Morgunblaðið - 07.05.2011, Side 37

Morgunblaðið - 07.05.2011, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 ✝ Magnús BjarniRagnarsson fæddist í Bolung- arvík 27. apríl 1923. Hann lést á heimili sínu 27. apríl 2011. For- eldrar hans voru Ragnheiður Mar- grét Guðmunds- dóttir, f. 6. apríl 1898, d. 1. maí 1976, og Ragnar Jóhannsson, f. 22. september 1904, d. 19. ágúst 1925. Hálf- bróðir Magnúsar hét Friðgeir Ragnar Guðmundsson, en hann er látinn. Magnús fór ungur í fóstur til Kristbjargar Margrétar Hall- dórsdóttur, f. 7. nóvember 1878, d. 27. desember 1968, og Guðjóns Jónssonar, f. 8. júlí 1894, d. 7. nóvember 1980. Ólst Magnús upp hjá þeim hjónum í Bolungarvík við gott atlæti. Magnús kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Elsu Árnadótt- ur, f. 29. júlí 1930, þann 30. júlí árið 1961 og eignuðust þau ur hennar eru Agnes Elsa og Steinunn. Barnabörn Gylfa og Valgerðar eru átta talsins. Hugur Magnúsar hneigðist snemma til sjómennsku og hóf hann störf til sjós fermingars- umarið sitt á Einari Hálfdáns. Hann sótti sjóinn á bátum jafnt sem togurum og sigldi um öll heimsins höf og stóð af sér storma og stórsjói í viðureign sinni við hina ólgandi dröfn. Magnús átti tvo báta, sá fyrri hét Mars og síðar lét hann smíða trillu sem bar nafnið Guðjón. Magnús var um 20 sumur á handfæraveiðum og var Guðjón fóstri hans með honum flestar vertíðirnar, þótt hann gengi þá með tvær hækj- ur. Magnús vann síðustu árin í loðnuverksmiðju Einars Guð- finnssonar, beitti nokkra bala á veturna er aldurinn færðist yfir og reri lengi vel á sumrin á litlum hraðfiskibáti sem sonur hans átti. Þá sigldi hann jafnan manna lengst þó elstur væri af bolvísku sjómönnunum og oftar en ekki kom hann með mestan afla að landi enda kappsamur með afbrigðum allt fram á síð- asta dag. Magnús Bjarni verður jarð- sunginn frá Hólskirkju í Bol- ungarvík í dag, 7. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. saman þrjú börn. 1) Guðjón Grétar, f. 19. september 1956. Hann kvænt- ist S. Sjöfn Krist- insdóttur og eiga þau saman börnin Bjarna Kristin og Bryndísi Elsu. Guð- jón og Sjöfn skildu. 2) Auður Sigríður, f. 21. mars 1961. Auður átti soninn Magnús Atla með Sigurði Þ. Hafberg, þau skildu. Sambýlis- kona Magnúsar Atla er Þóra Kristín Gunnarsdóttir. Sam- býlismaður Auðar er Kristinn Sigurðsson og saman eiga þau soninn Sigurð Smára. 3) Ragna Jóhanna, f. 1. maí 1965. Hún er gift Jóni Bjarna Geirssyni og saman eiga þau þrjú börn, Andra, Elsu og Lilju og tengda- dótturina Þórunni. Börn Elsu og Gunnars Rósmundssonar frá fyrri sambúð eru Gylfi, f. 24. september 1946, d. 29. mars 2010, sonur hans er Haukur. Valgerður, f. 16. júlí 1949, dæt- Elsku pabbi. Ég kveð þig, minn faðir, nú komin er stund sem kveið ég svo fyrir að lifa. En þú ert nú horfinn á feðranna fund með fögnuði tekið á himneskri grund. Í söknuði sit ég og skrifa. Þín lundin var sköpuð af gimsteinagerð og gæska úr hjartanu sprottin. Mig langar að þakka þér farsæla ferð með friðsælli gleði ég kveðja þig verð. Nú geymir þig dýrðlegur Drottinn. (Birgitta H. Halldórsdóttir) Þín dóttir, Auður. Bergmálið frá skipsbjöllunni barst á milli fjallanna í Víkinni sem fóstrað hafði pabba alla tíð, því tími var kominn til að sigla til hafs á ný. Hann átti þann ein- an kost vænstan að munstra sig um borð í bátinn