Morgunblaðið - 02.05.2011, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2011
„Erum svo
sannar-
lega á lífi“
Á VELLINUM
Andri Yrkill Valsson
sport@mbl.is
Það er leikið til þrautar í einvíginu um Ís-
landsmeistaratitilinn í handknattleik, en
Akureyringar voru komnir með bakið upp
við vegg þegar kom að þriðja leiknum fyrir
norðan í gær. Eftir enn einn spennuþrung-
inn leik fóru heimamenn með sigur af
hólmi, 23:22.
Leikurinn var jafn og spennandi allan
fyrri hálfleikinn. Liðin skiptust á að skora
þar sem varnarleikir beggja liða voru góðir.
Lítið var um markvörslu í hálfleiknum og
var hnífjafnt á öllum tölum, en FH-ingar
voru hænufeti á undan þegar flautað var til
leikhlés, 12:13.
Í síðari hálfleik bitu heimamenn í Ak-
ureyri betur frá sér. Varnir beggja liða
voru áfram góðar en mikið munaði um
Sveinbjörn Pétursson, markvörð Akureyr-
ar, sem hrökk heldur betur í gang í síðari
hálfleik, en hann varði samtals 24 skot í
leiknum. Heimamenn náðu þriggja marka
forskoti þegar tæpar fimm mínútur voru
eftir af leiknum, en FH-ingar gáfust ekki
upp og komu sér aftur inn í leikinn. Mikil
spenna var síðustu sekúndurnar þar sem
FH-ingar gátu jafnað, en þeir náðu ekki
skoti á markið. Akureyringar fögnuðu því
sigri og komu sér um leið aftur inn í einvíg-
ið, en FH leiðir þar 2:1.
Framganga Sveinbjörns
Það var fyrst og fremst framganga
Sveinbjörns í markinu sem skóp sigurinn
fyrir Akureyringa, en hann var án efa mað-
ur leiksins. Sóknarleikurinn var hins vegar
svolítið sveiflukenndur og fór liðið illa með
ágæt færi, en fyrirliðinn Heimir Örn var
markahæstur með 7 mörk og átti fínan leik.
Hjá FH var Ásbjörn Friðriksson marka-
hæstur með 8 mörk, en þrátt fyrir fínan
varnarleik fóru FH-ingar oft á tíðum illa að
ráði sínu í sókninni. Þegar Sveinbjörn
hrökk í gang í marki Akureyrar fór að halla
undan fæti hjá Hafnfirðingum, en mark-
verðir þeirra létu lítið fyrir sér fara og því
fór sem fór. Það var því þungu fargi létt af
Atla Hilmarssyni, þjálfara Akureyrar, í
leikslok. „Við erum svo sannarlega á lífi og
spiluðum mjög vel í þessum leik. Það sést
vel hvað er stutt á milli í þessu, liðin eru
það jöfn að nánast ekkert skilur þau að. Ég
var mjög ánægður með baráttuna hjá okk-
ur allan tímann og finn fyrir mikilli stígandi
í okkar leik enda vorum við mikið betri
núna en í fyrsta leiknum.“
Atli hrósaði varnarleik sinna manna sér-
staklega. „Það var frábær varnarleikur,
sérstaklega í síðari hálfleik, sem skipti
sköpum. Ég var einnig mjög ánægður með
Bubba [Sveinbjörn Pétursson] í markinu,
hann varði vel og við fengum nokkur hraða-
upphlaup í kjölfarið sem hefur vantað svo-
lítið í þessu einvígi, en við lifum svolítið á
því.“
Mætum fullir sjálfstrausts í Krikann
Atli stýrði liði KA sem varð Íslandsmeist-
ari árið 2002 eftir að hafa lent 2:0 undir í
einvíginu um titilinn. Aðspurður hvort hlut-
irnir séu að endurtaka sig er Atli hinn ró-
legasti. „Svona samanburður er svolítið erf-
iður. En ég sé það á liðinu mínu að þeir vilja
þetta gríðarlega. Þeir eru í fínu standi og
við getum alveg unnið tvo í viðbót, það er
alveg á hreinu. Við áttum flottan leik fyrir
sunnan á föstudaginn og okkur líður ágæt-
lega í Krikanum. Við fengum fínan stuðning
þá og vonandi verður það aftur í næsta leik.
