Morgunblaðið - 02.05.2011, Side 8
8 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MAÍ 2011
31.12.2010
Fyrstu 50 áskrifendur fá 2 miða á leik Fylkis og Grindavíkur
Mættu við innganginn og framvísaðu Moggaklúbbskortinu til að fá miða
BÝÐUR ÁSKRIFENDUM ÁVÖLLINN
FYLKIR - GRINDAVÍK
2. maí kl. 19:15 í Kórnum
KORTIÐ GILDIR TIL
31.05.2011
MOGGAKLÚBBURINN
– MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar
í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á
mbl.is/moggaklubburinn
og 7. sæti á gólfi, og Sigurður Andr-
és Sigurðsson í 7. sæti á tvíslá.
„Svíarnir eru í sérflokki“
„Þetta er bara glæsilegur árang-
ur, hjá stelpunum alla vega, og með
því betra sem hefur náðst. Besti ár-
angurinn var auðvitað 2007 þegar
Fríða Rún Einarsdóttir vann allt
sem hægt var að vinna, en það afrek
er alveg einstakt,“ sagði Guðmundur
Brynjólfsson einn af þjálfurum ís-
lenska hópsins.
„Við lítum alltaf mikið til liða-
keppninnar og þar eru stelpurnar
búnar að slíta sig svolítið frá Noregi
og Danmörku. Við rétt töpuðum fyr-
ir Finnunum núna, þar sem munaði
0,5 stigum, en auðvitað er bara já-
kvætt að fá brons. Við náðum því
líka fyrir tveimur árum en erum
greinilega að nálgast Finnana. Sví-
arnir eru hins vegar í sérflokki og
við erum ekkert að keppa við þá.
Svíar hafa sett í gang mikið pró-
gramm til að fara með lið á Ólympíu-
leikana 2016 og það er greinilega að
skila árangri,“ sagði Guðmundur en
Svíar áttu til að mynda 5 af 6 efstu
stúlkunum í fjölþraut.
„Fylltum kvótann“
Fyrrnefndar Þórey og Freyja
sköruðu fram úr af íslensku stúlk-
unum en Guðmundur segir gott að
sjá hve jafnt íslenska liðið sé.
„Löndin mega svo vera með tvo
að hámarki í úrslitum á hverju
áhaldi og við fylltum þann kvóta hjá
stelpunum sem er mjög gott, og
sýnir breiddina sem við höfum.
Þetta er mjög jafnt lið. Keppend-
urnir koma líka úr mörgum fé-
lögum og það er mjög jákvætt,“
sagði Guðmundur og ljóst að erfitt
verður að velja keppendur fyrir
næsta stóra verkefni þessa aldurs-
flokks.
„Næst á dagskrá hjá þessum
krökkum er að fara á Ólympíuhátíð
Evrópuæskunnar í lok júlí. Þar
mega þrír strákar og þrjár stelpur
keppa, og það kemur í ljós von bráð-
ar hver það verða.“
„Með því
besta sem
hefur náðst“
Silfur Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir leikur listir sínar en hún fékk silfur í
stökki í gær og varð fimmta í fjölþrautinni á laugardaginn.
Ísland hálfu stigi frá 2. sæti á NM
unglinga í fimleikum í Versölum
Þórey og Freyja fengu silfur Tvær
íslenskar í úrslitum á öllum áhöldum
FIMLEIKAR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Íslendingar náðu ágætum árangri á
Norðurlandamóti unglinga í áhalda-
fimleikum sem fram fór í Versölum í
Kópavogi um helgina frammi fyrir
fjölda áhorfenda. Í liðakeppni náði
kvennalið Íslands 3. sæti, og var
hársbreidd frá silfurverðlaunum, en
Ísland hlaut 135.800 stig og var hálfu
stigi á eftir Finnum í 2. sæti. Í úrslit-
um á einstökum áhöldum fengu tvær
íslenskar fimleikakonur silfur.
Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir, sem
varð í 5. sæti í fjölþraut á laugardag-
inn, varð í 2. sæti í stökki með 13,10
stig og Þórey Kristinsdóttir varð í 2.
sæti í gólfæfingum með 11,70 stig.
Íslensku strákarnir náðu sér ekki
eins vel á strik en Garðar Egill Guð-
mundsson varð í 6. sæti á bogahesti
Sjötti Garðar Egill Guðmundsson náði lengst af íslensku strákunum á
Norðurlandamótinu í Versölum og varð í sjötta sæti á bogahesti.
Morgunblaðið/hag
Silfur Þórey Kristinsdóttir varð önnur í gólfæfingum á Norðurlandamótinu í Versölum um helgina.