og halda til veiða. Árabáturinn sem flutti hann um borð beið við bryggju líkt og forðum þegar togarinn Richard kom inn á Víkina milli jóla og nýárs til að sækja hann, en þá hafði hann sett fram þá kröfu að togarinn sigldi með sig heim í faðm foreldra sinna til að dvelja hjá þeim um jólin eða hætta ella. Hann fékk ósk sína uppfyllta þrátt fyrir að togarinn væri langt úti á hafi í mokveiði því betri sjómann var vart hægt að hugsa sér og mikill akkur fyr- ir útgerðina að hafa hann áfram um borð. Saga þessi frá jólum fyrir margt löngu lýsir vel hvað pabbi setti í öndvegi á lífsgöngu sinni. Hann unni sínu fólki umfram allt og bar velferð þess ætíð fyr- ir brjósti. Hann stundaði þó sjó- inn af ákafa enda rann sjó- mannsblóð í æðum hans og hjartað sló í takt við sævarins öldu. Lagði pabbi venjulega lín- una þar sem fiskurinn beit á og kom oftar en ekki með fullfermi að landi úr faðmi hafsins. Pabbi var góður faðir og brimsorfni kletturinn sem hagg- aðist hvergi. Hann var einkar geðgóður, glettinn og gaman- samur og hélt blikinu í augunum sínum fram á síðasta dag. Hann var barnabörnum sínum yndis- legur afi og lifði sig inn í leik þeirra og störf, tók þátt í gleði þeirra og sorgum og því er mik- ill harmur að þeim kveðinn. Hann var ætíð boðinn og búinn að rétta hjálparhönd og gerði allt sem í valdi hans stóð til að styðja og styrkja þá sem stóðu honum næst. Pabbi var mikið á ferðinni og setti svip sinn á mannlífið í Bol- ungarvík fram á síðasta dag. Hann þekkti hvern krók og hvern kima í Víkinni sinni og vissi nákvæmlega hvert vitja ætti gjöfulustu fiskimiðanna enda einn af betri sjómönnum sem landið hefur alið. Kraftur hans var með ólíkindum og þó aldurinn hafi verið farinn að setja sitt mark á hann hin síðari ár vildi hann hvergi hvika undan tímans taki. Daginn sem hann kvaddi bylgjaðist báran svo blítt á haf- fletinum og sólroðinn glitraði við sjóndeildarhringinn er himnaf- leyið bar hann út á hafsins djúp. Dýrmætustu perluna sína, hana mömmu sem var svo samofin lífsgöngu hans, varð hann að skilja eftir að þessu sinni við sjávarsíðuna þar sem hún bíður þolinmóð næstu landlegu með blik í augum. Mamma mun vera tilbúin þegar hann léttir anker- um úti fyrir Víkinni og þá mun bergmálið frá skipsflautunni berast milli fjallanna líkt og forðum og árabáturinn bíða við bryggju. Þá mun enn ein óskin hans pabba rætast. Þangað til munum við hin gæta hennar mömmu og minn- ast pabba með miklum söknuði en jafnframt gleði yfir því að hafa fengið að hafa hann hjá okkur svo lengi. Ég vil þakka honum pabba samfylgdina, góðmennskuna, gæskuna og elskuna og bið góð- an guð að gæta hans í nýjum heimkynnum út við yrsta haf. Kveðja, Ragna. Mín fyrstu kynni af Magnúsi Ragnarssyni voru árið 1982 þeg- ar ég kom til Bolungarvíkur ak- andi á breyttum Bronco-jeppa, þá nýr kærasti yngstu dóttur hans, Rögnu. Magnús sagði mér seinna að hann hefði verið tor- trygginn gagnvart þessum Reykjavíkurdreng en á þeim tíma lét hann mig ekki finna til þess. Við Magnús áttum mikil samskipti upp frá því enda fjöl- skyldan lítil og mikill samgang- ur á milli heimila í smáu sjávar- þorpi. Magnús kom mér fyrir sjónir sem harðduglegur sjó- maður sem bar með sér ein- kenni Vestfirðinga sem hafa tekist á við náttúruöflin alla daga, unnið hörðum höndum allt frá barnæsku, og bera með sér