Morgunblaðið - 02.05.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.05.2011, Blaðsíða 1
FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Í kvöld verður brotið blað í sögu ís- lenskrar knattspyrnu þegar leikið verður innanhúss í fyrsta skipti í efstu deild karla. Á föstudag var ákveðið að færa viðureign Fylkis og Grindavíkur í knattspyrnuhúsið Kórinn í Kópavogi og leikurinn hefst þar á sama tíma og áður var fyrirhugað, eða klukkan 19.15. Tuttugu ár eru síðan leikur var síðast fluttur af grasi yfir á annað undirlag í fyrstu umferð efstu deild- ar karla. Það var árið 1991 þegar tveir leikir þurftu að fara fram á malarvöllum vegna slæmra vall- arskilyrða, á malarvelli Stjörn- unnar í Garðabæ og KA á Akureyri, en þeir eru nú báðir horfnir og vell- ir af annarri tegund komnir í stað- inn. Það er hins vegar vel þekkt úr 1. deildinni að spila innanhúss í byrj- un Íslandsmótsins. Þar hefur verið spilað í Kórnum, Fjarðabyggð- arhöllinni á Reyðarfirði og Bog- anum á Akureyri í fyrstu umferð- unum síðustu árin, og einnig í Reykjaneshöllinni í lokaumferð deildarinnar. Fylkir – Grindavík Leikir Fylkis og Grindavíkur hafa verið óútreiknanlegir und- anfarin ár og liðin sigrað hvort ann- að á útivöllum. Fylkir vann þó báða leiki liðanna í fyrra og hefur haft betur í 12 af 22 viðureignum félag- anna í efstu deild. ÍBV – Fram Íslandsmótið hefst í Vest- mannaeyjum þar sem ÍBV tekur á móti Fram klukkan 18. Þetta er þriðja árið í röð þar sem þessi félög mætast í fyrstu umferð. Tvö síðustu ár hafa þau mæst á Laugardalsvellinum og Fram sigr- aði 2:0 í bæði skiptin. Leikurinn er líka sögulegur vegna þess að Eyjamenn og Fram tóku bæði þátt í fyrsta Íslandsmótinu árið 1912. Framarar hafa aðeins sótt tvö stig til Eyja í síðustu fimm heimsóknum sínum þangað. Keflavík – Stjarnan Liðin mætast á Nettóvellinum, eins og völlur Keflvíkinga heitir nú, klukkan 19.15. Stjarnan sótti síðast þrjú stig til Keflavíkur fyrir 15 árum og vann þá þar sinn eina sigur í efstu deild til þessa. Halldór Orri Björnsson hefur reynst Keflvíkingum erfiður en hann hefur skorað fjögur mörk í fjórum viðureignum liðanna undanfarin tvö ár. Valur – FH Þetta eru tvö þeirra liða sem flest- ir spá að berjist á toppnum í ár, ásamt KR og Breiðabliki. Þau mætt- ust líka í fyrstu umferðinni á Hlíð- arenda í fyrra og þá urðu lokatölur 2:2. Viðureign þeirra hefst á Voda- fonevellinum klukkan 19.15. Valsmenn hafa aðeins fengið tvö stig úr síðustu sex viðureignum sín- um við FH undanfarin ár. FH hefur unnið Val í sex af átta heimsóknum sínum á Hlíðarenda á þessari öld. Íslandsmótið hefst í Eyjum í kvöld  Fjórir leikir á dagskrá  Sá fyrsti inni í efstu deild karla Morgunblaðið/Árni Sæberg Byrjar ÍBV og Fram mætast í fyrstu umferðinni þriðja árið í röð. KÖRFUBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Karlalandslið Íslands í körfu- knattleik kemur saman að nýju í sumar eftir hátt í tveggja ára hlé frá keppni. Landsliðið getur reyndar ekki tekið þátt í Smáþjóðaleikunum um næstu mánaðamót eins og venja er, því ákveðið hefur verið að ekki verði keppt í körfuknattleik á leik- unum að þessu sinni en þeir fara fram í Liechtenstein. Liðið mun hins vegar taka þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í lok júlí, eftir að hafa verið í hléi frá haustinu 2009 vegna þröngrar fjár- hagsstöðu. Grunnvinna verið í gangi Sigurður Ingimundarson þjálfaði karlalandsliðið síðast þegar það keppti en ljóst er að nýtt teymi mun taka við liðinu núna. Nýr landsliðs- þjálfari mun svo kalla saman æf- ingahóp í júní og júlí til undirbún- ings fyrir NM. Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður stjórnar KKÍ. „Það er ákveðin grunnvinna búin að vera í gangi og það verður til- kynnt nýtt þjálfarateymi karla- landsliðsins á næsta hálfa mánuði,“ sagði Hannes í samtali við Morg- unblaðið. „Við erum búnir að vera að teikna svolítið upp afreksstarfið hjá okkur að nýju, fara í gegnum það frá a til ö, og það er náttúrlega ástæðan fyr- ir því að við tókum þessa pásu með landsliðin. Þetta verður kynnt á körfuknattleiksþinginu hjá okkur um næstu helgi,“ sagði Hannes. Fleiri verkefni bíða svo landsliðsins í framtíðinni en liðið þarf þó að bíða þar til á næsta ári með að taka þátt í nýju Evrópumóti. A-landslið kvenna verður ekki endurvakið í ár en stefnt er að því að það taki þátt á Norðurlanda- mótinu sem fram fer á næsta ári. Morgunblaðið/hag Landslið Jakob Örn Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu. Landsliðið endurvakið  Karlalandsliðið í körfubolta keppir á Norðurlandamótinu í sumar  Tilkynnt um þjálfara á næstunni  Ekki boðið uppá körfubolta á Smáþjóðaleikunum MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2011 Golfkortið 2011 Spilað um Ísland - 23 golfvellir Upplýsingar á golfkortid.is íþróttir Handboltinn Atli Hilmarsson ánægður með sína menn þegar Akureyri lagði FH í þriðja úrslita- leik Akureyrar og FH í gær. Ætla sér að jafna metin í Kaplakrika á miðvikudagskvöld. 4-5 Íþróttir mbl.is Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö marka Kristians- tad og lagði upp það þriðja þegar liðið vann Piteå 3:1 á útivelli í sænsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu í gær. Markadrottn- ingin úr Eyjum er þar með orðin markahæst í deildinni ásamt Lin- nea Liljegärd hjá Kopparbergs/ Göteborg, en báðar hafa skorað fjögur mörk í fyrstu fjórum leikj- unum. Kristianstad, sem leikur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, fer vel af stað í deildinni og er með níu stig en lið Tyresö er eitt á toppi deildarinnar með 10 stig. Fleiri íslenskar knattspyrnukon- ur voru á skotskónum um helgina því Dóra María Lárusdóttir opnaði markareikning sinn fyrir Djur- gården með marki í 4:1-sigri á botn- liði Dalsjöfors á föstudagskvöld. Edda á sjúkrahús Edda Garðarsdóttir var í liði Örebro sem vann góðan 1:0- útisigur á Umeå í gær. Þetta var fyrsti sigur Örebro á leiktíðinni. Hann fékkst þó ekki ókeypis því Edda var flutt á sjúkrahús eftir harðan árekstur undir lok leiksins, en hún var sögð hafa nefbrotnað. Ólína G. Viðarsdóttir hefur ekkert getað leikið með Örebro á leiktíð- inni vegna meiðsla. sindris@mbl.is Margrét Lára orðin markahæst í Svíþjóð Margrét Lára Viðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.