Siglfirðingur - 06.04.1955, Side 4
4
SIGLFIRÐINGUR
t
PÁLlNA JÚNSDÖTTIR
MINNIN GARORÐ
TÍLKYNNING nr. 1/1955.
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt liámarksverð á smjör-
líki sem liér segir:
Heildsöluverð ............ kr. 4,79 kr. 9,62 pr. kg.
Smásöluverð .............. — 5,66 — 10,60 pr. kg.
Söluskattur er innifalinn í verðinu.
\ Reykjavík, 31. marz 1955.
VERÐGÆZLUSTJÓRINN
iÞann 14. marz síðastl. lézt að
heimili sínu hér í bæ húsfreyjan
í Túngötu 18, Pálína Jónsdóttir,
sjötíu ára að aldri. Foreldrar
hennar voru Jón Jónsson fyrrv.
hreppstjóri og bóndi í Horn-
brekku og síðar að Nýjabæ í
Bæjarkleettum og Helga Bene-
diktsdóttir, sem var seinni kona
Jóns. Jón var Þingeyingur að ætt
og var móðir hans af svonefndri
Draflastaðaætt, og náskyld Sig-
urði fyrrv. búnaðarmálastjóra. —
Faðir Helgu, Benedikt Þorsteins-
son, bjó í Litlu-lGröf í Skagafirði,
en móðir Helgu, Dagbjört, var
dóttir Hallgríms læknis Jónasson-
ar á Keldum í Sléttuhlíð.
Bæði voru þau Jón og Helga vel
gefin. Var Jón snjall hagyrðingur,
betur að sér í skrift og reikningi
en almennt gerðist og var því
valinn sem hreppstjóri; þótti hann
nýtur maður.
í fréttabréfi úr Skagafirði, sem
birtist í blaðinu í dag er meðal
annars ságt frá veiki í kúm. Er
talið að þetta sé nokkurskonar
hjartveiki, og muni stafa af
óhollu fóðri — trénuðu heyi.
Það er ákaflega bagalegt fyrir
bóndann og veldur honum tíðum
fjárhagslegu tjóni, þegar eitthvað
ber út af með heilsu kúnna. Kýrin
aflar búinu hollrar og nauðsyn-
legrar fæðu, og er þess utan all
drjúg tekjulind, sem seitlar inn í
bú bóndans. Fóður hennar kostar
mikið og til þess, að hún geti
greitt bóndanum fóðurkostnaðinn,
og auk þess gefið af sér tekjur,
má ekki mikið bregða út af með
heilsufar.
Þess vegna er það áríðandi
fyrir bóndann að hafa það hug-
fast að reyna að bægja frá kúa-
hjörð sinni öllu því, sem orsakað
gæti veilu og óhreysti.
Ef rétt væri, að umrædd veiki
eða kúafaraldur stafi af óhollu
fóðri, þyrfti að láta rannsaka,
hvað það er í fóðrinu, sem orsakar
sjúkdóminn.
Það er ekki nýtt fyrirbæri hér
á landi, að kýr veikist um og
eftir burð af þeim kvilla, sem
hefur verið og er í mörgum til-
fellum nefndur hjartveiki.
Þessi hjartveikissjúkdómur kom
— að mig minnir — fyrst í ljós
með aukinni nýrækt, notkun til-
búins áburðar og kjarnfóðursgjöf.
Mig minnir, að hann hafi byrjað í
Reykjavík og nágrenni, en þar
hófst nýræktin; þar var fyrst not-
aður tilbúinn áburður, og þar var
Pálína ólst upp á heimili for-
eldra sinna til fermingaraldurs,
en eftir það var hún í vistum á
góðum heimilum.
Til Sigluf jarðar fluttist hún árið
1909. Tveim árum síðar 1911, gift-
ist hún eftirlifandi manni sínum,
Guðna Guðnasyni. Þau eignuðst
9 börn. Af þeim komust 5 til full-
orðins ára, en 4 dóu í æsku. —
Einnig urðu þau fyrir þeirri sáru
sorg að þurfa að sjá af yngsta
syninum, Sigþóri, en hann drukkn
aði við Vestmannaeyjar á síðastl.
ári. — Öll eru börn þeirra, sem
uppkomust rnyndarfólk og mann-
vænlegt.
Pálína var góð húsmóðir og
móðir, enda virt og dáð af börn-
um sínum og eiginmanni, sem og
öðrum, er henni kynntust.
Blessuð sé minning hennar.
P. E.
byrjað fyrst að gefa kúm kjarn-
fóður til þess að auka mjólkur-
magn. — Þessi kvilli hefur svo
fylgt eftir þessari þrenningu út á
landsbyggðina.
Páll Zophoniasson, búnaðar-
málastjóri, sem var um langt
skeið nautgriparæktarráðunautur,
hélt því fram, að íslenzku kýrnar
gætu framleitt meiri hjólk með
því að gefa þeim kjarnfóður með
töðunni. Hélt Páll því fram, að
kúnum gengi illa að umbreyta
íslenzku töðunni í mjólk, og taldi
að kjarnfóður þyrfti að koma þar
til hjálpar. Hann eggjaði menn til
þessarar fóðurgjafar. Sjálfsagt
hefur Páll haft rétt fyrir sér. —
En sá ljóður varð skjótt á, að
kúaeigendur gættu ekki hófs í
matargjöfinni. Um leið og matar-
gjöfin hófst jókst mjólkin. Þá var
stefnan þessi: meiri matargjöf —
meiri mjólk. Það var svo sem gott.