lífsreynslu og jákvæðni til lífs- ins. Maggi Ragg eins og hann var alltaf kallaður í Bolungarvík hugsaði vel um fjölskyldu sína og var miðpunkturinn í öllum samskiptum enda hafði hann áhuga á að fá nákvæmar fregnir af öllu sem hans fólk hafði fyrir stafni og ef einhver var á ferð- um, milli landshluta eða annað, þá hringdi hann yfirleitt til að fylgjast með að allt gengi eins og lagt var upp með. Um áramótin 1988-89 bjó ég á heimili þeirra Magga og Elsu um tíma. Ég hóf þá störf hjá lög- reglunni á Ísafirði og fór á mína fyrstu vakt á miðnætti á gaml- árskvöld í öskubyl og engu skyggni. Magnús minntist oft á þessa stund því hann hafði áhyggjur af ferðum mínum um Óshlíð þegar ég fór til vinnu. Þetta lýsir Magga vel þar sem hann tók fullan þátt í því sem hans fólk var að sýsla. Maggi hafði gaman af að segja sögur enda hafði hann upplifað margt á löngum sjó- mannsferli. Eftir að ég byrjaði í lögreglunni hafði hann gaman af því að segja eina ákveðna sögu sem ég heyrði alloft. Þegar hann var ungur maður á ferð um stræti Reykjavíkur var hann með brennivínsflösku undir höndum sem hann vildi drekka úr. Í flöskunni var korktappi en hann hafði engin áhöld til að opna flöskuna. Hitti hann lög- regluþjón á gangi í miðbænum og bað hann að opna flöskuna. Löggan gerði það og vildi fá sjúss fyrir viðvikið. Eftir að flaskan var opnuð tók löggan sinn toll af flöskunni og afhenti síðan Magga flöskuna. Þetta sagði Maggi vera til marks um að löggur væru líka mannlegar og hló að vandlætingarsvipnum á tengdasyninum. Maggi fór allra sinna ferða fram á síðasta dag, sá um inn- kaup fyrir heimilið og fór í öku- ferðir með Elsu og hundinn Bínu sem hann hafði dálæti á. Hann var daglegur gestur í Ein- arshúsi þar sem við Ragna höf- um verið að byggja upp gamalt hús, og fylgdist hann með fram- gangi verksins fram á síðasta dag. Daginn sem hann lagðist til svefns í hinsta sinn var hann á ferð um hafnarsvæðið í Bolung- arvík til að fylgjast með Guðjóni syni sínum setja bátinn Bryndísi ÍS ofan. Þetta er líklega eins og hann hefði viljað hafa þetta sjálfur. Hann dó í svefni á 88 ára afmæl- isdegi sínum án þess að verða verulega misdægurt á lífleiðinni. Jón Bjarni Geirsson. Elsku afi. Mikið er erfitt að hugsa til þess að nú sért þú farinn frá okkur og á ég eftir að sakna þín svo mikið. Það var fastur liður í mínu lífi að kíkja til þín og ömmu í kaffi og finn ég til mik- illar sorgar að hugsa til þess að það er enginn afi. Uppfullur af skemmtilegum sögum og sú ótrúlega viska sem þú bjóst yfir gerði þessar heimsóknir svo skemmtilegar og verður Bol- ungarvík aldrei eins án þín. Eft- ir að ég flutti að heiman varstu alltaf svo duglegur að hringja í mig og gaf það mér mikið þó þú hefðir yfirleitt ekkert að segja. Mér finnst ég ennþá eiga von á slíku símtali og verða það við- brigði að heyra ekki í þér fram- ar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp með þig sem afa og er ég alveg uppfull af góðum minningum um þig, elsku afi, sem verða mér ljós í gegnum ævina. Þín afastelpa, Elsa. Elsku afi minn. Það eru ekki til orð sem lýsa því hversu ánægð ég er að hafa hlotið þann heiður að eiga þig sem afa. Enda ert þú einn sá besti maður sem ég hef á ævinni kynnst. Þegar ég frétti að þú hefðir yfirgefið mig brotnaði ég gjörsamlega niður og vissi ekki hvernig ég gæti