Siglfirðingur


Siglfirðingur - 22.10.1955, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 22.10.1955, Blaðsíða 3
SIGLFIEÐINGUE 3 Bæjarstjórn og rafveitunefnd samþykkja ein- róma að hafna tilmæium ríkisstjarnarlnnar um sameign ríkisins og Siglufjarðarkaup- staðar á Skeiðsfossvirkjuninni Eftirfarandi- greinargerð, sem samin er af Ásgeiri Bjarnasyni raf- veitustjóra, er rökstuðningur fyrir neitun þessari. Grciuargerðin var samþykkt með öllum atkvæðum í rafveitunefnd og bæjarstjórn Á fundi rafveitunefndar þ. 13. júlí s.l. var fyrir tekið bréf frá raforkumálastjóra, ásamt samn- ingsuppkasti milli ríkisstjórnar- innar og bæjarstjórnar Siglufjarð ar um að Skeiðsfossvirkjunin verði sameign þeirra. Um mál þetta var að lokum gerð eftirfar- andi bókun: „Nefndin er sammála um að hafna framkomnu samnings- uppkasti og felur rafveitustjóra að semja greinargerð og rök- stuðning fyrir þessu áliti, er síðan sendist bæjarstjórn Siglu- fjarðar.“ Greinargerð rafveitustjóra: Árið 1936 var sett upp 300 hestafia dieselrafstöð hér á Siglu- firði og við það jókst raforka bæjarins upp í 400 hestöfl. I bæn- um voru þá settar upp tvær spennistöðvar, og bæjarnetið auk- ið nokkuð, enda hafði það áður verið nær eingöngu til ljósa. Við þetta sat, þar til Skeiðsfoss var virkjaður. Var virkjunin fram- kvæmd þannig, að þrýstivatns- pípan, stöðvarhúsið og háspennu- línan til Sigluf jarðar voru gerðar fyrir tvær vélasamstæður, þótt ekki væri sett upp nema ein sam- stæða til að byrja með. Lokið var við að setja upp fyrri sam- stæðuna í marz 1945, og var þá straumi hleypt á línuna til Siglu- fjarðar. Þegar hér var komið sögu, var Fljótunum boðin þátttaka í virkj- uninni, svo sem vatnalögin mæla fyrir, en sökum þess hve virkj- unin varð dýr, nær þrisvar sinn- um dýrara en áætlað hafði verið, höfnuðu Fljótamenn tilboðinu um þátttöku. Þótt Siglfirðingar sætu því ein- ir að allri orkunni frá þessari fyrri samstæðu, sem var 1600 'kw., kom brátt í ljós, að orkan nægði ekki. Varð því að keyra dieselhreyfihnn í gömlu rafstöð- inni með Skeiðsfossi nærri því á degi hverjum um hádegisbilið, þegar álagið var sem mest. Þá kom það einnig í ljós, að vatnið í Fljótaá nægði í flestum vetrum ekki til þess að reka þessa einu samstæðu, þrátt fyrir hinn mikla yatnsgeymi, seœ rúmar um 32 milljónir rúmmetra. Var þetta venjulega svo, að eftir því sem lengra leið á veturinn og vatns- borð uppistöðunnar lækkaði, þurfti að keyra dieselvélar með Skeiðsfossi í enn ríkara mæli. Verst þótti þó Siglfirðingum hve orkuverið var lítið; þessvegna var árið 1948 ákveðið að panta nýja vélasamstæðu, jafnstóra þeirri sem fyrir var. Það kann margur að furða sig á því, að þessi ákvörðun var tekin, þrátt fyrir vatnsskortinn á vetrum, en helztu ástæðumar fyrir því, að stækkun orkuversins þótti samt sem áður æskileg, munu hafa ver- ið þessar: , 1. Stórlega aukið öryggi við það að hafa tvennar vélar í orkuverinu. 2. Losna algjörlega við dag- lega dieselkeyrslu með Skeiðsfossi. 3. Fá aðstöðu til að geta selt raforku til reksturs tveggjá —þriggja síldarverksmiðja á sumrin, en á sumrin er ætíð nægilegt vatn fyrir báð- ar samstæðurnar. Snemma á árinu 1949 er svo gerður samningur við brezk og amerísk firmu um kaup á vélum og háspennuútbúnaði. Var um leið gert samkomulag við ríkis- stjórnina um það, að ríkissjóður greiddi vexti og afborganir af lánum Siglufjarðarkaupstaðar vegna Skeiðsfossvirkjunarinnar, á meðan Rafveita Siglufjarðar væri að koma nýju samstæðunni upp og endurbæta dreifikerfið í bænum. Þannig er þessi óum- samda skuld Skeiðsfossvirkjunar- innar við ríkissjóð tilkomin. Á meðan hefur rafveitan komið nýju samstæðunni upp og endur- bætt bæjarkerfið, svo þar eru nú 17 spennistöðvar, en áður voru aðeins tvær. A'llt hefur þetta orð- ið allmiklu dýrara en við var bú- izt í fyrstu, og stafar það af auk- inni dýrtíð, gengislækkuninni, sem hækkaði kaupverð vélanna um 73,4%, hækkuðum tollum o.s.frv. Til þess að standa straum af þessu öllu, svo og til að auka tekjur rafveitunnar svo hún gæti eftir þessar framkvæmdir staðið undir öllum símim skuldum, hef- ur gjaldskrá hennar verið hækk- uð tvisvar síðan 1950. Verður því ekki neitað, að hinn aukni kostn- aður hefur verið lagður að miklu leyti á herðar íbúa bæjarins, og þeir tekið því að mestu með mikl- um skilningi, þar sem um hefur verið að ræða, að bærinn eignað- ist sitt eigið