Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.06.1957, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 06.06.1957, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 Hannes 3ónasson BÓKSALI Fæddiir 10. apríl 1877. — Dáinn 2. maí 1957. Hamies Jónasson bóksali var jarðsungbin frá Siglufjarðarkirkju þann 14. maí s.i. Sóknarprestur- inn, séra Ragnar Fjalar Lárusson, jarðsöng og fer hér á eftir brot úr útfararræðu hans: „Veiit þá enginn, að eyjan hvita á sér enn vor, ef fólkið þorir“. Þannig mælti skáldið og sniíU- ingurinn Jónas Hailgrimsson eitt sinn, er hann kvaddi látinn vin. Skáldið trúði á vorið, vorið í íslenzkri þjóðarsál og hann lagði fram drjúgan skerf tii komu þess vors. Á þessu nýja vori íslenzks þjóð- lífs, sem hófst með Fjölnismönn- um og stóð óslitið það sem eftir var aldarinnar, er hann fæddur öldungurinn, sem vér kveðjum í dag, Hannes Jónasson. Hann var vorsins barn. Vel mætti ávarpa hann með orðum skáldsins: „Á vori ertu fæddur, með vorið í sál“. Hannes var fæddur á vori. — Ekki aðeins á vormánuði að tímatali til, heldur einnig var hann fæddur á vori þjóðlífsins og bar sjálfur gróanda þess vors í sinni eigin sái. Þessu bera ljóð hans glöggt vitni. Hann yrkir um komu sólar, um burtför myrkurs, kulda og vetrar. Og sólin verður honum tákn birtu, hlýju og unaðssemd- ar, alls þess, er mannshugurinn þrMr. Hann segir: Kom blessaða sól með birtu og yl til barnanna á landinu kMda. Og um hið nýja vor þjóðlífsins yrkir hann fagurlega á Áldaraf- mæh Siglufjarðar: Á vormorgni björtum þú birtist oss öld, hin bhkandi nýfædda stjarna. Um hundrað ár næstu þú hefir öli völd, þinn heiður er lof þinna barna. Um heill vora átt þú að hMda vörð, flytja hagsæid og blessun í Siglufjörð. Ég efa stórlega, að sú æska, sem nú breiðir faðm sinn mót margskyns laðandi lífi á landi hér — finni í eigin barmi bærast gróanda vors og voryhnn vef jast hjarta sínu í jafn ríkum mæh og Hannes Jónasson fann, þegar hann var ungur. Saga landsins og kjör þjóðarinnar haJfa vMdið því. Ég hygg, að íslenzk endurreisn síðari hluta nítjándu og fyrrMuta tuttugustu aldar hafi haft mikil áhrif á þennan gáfaða og frarn- sækna mann. Það bjó stórhuga maður í hinum fátæka og um- komulausa sveini, sem fyrst leit dagsins ljós hinn 10. apríl 1877 að Ytri—Bakka við Eyjaf jörð. — Þar bjuggu foreldrar hans Jónas Jónasson bóndi og sjómaður og María Sigfúsdóttír. Hannes var imgur að árum, er hann missti föður sinn. Eftir lát hans stóð móðir hans eftir, ein og efnaMtii, með tvö ung böm. Heim- lið sundraðist, sonurinn varð að yfirgefa ástríka móður. — Föður- missirinn og fráskilnaðurinn við móður sína og systur, hefur án efa mótað barnssáhna meira en orð fá lýst. Næstu árin þurftí Hannes að fara manna á milli, oftast gat hann þó verið með móður sinni á vetrum. — Það mun haf a verið heitasta ósk ungl- ingsins frá Ytri-Bakka um og eftir fieirmingu að fá að læra, en iengst af var útlitið ekiki gott hvað fjárhaginn snerti. Hannes einsetti sér þó, að hann skyldi komast í Möðruvallaskóla, • sem þá var eini skóhnn á Norðurlandi, og honum tókst það. Árið 1898 útSkrifaðist hann þaðan með ágætum vitnisburði og ári síðan flutti hann til Ákur- eyrar. Þar réðist hann starfs- maður við verzlun J.V. Havsteens kaupmanns á Oddeyri. Árið 1900 kvæntist hann Kristínu Þorsteins- dóttur frá Stóru-Hámundarstöð- um í Eyjafirði. Voru þau hjón mjög samhent, stóðu saman í bhðu og stríðu í rúm 30 ár, en Kristín andaðist á bezta aldri 1932 og var öllum harmdauði, sem þekiktu hann. Þau hjón eign- uðust 6 börn, 3 dætur og 3 syni. Lifa 4 þeirra föður sinn. Um áramótín 1907—’08 eru