haldið áfram án þín, því að þú varst svo stór hluti af lífi mínu. Þegar ég sat á rúm- stokknum þínum og hélt í hönd- ina á þér og vonaðist til að þú myndir rísa upp eins og þú gerð- ir alltaf, taka utan um mig og segja mér einhverja skemmti- lega sögu, þá rifjuðust minning- arnar okkar upp í huga mínum. Þegar við sátum niðri og spil- uðum á spilið sem ég gaf þér einu sinni að gjöf, þegar við sát- um uppi og þú sagðir mér sögur af sjónum, skiptin sem þú hringdir í mig þegar ég bjó í Reykjavík bara til þess að at- huga hvort mér liði ekki vel, þegar þú gafst mér munnhörp- una þína og kenndir mér nokkra tóna á hana, bíltúrarnir á gamla bílnum þínum og allar ferðirnar í Hólakotið og fleira. Þá gerði ég mér grein fyrir því að í mínum huga mundir þú aldrei deyja. Þú fórst bara á annan stað og bíður mín þar. Elsku afi, ekki varstu mér bara yndislegur afi, heldur einn minn besti vinur. Ég sakna þín og minning þín lifir í hjarta mínu. Lilja Jónsdóttir. Magnús Bjarni Ragnarsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Í lokin kemur kveðjan þessi því komið er að hinsta dans. Góður guð nú afa blessi og gæti vel að sálu hans. (Ragna Magnúsdóttir) Minningin um þig mun lifa með okkur alla tíð. Andri og Þórunn. Legsteinar og fylgihlutir MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSGEIRS HÓLMS JÓNSSONAR, Dalsgerði 2e, Akureyri. Guðrún Elín Hartmannsdóttir, Þórður Haukur Ásgeirsson, Þorbjörg Kristín Jónsdóttir, Hulda Ásgeirsdóttir, Heiðar Ágúst Jónsson, afa- og langafabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Brautarholti. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra, Borgarnesi fyrir góða umönnun. Guðríður Svala Haraldsdóttir, Ólafur Haraldsson, Alda Rut Sigurjónsdóttir, Daníel Ingi Haraldsson, Steinunn Ásta Guðmundsdóttir, Halldór Friðrik Haraldsson, Arna Pálsdóttir, Katrín Lilja Haraldsdóttir, Reynir Sigursteinsson, Guðrún Birna Haraldsdóttir, Gísli V. Halldórsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÁSGERÐAR ÁGÚSTU PÉTURSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sól- túns fyrir góða umönnun. Pétur Vilhjálmsson, Auður Sjöfn Tryggvadóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Örn Guðmarsson, Jóhann Sigurfinnur Vilhjálmsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LISSÝJAR BJARKAR JÓNSDÓTTUR, Hlíðarhjalla 61, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Landspítalanum, krabba- meinslækningadeild 11-E, fyrir hlýtt og gott viðmót og umönnun. Séra Þór Haukssyni, útfararstjóra og frábæru tónlistarfólki eru færðar þakkir fyrir þeirra þátt við útförina. Jón Viðar Matthíasson, Helga Harðardóttir og fjölskylda. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN G. GUÐMUNDSSON, Austurströnd 8, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 12. maí og hefst athöfnin kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Jónsdóttir, Birgir Thoroddsen, Einar S. Jónsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA ÁRNASONAR húsasmíðameistara og bónda frá Höskuldarnesi, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sem lést föstudaginn 8. apríl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hlíðar. Jóhannes Árnason, Ragnhildur Þorgeirsdóttir, Jórunn Árnadóttir, Árni Árnason, Kristín Margrét Axelsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.