Siglfirðingur


Siglfirðingur - 20.09.1958, Side 3

Siglfirðingur - 20.09.1958, Side 3
SIGLFIRÐINGUR 3 t ! ♦ I t l i * HÉR Á LANDI HEFUR atcher OLIUBRENNtRINN notið »ívaxandi vinsælda og viðurkenningar, bæði meðal húseigenda og fagmanna á sviði hitalagna. THATCHER-brennarimi er traustbyggður, gang- öruggur og sérstaklega sparneytinn. * THATCHER-BRENNARINN er framleiddur í 8 gerðum og hentar því í allar stærðir miðstöðvar- katla, bæði í íbúðarhúsum og stærstu verk- smiðjum. Kynnið yður verð og gæði THATCHER- brennaranna, og þér munið sannfærast um, að þér fáið ekki betri brennara. EYÞOR HALLSSON Lindargötu 24 — Sími 60. KÆRUFRESTUR ! Frestur til að kæra til yfirskattanefndar Siglufjarðar úrskurði niðurjöfnunarnefndar Siglufjarðar út af útsvörum 1958 er til 6. októ- ber 1958. > l Frestur til að kæra til yfirskattanefndar úrskurði skattstjóra át af tekju og eignaskatti og öðrum gjöldum, er greiðast eiga á ímmui- talsþingi 1958 er einnig til 30. september 1958. Kærur skulu sendar til bæjarfógetans í Siglufirði. Siglufirði, 15. september 1958. YFIRSKATTANEFND SIGLUFJARHAR Tilkynning frá tannlæknimim. Vegna brotttiutnings liætti ég að starfa að tannlækningum hér á Siglufirði þ. 5. október n.k. E. BEHRENS, tannlwknir T I L L E I G U Sjálfstæðishúsið, Siglufirði, er til leigu frá 1. nóv. u.k. að telja (húsgögn, eldhúsáliöld og borðbúnamir fylgir). Leigutilboðum sé skilað til Ólafs Ragnars eða Kjartaas Bjaraa- sonar fyrir 15. okt. n.k. SJÁLFSTÆÐISHtSH) h.f. THEÓDÓRA PÁLSDÓTTIR (Framhald af 1. síðu) lífi og því sýndi hún frábæran hetjuskap, er hún varð fyrir þeim gtóru áföllum að missa sinn ágæta eiginmann fyrir tímann, og son sinn Jóhannes, sem var að hefja listamannsbraut sína. Við fráfall feðganna, sá frú Theódóra hverfulleik mannlegs lífs, vonir og óskir bundnar við þessa feðga, brostnar og verða að engu. Við þetta sætti frú Theódóra sig, og var það hennar mesta fró- un, að mega hlynna að börunum sínum, sem hún síðar naut verð- skuldaðrar umönnunar og ástúðar hjá. Við söknum frú Theódóru úr samferðamannahópnum, en gleðj- umst moð henni yfir kærkomnum endurfundi vinanna, sem yfir mó'ðuna miklu eru komnir á und- an henni. Blessuð sé minning hennar. *- „xitcei Páll Erlendsson ' i. <V . —oOo—1 Theódóra Pálsdóttir Árdal er dáin. , „ i i ! £g, sem þetta rita, kynntist henni fyrir tiltölulega fáum árum, og mór finnst nú sem kynni okkar hafi orðið allt of stutt og kannske tíkki náin. Samt finnst mér, að ég geti ekki látið hjá liða, nú er ,vegir skiljast, að votta minningu bennar, virðingu, og henni liðinni, innilega þökk. !Ég er ekki kunn- ugur Hfsferli hennar, en veit þó að henni hlotnuðust, frá vöggu til grafar, ýmiskonar gæði, andleg og veraldleg, sem fjarri fer að öllum falli í skaut. Hún var komin af og uppalin hjá vel metnum foreldrum, sem sköruðu fram úr, vegna gáfna sinna og andlegra yfirburða og hafði enda sjálf hlotið frá þeim í vöggugjöf Hsthneigð og góða greind. Hún naut þess sem ung stúlka að verða glæsileg og dáð heimasæta, og ung var hún gefin glæstum ingissveini