Morgunblaðið - 02.05.2011, Qupperneq 5
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
ar mæta í Kaplakrikann á miðvikudag.
ÍÞRÓTTIR 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2011
n núna
r, eftir
ugur
ara
veg óg-
ki vilj-
af okk-
Það
itaði
ð liðs-
mandi
era.
rna aft-
eik-
síðan einstaklingsviðurkenning í
lokin. Það er alltaf gaman að fá
svona frá leikmönnum og þjálf-
urum. Samstarfsmenn og félagar
manns vita hvað þeir eru að tala
um og virkilega gaman að fá svona
viðurkenningu frá þeim,“ sagði Pa-
vel.
Hann stefnir að því að komast til
útlanda á ný og leika þar. „Stefnan
er að fara út og spila, en ég hef
voðalega lítið hreyft mig í þeim
málum upp á síðkastið. Í úrslita-
keppninni hugsaði maður ekkert
um þetta og núna hefur maður
reynt að gleyma körfubolta í smá-
stund. En ég fer af stað í þetta af
fullum krafti á næstu dögum,“
sagði Pavel og segist vera með
nokkur tilboð til athugunar.
„Ég er með einhver tilboð en
ekkert þeirra sem ég hoppa á svona
í fyrstu atrennu,“ sagði hann.
Hildur og Ægir prúðust
Prúðasti leikmaðurinn í Iceland
Express-deild kvenna var Hildur
Sigurðardóttir úr KR og hjá körl-
unum var það Ægir Þór Stein-
arsson úr Fjölni.
Bestu erlendu leikmennirnir
voru Jacquline Adamshick hjá
Keflavík og Marcus Walker hjá
KR.
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir úr
KR þótti standa sig best í vörninni
hjá konunum og hjá körlunum er
Hörður Axel Vilhjálmsson úr
Keflavík besti varnarmaðurinn.
Besti ungi leikmaðurinn hjá kon-
unum var Bergþóra Tómasdóttir
úr Fjölni og Ægir Þór Steinarsson,
einnig úr Fjölni, var valinn besti
ungi leikmaðurinn hjá körlunum.
Pálína Gunnlaugsdóttir úr Kefla-
vík þótti best í úrslitakeppninni og
Marcus Walker hjá KR var bestur
karlanna.
Jón og Hrafn bestu þjálfarar
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari
Keflvíkinga, er besti þjálfarinn hjá
konunum og Hrafn Kristjánsson,
þjálfari KR, bestur hjá körlunum.
Besti dómarinn var valinn Sig-
mundur Már Herbertsson.
Úrvalslið kvenna er þannig skip-
að: Pálína Gunnlaugsdóttir, Kefla-
vík, Margrét Kara Sturludóttir,
KR, Birna Valgarðsdóttir, Kefla-
vík, Bryndís Guðmundsdóttir,
Keflavík, og Ragna Margrét
Brynjarsdóttir, Haukum.
Í úrvalsliði karla eru: Pavel Er-
molinskij úr KR, Hörður Axel Vil-
hjálmsson, Keflavík, Brynjar Þór
Björnsson, KR, Jón Ólafur Jóns-
son, Snæfelli, og Sigurður Gunnar
Þorsteinsson úr Keflavík.
Kolbeinn fékk heiðurskrossinn
Kolbeinn Pálsson fékk heiðurs-
kross KKÍ fyrir sín miklu störf fyr-
ir KKÍ síðustu áratugi og er Kol-
beinn sá fjórði sem fær þennan
mikla heiður. Áður höfðu Bogi Þor-
steinsson, Einar Ólafsson og Einar
Bollason fengið heiðurskross KKÍ.
Rögnvaldur Hreiðarsson, Þóra
Melsteð og Ágúst Kárason fengu
öll silfurmerki KKÍ fyrir óeigin-
gjarnt starf í gegnum árin og Stöð
2 Sport og Iceland Express fengu
sérstakar viðurkenningar fyrir
sinn þátt í þeirri uppbyggingu sem
hefur orðið í körfuboltanum síðustu
ár.
„Líður svo ofboðs-
lega vel í teinóttu“
Pavel
Ermolinskij
Margrét Kara
Sturludóttir
Pavel og Margrét Kara körfuboltafólk ársins Bestu
ungu leikmennirnir koma úr Grafarvoginum Þrjár úr
Keflavík í liði ársins Pavel stefnir á að leika erlendis
KÖRFUBOLTI
Skúli Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
KR-ingarnir Margrét Kara Sturlu-
dóttir og Pavel Ermolinskij voru
útnefnd besta körfuknattleiksfólk
nýliðins tímabils á lokahófi Körfu-
knattleikssambands Íslands á laug-
ardaginn.
„Það var mjög ánægjulegt að fá
þessa viðurkenningu, en ég átti
frekar von á að Bryndís [Guð-
mundsdóttir úr Keflavík] yrði fyrir
valinu,“ sagði Margrét Kara í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Um framhaldið sagðist Kara ekki
eiga von á að fara í háskólaboltann
aftur eins og hún prófaði fyrir síð-
asta tímabil. „Það er verið að klára
öll mín mál og ég sé ekki fram á
annað en ég verði svart/hvít. Mér
líður svo ofboðslega vel í teinóttu,“
sagði Kara. „Mér líður mjög vel í
Vesturbænum og á ekki von á öðru
en að vera þar áfram. Hildur er að
fara aftur í Hólminn og ég á ekki
von á öðru en við styrkjum hópinn
eitthvað fyrir næsta tímabil. Við er-
um með mjög ungt lið og það er
bara bjart framundan,“ sagði Kara
og sagði að nú tækju við ein-
staklingsæfingar og lyftingar.
