gönguferð fró Kaupmannahöfn til austurodda Amager (1829), því næst sendi hann frá sér „Skyggebilleder“, ferðaþætti frá Harzen, en í því riti gætir áhrifa frá Heine. Á næstu- ár- um var hann stöðugt á ferðalagi, einkum um Suður-Evrópu. Á langri ferð uin Þýzkaland, Italíu, Grikkland og Tyrkland og lieimleiðis eftir Dóná, varð lil liin glæsilega frásögn „En Digters Bazar“ (1842). Seinna komu ferðaþættirnir „Frá Svíþjóð“ (1851) og „Á Spáni“ (1863). Þessar ferða- bækur bera ljósan vott um hans frá- bæru athyglisgáfu og ánægju hans af öllu, sem fyrir liann bar, og næm- leika lians fyrir hinu skáldlega í veru- leikanum og því hversdagslega. Þær sýna meðal annars, livernig hann, er rómantíska tímabilið stóð sem hæst, gat glaðzt yfir tæknilegum fram förum og rennt grun í hina miklu möguleika tækninnar. Hann var með bollaleggingar um flugvélina og fyrir- bæri í líkingu við útvarp. Þelcktari varð hann af skáldsögum sínum. Þær hófust, er hann hafði hrifizt af liinu litskrúðuga þjóðlífi Italíu, með „Improvisatoren" (1835), sem vakti mikla lirifningu og var bróðlega þýdd og kunn erlendis. — Þegar á eftir kom út „0. T.“ (1836) og „Kun en SpilÍemand" (1837). — Saineiginlegt með þessuin þrem bók- um eru greinileg drög að sjálfsævi- sögu og lýsingu á eigin brensku og æsku, þrengingar og þjáning fátæks listamanns, ívafðar myndauðgi, sann- sögulegra frásagna, sem sverja sig 1 ætt við ferðaþættina. 1 sögunni „De to Baronesser“ (1848) er hið per- sónulega horfið, en meira gætir áherzlunnar á hið þjóðfélagslega mis- rétti; báðar söguhetjurnarj þaroness- urnar tvær, reynast vera af lágum stigum. Síðustu skáldsögurnar eru „Al være eller ikke være“ (1857), sem fjallar um baráttu milli trúar og þekkingar, og „Lykke-Peer“ (1870). öll þau verk, er hér^liafa verið talin, hefðu getað aflað H. C. Ander- sen traustrar viðurkenningar samtíð- arinnar, en heimsfrægðin og vinsæld- ir síðari tíma eru auðvitað „Ævintýr- unum“ að þakka. Fyrsta hefti ævin- týranna (Fyrtojet, Lille Claus og store Claus, Prinsessen pá Ærten, Den lille Idas Blomster) koniu út órið 1835, sama ár og „Improvisatoren“ og áður en órið var liðið kom út nýtt hefti (með m.a. Tommelisa og Rejse- kammeraten). Þriðja heftið (með m.a. Den lille Havfrue og Kejserens nye Klæder) kom út 1837. Þetta voru litlar og yfirlætislausar bækur, sem ekki vöktu mikla athygli, en hinn vitri H. C. örsted gat þá þegar sagt, að skáldsögurnar liefðu gert Andersen frægan, en ævintýrin myndu gera hann ódauðlegan. — Skáldið sjálft skildi naumast, að nú liefði hann fundið það tjáningarform, sem var honum eiginlegt, þá grein skáldskapar, sem var samnefnari allra lians hæfileika, en þær viðtökur, sem ævintýrin fengu um víða veröld, komu honum smásaman í skilning um þetta. Með nokkrum hvíldum hélt hann áfram allt til æviloka að senda frá sér ný söfn ævintýra og sagna, aðallega í bókaflokkum á árunum 1843—!48, 1852—’53 og 1857—72. Um fyrstu ævintýrin var beinlínis tekið fram, að þau væru „vintýri lianda börnum“, en þegar frá leið þroskaðist formið svo, að ævintýrin áttu erindi jafnt til fullorðinna og barna, og stundum eingöngu til full- orðinna. Sögurnar gátu tekið form smásögunnar eða einnig orðið að djúpúðgum lífspekilegum táknmynd- um. 1 bernsku var H. C. Andersen gæddur eðlilægri frásagnargáfu og hugarflugi. Á unglingsárunum lagði hann rækt við sína snilldarlegu frá- sagnargófu í þágu barnanna á þeim Ilafnarheimilum, þar sem hann var daglegur gestur. Hann varð skáld á rómantíska tímabilinu, þegar fóík var sólgið í þjóðsögur og fjarstæðu- kenndan skáldskap, og þegar einkum þýzk, en einnig dönsk skáld notuðu þetta tjáningarform á nýjan leik. — Það er augljóst, að Andersen varð að nota ævintýraformið, og að hann hlaut að skara fram úr öllum sam- tíðarmönnum sínum. Hvers vegna? Hver er leyndardómurinn á bak við áhrifamátt ævintýra hans? Ég held, að benda megi á tvær meginorsakir. 