Siglfirðingur - 20.09.1958, Side 4
4
SIGLFIRÐINGTJE
íslenzkir kennarar í boði
í.Danmörku
Eins og getið var í blöðum
nýlega fóru 15 íslenzkir kennarar
til Danmerkur í byrjun ágúst.
Þeir dvöldu þar rúmar 3 vikur í
boði Norrænafélagsins og Kenn-
arasamtakanna í Danmörku.
Tveir kennaranna voru frá
Siglufirði, þeir Flosi Sigurbjörnss-
on og Guðbrandur Magnússon.
Blaðið snéri til Guðbrands.sem er
nýlega kominn heim, og bað hann
um stutta frásögn af ferðalaginu.
Fer frásögn hans hér á eftir:
Við fórum utan með m.s.
Heklu 2. ágúst sl. og komum til
Hafnar 7. ágúst að morgni. Þar
dvöldum við 3 fyrstu dagana í
góðu yfirlæti. Erik Andersen
skólastjóri við Bavnehöj-skólann
í Kaupmannahöfn, tók á móti
okkur og urðum við þess fljótt
vör, að það var maðurinn, sem
bar veg og vanda af heimboði
þessu. Hann var með okkur þrjá
fyrstu dagana og reyndist hinn
traustasti og bezti fararstjóri.
Þá daga þáðum við heimboð
ýmissa merkra stofnana, komum
m.a. í Handelsbanken og Politik-
ens blaðhus. Okkur var haldin
vegleg veizla á báðum þeim stöð-
um. Ekki vannst tími til að skoða
nema hluta af þessum stofnunum,
enda vinna þar þúsundir manna.
Stofnanir þessar reka einnig skóla
þar sem ungt fólk er þjálfað áður
en það byrjar störf. Handelsbank-
en hefur 49 útibú í Danmörku og
rekur stórglæsilegt félagsheimili
í ,,Uglemose“. Þar var íburðar-
mikil veizla og allir leystir út með
gjöfum.
Frá „Uglemose", var haldið til
Stefáns Jóh. Stefánssonar am-
bassadors og dvalið þar um hríð.
Móttökur hjá honum og hans
glæsilegu konu voru mjög elsku-
legar.
Þrjá fyrstu dagana í Höfn
sýndi Erik Andersen okkur margt
fleira, t.d. Þjóðminjasafnið og
Listasafn ríkisins og fór með
okkur til Hove á Norðvestur Sjá-
landi en þar er nýtt og glæsilegt
skólaheimili, þar sem börn dvelja
einnig að sumarlagi.
Þann 10. ágúst var svo haldið
til Sonderborg á Als. Þar dvöld-
um við til 23. ágúst á Xþróttahá-
skólanum.
Skólastjórinn heitir A. Sogárd
Jorgensen. Kynni okkar af þeim
skóla, og ekki síður skólastjór-
anum, munu seint gleymast. So-
gárd er mjög elskulegur maður,
ágætur ræðumaður og svo músík-
alskur að af ber.
Við vorum þarna á námskeiði,
sem kallaðist „14 daga áháskóla".
Þar var hlustað á fyrirlestra, iðk-
aðar íþróttir, sund og sjóböð. Um
180 manns voru á þessu nám-
skeiði og sumir langt að komnir,
t.d. tveir frá Hollandi, einn frá
Ameríku, einn frá Líbanon, en
flestir voru danskir. Fjórar lang-
ar fræðsluferðir voru farnar þessa
daga, m.a. til Slésvig í Þýzka-
landi og til Romo við Vesturhafið.
Margt var skoðað á þessum ferð-
um. Kennarar skólans voru með
og fluttu margar frásagnir um
hina merku staði.
Iþróttaháskólinn í Sonderborg
er nýr, og mjög glæsileg bygging.
Land skólans er um 10 dagsláttur.
Þar eru víðir velhr og skógi þakt-
tar hæðir og mikil náttúrufegurð.
Við skólann kennir einn Islend-
ingur. Hann heitir Jón Þorsteins-
son frá Dalvík. Jón er mjög glað-
vær og skemmtilegur og hefur
unnið sér traust og vináttu allra,
sem hann þekkja. Hann kennir
#íþróttir, en er auk þess einn af
fyrirlesurum skólans og kynnir
Islendingasögurnar.
Á skólanum í Sonderborg kynnt
umst við dönsku sálarlifi og
dönskum lýðskólaanda, og vitum
nú betur en áður, að Islendingar
eiga góðan vin þar sem hinn
danski lýðháskóli er.
Eftir að við komum aftur til
Kaupmannahafnar dvöldum við
hjá star-fsbræðrum okkar. -Við höf-
um öll góðar endurminningar um
þá dvöl enda var ekkert til sparað
að gera hana sem ánægjulegasta.
Þá daga sáum við einnig margar
merkar stofnanir og nýja skóla.
Má t.d. nefna skólann í Gladsaxe,
þar sem um 5000 nemendur stunda
nám daglega. Þarna er barna-
skóla, gagnfræðaskóli, allskonar
iðnkennsla, gagnfræðaskóli, alls-
konar iðnkennsla og menntaskóli,
allt undir sama þaki. Skólinn er
mjög víðáttumikill og í mörgum
byggingum, enda mestallur á einni
hæð. Kennt er frá kl. 8 að morgni
til kl. 10 að kvöldi. 40 konur
ræsta skólinn frá kl. 5—8 að
morgninum. Skólastjórinn heitir
Thorkild Hansen.