þáttaskipti í lífi Hannesar, því að þá kemur hann hingað til Siglu- fjarðar. Hyggst í fyrstu aðeins dvelja hér nokkrar vitour, en margt fer öðruvísi en ætlað er, og sá varð endirinn, að Hannes sótti f jölskyldu sína til Ákureyrar og settist hér að. Fyrstu 20 árin í Siglufirði gegndi Hannes Jónasson margs konar störfum. Lengst af þetta tímabil var hann verkstjóri og umsjónarmaður helzta atvinnu- rekandans Sörens Goos. Árið 1927 stofnsetti Hannes bókaverzlun hér í bæ og rak hana iti'l ársins 1953, er dóttir hans Kristín tók við rekstrinum. Hannes hefir tekið mikinn þátt í félagshfi í Siglufirði í tæp 50 ár, og þá ekki sízt í samtökum 'bindindismanna. Ilann var einn af stofnendum Framsóknarfélags Sigiufjarðar. Árið 1916 hóf hann í félagi við Friðbjörn Níelsson blaðaútgáfu hér á Siglufirði. — Blað þeirra hét „Fram“. — Átti blaðið að vera mlMgagn Siglu- fjarðar á landsins vettvangi. — Hannes Jónasson fékkst meira og minna við blaðamennsku í Siglu- firði um fjölda ára. Hann var um hríð ritstjóri Einherja og skrif- aði auk þess margar blaðagreinar á siglfirzk blöð síðar, þó hann væri eigi ritstjóri. Hannes var félagi í Rótarý- klúbb Siglufjarðar um áraibil. — Hann orti hið fagra ljóð við Rótarýsöng Sigluf jarðarklúbbsins; það ljóð, isem sungið er í lok hvers fundar. Ég get ekki stilit mig um annað en að fara með það hér, þótt það muni flestum kunnugt. Þar sér skáldið og hugsjónamaðurinn far- sælt mannkyn á guðsríkisbraut; hann segir: Sú framtíð skM skapast, að friður ríki á jörð, að frelsi og réttlæti haldi um mannkyn vörð, að ljóssins straumar lýsi sál hvers manns, að lífið vermist ylgeislum kær- leikans. v Vér Rótarýfélagar kveðjum hér hinn elzta úr hópnum. Það fedilur í minn hdut, hins yngsta félaga, að þakka honum störf og samveru að þjónustuhugsjón Ró- tarýsins. Vér þökkum það aiir. Kunnastur mun Hannes vera hér í bæ og víðar fyrir Ijóð sín, enda var hann prýðidega hagorður og skáld gott. Hann hefir þó lítið viljað flíka ljóðum sínum, sézt það m.a. á því, að ljóðabók frá hans hendi kemur fyrst út á átt- ræðisafmæli hans, nökkrum dög- um áður en hann dó. Ég veit því eigi hvort honum væri greiði með því gerður að flytja hér og vitna í ljóð hans, en ég hefi samt leyft mér að gera það örlítið, enda finnst mér vel á því fara, að hinar fögru hugsanir hans sjálfs, sem hann hiefir búið í yndæl ljóð komi hér fram. Hannes lætur etokert mannlegt óviðkomandi 1 ljóðum sínum; — yrkisefnin eru mörg og ólík. — Mörg þeirra ber með sér blæ trú- ar og guðstrausts og þess, að það er góður og göfugur maður sem talar svo sem þessar hend- ingar: Að æfinnar kveldi ég kominn er brátt, ég kyrrðina bið það mér veiti. Mig dangar að skilja við lífið í sátt, þótt lengur um framför mér neiti. Ég treysti þeim kraftí, sem ad- máttkur er, að anda minn þroski og göfgi hjá sér. Ég hóf mál mitt á því að minn- ast á vormenn í ísdenzkri sögu, brautryðjendur, endurreisnar- menn. Ég hygg, að Hannas Jónas- son hafi verið einn i þeirra hópi, a.m.k. fyrir þetta byggðarlag. — Hann er einn af gömdu Sigifirð- ingunum, einn af brautryðjend- unum, eins og einn vinur hans kaldar hann í afmæhsgrein, hon- um ber því að þaktoa af adhug öld hin mörgu og velunnu störf hugsjónamannsins og brautryðj- andans fyrir þennan bæ. Ég veit, að allir samborgarar hans munu og gera það. Og nú hefir Hannes Jónasson lokað hinum jarðnesku augum sínum einmitt nú, þegar sólin og vorið, sem hann þráði, er til vor að koma. En augu hans lokuðust ekki til þess að vera svipt sól og sumri, þvert á mótí, toeldur til (Framhald á 2. síðu)

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.