Við munum því mæta fullir sjálfstrausts til
leiks, vitandi það að við getum farið heim
með tvo sigra enda eigum við alveg inni fyr-
ir því.“
Mikil spenna hefur einkennt leiki liðanna
í einvíginu þar sem úrslitin hafa ráðist á
síðustu sekúndunum. Liðin eru gríðarlega
jöfn að getu og það er því ómögulegt að spá
um hvernig fer. FH-ingar fá hinsvegar ann-
að tækifæri til að tryggja sér titilinn þegar
liðin mætast í fjórða sinn fyrir sunnan
næstkomandi miðvikudag, en sigri Ak-
ureyringar ráðast úrslitin í hreinum odda-
leik fyrir norðan.
Fljúgandi Bjarni Fritzson svífur í áttina að marki FH-inga og skorar fyrir Akureyringa í gær. Bjarni og félaga
Þriðji spennuleikur Akureyrar og FH
Nú hafði Akureyri betur og minnkaði
muninn í 2:1 Miðvikudagur næst
Höllin, Akureyri, þriðji úrslitaleikur Ís-
landsmóts karla, sunnudaginn 1. maí
2011.
Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 6:6, 9:9, 11:11,
12:13, 15:15, 18:16, 19:18, 22:19, 22:21,
23:21, 23:22.
Mörk Akureyrar: Heimir Örn Árnason 7,
Bjarni Fritzson 4, Oddur Gretarsson 4/2,
Halldór Logi Árnason 3, Daníel Ein-
arsson 2, Hörður Fannar Sigþórsson 1,
Guðlaugur Arnarsson 1, Hreinn Hauks-
son 1.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1
(þar af 5 til mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8/5, Ólaf-
ur Guðmundsson 6, Ólafur Gústafsson 5,
Atli Rúnar Steinþórsson 2, Örn Ingi
Bjarkason 1
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 5,
Pálmar Pétursson 8.
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guð-
jónsson, sæmilegir.
Áhorfendur: Um 1.050 og mikil stemn-
ing.
Staðan er 2:1 fyrir FH og fjórði leikur í
Kaplakrika á miðvikudagskvöld.
Akureyri – FH 23:22
„Þetta var alveg eins og fyrstu tveir leikirnir eru búnir að vera, stál í stál allan tímann, en
féll þetta okkar megin í lokin,“ sagði varnarjaxlinn Guðlaugur Arnarsson í liði Akureyrar
sigurinn á FH í þriðja leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn, 23:22. Guðlau
var undir handleiðslu nuddara þegar blaðamaður spjallaði við hann eftir leik. „Þetta er ba
endalaus barátta og ekkert annað. Viljinn spilaði sterkt inn hjá okkur, við vildum þetta alv
urlega mikið. Við höfum tapað síðustu tveimur leikjum mjög naumlega og það vantaði ekk
ann hjá okkur þar, en við vildum þetta alveg ógurlega í þetta skiptið. Það er þungu fargi a
ur létt og við munum fagna í kvöld en mætum alveg brjálaðir í Krikann á miðvikudaginn.
var frábær stemning fyrir sunnan í síðasta leik og ég skora á alla að mæta.“
Spurður hvort hann hefði meiðst eitthvað að ráði fyrst verið væri að hlúa að honum nei
hann því hlæjandi á meðan nuddarinn skaut á hann fyrir kerlingavæl. Guðlaugur segir að
menn Akureyrar hafi fulla trú á að ná góðum úrslitum í næsta leik sem fer fram næstkom
miðvikudag í Kaplakrika. „Það verður rosalega erfiður leikur fyrir sunnan, alveg eins og þetta er búið að ve
Það er ekkert hægt að segja til um hvernig fer, þetta er bara stöngin út, stöngin inn. Við ætlum að koma hér
ur á föstudaginn og spila fyrir fullu húsi, það kemur ekkert annað til greina,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, le
maður Akureyrar.
„Vildum þetta alveg ógurlega mikið“
Guðlaugur
Arnarsson
Sveinbjörn Pétursson Varði 24 skot, þar af
eitt vítakast, og skóp sigurinn fyrir liðið.
Sveinbjörn hefur verið gríðarlega öflugur í
marki Akureyrar í allan vetur og ekki að
ástæðulausu að hann er gjarnan talinn vera
besti markvörður deildarinnar.
Moggamaður leiksins
Skannaðu kóðann
til að sjá fleiri
myndir úr leik
Akureyrar og FH.