Morgunblaðið - 07.05.2011, Side 40

Morgunblaðið - 07.05.2011, Side 40
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Íslenski hesturinn er viðfangsefni myndlistarsýningarinnar Jór! sem opnuð verður í dag í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, kl. 16. Við opnunina mun úrvalshópur ung- menna í hestamennsku koma ríðandi í hlað Kjarvalsstaða og standa heið- ursvörð þegar gesti ber að garði. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ing- ólfsson og valdi hann á sýninguna verk frá ólíkum tímabilum íslenskr- ar myndlistarsögu, yfir 60 talsins. Sýningunni er skipt í þrjú þemu: „Þarfasta þjóninn“ sem snýr að hversdagslegum samskiptum manns og hests; „Holdgaðan storm“ þar sem hesturinn og náttúran er við- fangsefni og „Hesta með vængi“ sem snýr að hinum goðsagnalega hesti. Verkin spanna rúma öld, það elsta er frá árinu 1900 og það yngsta frá því í fyrra. Blaðamaður ræddi við Aðalstein í gær og spurði hann fyrst af hverju upphrópunarmerki væri í sýning- artitlinum. „Þetta er nú eiginlega svolítill brandari, það er verið að leika sér með þetta gamla orð, „jór“, og svo þessa upphrópun krakkanna, „jó!“,“ segir Að- alsteinn og hlær. – Aðeins verið að poppa þetta upp? „Já, og gera þetta sýnilegt þannig að fólk muni eftir þessu.“ Frjálsar hendur Aðalsteinn segir Hafþór Yngva- son, safnstjóra Listasafns Reykja- víkur, hafa átt hugmyndina að sýn- ingunni og hluti af henni hafi verið að víkka aðdráttarafl sýninga, opna þær fyrir nýjum hópum. „Ég fékk alveg frjálsar hendur með það hvernig ég myndi velja þetta og ég ákvað að finna verk alveg frá byrjun íslenskrar málaralistar, Þórarin B. Þorláksson. Að vísu gefum við út vandaða bók þar sem ég rek forsög- una líka og þar er myndefni úr hand- ritum og gömlum tréskurði o.s.frv. og kveðskapur sem tengist hest- inum. En sýningin sjálf er málverk, höggmyndir og verk unnin með blandaðri tækni, að mestu leyti frá 20. öld,“ segir Aðalsteinn. Yngsta verkið sé aðeins nokkurra mánaða gamalt en það elsta frá árinu 1900, málverk af manni á hesti eftir Þór- arin B. Þorláksson. Aðalsteinn segir að hluti íslenskr- ar myndlistarsögu endurspeglist óhjákvæmilega í sýningunni, þar sem verkin spanni rúma öld. Meðal verka á sýningunni er málverk eftir Hallgrím Helgason sem ekki hefur sést opinberlega áður, „Guð á Sæ- brautinni“, frá árinu 2006. Á því sést maður í hestakerru bíða á umferð- arljósum á Sæbrautinni. Fleiri verk á sýningunni hafa ekki sést áður op- inberlega, m.a. verk eftir Gunlaug Scheving og Jóhannes Kjarval. – Þetta hlýtur að hafa verið mikið verk fyrir þig, af nógu að taka? „Hesturinn er sínálægur í mynd- listinni framan af en maður veit nokk hverjir eru aðalmálararnir, leitar fanga hjá þeim og síðan fækk- ar þessum myndum þegar nær dreg- ur, hesturinn er einfaldlega ekki eins miðlægur í nýrri myndlist eins og hann var. Ef þú ert vel skipulagð- ur og hefur aðgang að góðum heim- ildum þá er þetta kannski ekki svo ofboðslega mikil vinna.“ Á morgun kl. 15 mun Aðalsteinn ásamt Gísla B. Björnssyni, hönnuði og höfundi bókarinnar Íslenski hest- urinn, veita leiðsögn um sýninguna. Sýningin stendur til 21. ágúst Birt með leyfi Listasafns Reykjavíkur Rauður Málverk eftir Stefán frá Möðrudal, Rauður hestur, f́rá árinu 1977. Hestar á Kjarvalsstöðum  Túlkun íslenskra listamanna á tengslum manns og hests í rúma öld Aðalsteinn Ingólfsson 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2011 Kór Langholtskirkju frum- flytur nýtt verk eftir Mist Þor- kelsdóttur á tónleikum í Lang- holtskirkju sunnudaginn 8. maí kl. 20. Verkið er um fimmtán mínútur í flutningi og samið með styrk frá Musica Nova. Ásamt Kór Langholtskirkju syngur Gradualekór Lang- holtskirkju í verkinu og tveir einsöngvarar. Einnig flytur kórinn Te Deum fyrir kór, ein- söngvara og kammersveit eftir Marc-Antonie Charpentier. Einsöngvarar koma úr röðum kór- félaga. Kammersveit leikur með og konsertmeist- ari er Júlíana Elín Kjartansdóttir. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Tónlist Tónleikar Kórs Langholtskirkju Mist Þorkelsdóttir Á sunnudag flytja Kristján „KK“ Kristjánsson, Kór Nes- kirkju og Stúlknakór Nes- kirkju nokkur þekkt lög Krist- jáns á tónleikum í Neskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og miðar verða seldir við inn- gang. Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, stýrir tón- leikunum, en hann útsetti jafn- framt um helming laganna. Á efnisskránni verða m.a. lögin Á æðruleysinu, Ég fann ást, Álfablokkin, Englar himins og When I Think of Angels. Auk KK leika Þorsteinn Einarsson á gítar og Sölvi Kristjánsson á bassa. Tónlist KK og Kórar Nes- kirkju á tónleikum Kristján Kristjánsson Efnt verður til tónleika í Saln- um á sunnudag þar sem ýmsir listamenn flytja lög Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Þetta eru endurteknir tónleikar sem haldnir voru í Salnum 31. mars síðastliðinn, á níræðisafmæl- isdegi Jóns Múla, en þá komust mun færri að en vildu. Söngvararnir eru Ragnar Bjarnason, Ellen Kristjáns- dóttir, Sigurður Guðmundsson, Magga Stína, Ómar Ragnarsson og systurnar Sig- ríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur ásamt föður sínum, Eyþóri Gunnarssyni. Hljómsveitina skipa Eyþór, Óskar Guðjónsson, Scott MacLemore og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. Tónlist Lög Jóns Múla og Jónasar í Salnum Jón Múli Árnason Á sunnudag kl. 16:00 heldur Þór- unn Elfa Stefánsdóttir söngkona tónleika í Selinu á Stokkalæk. Guðjón Halldór Óskarsson leikur undir á píanó. Á efnisskránni eru bandarísk sönglög, sum vel þekkt en önnur tiltölulega ný. Um er að ræða þjóðlög, djassballöður og swing ásamt fjölda söngleikjalaga sem sum hver eru úr nýlegum Broad- way-söngleikjum. Þórunn Elfa lauk burtfar- arprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 2001 og söngkenn- ararprófi 2005 undir handleiðslu Dóru Reyndal og Signýjar Sæ- mundsdóttur. Hún hefur stundað framhaldsnám í Þýskalandi, Aust- urríki og Bandaríkjunum og lauk mastersprófi frá Westminster Choir College í New Jersey fylki 2008. Þau Þórunn Elfa og Guðjón Halldór kenna bæði við Tónlistar- skóla Rangæinga en hann er að auki organisti og kórstjóri. Sönglög Þórunn Elfa Stefánsdóttir og Guðjón Halldór Óskarsson. Bandarísk sönglög á Stokkalæk Þórunn Elfa Stefánsdóttir í Selinu Og hann þarf ekki að fara úr að ofan til að ná athygli áhorfandans 44 » Ópera Skaga- fjarðar og Draumaraddir norðursins sýna Óperudrauginn í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20:00. Verkið er í nýrri leikgerð Guð- rúnar Ásmunds- dóttur. Margrét Ákadóttir leikur konu sem rótar í leikmunum á háa- lofti í Convent Garden í Lundúnum þegar henni birtist óperudraugur, sem Michael Jón Clarke syngur, en ástkonu hans leikur Alexandra Chernyshova. Í öðrum hlutverkum eru Ívar Helgason, Dagrún Ísabella Leifsdóttir, Snorri Snorrason, Gunnar Björn Jónsson, Sonja Haf- steinsdóttir, Inga Margrét Jóns- dóttir, Helgi Thorarensen og Krist- ín Lundberg. Einnig syngja Draumaraddir norðursins og kór Óperu Skagafjarðar. Hljóðfæraleik annast Risto Laur, Kaldo Kiis, Ro- drigo Lopez og Matti Saarinen. Óperu- draugur Alexandra Chernyshova ÍSLENSKA ÓPERAN KVEÐUR GAMLA BÍÓ OPIÐ HÚS Í GAMLA BÍÓI Í DAG KL. 1315 í tilefni flutninga Íslensku óperunnar í tónlistarhúsið Hörpu Gestum velkomið að skoða húsið Kaffi á boðstólum í græna herberginu Búningamátun Leikskrár, plaköt og myndbönd úr sýningum Íslensku óperunnar til sölu á vægu verði Allir velunnarar óperunnar og aðrir áhugasamir hjartanlega velkomnir! STYRKUR TIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári 2011-2012. Veittur er styrkur að upphæð kr. 600.000. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 31. maí nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 8620, 128 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.