Siglfirðingur


Siglfirðingur - 22.10.1955, Síða 2

Siglfirðingur - 22.10.1955, Síða 2
2 ---------------------- Siglfirðingur MALQAGN siglfirzkra sjAlfstæðismanna Ritktjórn: Blaðnelndin AbyrgBttrmaður: ólafur Ragnars Augtý'singar: Frans Jónatansson ——----------------> Skólasetningar Barnaskólinn Miðvikudaginn 5. október var Barnaskóli Siglufjarðar settur í Siglufjarðarkirkju. Hófst skóla- setningin með því að sunginn var sálmurinn „Þín miskunn, ó, Guð“. Þá flutti skólastjórinn, Hlöðver Sigurðsson, ræðu. Vék hann fyrst máli sínu til barnanna um námið og skyldur þeirra við skólann, og þar næst ræddi hann samstarf heimilanna og skólans. Síðan minntist skólastjóri á skólahúsið. Gamla húsið hefði ekki orðið fullnægt kröfum tím- ans og þörfum, sérstaklega eftir skemmdir þær, sem urðu á leik- fimisalnum. Síðastl. vor hefði ver- ið byrjað á viðbyggingu við skóla- húsið og unnið að henni í sumar. Enn væri þessi viðbót ekki kom- in í not, og því talsverð þrengsli í skólanum, en í nánd væri breyt- ing á því. Taldi skólastjóri, að þegar viðbótarbygging væri full- gerð, ásamt öðrum breytingum, sem gera ætti á húsinu, þá mætti skólahúsið teljast mjög prýðilegt. Unnið væri nú að því, að gera við leikfimisalinn, og vonir stæðu til að hann yrði nothæfur til kennslu skömmu eftir áramót. Þá skýrði skólastjóri frá, að frú Olga Þórarinsdóttir hefði sagt upp hjúkrunarstarfi við skólann vegna burtflutnings úr bænum. Þakkaði hann frúnni fyrir ágæta ástundun í starfi og samvinnu. Önnur hjúkrunarkona væri nú komin að skólanum, frú Herdís Helgadóttir, og bauð skólastjóri frúna velkomna í starfið. Engin breyting yrði að þessu sinni á kennaraliði skólans, önn- ur en sú, að nú tæki sóknarprest- urinn við kristindómsfræðslu. Sú hefði að vísu venjan verið undan- farið, en síðastliðinn vetur hefði kennari haft þá kennslu á hendi vegna þess, að enginn starfandi prestur hafði verið hér í bæ fyrr en á útmánuðum, og þótti þá ekki taka því að gera breytingar þar á. Á eftir ræðu skólastjóra var sunginn sálmurinn „Faðir and- anna.“ Það þótti nýung að setja barna- skólann í kirkjunni. Ástæðan til þess var sú, að leikfimisalur skól- ans var ebki fullger, en í honum hafa alltaf farið fram skólasetn- ing og skólaslit. Kirkjan var full- setin niðri af börnum og vanda- mönnum þeirra. Er viðeigandi að S I G L FIRÐINGUR foreldrar eða aðrir vandamenn barnanna mæti með þeim við þessar athafnir. í skólanum verða í vetur 425. böm. Gagnfræðaskóli Siglufjarðar var settur laugardaginn 15. þ. m. í húsnæði skólans á kirkju- loftinu. Skólasetningin hófst með því að sunginn var sálmurinn „Faðir andanna." Þá flutti skólastjóri Jóhami Jó- hannsson ræðu. Beindi hann orð- um sínum fyrst til nemenda, bauð þá velkomna til starfsins. Hvatti hann þá til að nota þennan náms- tíma vel og stunda námið af kappi og trúmennsku. Hann brýndi fyrir þeim að temja sér reglusemi í störfum, drengilega og siðfágaða framkomu bæði ut- an og innan skólans. Skólastjóri kvað vandkvæðum bundið að kenna allar námsgrein- ir í þessu húsnæði nú, þar sem nemendur væru nú 134 talsins. En vonir stæðu til að innan skamms yrðu til tvær stofur í húsi skólans við Hlíðarveg, sem skólinn fengi til afnota og myndi handavinna o.fl. vera kennt þar. Sú breyting yrði nú á kennara- liði skólans, að nýr kennari bætt- ist honum, en það er Trausti Helgi Árnason frá Hofdölum í Skagafirði. í lok skólasetningar var sung- ið „Eg vil elska mitt land.