Morgunblaðið - 02.05.2011, Síða 2

Morgunblaðið - 02.05.2011, Síða 2
ENGLAND Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Það var fagnað vel í gær. Ég get al- veg lofað þér því að menn héldu ekk- ert aftur af sér. Þetta dómsmál er eitthvað sem við getum ekkert gert í, við ætluðum bara að vinna deildina og gerðum það,“ sagði Heiðar Helguson landsliðsmaður í knatt- spyrnu við Morgunblaðið í gær. Á laugardag urðu Heiðar og félagar hans í QPR meistarar í næstefstu deild á Englandi, og tryggðu sér þar með sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með 2:0 útisigri á Wat- ford. Draumurinn að martröð? QPR hefur átt frábæru gengi að fagna á leiktíðinni og er 8 stigum á undan næsta liði, en svo gæti farið að draumurinn breyttist í martröð í vikunni. Þá verður nefnilega dæmt í máli sem varðar leikmann QPR, Argentínumanninn Alejandro Faurlin, en talið er að félagið hafi brotið reglur enska knattspyrnu- sambandsins varðandi aðkomu þriðja aðila að kaupum á leikmann- inum og samningum við hann. Mál- inu svipar því til þess þegar West Ham keypti Javier Mascherano og Carlos Tevez á sínum tíma. Óvíst er hvort stig verða dregin af QPR eða hvort félagið verður sektað. „Fer allt til andskotans“ „Ef það verða tekin af okkur stig þá held ég að allt fari til andskotans. Okkur heyrist að það sé líklegast að félagið fái sekt en sleppi við að missa stig. Þessir kallar sem eiga félagið eiga nægan pening til að borga hvaða sekt sem kemur, svo það kem- ur varla að sök. En ef það verða tek- in stig af okkur þurfum við vænt- anlega að fara í umspil og eigum á hættu að komast ekki upp. Þar að auki munu liðin sem falla núna og í fyrra, þegar leikmaðurinn var líka hjá okkur, væntanlega leita réttar síns í þessu máli ef það fer svo að stig verða tekin af okkur. Með því að taka stig af okkur er nefnilega búið að staðfesta að leikmaðurinn sé ólöglegur. Þetta getur því haft mikl- ar afleiðingar en þessir gæjar sem eiga félagið munu ekki gefast upp og eru tilbúnir að fara með málið eins langt og hægt er,“ sagði Heið- ar. Svarfdælingurinn er næst- markahæstur í liði QPR með 12 mörk en markahæstur er Marokk- ómaðurinn Adel Taarabt sem hefur gert 19 mörk og lagt upp önnur 16. Markatala QPR er +40 en næsta lið er með 25 mörk í plús, svo segja má að liðið hafi unnið deildina með nokkrum yfirburðum undir stjórn Neil Warnock, sem var að koma liði upp í úrvalsdeild í sjöunda sinn. „Enginn reiknaði með þessu“ „Ég held að það hafi enginn reiknað með þessu í upphafi en eftir fyrsta mánuðinn gerðu menn sér grein fyrir því að það væri góður möguleiki á að fara upp í úrvals- deildina. Við byrjuðum mjög vel og það er feikilega mikilvægt í þessari deild,“ sagði Heiðar sem er enn ekki alveg öruggur um hvort hann verð- ur áfram hjá QPR á næstu leiktíð, en það ætti að koma í ljós á næst- unni. Núgildandi samningur hans við félagið er að renna út: „Nýr samningur er í raun klár á borðinu en menn vildu bíða þangað til við værum enn öruggir um að komast upp. Ég vonast því eftir að fá að skrifa undir en það er ekkert pottþétt í þessum bransa.“ Héldu ekkert aftur af sér  Meistaratitill 1. deildar og sæti í úrvalsdeild í höfn hjá Heiðari og félögum í QPR og mikið fagnað  Faurlin-málið getur þó sett strik í reikninginn Ljósmynd/Sakis Savvides Drjúgur Heiðar Helguson hefur skorað 12 mörk fyrir QPR í vetur og líklegt er að hann spili með liðinu í úrvalsdeildinni næsta vetur. HANDBOLTI Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Seinni hálfleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og verður lengi í minn- um hafður,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari Rhein-Neckar Lö- wen, eftir að liðið hafði slegið franska liðið Montpellier út í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á laugardag- inn. Löwen fór til Frakklands tveimur mörkum undir því Montpellier sigraði í fyrri leiknum með tveimur mörkum. Staðan í hálfleik á laugardaginn var 17:15 fyrir heimamenn og útlitið allt annað en bjart. Guðmundi og félögum tókst heldur betur að snúa leiknum sér í vil og sigra 35:26, gerðu 20 mörk í seinni hálfleik en fengu aðeins níu á sig. „Tilfinningin eftir fyrri leikinn var að við ættum helling inni og við unnum út frá því fyrir þennan síðari leik. Við höfum verið sterkir á útivöllum í vet- ur og náð góðum árangri þar þannig að það truflaði okkur ekkert að spila úti. Í hálfleik ákváðum við að gera smá áherslubreytingar í vörninni, fór- um framar á móti vinstri vængnum hjá þeim og ákváðum að halda áfram að keyra hratt í hraðaupphlaupum þannig að við myndum þreyta þá. Þetta var áætlunin og hún gekk eftir og skóp sigurinn,“ sagði Guðmundur. Fáum 20 þúsund áhorfendur „Það segir sína sögu um góða vörn, frábæra markvörslu og síðast en ekki síst flotta sókn. Sóknin brást hjá okk- ur í fyrri leiknum en núna var hún flott,“ sagði Guðmundur. