Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.06.1957, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 06.06.1957, Blaðsíða 4
4 siglfirðingur „Einher ji“ höggur nærri sínum flokksmönnum I næst síðaeta töiuibl. Kinherja ryðst einhver persóna fram á vígvöllinn, úitMásin af tómum vindi, og þykist nú ekki vera neitt flón. — Meðal annars, sem hann bregður Sjáifstæðismönnum um, er að þeir séu í flo'kki brask- aranna. Margur Siglfirðingur mun glotta og þykja gi’einarhöfundur höggva nokkuð nálægt sínum flokksmönnum í þessu efni. Svo hefur reynslan sýnt og sannað, að í Framsóknarfl. er ein- mitt sægur af braskaralýð. Hvað vinna þeir t.d. fyrir sinn flolck öðru vísi en að heimta einhver fríðindi í staðinn. Og voru það ekki valinkunnir framsóknarmenn hér í bæ, sem höfðu selt og keypt hús, síðan farið að byggja sér hús með þeim aifileiðingum, að þeir lentu í greiðsluþrotum. Rörð- ust síðan harðri barátitu til þess að fá smáíbúðarlán og nutu þar auðvitað þess, að þeir voru fram- Það, sem fólkið ræðir Verðbólga og varnarmál. Verð það, sem kommúnistar guldu fyrir ráðherrastólana var, að sætta launþega við hækkaða tolla, hækkað verðlag, bindingu kaupgjaldsvísitölu og fleira slíkt. Þótt dýrtíðin hafi aldrei verið meiri né geigvænllegri í sögu þjóð- arinnar skyldi minn'kandi kaup- máttur launa ekki gagnrýndur meðan kommúnistar héldu um stjórnvölinn. Jafnvei herinn mátti kyr vera. Og nú er haft á orði, að kommúnistar kunni eins vel við sig í ríkisstjóminni og herinn á Keflavíkurfilugveili! Fleiri bankar, fleiri bankastjórar. Peningar eru afl þeirra hluta, sem gjöra skal. Peningaiausir bankar eru Muitverki sínu iítt vaxnir. En ríkisstjórnin á ráð undir rifi hverju. Nú skal fjölga bönkunum, bankaráðunum og bankastjórunum. Og ef ekki vinnst tími til að semja um skipt- ingu á hinu feita keti, er þing dregið á langinn og embættum fjölgað, svo ailir fái nóg. Og svo má lika „losa um íhaldsbaniia- menn!“ — Og brátt trónar Einar Olgeirsson í Landsbanka þjóðar- innar og lánstraust vex í Moskvu. Og væntanlega verður vísitala hinna nýju bankastjóra lítt eða ekki bundinn. 42%. Við síðustu alþingiskosningar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 42% af öllum greiddum atkvæðum hér á landi. Þess munu fá dæmi, að einn flokkur eigi jafn miklu fylgi að fagna hjá nokkurri þjóð, sem ekki býr við hið svonefnda tveggja flokka kerfi í stjórnmál- sóknarmenn — til þess að þeir gætu fullgert sín hús. Á sama tíma er svo fátækum fjölskyld- um, sem langa tiil þess að byggja yfir hópinn sinn, synjað um lán, svo að þessir útvöldu framsóknar- 'braskarar hér gætu komið upp sínum höllum. Þetta er aðeins fyrirspurn um aðfarir þessara Frámsóknarmanna. Þeir svara svo ef þeim sýnist. —*------------- 'f Happdrætti | Sjálfstæðisfl. | 1 hinu glæslega happdrætti ! Sjálfstæðisflolkksins eru m.a. | eftirtaldir vinningar: 0 Þýzk VoQlkswagenbifreið, | model 1957, © Flugferð fyrir 2 til Ham- j borgar og heim aftur. 0 Flugferð fyrir 2 til Kaup- I mannahafnar og heim J aftur. 1 0 Flugferð fyrir 2 til Lon- I don og heim aftur. | 0 Flugferð fyrir 2 til New j York og heim aftur. ! * 0 Ennfremur flugferðir til J Lúxembúrg, Gautaborg- ] ar og ferð til Kaupmanna | hafnar með Gutfossi (1. farrými) og heim aftur. Miðar í þessu óvenju glæsi- lega happdrætti eru til sölu I AÐALBtíBINNI I DAG og Á MORGUN — en þá verða óseldir miðar, ef nokkrir verða, sendir suður. Sjálfstæðisflokkurinn heitir á alla velunnara sína að kaupa happdrættismiða. Með því leggja þeir sinn Mut fram til þeirrar starfsemi, sem nauðsynlegt er að flokkur- inn haldi uppi. SiglfirZkt sjálfstæðisfólk! Leggið metnað ykkar í það, að hingað sendir miðar selj- ist upp. Leggið leið ykkar í dag í Aðalbúðina og kaupið miða. Stjórnir Sjálfstæðisfélaganna um. Þetta fylgi vitnar um vöxt flokksins og er bending um það, sem koma Mýtur, því Hermanns- ævintýrið, sem varð ti'l fyrir fylgi kommúnista og varir svo lengi, sem þeim er haldið góðum, Mýtur aðein-s einn endi, þann endi, sem slík ævintýri alltaf fá. Það eina, sem heldur ríkis- stjórninni saman er ÓTTINN, — óttinn við svikin loforð, óttiim við fylgi Sjálfístæðisfilokksins, — óttinn við nýjar kosningar. — Sá ótti er ekki af ástæðulausu. Sök bítur