Morgunblaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011
Skattheimta og hagvöxtur
Ragnar Árnason prófessor.
Þróun skatta og gjalda
2005–2011
Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri
skatta- og lögfræðisviðs Deloitte.
Fundarstjórn
Þorvarður Gunnarsson,
forstjóri Deloitte.
Samantekt
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
lögfræðisviðs Eimskipafélags Íslands.
Skattar, gjöld
og hagvöxtur
2005 og 2011
Hvað hefur breyst?
Skráning á www.deloitte.is, netfanginu skraning@deloitte.is og í
síma 580 3000. Léttur morgunverður innifalinn • Verð kr. 2.500.
Deloitte heldur morgunverðarfund um skattabreytingar og
tengsl skattheimtu og hagvaxtar í Turninum, 20. hæð
fimmtudaginn 12. maí kl. 8.15–10.00
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
10
33
0
6
Í dag, laugardag, kl. 10:00-13:00
verður opið hús í leikskólanum
Regnboganum, Bleikjukvísl 10 í
Reykjavík.
Foreldraráð setur upp kaffihús í
salnum og börnin skemmta fjöl-
skyldum sínum með söng. Þá verð-
ur haldin listsýning á verkum
barnanna. Allir eru velkomnir og
þá alveg sérstaklega fyrri árgang-
ar barna Regnbogans.
Opið hús
Styrktarfélagið Göngum saman í
samstarfi við Landssamband bak-
arameistara stendur fyrir sölu á
brjóstabollum í bakaríum um allt
land dagana 5.-8. maí í tengslum við
mæðradaginn.
Styrktafélagið Göngum saman
styrkir grunnrannsóknir á brjósta-
krabbameini og úthlutar til þess
myndarlegum styrkjum ár hvert.
Félagið leggur áherslu á mikilvægi
hreyfingar til heilsueflingar og að
afla fjár í styrktarsjóð félagsins.
Á morgun, sunnudag, stendur
svo styrktarfélagið fyrir mæðra-
dagsgöngu fyrir alla fjölskylduna í
Laugardalnum í Reykjavík. Lagt
verður af stað frá Skautahöllinni kl.
11:00 og gengið um dalinn í um það
bil klukkustund. Þá er Göngum
saman í útrás því einnig verður far-
ið í göngu frá Jónshúsi í Kaup-
mannahöfn kl. 13. Göngufólki gefst
tækifæri til að styrkja rannsóknir á
brjóstakrabbameini, annaðhvort
með frjálsum framlögum eða með
því að festa kaup á varningi Göng-
um saman.
Brjóstabollur Starfsstúlkur Bernhöftsbakarís með brjóstabollur til styrktar rannsóknum
á brjóstakrabbameini sem seldar verða um helgina en mæðradagurinn er á sunnudag.
Selja brjóstabollur til styrktar grunn-
rannsóknum á brjóstakrabbameini
Á morgun, sunnudag, verður boðið
upp á fuglaskoðun undir leiðsögn í
Grasagarðinum í Reykjavík. Mæt-
ing er kl. 11:00 við aðalinnganginn
gegnt Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inum. Þátttaka er ókeypis og eru
allir velkomnir.
Í Grasagarðinum er fjölskrúðugt
fuglalíf og mun Steinar Björg-
vinsson, skógfræðingur og fugla-
áhugamaður, fræða gesti um það.
„Við sjáum vonandi glókoll, einn af
nýbúunum sem námu land upp úr
1995 og er íslenskur varpfugl, þá
munum við sjá skógarþröst, svart-
þröst, auðnutittling og maríuerlu,“
segir Steinar.
Fleira skemmtilegt verður um að
vera í Grasagarðinum á sunnudag-
inn því tónlistarfólk úr Skóla-
hljómsveit Austurbæjar tekur á
móti gestum garðsins með vortón-
um íslenskra dægurlaga í tilefni af
útgáfu sumardagskrár garðsins. Þá
hefur Café Flóra tekið til starfa í
garðinum og verður opið í allt sum-
ar frá kl. 10 að morgni til kl. 10 að
kvöldi.
Morgunblaðið/Ómar
Fuglaskoðun í
Grasagarðinum
Í dag, laugardag, verður margt um að vera í miðborg-
inni en þá geta Reykvíkingar og aðrir hjólað í bæinn
og fengið hjólin sín skoðuð og vottuð, bæði á Lækjar-
torgi og Skólavörðustíg frá kl. 13:00. Þeir sem ekki
eiga hjól geta þar sömuleiðis skoðað það helsta sem er
í boði hjá reiðhjólaverslununum Erninum og GÁP. Þá
verður mikil hjólahátíð á Ingólfstorgi þar sem jaðar-
sportistar sýna kúnstir sínar og svifgetu á reiðhjólum,
mótorhjólum, brettum og öðrum farkostum.
Samhliða þessu verður haldinn allsherjar harm-
onikkudagur um allt land og þá ekki síst í miðborg Reykjavíkur. Frá kl.
13:00 munu harmonikkuleikarar gleðja vegfarendur frá efsta hluta
Laugavegar við Stjörnuport, þá við Kjörgarð, síðan Hljómalindarreit,
við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg, Sólon í Bankastræti, á Lækjatorgi
og loks í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem mikil harmonikkuveisla hefst kl.
15:00.