En matargjöfin var þá í svo miklu
óhófi, að kýrnar veiktust — lítið
eitt vanalega um burð. Ekki voru
mikil brögð að veikinni meðan
kúnum var gefin safarík og smá-
gerð taða. En þegar farið var að
gefa þeim trénaða fæðu og illmelt-
andi, uppheiglaða af tilbúnum
áburði eingöngu, þá kom veila og
óstarfhæfni meltingarfæranna
fram, sem matargjöfin hafði stutt
að. Kýrnar veiktust, urðu gagn-
lausar eða drápust. Nafnið á þess-
ari veiki var í fyrstu nefnt hjart-
veiki; sumsstaðar var sagt, að
kýrnar vantaði kalk. Nú kemur
nafnið blóðkreppusótt sunnan af
landi. Ætli það sé ekki rétta nafn-
f
ÞAKKARÁVARP
Þökkum innilega auðsýnda
hluttekningu við andlát og
jarðarför litla drengsins
okkar.
Betty Antonsdóttir
Páll Gestsson
ið á þessum almenna kúakvilla. —
Það er mjög líklegt.
- Það er skiljanlegt, að bændur
vilji, að kýrnar mjólki vel, og þá
er gripið til matargjafar og þessa
trénaða fóðurs. Margir munu
standa í þeirri meiningu, að með
matargjöfinni verði þetta trénaða
fóður auðmeltanlegra, en ég tel
það rangt reiknað.
Eg held, að menn hafi oftrú á
þessum tilbúna áburði. Einhvern
veginn hefur það festzt í mér, að
hann sé ekki notandi nema á frjó-
efnaríkt land, þar sem gnótt er af
áburði fyrir í jarðveginum. Hlut-
verk tilbúins áburðar sé að leysa
áburðarefnin, sem í jarðveginum
eru, og gera þau aðgengilegri og
auðunnari fyrir jurtirnar.
Meðan heimaáburður er til í
moldinni vex upp góð, smágerð og
safarík taða. Eftir því sem hann
minnkar, breytist gróðurinn smátt
og smátt, smágresið hverfur en í
stað þess kemur puntgresið þerr-
ið, þurt og trénað. Og ef notaður
er tilbúinn áburður á sama landið
til langs tíma eingöngu, verður
grasrótin laus í sér og hverfur
smátt og smátt.
Tilbúinn áburður er góður með
heimaáburði. Hófleg matargjöf
með auðmeltu fóðri — töðu — er
einnig góð. En það má ekki mis-
bjóða gróðrinum með ofnotkun til
búins áburðar, og það má heldur
ekki misbjóða meltingarfærum
kúnna á ofnotkun kjarnfóðurs
með ómeltanlegu fóðri. Mjólkur-
framleiðslan getur orðið vafasöm
hér á landi ef ekki er gætt hófs
í þessu.
Ætli garnaveikin sé af sömu
rótum runnin?
Einkennilegt að hennar verður
fyrst vart á Hólum í Hjaltadal.
Fréttðbréf
úr SKagafirði
Alauð jörð er nú um byggðir
Skagafjarðar ,og bezta bílfæri
um héraðið allt út að Reykjarhóli
á Bökkum. Eru sneiðingarnir í
fjallshlíðinni utan við Reykjar-
hólinn ófærir bílum. Er sjálfsagt
ekki vanþörf á uppbyggðum vegi
eftir mýrunum eða bökkunum.
Nýlega er afstaðin hin þjóð-
kunna Sæluvika Skagfirðinga á
Sauðárkróki. Var þar fjölmargt
til skemmtunar. Leiksýningar,
kvikmyndasýningar, fyrirlestur
o.fl. Svo var dansað á hverju
kvöldi skikkanlega fram eftir
nóttu. Segja má, að mestan hluta
sólarhringsins hafi fólk átt kost
á einhverri skemmtun. Þegar þess
ari skemmtun lauk, tók önnur við,
sem sagt ein syngjandi sæla alla
vikuna.
\
Innflúensufaraldur hefur gengið
um héraðið og hefur verið ann-
ríkt hjá læknum.
Mikil veiki er í kúm í hérað-
inu. Á sumum bæjum hafa legið
1—3 kýr við borð, en rétt við
aftur með þeim afleiðingum, að
þær urðu básgeldar. Á öðrum
bæjum hefur drepist ein og ein
kýr.
Talið er, að þetta sé hjartveiki,
og halda menn að hún stafi af
óhollum heyjum, þ.e. trénuðu
fóðri. — Loðna er að byrja að
ganga inn fjörðinn, og gera menn
sér vonir um fiskigegnd. Enn er
fiskafli tregur, þá sjaldan að róið
er.
0 Takið eftir! Happdrættismiðar
í Happdrætti aldraðara sjómanna
verða til sölu hvern virkan dag
milli kl. 4—7 í Lækjargötu 2. —
Styrkið heimili gömlu sjómann-
anna og kaupið miða.
Þar er nýrækt mikil, líklega trén-
að fóður gefið og matargjöf sjálf-
sagt líka.
Er því garnaveikin ekki hrein
blóðkreppusótt?
Líklega er of langt gengið að
blanda mæðiveikinni inn í þetta
Jíka. P. E.
Veikin í skagfirzku kúnum