sekan. f Ásgeir Jónasson KAUPMAÐUR lézt 24. f.m. í Landsspítalanum í Reykjavík. Útför hans fór.fram frá Fossvogskirkjugarði þriðju- daghm 28. f jn. Hér á Siglufirði voru allar verzlanir og skrifstofur lokaðar þaim dag fram að hádegi, í virð- ingarskyni við himi mæta sam- borgara. Um Ásgeir sál., þennan ágæta og trausta mairn, verða birtar minningargreinar i næsa blaði. Barnaskóla Sigluf jarðar var slitið í Siglufjarðarkirkju 30. maí s.l. Skólastjóri, Blöðver Sigurðsson, sikýrði frá starfi skól- ans á liðnu starfsári, þakikaði kennurum og öðrum, sem við skód- ann störfuðu ágæta samvinnu. — Því næst ávarpaði hann börnin, bæði þau, sem tóku fulnaðarpróf og þau sem enn eiga eftir að njóta kennslu skólans. — Óskaði hann þeim öllum gleðilegs og þroskavænilegs sumars. Sóknarpresturinn, séra Ragnar Fjalar Lárusson, flutti bæn. Sungnir voru sálmar á undan og eftir skólaslit. Hitt og þetta Kaffistofur verkamanna við höfnina. Bærinn hefur komið upp skýli út á öldubrjót handa verkamönn- um til afnota við kaffidryfkkju, og er það sérstaiklega notað, þegar skip eru losuð eða lestuð. — I hafnarbryggjuhúsinu hafa þeir til afnota allstórt afþyljað pláss, til að skjótast inn í við kaffidrykkju. 1 þessum skýlum eru bekkir og borð, og í flestum tiilfellum er hægt að sitja og leggja frá sér kaffiáhöldin. Verður ekki annað sagt, en að þægilegt sé að hafa þessi skýli og notalegra að hafa þessi afdrep til að sötra kaffi- sopann 1 en þunfa að vera úti við það í misjöfnu veðri. Eitthvað má líklega að þessum kaffistofum finna, og vafalaust fullnægja þær ekki þeim kröfum, ©em sums staðar eru gerðar til slíkra Mbýla. Meðal annars er í hvorugri stofunni klósett eða handlaug. Slík hreinlætistæki eru auðvitað nauðsynleg á þessum stöðum, því oft eru menn svo óhreinir um hendur, að óaðgengi- legt er að neyta með þeim matar og dryfckjar. En þó þessar stofur geti máske ekki talizt eins góðar og þær ættu að vera, þá eru þær til bóta og væru all hugguleg Mbýli ef gengið væri vel um þær. Því miður eru þessar stofur algjörtega umhirðu- dausar. Bréfarusli, sígarettustubb- ar og fleira drasli sem óþirfnaður er að, er sífellt traðkað á, all- þykk drulluskán er á gólfinu og upp um veggi eru aurslettur. — Borð eru skitug og óaðgengiieg að setja á þau matarílát. Af þessu er svo sífelldur angandi óþefur, er mætir manrn, þegar inn er komið, jafnved þó eklki séu menn þar fyrir í starfsfötum. Það má segja, að þessar stofur séu lítilf jörlegar, en þær gætu sjálfsagt orðið sæmi- legar með góðri hirðingu, og ólíkt skemmtilegri ef komið er inm þær þokkalegar og hreinar í hvert sinn og þarf að nota þær. Hér er hugsunar- og skeytingar- leysi á ferð, sem nauðsyMegt er að taka fyrir bverkar á. Það er bráðnauðsyMegt, að innan félags- ins Losun og lest sé árilega kosin nefnd til að sjá um kaffistof- urnar og hirðingu þeirra. Það fcostar aldrei mikla peninga. Það munar engan um að greiða svo sem 5 krónur eða ef til vil 10 krónur á mánuði tii slíkra Muta. Eitt er víst að umhirðan um kaffistofurnar er öllum til skamrn ar og eitt meðal margs annars hér í bæ, sem aðkomufólk undrast mjög yfir. Bann ríkisstjórnarinnar um kaupgjaldshækkun og verðhækkun á vörum þverbrotið. Skömmu eftir áramót upplýst- ist hjá Lúðvík JósefssyM ráð- herra, að stjórnin hefði í rauMnrn hækkað kaup togarasjómanna um 15—16%. — Þarna reið stjórMn sjáilf á vaðið og braut fyrtrskip- anir sínar. Þar næst brýtur SlS bann rík- isstjórnarinnar með hækkun kaups starfisfólks síns um 8%. Það er að vísu ekki nema gott um það að segja, að hækka kaup þessara nefndu aðila, sjómanna og starfsfólks hjá SÍS. VissMega hefur þess þurft með, en hvers eiga MMr launþegar að gjalda. — Það Málegasta við þetta, og sem vekur mesta athygli almennings er það, að jafnvel ríMsstjómin sjálf hefur ekki getað fylgt sín- um eigin fyrirslkipunum, og að iSÍS er tekið út úr vinnuveitenda- hópnum og leyft að hafa að engu bann ríkisstjórnarinnar við kaup- hækkun. Þetta er nú meiri skollaleikur- iim. Lóðin iækjargata 2 er til sölu. VæntaMegir kaup- endur skili tilboðum til Ólafs Ragnars eða Kjartans Bjarna- sonar fyrir 12. júni n.k. *— Verða þá tilboðin opnuð og lóðin seld liæstbjóðanda.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.