“ Tónlistarskóli Vísis tók til starfa fimmtudaginn 7. október s.l. Til skrásetningar mættu um 30 nemendur. Skóla- stjóri í vetur verður Mán'i Sigur- jónsson, og kemur hann í stað Hauks Guðlaugssonar, sem dvelst við tónlistarnám í Þýzkalandi í vetur. Fréttir Andlát. Aðfaranótt s.l. miðvikudags andaðist á heimili sínu hér í bæ Hólmkell Jónasson, eftir allþunga og enfiða legu. Einnig lézt á sjúkrahúsinu Anna Þorláksdóttir, ekkja Gísla sál. Bjarnasonar fyr- verandi bónda í Skarðdal. Mikill lasleiki er í bænum nú. Kvefpest all- skæð, hálsbólga og iðrakvef hef- ur altekið mörg heimili. Veiki þessi legst einkum á börn og fylgir talsverður hiti. Meðan þessi veiki gengur yfir, eru fremur slæmar heimtur í barnaskólanum. Mun láta nærri, að nú um tíma hafi vantað um þriðjung barn- anna. Það gengur svo, að þegar þessi börn hafa frískazt falla önn- ur í valinn. Eitt mænuveikistilfelli hefur komið í ljós hér, með dálítilli löm- un. Sjálfsagt er fyrir fólk að fara Sendi öllum vinum mínum og kunningjum, nær og fjær, sem heiðruðu mig á sextugsafmæli mínu 29. sept. s.l. með heimsóknum, skeýtum og vinarkveðjum, innilegasta þakklæti. Sérstaklega þakka ég vinum mínum og félögum í Verka- mannafélaginu Þrótti fyrir höfðinglega gjöf og margvíslegan hlýhug og vináttu í garð okkar hjónanna. Heill og liamingja fylgi ykkur öllum. GUNNAR JÓIIANNSSON varlega, og fara í því eftir regl- um, sem læknar gefa. í eina viku kom enginn póstur frá Suður- og Vesturlandi. Allar póstferðir þaðan og hingað stöðvuðust, þeg- ar vegurinn yfir Skarðið tepptist. Eru það mikil viðbrigði, að hafa ekki brófa- og blaðasamband við umheiminn í heila viku yfir þenn- an tíma árs. Það er næsta ein- kennilegt sinnuleysi af póststjórn- inni, að láta ekki Siglufjarðar- póstinn fara til Akureyrar og hingað með póstbátnum. í þetta sinn hefði það legið beinna við, heldur en hlaða honum upp til geymslu á Sauðárkróki. Alltaf er verið að minna mann á, hvað þessi blessaði Skarðsveg- ur er ófullnægjandi samband milli Siglufjarðar og byggðanna í Skagafirði. Ef vegurinn hefði nú legið um Stráka og Almenninga, hefðu ferðir gengið reglulega og hindrunarlaust til og frá Siglu- firði fram til þessa dags. „Siglfirðingur“ birtir í dag greinargerð Ásgeirs Bjarnasonar, sem rökstyður sam- þykkt rafveitunefndar og bæjar- stjórnar um að hafna því að Skeiðfossvirkjunin verði sameign ríkis og bæjar. Telur blaðið viðeigandi að al- menningi í bænum gefist kostur á að kynnast meðferð þessa máls hér heima og fylgjast með því. Hinum árlega „bazar“ Sjálfstæðiskvennafélagsins verð- ur af sérstökum ástæðum frestað til 20. nóvember n. k. Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar Fyrir nokkru barst blaðinu skýrsla um starfsemi heimilisins fyrir árið 1954. í 16 ár hefur st. Framsókn nr. 187 starfrækt heim ilið. Er það merkur þáttur í starfi stúkunnar hér á Siglufirði. Á undanförnum starfsárum hef ur heimilið veitt sjómönnum ým- iskonar aðstoð. Þar hafa þeir fengið að rita bréf sín og þeim látin í té pappír og ritföng endur- gjaldslaust. Allstórt bókasafn á heimilið og hafa sjómenn fengið bækur að láni, einn kassa á skip, með 10 bókum. Þá hafa böð til afnota fyrir gesti verið opin flesta virka daga. Sú þjónusta, sem heimilið hefur veitt sjómönnum i-------------------------' ÞAKKARÁVARP Sjúkrahúsinu okkar hefur enn d nij borizt mjög dýrmæt gjöf. Er liér um að ræða skuröstofu- lampa af nýjustu og vönduöustu gerö, og er mér óhælt aö fult- yröa, aö hann mundi sóma sér vel i hinni fultkomnustu skurö- stofu. Gefendur eru rafvirkjar í Siglu firöi svo og Rafveita Siglufjarö- ar. Eg færi gcfendunum inni- legustu þakkir fyrir þessa veg- legu gjöf og fyrir þá liugulsemí, sem þeir þannig í verki sýna sjúkrahúsinu okkar. ÓL. Þ. ÞORSTEINSSON -----------------------------------------J Ensku- og dönskukennsla Einkatímar, eða fyrir fleiri saman, eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 77. Kaupum fyrst um sinn 100 og 300 gr. glös og hálfflöskur APOTEKIÐ Eigum ennþá á lager UPPSETT Nylon-grásleppunet . . V. Friðjónsson & Co. og öðrum gestum, er mikil og mjög aðdáunarverð. Fjárhagur heimilisins er fremur þröngur og mun erfitt að halda þessari starfsemi áfram. En von- andi verða einhver ráð til þess að halda þessu gangandi. Má segja, að Siglufjarðarkaupstaður missir mikils, ef hún fellur niður.

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.