orkuver. Árið 1950 voru tekjur rafveit- unnar af orkusölu og mælaleigu tæplega 1,3 millj. kr. Árið 1954 voru sömu tekjur rúmlega 2 millj. kr. Með þessum tekjum er ætlast til að rafveitan standi undir skuldum sínum, bæði hvað vexti og afborganir snertir, og hafa Fjármálaráðuneytinu verið skrif- uð sérstök bréf um það. Þegar talað er um að orkuver- ið við Skeiðsfoss sé 3200 kw., þá gildir það aðeins meðan vatns- uppistaðan er full, eða því sem næst. Það hefur verið reynt að stilla svo til, að hún sé alveg full um það bil sem rennsli árinnar fer að dvína það mikið, að vél- arnar nota meira en hún flytur. Þetta skeður venjulega í byrju nóvember. Eftir það fer að smá- lækka í lóninu, en við þá lækkun minnkar afl vélanna. Það er ekki óalgengt, að vatnið lækki svo mikið, að hvor vél afkasti ekki meira en 1200 kw. Þetta skeður í marz—apríl, og þá er ekki hægt að fá meiri orku út úr Skeiðsfossi en 2400 kw. Upp í þessa orku- vöntun höfum við Siglfirðingar á undanförnum árum oft þurft að fylla með dieselkeyrslu. I jan. sl. var mesta álag 2140 kw - febr. - — — —- 1970 — -■ marz- — — — 1900 — - apríl - — — — 1850 — Hér ber þess að gæta, að í marz og apríl hafði rafveitan tak- markað mjög rafmagnsnotkun til hitunar, annars hefði álagið orðið miklum mun hærra. Takmörkun þessi var gjörð vegna fyrirsjáan- ilegs vatnsskorts. En þótt álagið hefði minnkað ofan í 1850—1900 kw. þurftu samt báðar vélarnar að vera í gangi, því þær gátu, með þeim vatnsþrýstingi sem þá var, ekki framleitt nema 1200 kw. hvor. Það má því segja að orkuverið við Skeiðsfoss sé 3200 kw. á sumr in og haustin, en falli ofan í 2400 kw. eftir því sem á veturinn líður, þangað til vorhlákur byrja. Af því sem hér að framan segir er ljóst, að Skeiðsfossvirkjunin er hvergi nærri of stór fyrir Siglu- f jörð. Hæsta álag, sem komið hef- ur fyrir, síðan síðari vélasam- stæðan var sett upp, var 2450 kw Það sem afgangs er af orkunni, væri vissulega ekki of mikið fyrir 'Siglufjörð einan að hafa til að mæta ýmsum nýjum framkvæmd- um, sem framundan kunna að vera. En þrátt fyrir það, og þótt Fljótamenn hafi neitað þátttöku á sínum tíma, þykir Rafveitu Siglufjarðar sanngjarnt að seld sé orka til nærliggjandi sveita, svo sem Holts- og Haganes- hrepps. Eins og lýst hefur verið hér að framan, má á hverjum vetri búast við meiri og minni diesel- 'keyrslu vegna vatnsskorts. Ef eigendur að Skeiðsfossi væru tveir, myndi ávallt verða ágrein- ingur um það, hvor ætti að greiða dieselkeyrsluna. I þessu sambandi má benda á, að Rafveita Siglu- fjarðar hefur með sérsamningi við Síldarverksmiðjur ríkisins kost á dieselkeyrslu langt undir 'því verði, sem dieselkeyrsla í raun og veru kostar, en slíkum samn- ingum myndu Rafmagnsveitur ríkisins tæpast ná. Því kann að vera haldið fram, að Siglfirðingar yfirleitt noti raf- magn í óhófi, þ. e. a. s. noti það alltof mikið til upphitunar íbúða. Því er til að svara, að árið 1954 gaf upphitunin rafveitunni tekjur sem námu hálfri milljón króna, eða fjórða hluta heildarteknanna. Á árunum 1949—1954 nam upp- hitunin samtals 2,4 millj. króna. Með þessari sölu á raforku til upphitunar má segja, að sparast hafi svipuð upphæð í erlendum gjaldeyri, sem komi þjóðarbúinu til góða. — Yfirleitt hefur þeirri stefnu verið fylgt, að betra sé að nota rafmagnið, en láta vatnið fossa ónotað fram hjá orkuver- inu. Eg er algjörlega samþykkur ákvörðun rafveitunefndar um að vísa á bug framkomnu samnings- uppkasti um sameign Rafmagns- veitna ríkisins og Siglufjarðar- kaupstaðar um Skeiðsfossvirkjun. Virkjunin á að vera eign kaup- staðarins, en Rafmagnsveitur rík- isins fái keypta orku handa Holts- og Haganeshreppi á sama eða svipuðu verði og þær selja öðrum í heildsölu, enda beri þær allan kostnað af veitum sínum og tengingu þeirra við Skeiðsfoss- virkjun. Hér að framan hef ég sett fram belztu staðreyndimar, sem styðja þá skoðun mína og raf- veitunefndar, að krafa um sam- eign virkjunarinnar sé algjörlega óréttmæt. Eg endurtek þessar staðreynd- ir í stuttu máli: 1. Fljótamenn höfnuðu þátttöku 1 virkjuninni þegar þeim stóð hún til boða. 2. Vatnsmagnið nægir á vetrum ekki handa annarri samstæð- unni, hvað þá handa báðum, þrátt fyrir hinn mikla vatns- geymi. 3. Þegar ríkisstjórnin tók að sér að greiða vexti og afborganir af lánum virkjunarinnar, á Framhald á 4. síðu

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.