af höfðingja- ættum. Með honum bjó hún með- an þau lifðu bæði og ól honum mannvænleg börn, sem urðu stoð hennar og stolt, eftir að hún missti mann sinn og aldur tók að færast yfir hana. Hún fór að vísu ekki varhluta af mótlæti á Mfs- leiðinni fremur en annað fólk, en mun hafa mætt slíku með andleg- um styrk sínum trúartrausti. Hún var kona bjartsýn og trúði á sigur hins góða. Theódóra heitin var á margan hátt sérstæð kona sem setti „svip á bæinn“ um áratuga skeið og bar svipmót tiginnar ættar í útliti og framkomu. Hún var glað- vær og hressileg í framkomu, hreinskiUn og alls órög við að lýsa skoðunum sínum i hvers manns eyru. Ekkiveit ég þó til að hún hafi aflað sér óvináttu nokk- urs maxuxs fyrir einurð sína, held- ur hafi menn metið við hana hreinskilni hennar og einlægni. Hún var hrókur alls fagnaðar í vinahópi, hnittin og hittin í svörum, ef því var að skipta og hvarvetna hinn mesti aufúsugest- ur í mannfagnaði. Hún gat glaðzt með glöðum, enmun ekki síður hafa hryggzt með hryggum, er því var að skiptá, enda hjartahlý, mild og mannúðleg. Theódóra heitin var félagslynd kona og áhugasöm um framgang þess málstaðar, sem hún taldi réttan vera. Var hún um langt skeið starfsamur félagi í Kvenfél- aginu Von, og um áratuga skeið ein ötulasta baráttukona fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér á staðn- um. Hún var frumkvöðull að stofnun hinnar gömlu svonefndrar „Spítalanefndar“, sem starfaði til styrktar sjúkrahúsinu, og síðar meðlimur Kvenfélags Sjúkrahúss- ins. Var frú Theódóra ein orðin eftir af þeim konum sem gömlu nefndina skipuðu 1 fyrstu. Var hún í þessum félagsstörfum hin aðsópsmesta, ódeig og traust sem bjarg. Fyrir þetta, svo og aðra liðveizlu hennar við góðan málstað er heni nú þakkað af heilum huga og hún kvödd með söknuði. Hinsvegar munum við öll, þótt við söknum hennar, unna henni ljúfrar værðar, eftir langa ævi, mikið starf og erfið veikindi undir . Jþað síðasta, nú er hún er lögð til hvíldar hér inni á milli f jallanna, sem hún á unga aldri batt tryggð við og þar sem hún v ann sitt «vi- starf. ■Við vottum ástvinum hennar og aðstandendum samúð um leið og biðjum Guð að blessa minningu þessarar góðu konu. B. I. —oOo— Jarðarför frú Theódóru fór fram fimmtudaginn 18. þ.m. 9r. Ragnar Fjalar Lárusson sóknar- prestur hélt húskveðju að Norður- götu 1 á æskuheimili eiginmanns hennar og nú heimili dóttur þeirra. 1 kirkju flutti Sr. Ragnar nokk- ur kveðjuorð, en tengdasonur hennar sr. Emil Björnsson flutti aðalræðuna. Sr. Ragnar jarðsöng. Mikið fjölmenni var viðstatt, og var kirkjan fullskipuð. Athöfnin í heimahúsi og kirkju fór mjög virðulega og hitíðlega fram. Slys við höfnina Það slys vildi til í gærkvöldi um kl. 10 að Kristinn Sigurðsson bryggjuformaður hjá Reykjanesi h.f. féll í sjóinn af bryggjunni. — Kristni var fljótlega náð upp og þegar hafnar lífgunartilraunir, en án árangurs. Blaðinu er ekki kunnugt, þegar það fór í presa- una, hvort banameinið var drukkn un eða hjartaslag. t

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.