Siglfirðingur - 25.03.1960, Qupperneq 3
SIGLFIEÐIN GUE
3
Fyrirframgreiðsla útsvara 1960
Bæjarstjóm Sigluf jarðar hefur ákveðið að nota heimild útsvars-
lfiganna nm innheimtu fyrirframgreiðslu útsvara 1960.
Samkvæmt því ber gjaldendum að hafa lokið greiðslu á upphæð
sem nemur helmingi útsvars 1959, fyrir 1. júní nk. með jöfnum mán-
aðargreiðslum.,— I þessu sambandi em gjaldendur minntir á, að þeir
sem lokið hafa útsvarsgreiðslum fyrir 1. september nk., fá 10% eftir-
gjöf af væntanlegu útsvari sínu.
Siglufirði 17. marz 1960.
BÆJARSTJÓKINN
TILKYNNING Nr. 5/19C0
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á
brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffibrennslum:
I heildisölu pr. kg ............. kr. 38,60
1 smásölu pr. kg.................. — 44,40
Reykjavík 5. marz 1960.
VERÐLAGSSTJÓRINN
TILKYNNING Nr. 4/13E0
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið hámarksverð á eftirtöldum
unnum kjötvörum, svo sem hér segir:
Heildsöluverð Smásöluverð
Vínarpylsur pr. kg..... kr. 23,50 kr. 28,00
Kindabjúgu — — — 21,50 — 26,00
Kjötfars — — ...... — 14,75 — 17,60
Kindakæfa — — — 29,30 — 38,00
Reykjavík 3. marz 1960.
VERÐLAGSSTJÓRINN
Tilkynning
Frá og með 15. marz, höfum við undirritaðir ákveðið, að greitt
skuli fyrirfram hekning áætlaðs verðs, af öllum verkum, er við tökum
að okkur, að undanskyldum nýbyggingum húsa.
Verði verkið ekki að fullu greitt við afhendingu, reiknast vextir
af skuldinni 1% pr. mánuð.
Af öllum eldri skuldum, sem ekki hafa verið greiddar upp eða
samið um fyrir 1. apríl n.k. reiknast bankavextir.
Siglufirði, 1. marz 1960.
Trésmíðaverkstæðið Aðalgata 1:
BJARKI ÁRNASON
Trésmíðaverkstæðið Túngötu 40:
GlSLI ÞORSTEINSSON
Byggingarverkstæðið s.f., Grundargötu 1:
MAGNtJS BLÖNDAL — SKÍJLI JÓNASSON
Trésmíðavinnustofa Kristjáns Sigtryggs:
KRISTJÁN SIGTRYGGSSON
Trésmíðavinnustofan Laugarvegi 13:
ÞÓRARLNN VILBERGSSON
I.
Þróun efnaihags- og atvinnumáia hefur orðið með öðrum og nei-
kvæðari hætti á Islandi en hinum Norðurlöndunum. Bræðraþjóðir oikk-
ar búa við traustan gjaldmiðil, næga atvinnu, fullkomna tryggingar-
löggjöf — og öryggi þegnanna.
Þessi mál eru samofin þjóðmálabaráttunni, megin viðfangsefni
stjórnmálanna. — Það er því ofur eðlilegt, að ólík þróun þessara mála
hjá okkur og öðrum Norðurlandaþjóðum sé sett í samband við ólík
styrkleikahlutföll á stjórnmálasviðinu í þessum löndum.
Tímaritið „NORDlSiK KONTAKT", sem einmitt fjallar um hag-
fræðileg efni og póhtísk, birti nýverið samanburð á styrkleika komrn-
únistaflokkanna á Norðiu'löndum. Samanburður þessi er ail athyghs-
verður, sé hann settur í samband við þróun atvinnu- og efnahagsmála
í þessum löndum. Samkvæmt yfirhti blaðsins eru hlutföHin þessi:
SVÍÞJÓiÐ: Þar eiga kommúnistar 5 þingmenn af 231
DANMÖRK: Þar eru 179 þingmenn, þar af 5 kommúnistar
NOREGUR: Þar er aðeins einn kommúnisti af 150 þingm.
ÍSLAND: Hér eru 10 þingmenn af 60 kommúnistar.
Er ekki tímabær þjóðleg vakning í íslenzkum stjómmálum, sam-
stillt átak allra góðra íslendinga gegn þeim anga alþjóðakommún-
ismans, sem hér hefur, illu heilh, fest rætur ? Hin óeðlilegu áhrif
kommúnista hér á landi verka til niðurrifs inn á við, skapa tortryggni
út á við — og vaxandi þekking og skilningur á þjóðarbúskap okkar
sjálfra verða að vinna bug á þeim skaðvaldi, sem þessi áhrif eru.
Æskan á mest í húfi — og hennar þarf forystan að vera í þessu efni.
H.
Þessi samanburður á styrkleika kommúnista á Norðurlöndum á sér
aðra hlið. — Til viðbótar snæð flokksims þar bætist algjör einangrun
hans; enginn ljáir honum hð til samstarfs eða áhrifa; óþjóðlegt eðh
hans og annarleg sjónarmið eru hættumerki í augum réttsýnna
mannna.
Hér er þroski og ábyrgð stjómmálamanna og annarra, á öðm og
lægra stigi. Samstarf við kommúnista og bein þjónkun bætist við ó-
eðlileg áhrif þeirra.
Framsóknarflokkurinn, næst stærsti flokkur þjóðarinnar, leiðir
kommúnista í ráðherradóm á íslandi, kýs þá til valda í verkalýðs-
félögum, haslar sér völl í þjóðmálabaráttunni við lilið þeirra. —5 Er
þeim sverð og skjöldur í baráttu gegn viðreisn og velmegun í borgara-
legu þjóðfélagi.
Hlutverk kommúnista, hins kreddufaista sértrúarflokks aldargamals
marxisma, er lítt glæsilegt — en hlutverk F'ramsóknarflokksms er
viðurstyggð. — Enginn helbrigt hugsandi æskumaður getur lengur
fylgt þeim flokki, sem taglhnýtt hefur sig aftan í steinrunna kommún-
ista.
ÞAKKARÁVARP
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og
jarðarför eiginmanns mins
VIGFÚSAR GUNNLAUGSSONAR
Fyrir hönd aðstandenda.
Sigfússína Stefánsdóttir
Tilkynning frá olíufélögunum
Vegna ráðstafana þeirra, sem gjörðar hafa verið í efnahagsmálum,
hafa olíufélögin gefíð fyrirmæli til umboðanna, að í mesta lagi verði
veitt mánaðarviðskipti, isem verða að vera að fullu greidd fyrir 15.
næsta mánaðar. Eftir þann tíma reiknist vextir, 1% á mánuði.
Jafnframt er ákveðið, að olía verði eigi afgreidd áfram til þeirra
viðskiptamanna, sem ekki hafa gjört upp viðskipti sín.
Siglufirði, 21. marz 1960.
Olíufélagið Skeljungur h. f. — Olíuverzlun íslands h. f.
Olíufélagið h. f.
umboðin Siglufirði