1 fyrsta lagi var kyngi- og krafta- verkaheimur ævintýrsins í samræmi við eðli og bernskuumhverfi H. C. Andersens, í samræmi við það, sem liann hafði alizt upp við og dregið dám af. Hann þurfti ekki, eins og hinir þýzku fyrirrennarar hans, Tieck, E. T. A. Hoffmann og Chamisso, að stæla gamalt form eða taka á sig gervi hins látlausa sagnamanns eða liins lireina barnslega eðlis. Honum var það eðlilegt. Þess vegna finnur maður sannfærandi listrænan sann- leika í hugarórum lians, leik hans að lilutum, og þegar hann gefur blómum og skordýrum, knöttum og tindátum líf og sál. 1 öðru lagi hafði hans eigið líf sannað aðalinntak þjóðsagnanna: hamingjudraum smælingjans, sigur bins fátæka drengs jTir öllum örðug- leikum og tignum keppinautum, bjartsýnistrúna á fyllsta réttlæti til- verunnar, trúna á það, að látleysið og hin lieilbrigða skynsemi sigrist á auðæfum, tildri, falsi og misrétti. — Eigin reynsla hans, jafnt sigrar sem niðurlæging, er lifandi efniviður flestra ævintýranna. Einnig hér er hið sanna í stað stælingar. Og auk þess veitti ævintýrið honum tæki- færi til að segja í líkingamáli og undir rós margt það, sem hann gat ekki leyft sér að segja með berum orðum: Hann gat tjáð þótta sinn og þjáningar (Ljóti andarunginn), en hann gat einnig gert gys að eigin veikleik, liann gat lýst óhamingju móður sinnar („Hun duede ikke“), liaft samúð með smælingjum („Alt p& sin rette Plads“), og átalið dýrkun liðinna tíma („Lykkens Galoscher“), og hann gat veitzt að andstæðingum sínum, komið fram hefndum vegna misréttis og auðmýkingar, og strítt gagnrýnendum. 1 því síðasttalda var liann snillingur. Margt skeytið og mörg linútan leynist undir sakleysis- legri sauðargæru ævintýrsins. Við höfum góðar lieimildir um ævi hans og viðhorf. Hann hélt dagbók, ritaði fjölda bréfa, og við ýmis tæki- færi opinberaði liann þætti úr ævi sinni. Tuttugu og átta ára að aldri ritaði hann þann fyrsta „Levneds- bogen“, gefin fyrst út 1926, en aðal- ritið er „Mit Livs Eventyr“ (1855), ítarleg frásögn um hans örðugu leið til frægðarinnar. Þegar hér var komið sögu hafði hann hlotið mikla viður- kenningu, hann var þekktur utan Evrópu og hróður hans óx ár frá óri. Aðdáun sú og hylli, sem hann maut hvarvetna, þó meira erlendis en innanlands, fullnægði hégómagirnd hans. 1 Danmörku vandi hann helzt komur sínar á herrasetrin og til tignarfólksins, og hann var aufúsu- gestur við hirðirnar bæði heima og erlendis. Hann þreifst við yl aðdá- unar og frægðar, og gat ekki án hans verið, því hann var einmana og venjuleg mannleg hamingja féll hon- um ekki í skaut: ihörmulegum lykt- um æskuástar átti hann sennilega sjálfur sök á. Hin mjög umtalaða ást hans á sænsku söngkonunni Jenny Lind, var ekki endurgoldin. Oss er leyfilegt að efast, en sjálfur taldi hann sig hamingjusaman og þakkaði Guði sínum fyrir það: „Ævisaga mín mun kenna heiminum það, sem hún hefiir kennt mér, að til er kærleiks- ríkur Guð, sem öllu snýr til góðs“. Hann lézt í Kaupmannahöfn þann 4. ágúst 1875. Sven Maller Kristensen RÚSSAR VEIÐA SÍLD (Framhald af 2. síðu) Síldin er aðallega veidd í rek- net, sem eru allt að 3 km. að lengd. Útbúnaður rússnesku síld- veiðiskipanna er af vönduðustu gerð, og þeim reiðir vel af, jafnvel í stórviðrum. Síðan í fyrrahaust hafa rúss- nesku síldveiðimennirnir verið við veiðar, hvernig sem viðraði, jafn- vel í stórviðrum. Það var hinn ungi nótabassi Grigorij Nosal, sem byrjaði að veiða í stórviðri og síðan hafa hin skipin farið að hans dæmi. Lauslega þýtt úr „Fiskaren" frá 9. febr. 1955. H. Kristmsson

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.