Einnig voru okkur sýnt barna-
heimili og gamelmennahæli.
Boðinu lauk með veizlu, sem
menntamálaráðuneytið danska
hélt íslenzku kennurunum og
mörgum öðrum gestum á gömlum
sögufrægum veitingastað, sem
kallast ,,Josty“ og er á Friðriks-
bergi.
Flestir komu svo heim með
Gullfossi 4. september.
Byggingarframkv. við frystihúsið Isafold
Einhuga áskorun bæjarstjórnar á Innfiutnmgsnefnd
,,Siglfirðingur“ skýrði frá því
í janúarmánuði sl. í viðtali við
Þráinn Sigurðsson, hverjar bygg-
ingaframkvæmdir væru fyrirhug-
aðar á hans vegum við frystihúsið
Isafold. Nú í sumar hefur Þráinn
unnið að þessum þörfu framkvæmd
um, sem eru liður í atv.legri upp-
byggingu Siglufjarðar og barátt-
unni við árstíðabundið atvinnu-
leysi hér. Því miður hafa fjárfest-
ingaryfirvöldin ekki sýnt þessu
máli nægan skilning, vægast sagt,
og gerði bæjarstjórn Siglufjaróar
einróma samþ. 5. sept. sl., er flutt
var af öllum bæjarfulltrúunum 9
og send hefur verið f járfestingar-
yfirvöldum.
Héraðsmótið á Siglufirði.
Valdir ræðumenn - Orvals listafólk
Héraðsmót Sjálfstæðisfélaganna verður háð
í kvöld kl. 8,30 að Hótel Höfn.
Sjálfstæðisfélögin hafa undanfarin haust efnt til liéraðs-
móta hér í Siglufirði, sem hafa gefið góða raun og verið ánægju-
leg tilbreytni í félagslífi bæjarbúa. Hafa þar í senn komið fram
ýmsir úrvals skemmtikraftar úr liópi listamanna höfuðborgar-
innar og framámenn flokksins, er túlkað hafa stefnu hans og
sjónarunið. Þannig hefur farið saman stjórnmálalegur fróðleikur
og kynning á listamönnum olikar.
Að þessu sinni tala á mótinu JÓN PÁLMASON, alþingis-
maður og fyrrv. forseti sameinaðs þings, og GEIR HALL-
GRÍMSSON, hæstaréttarlögmaður, form. Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna. Menn þessa þarf ekki að kynna lesendum Sigl-
firðings, en flesta bæjarbúa mun fýsa að heyra til þeirra, því
þeir eru með betzu málsvörum Sjálfstæðisflokksins.
SKEMMTIATRIÐI MÓTSINS ANNAST ÞESSIR AÐILAR:
★ Brynjólfur Jóhannesson, leikari
★ Sigurður Ólafsson, söngvari
v.„ ★ Nína Sveinsdóttir, leikkona
. cS* •'
★ Skúli Halldórsson, píanóleikari
Flytja þau fjölbreytta skemmtidagskrá, sem liér verður
ekki rakin, því sjón verður sögu ríkari, en vel. mun til hennar
vandað, og fáir munu verjast brosi við flutning liennar.
Sigurður Ólafsson mun og syngja með danshljómsveitinni
að loknum dagskrárliðum. 1 i
„Bæjarstjórn Siglufjarðar
samþ. að óska eindregið eftir
við Innflutningsskrifstofuna að
Þráinn Sigurðsson, útgerðar-
maður, fái nú þegar nauðsynleg
fjárfestingarleyfi til að ljúka
við stækkun á frystihúsinu
ísafold, Siglufirði, sem byrjað
var á á sl. vori. 1 frystihúsinu
hafa unnið milli 20 og 30 manns
mest allt árið, og myndi það
fólk missa atvinnu sína, ef
frystihúsið kæmist ekki upp
eins og fyrirhugað er. Stöðvun
frystihússins myndi verða til
stórtjóns fyrir bæjarfélagið, og
jafnframt þjóðarbúið, og gagn-
stættþeirri stefnu núverandi
ríkisstjórnar, að auka beri at-
vinnu, sérstaklega í hinum
dreifðu byggðum landsins.. En
vegna hins árstíðabundna at-
vinnuleysis, sem stöðugt vofir
yfir, er Siglufirði lífsnauðsyn
að öll atvinnutæki séu nýtt til
hins ítrasta, og þá sérstaklega
þau, sem vinna að framleiðslu
sjávarafurða.
Bæjarstjórn Siglufjarðar vill
því leggja sérstaka áherzlu á
þá áskorun sína, að Þráinn
Sigurðsson fái nauðsynleg fjár-
féstingaleyfi nú þegar“.
Þegar blaðið var að fara í pre$s-
una, barst sú fregn, að fjárfest-
ingarheimild væri fengin.
Kaupstaðaráðstefnan
Fulltrúafundur kaupstaðanna á
Vestur-, Norður- og Austurlandi
hófst á Sauðárkróki sl. föstudag.
Formaður framkvæmdanefndar
samtakanna Baldur Eiríksson,
Siglufirði setti ráðstefnuna og
tilnefndi Guðjón Sigurðsson bæj-
arfulltrúa Sauðárkróki sem fund-
arstjóra og Sigurjón Sæmundsson
bæjarstjóra Siglufirði til vara.
Ráðstefnan ræddi sameiginleg
hagsmunamál kaupstaðanna og
gerði ýmsar samþykktir þar um.
Nánar. verður sagt frá ráðstefn-s
unni í næsta blaði. \',