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félags- ins sem það kemst í fjögurra liða úr- slit, en þau fara fram í Köln í lok maí. „Þetta er gaman fyrir félagið því þetta er svona stærsti viðburðurinn í handboltanum, þarna verða um 20.000 áhorfendur og undanúrslita- leikirnir eru leiknir á laugardegi og síðan úrslitaleikurinn á sunnudegi. Það er gríðarleg stemning þessa helgi og virkilega gaman fyrir félagið að komast svona langt,“ sagði Guð- mundur, en dregið verður í undan- úrslitin í dag. Róbert Gunnarsson gerði þrjú mörk fyrir Löwen í Frakklandi og þeir Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson eitt mark hvor. Íslendingarnir drjúgir „Róbert spilar alla leiki núna meðal annars vegna þess að hinn línumað- urinn, Bjarte Myrhol, er meiddur. Guðjón Valur spilaði frábærlega í vörninni í síðari hálfleik og Ólafur lék mun betur en í fyrri leiknum. Hann spilar mikið núna og fékk litla hvíld þar sem Michael Müller, sem spilar á móti honum, er meiddur,“ sagði Guð- mundur. Það er nóg framundan hjá Guð- mundi og liði hans. „Já, já, það er nóg að gera. Við komum heim í nótt með leiguflugi, spilum síðan á þriðjudag- inn við Hamburg hér heima og síðan er þýska bikarhelgin í Hamburg um næstu helgi. Þar mætum við Flens- burg í undanúrslitum á laugardeg- inum og Kiel og Göppingen mætast í hinum leiknum. Úrslitaleikurinn verður síðan á sunnudaginn,“ sagði Guðmundur. „Seinni hálfleikur lengi í minnum hafður“  Löwen í undanúrslit Meistaradeildar í fyrsta sinn  Ævintýralegur sigur í Frakklandi  Skoruðu 20 gegn níu Ljósmynd/Michael Heuberger Sigursæll Guðmundur Þ. Guðmundsson er kominn með Löwen í undan- úrslitin í Meistaradeild Evrópu og í undanúrslit þýska bikarsins. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2011 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Sverre Jak-obsson stóð vaktina í vörn Grosswallstadt í gær þegar liðið komst í úrslita- leik EHF- bikarsins í hand- knattleik með fimm marka sigri á Lemgo í síðari leik liðanna, 30:25. Grosswallstadt hafði unnið tveggja marka sigur í fyrri leiknum. Sverre á því möguleika á að verða Evr- ópumeistari í fyrsta sinn. Í úrslit- unum mætir Grosswallstadt liði Göppingen en Göppingen vann sam- anlagt sex marka sigur á Nat- urhouse La Rioja.    Í gær varð ljóst að Alfreð Gíslasonog lærisveinar hans í Kiel munu ekki verja titil sinn í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Kiel tapaði á heimavelli gegn Barcelona í átta liða úrslitunum, 36:33, eftir að hafa tapað fyrri leiknum með tveimur mörkum. Barcelona var fjórum mörkum yfir í hálfleik og komst meðal annars í 24:16 snemma í seinni hálfleiknum. Aron Pálm- arsson var ekki á meðal markaskor- ara hjá Kiel.    Ársþing HSÍfór fram um helgina og þar var meðal annars ákveðið að lengja úrslitakeppnina í úrvalsdeildum meistaraflokka karla og kvenna. Ákveðið var að lið þurfi að vinna þrjá leiki í undan- úrslitum í stað aðeins tveggja áður, og að ef níu eða tíu lið eru í deildinni muni sex lið taka þátt í úrslitakeppn- inni í stað fjögurra eins og nú er. Þetta mun hafa áhrif á úrslitakeppn- ina í N1-deild kvenna en ekki karla því karladeildin er aðeins skipuð átta liðum. Knútur G. Hauksson var endurkjörinn formaður á þinginu. Þá kom fram á þinginu að hagnaður HSÍ á síðasta ári hefði verið tvær milljónir króna og að eiginfé væri nú jákvætt um 22 milljónir.    Sigurður Ari Stefánsson skoraðifjögur mörk fyrir Elverum í úr- slitaleik norsku úrslitakeppninnar í handknattleik um helgina. Það dugði þó ekki til því Elverum tapaði 28:24 fyrir Haslum. Haslum hafði áður orðið Noregsmeistari með því að enda í efsta sæti deildarinnar, en El- verum varð þar í 2. sæti.    Jón ArnórStefánsson var stigahæstur hjá Granada þeg- ar lið hans tapaði á heimavelli fyrir Meridiano Alic- ante, 57:71, í mik- ilvægum fallslag í spænsku A- deildinni í körfuknattleik. Jón Arnór skoraði 12 stig í leiknum og tók þrjú fráköst. Liðin voru jöfn að stigum í fallbaráttunni fyrir leikinn en nú sit- ur Granada eftir í næstneðsta sæt- inu, hefur aðeins unnið sjö af 32 leikjum sínum þegar tvær umferðir eru eftir, en Meridiano og Manresa hafa unnið níu leiki hvort lið.    Auðunn Jónsson úr Breiðabliki ogMaría E. Guðsteinsdóttir úr Ármanni verða á meðal keppenda á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem hefst á morgun í Plzen í Tékklandi. María keppir í 63 kg flokki kvenna og Auðunn í yfirþungavigt karla. Hörður Magnússon verður á meðal dómara á mótinu. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.