Reiðhjóla- og harmonikkudagur
Í dag, laugardag, kl. 11-13 standa
samtökin Heilaheill fyrir laugar-
dagsfundi í Síðumúla 6 í minningu
Ingólfs Margeirssonar. Allir eru
velkomnir.
Á fundinum mun Þórir Stein-
grímsson formaður gefa skýrslu og
minnast Ingólfs. Þá mun dr. Hjalti
Már Þórisson fara yfir nýjungar í
greiningu og meðferð sjúkdóma í
miðtaugakerfi s.s. meðferð við æða-
gúlum og blóðþurrðarslagi og há-
skólanemarnir Þórarinn Björnsson
og Mary Björk Sigurðardóttir segja
frá rannsóknum sínum um málstol.
Þá mun Særún Harðardóttir söng-
kona og Lilja Eggertsdóttir undir-
leikari skemmta fólki. Að lokum
verða önnur mál rædd saman.
Heilaheill funda
STUTT
komu allir þátttakendur heim með
verðlaunagripi.
Á þriðjudaginn hittust sveitar-
stjórnarmenn á Vestfjörðum og
fulltrúar ríkisstjórnarinnar á sam-
ráðsvettvangi vegna tillagna frá rík-
inu um aðgerðir fyrir Vestfirði. Ein
tillagan sneri að eflingu framhalds-
menntunar á Vestfjörðum en hvergi
var minnst á framhaldsmenntun á
Ströndum. Lagði sveitarstjórn
Strandabyggðar því fram
breytingartillögu um viðbótar-
fjármagn sem yrði varið til að undir-
búa stofnun framhaldsdeildar fyrir
Strandabyggð og nágrannasveitar-
félögin. Fjórðungssamband Vest-
fjarða studdi þessa tillögu og nú er
því beðið með nokkurri eftirvæntingu
eftir að ríkisstjórnin taki pólitíska
ákvörðun um tillöguna. Að sögn Jóns
Jónssonar varaoddvita Stranda-
byggðar snúa aðrar tillögur sem
þarna komu fram ekki sérstaklega að
sveitarfélögum á Ströndum, ef frá er
talin yfirlýsing um að framkvæmdum
á Strandavegi í botni Steingríms-
fjarðar sem áður höfðu verið
ákveðnar verði ekki frestað. Aðrar
tillögur, s.s. varðandi lækkun húshit-
unarkostnaðar, nýtast þó svæðinu í
heild.
Sama dag átti Leikfélag Hólmavík-
ur 30 ára afmæli. Frá stofnun þess
hefur félagið sett upp yfir 30 sýn-
ingar og áberandi í sögu þess hve fé-
lagar hafa verið ferðaglaðir, því sýnt
hefur verið á yfir 50 stöðum á landinu
í gegnum tíðina. Nýjasta uppfærslan,
Með táning í tölvunni eftir Ray Coon-
ey í leikstjórn Arnars Jónssonar, hef-
ur slegið í gegn og er áhorfendafjöld-
inn kominn yfir 300 eftir þrjár
sýningar. Næsta sýning verður á
Hólmavík í kvöld og síðasta sýning
þar hálfum mánuði síðar. Um sjó-
mannadagshelgina verður síðan lagt
upp í hringferð um Vestfirði og sýnt
á Patreksfirði, Þingeyri og í
Bolungarvík. Lokasýningin verður
síðan í Árneshreppi, en löng hefð er
fyrir sýningarferðum þangað, enda
mætingin þar með eindæmum góð
miðað við íbúafjölda.
Vilja efla framhaldsmenntun
Morgunblaðið/Ingibjörg Valgeirsdóttir
Leiklist Leikhópurinn í sýningu LH á Með táning í tölvunni.
HÓLMAVÍK
Kristín Sigurrós
Einarsdóttir
Almennt má telja að vorið sé kom-
ið á Strandir. Veðrið hefur leikið við
Strandamenn síðustu daga, eftir
nokkuð umhleypingasaman vetur. Í
vetur gerði nokkrum sinnum ófært
yfir Þröskulda en í þeim tilfellum
var fært frá Hólmavík suður
Strandir í Hrútafjörð.
Erlendir ferðamenn eru farnir að
láta sjá sig og heimsækja m.a.
Galdrasýninguna. Önnur ferðaþjón-
ustufyrirtæki á svæðinu opna um
næstu mánaðamót og opnunartími
sundlauga og annarra þjón-
ustustaða er að lengjast. Rétt fyrir
páskahelgina var opnuð ný veitinga-
og salernisaðstaða hjá Kaupfélagi
Steingrímsfjarðar á Hólmavík og
með því fluttist þangað sala á veit-
ingum og bensínvörum sem hafði
verið í söluskála um langt skeið.
Þetta þýðir stóraukna þjónustu við
íbúa og ferðamenn, því opnunartím-
inn hefur lengst til muna.
Með vorkomunni hafa Stranda-
menn lagt gönguskíðin á hilluna eft-
ir góða vertíð í vetur. Gönguskíði
hafa lengi verið vinsæl afþreying á
svæðinu og þátttaka yngstu kyn-
slóðarinnar í þeirri íþrótt farið vax-
andi. Árangur krakkanna á Andrés-
ar andar leikunum í ár var mjög
góður og skilaði félaginu fernum
gullverðlaunum, þrennum silfur-
verðlaunum og þrennum brons-
verðlaunum. Þá var árangur
Strandamanna í Fossavatnsgöng-
unni á Ísafirði ekki síðri því þaðan