Morgunblaðið - 07.05.2011, Side 18

Morgunblaðið - 07.05.2011, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 Hún tók einnig sérstaklega fram að það væri alrangt að frumvarpinu væri sérstaklega ætlað að stuðla að sameiningu ofangreindra ráðu- neyta. Frumvarpið snerist um miklu umfangsmeira mál en það mál. Í athugasemdum við frumvarpið kemur fram að það byggist að miklu leyti á tillögum úr skýrslunni Samhent stjórnsýsla sem gefin var út árið 2010. Í þeirri skýrslu hafi m.a. verið fjallað um hvernig bregð- ast eigi við ábendingum og tillögum í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis og skýrslu þingmannanefnd- ar Alþings sem falið var að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinn- ar. Tillögu sem gæti myndað grund- völl fyrir 2. grein frumvarpsins er þó hvorki að finna í skýrslu rann- sóknarnefndarinnar né í skýrslu þingmannanefndarinnar. Áfellisdómur yfir stjórnsýslu Í skýrslu rannsóknarnefndarinn- ar er þó vissulega kveðið á um að brýnt væri að ráðast í endurskoðun á lögum um stjórnarráð Íslands og verulegar athugasemdir eru gerðar við starfshætti þessi. Frumvarpinu er einmitt ætlað að bregðast við þessum athugasemdum. Í skýrslu þingmannanefndarinn- ar, sem kveður upp þungan áfell- isdóm yfir stjórnsýslunni, er sömu- leiðis lögð þung áhersla á að endurskoða lög um Stjórnarráðið og segir m.a. að svo virðist sem aðilar innan stjórnsýslunnar telji sig ekki þurfa að standa skil á ákvörðunum sínum og axla ábyrgð. Þá þurfi að koma í veg fyrir að einstakir ráð- herrar gangi inn á valdsvið og ábyrgðarsvið annarra ráðherra. Af þessum þremur skýrslum sem nefndar eru kemur tillaga um að hætta að tilgreina nöfn og verksvið ráðuneyta eingöngu fram í skýrsl- unni Samhent stjórnsýsla en nefnd- in sem skrifaði þá skýrslu var skip- uð af forsætisráðherra. Í skýrslunni segir m.a. að annars staðar á Norðurlöndunum sé al- mennt ekki farin sú leið að binda skipulag ráðuneyta og verkaskipt- ingu milli ráðherra í lög. Þetta eigi við um Noreg, Danmörku og Sví- þjóð. Skipulagsvaldið sé þannig í höndum ríkisstjórnar eða forsætis- ráðherra í þessum löndum. Algengt sé að gerðar séu breytingar á ráðu- neytum við ríkisstjórnarskipti og verkefni færð á milli ráðuneyta. Sömu sögu megi segja um Bretland og Írland, Þýskaland og Frakkland og fleiri lönd sunnar í álfunni. Í Finnlandi eru ráðuneyti hins vegar talin upp í lögum með svipuðum hætti og hér. Tíu ráðuneyti en engin nöfn  Frumvarp um stjórnarráð lagt fram í kjölfar harðrar gagnrýni á stjórnsýsluna í aðdraganda hrunsins  Byggist að mestu á þremur skýrslum  Í einni er fjallað um atriði sem nú er umdeildast í frumvarpinu Morgunblaðið/Ernir Stjórnarráð Sérstaklega er deilt um 2. grein frumvarpsins sem sögð er efla vald forsætisráðherra meira en góðu hófi gegnir. Með 2. grein verða nöfn ráðuneyta ekki talin upp í lögum heldur einungis kveðið á um hámarksfjölda. Breytingar » Meðal annarra breytinga sem lagðar eru til er að ráðu- neytisstjórar og skrif- stofustjórar verði skipaðir samkvæmt mati hæfisnefndar. Ávallt beri að ráða hæfasta umsækjandann. » Ráðherra verði heimilt að ráða sér pólitískan ráðgjafa, auk aðstoðarmanns. » Efla á samhæfingu starfa á milli ráðherra og er m.a. kveðið á um skyldu ráðherra til að leitast við að samhæfa stefnu sína og aðgerðir þegar málefni og málefnasvið skarast. Auk þess er kveðið sérstaklega á um skyldu forsætisráðherra til að hafa frumkvæði að sam- hæfingu starfa ef á þarf að halda. FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Viðamikið frumvarp um breytingar á lögum um stjórnarráðið hefur ver- ið tilefni töluverða deilna á Alþingi undanfarna daga og ekki er útlit fyrir annað en að þær haldi áfram. Svo háttar til um þetta ríkisstjórn- arfrumvarp að einn ráðherra, Jón Bjarnason, hefur lýst yfir andstöðu við það og þar með er ekki meiri- hluti fyrir því á Alþingi, nema ein- hverjir úr stjórnarandstöðunni veiti því brautargengi. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á fimmtudags- kvöld og það er nú til meðferðar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Mest er deilt um 2. grein frum- varpsins og greinar sem henni tengjast en samkvæmt henni verður ekki lengur talið upp hvaða ráðu- neyti skuli starfa en í staðinn verð- ur kveðið á um að ráðuneyti geti aldrei orðið fleiri en tíu. Ákvörð- unarvald um hvaða ráðuneyti verði starfrækt verði í höndum stjórn- valda á hverjum tíma. Í athugasemdum með frumvarp- inu segir að þetta sé veigamesta breytingin á lögunum. Má sameina en ekki endurskíra Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra benti þó á í framsöguræðu sinni að samkvæmt núgildandi lög- um væri hægt að sameina, án þess að lagabreytingu þyrfti til, iðnaðar- ráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið og landbúnaðarráðuneytið. Eftir lagabreytingu frá árinu 2007 væri nefnilega mögulegt að sameina ráðuneyti, með forsetaúrskurði að fenginni tillögu frá forsætisráð- herra. Hins vegar væri ekki hægt að breyta nöfnum á ráðuneytum nema með lagabreytingu. Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir of snemmt að segja nokkuð til um hvenær frumvarpið verður afgreitt úr nefndinni og hvort það takist að ljúka meðferð þess á Al- þingi fyrir sumarhlé. Alþingi tekur sér hlé 9. júní næst- komandi og kemur næst saman í september. Nú verður frumvarpið sent til umsagnar og væntan- lega muni nefndin leggja til einhverjar breytingar. „Í öllum meginatriðum er ég sammála þessu frumvarpi,“ segir hann. Róbert segist almennt þeirrar skoðunar að ríkisstjórn eigi að geta skipt með sér verkum og að forsætis- ráðherra eigi að geta gert tillögu um ráðuneytisskipt- ingu og fjölda ráðuneyta, líkt og 2. grein frumvarpsins mælir fyrir um. Það sé augljóst að margir í stjórnarandstöðunni hafi rangtúlkað frum- varpið með því að gera því skóna að frumvarpið sé á einhvern hátt sett til höfuðs Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sú sé alls ekki raunin. Sammála í meginatriðum Róbert Marshall Róbert Marshall, Samfylkingunni Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í allsherjarnefnd, segir margt í þessu frumvarpi og sumt af því geti verið til bóta. Það felist hins vegar mikil breyting í því að í stað þess að heiti ráðuneyta og verksvið sé ákveðið í lögum, eigi nú að færa ákvörðunarvald um það til ríkisstjórnar en þó einkum til forsætisráðherra. Í þessu felist ótvírætt valdaframsal frá Alþingi til forsætisráðherra en með því aukist hætta á alls kyns geðþóttaákvörðunum og pólitískum hrossakaupum. Breytingin feli einnig í sér að formfesta verði minni og ráðuneytisskipanin los- aralegri. Þar að auki verði lagabreytingin til þess að auka vald for- sætisráðherra á kostnað annarra ráðherra í ríkisstjórn. „Ég held að það sé óæskilegt í ljósi almennra sjónarmiða um valddreifingu,“ segir Birgir. Síðast en ekki síst muni breytingarnar leiða til meira for- ingjaræðis í stjórnmálum. Öll þessi atriði eru í miklu ósamræmi við þær umræður sem hafa átt sér stað síðustu 2-3 árin, meðal annars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og í skýrslu þingmannanefndar sem fjallaði um þá skýrslu, um að það ætti frekar að bregðast þannig við að það ætti fremur að efla völd þingsins á kostnað ríkisstjórnar og auka valddreifingu. „Það er alveg klárt að þessi breyting, að færa þetta vald frá þinginu til ríkisstjórnar og forsætisráðherra, á sér engar rætur í skýrslu rann- sóknarnefndar eða þingmannanefndar Alþingis,“ segir hann. Valdaframsal frá Alþingi til ríkisstjórnar Birgir Ármannsson Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sat í nefnd sem forsætisráðherra skipaði um endurskoðun laga um stjórnarráð Íslands. Nefndin skilaði skýrslu í desember 2010 þar sem m.a. er lagt til að heiti ráðuneyta verði ekki lengur tilgreind í lögum. Formaður hennar var í fyrstu Anna Kristín Ólafsdóttir en síðan tók Arnar Þór Másson við. Gunnar Helgi segir að uppbygging stjórnarráðsins eigi að taka mið af forgangsmálum ríkisstjórnar í hvert skipti. Það sé í raun undarleg hugmynd að löggjafar- þingið eigi að setja lög um hvernig ríkisstjórnin eigi að haga sínu innra skipulagi. Þar að auki sé í 15. grein stjórnarskrár Íslands sérstaklega mælt fyrir um að forseti skipi ráðherra og skipti með þeim störfum, en ekki Alþingi. Það sé almennt fyrirkomulag að framkvæmdavaldið ráði skiptingu ráðuneyta, þótt það leiði af hlutarins eðli að viss ráðuneyti verða að vera starfrækt. Þetta sé t.d. svo í Danmörku og Noregi. Það þýði þó ekki að heilu ráðuneytin séu færð til af hentugleika hverju sinni heldur ríki um þetta ákveðin formfesta. Gunnar Helgi segir að nefndin hafi ekkert fjallað um hvaða ráðuneyti ættu að vera til, heldur hugsað um hvernig stjórnarráðið ætti að virka. Það væri almennt ekki heppilegt að vera með mörg lítil ráðuneyti því slíkt stuðlaði ekki að öflugri stjórnsýslu. Ríkisstjórnin ráði sínu skipulagi Gunnar Helgi Kristinsson Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við HÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.