„Menn komast ekkert áfram með
því að mæta bara til leiks í sept-
ember eftir sumarfrí,“ sagði hún
staðráðin í að ná enn lengra.
Viss um að það yrði KR-ingur
„Ég veit ekki hvort ég átti von á
þessu, en ég var alveg viss um að
það hlyti að vera einhver úr KR
sem yrði fyrir valinu,“ sagði Pavel
Ermolinskij við Morgunblaðið í
gær og bætti því við að valið hefði í
raun verið meira og minna sam-
kvæmt bókinni.
„Þetta var mjög gaman og kór-
ónar gott ár hjá okkur. Titlar og
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Bjarni Jóhannsson hjá Stjörnunni
er leikjahæstur í efstu deild af
þeim þjálfurum sem stýra liðunum
tólf í Pepsi-deild karla á þessu
keppnistímabili í fótboltanum.
Í kynningarblaðinu sem fylgdi
Morgunblaðinu á laugardaginn var
sagt að Ólafur Þórðarson væri
leikjahæstur með 180 leiki, Willum
Þór Þórsson annar með 179 og
Bjarni þriðji með 175 leiki.
Þar vantaði hins vegar eitt
tímabil hjá Bjarna, heila 22 leiki,
en hann hefur samtals stýrt liðum
Stjörnunnar, Breiðabliks, Grinda-
víkur, Fylkis og ÍBV í 197 leikjum
í efstu deild.
„Þetta kemur skemmtilega á
óvart, ég gerði mér ekki grein fyr-
ir því að leikirnir í þessari deild
væru orðnir svona margir hjá mér
fyrr en ég las
blaðið á laug-
ardaginn,“ sagði
Bjarni þegar
Morgunblaðið
leiðrétti málið
við hann í gær.
„En ég er
kannski kominn
með álíka marga
leiki í öðrum
deildum?“ spurði
Bjarni jafnframt, og það er nærri
lagi hjá honum. Hann er líka kom-
inn nálægt 200 leikjum sem þjálf-
ari í 1. og 2. deild, en þar á hann
rúmlega 190 leiki að baki sem
þjálfari Stjörnunnar, Breiðabliks,
Fylkis, Grindavíkur, Tindastóls og
Þróttar úr Neskaupstað.
Bjarni á lengsta þjálfaraferilinn
að baki af þeim sem nú starfa í
Pepsi-deildinni. Hann þjálfaði
Þrótt frá Neskaupstað fyrst árið
1985 og hefur því verið að í rúman
aldarfjórðung.
Ruddu völlinn sjálfir
Bjarni var nýkominn af æfingu
með Stjörnumönnum þegar Morg-
unblaðið ræddi við hann í gær en
þeir mæta Keflvíkingum í fyrstu
umferð Íslandsmótsins suður með
sjó í kvöld.
„Við æfðum bara á gervigrasinu
okkar í Garðabænum en þurftum
að hafa dálítið fyrir því. Völlurinn
var á kafi í snjó í morgun en við
náðum að ryðja svæði sem var um
það bil 20x20 metrar að stærð og
æfðum á því. Ég reikna með því
að það verði allt í lagi að spila á
Keflavíkurvelli. Hann var reyndar
mjög blautur þegar ég skoðaði
hann í gær, enda hefur rignt mik-
ið á Suðurnesjum. Við erum klárir
í slaginn,“ sagði Bjarni Jóhanns-
son.
Bjarni nálgast 200.
leikinn sem þjálfari
Bjarni
Jóhannsson
Leikjahæstur þjálfaranna í Pepsi-deildinni í sumar
Annað eins af leikjum við stjórn í neðri deildum
„Lélegur sóknarleikur fór alveg með okkur í þessum leik,“ sagði
Baldvin Þorsteinsson, leikmaður FH, eftir að liðinu mistókst að
tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með ósigri gegn Akureyri fyrir
norðan, 23:22. „Vörnin var fín en sóknarnýtingin var léleg á móti.
Við komum vel stemmdir til leiks, andinn var góður í hópnum og
ekkert stress. En eins og hefur oft komið fram áður eru liðin al-
veg hrikalega jöfn, við höfum unnið tvisvar mjög naumlega og
þeir gerðu það sama í þessum leik. Það er því ekki hægt að segja
að eitthvað hafi farið úrskeiðis hjá okkur, liðin eru bara svo jöfn
að þetta hlaut að falla einhvern tímann með þeim.“
Baldvin segir að auðvelt verði að horfa framhjá þessum leik og
hefja undirbúning fyrir þann næsta sem fer fram á miðvikudag-
inn. „Þýðir ekkert að dvelja við þetta tap, nú tekur bara næsti
leikur við. Það þarf bara að gera sig kláran fyrir þá baráttu og
svo sjáum við til á miðvikudaginn hvernig fer,“ sagði Baldvin Þor-
steinsson.
„Lélegur sóknarleikur“