Siglfirðingur - 18.04.1961, Blaðsíða 3
3
ÖTSVÖR 1961
Ákveðið hefur verið að innheiimta fyrirframgreiðslu útsvara 1961
eftir sömu reglum og undanfarin ár.
Hinn 1. apríl voru því gjaldfallin ca 25% miðað við útsvarsupphæð
sl. ár. — GREIÐIÐ ÚTSVÖRIN MEÐ MÁNAÐARLEGUM AFBORG-
UNUM !
Siglufirði, 4. apríl 1961.
BÆJARGJALDKERINN
FASTfl STARFSSTÚLKU
vautar á sjúkraliúsið nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi. Gott
kaup. — Upplýsingar lijá yfirhjúkrunarkonuimi.
BÆJARGJALDKERINN
TÍLKYNNÍNG NR.V/Íi'”"
Verðlagsnefnd hefur í dag ákveðið eftirfarandi hámarksverð á
kaffibæti:
I heildsölu pr. kg....................... kr. 21,60
I smásölu pr. kg. með söluskatti ........ — 26,00
I smásölu pr. kg. með söluskatti .. — 26,00
Reykjavík, 17. marz 1961
V E R Ð L A'G SSTJÓRINN
ÞAKKARÁVARP
Hjartans þakkir til allra þeirra, er heimsóttu mig, sendu mér
gjafir og heillaóskir á 80 ára afmæli mínu, 20. febrúar sl., og
gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Guð gefi ykkur gleðilegt sumar.
Guðlaug Gísladóttir
Suðurgötu 26.
)
LÍNUR AF VATNSNESI
(framhald af 4. síðu )
Vegagerð miðaði vel áfram. Sér
staklega fór meira fé til vega-
gerðar á Vatnsnesi en áður, og
verður framhald á því þetta ár.
Er mikilsvert að vegurinn norður
fyrir Vatnsnesfjall að vestan,
verði sem fyrst greiðfær og sæmi-
lega öruggur yfirferðar allt árið.
Léttir það og auðveldar alla um-
ferð og flutninga umhverfis fjall-
ið, t.d. mjólkurflutninga.
Byggð var brú á Tunguá í Þor-
grímsstaðadal og smábrú á
Kambsá Þorkellshólshr. í ár er
ætlað fé til brúargerðar á Víði-
dalsá hjá Bakka. Er það allmikil
brú.
Mjólk er nú flutt úr öllum
sveitum, þótt enn séu bæir illa
settir. Hafa þessir flutningar
gengið mjög að óskum í vetur og
oftast eins og á sumardegi. Mjólk-
urbú tók til starfa á Hvamms-
tanga sl. vor. Hyggja margir
bændur gott til mjólkursölu, enda
nauðsynlegt að skapa möguleika
til aukinnar fjörbreytni í fram-
leiðslu.
Nýtt sjúkrahús tók til starfa á
Hvammstanga sl. vor. Er það hið
vistlegasta á alla lund. Auk ríkis-
framlags lagði sýslan fram fé til
þess og svo runnu fleiri staðir
þar undir. Munar þar mestu fram
lag Kvennabandsins, sem hefir,
undir ötulli stjórn frú Jósefmu
Helgadóttur, árlega safnað fé til
byggingarinnar, síðasta sunudag í
júlí. Nemur framlag þess til
byggingarinnar um 250 þús. kr.,
en auk þess hefir það gefið rúm-
fatnað. — Bygging þessi er bæði
sjúkrahús og dvalarheimili aldr-
aðs fólks.
Þá hefir verið stofnað fegrun-
arfélag á Hvammstanga, en að
því hafa aðahega staðið þrjár
konur: hjúkrunark. frk. Magnea
Guðriadóttir, læknisfrú Hulda
Tryggvadóttir og frú Ingibjörg
Pálsdóttir, lagt fram mikla vinnu
og fyrirhöfn að bæta og prýða
urnhverfis sjúkrahúsið. Það eitt
skyggir á nú í þessu sambandi, að
héraðslæknirinn, Hörður Þorleifs-
son, hvarf að fullu burt úr hérað-
inu í sl. mánuði. Fór hann til
Englands með f jölskyldu sína, en
þar nemur hann augnlækningar
næstu ár. Er af honum mikil
eftirsjá vegna mannkosta hans,
enda góður læknir og lánsamur í
starfi. Ávann hann sér á fáum
árum traust, vináttu og virðingu
héraðsbúa. Fylgja þeim hjónum
áreiðanlega beztu óskir og ein-
lægar þakkir allra hér.
Annar embættismaður hefir
einnig látið af sínu starfi, sýslu-
maðurinn, Guðbrandur Isberg, en
syni hans, Jóni Isberg, hefir verið
veitt sýslan og tók hann að fullu
við því starfi um áramótin. Vissu-
lega megum við Húnvetningar
þakka fyrrv. yfirvaldi okkar ára-
tuga ágæt störf, enda er Guðbr.
isberg hinn mesti öðlingur og
fyllsta trausts og virðingar verð-
ur. Nýja sýslumanninn bjóðum
við velkominn í stanfið og óskum
honum góðs gengis.
Stofnað hefir verið almennt vá-
tryggingarfélag, sem nær yfir
Húnavatnssýslu alla. Nefnist það
Byggðatrygging h. f. Er félag
þetta með nokkuð nýju formi,
sem lítið mun hafa verið reynt
hér á landi. Auk þeirra hluta-
bréfa, sem stofnendur kaupa,
gefst öllum, sem tryggja hjáfé-
laginu kostur að kaupa hlutabréf
eftir nánari ákvæðum og fylgja
þeim bréfum sömu réttindi og
stofnbréfum. Hér er um almenn-
ingshlutafélag að ræða, félag
tryggjendanna sjálfra. Má góðs
vænta af starfsemi þessa félags
og líklegt að Húnvetningar meti
þá merku nýjung sem hér er á
ferð, að verðleikum. Kann svo að
fara, reynist hér um hagkvæmt
form að ræða, sem vonir standa
til, að fleiri félög rísi, stærri eða
smærri í sniðum og víðar, á sams
konar grunni og þetta er byggt á.
Frekar er dauft yfir félagslífi
hér. Ungmennafél. Hvöt í Kirkju-
hvammshreppi átti 30 ára afmæli
í fyrra mánuði. Var þess minnst
með ágætri samkomu núverandi
og fyrrverandi félagsmanna. Fé-
lag þetta var upphaflega mál-
fundafélag, en var síðar breytt í
ungmennafélag. Er hugur í fé-
lagsmönnum að láta til sín taka
í framtíðinni á ýmsum sviðum.
Þann 7. ágúst í sumar sem leið,
var stofnað félag Sjálfstæðis-
manna í V.-Hún. Vaim Birgir
Gunnarsson mjög að undirbúningi
félagsstofnunarinnar. Um 100
manns tóku þátt í stofnun félags-
ins. Formaður þess er Benedikt
Guðmundsson. á Staðarbakka.
Aðrir í stjórn eru: Jóhannes'Guð-
mundsson, Auðunnarstöðum, Ósk-
ar E. Levý, Ósum; Sigurður
Tryggvason, Hvammstanga og
Þórarinn Þorvaldsson, Þórodds-
stöðum.
Hyggja Sjálfstæðismenn hér
gott til þessa félags síns og er
ekki að efa að það verður lyfti-
stöng okkar mála. Munu nú sjálf-
stæðisfélög starfandi um allt
þetta nýja kjördæmi okkar og
liggur fyrir að treysta samstarfið
sem bezt, til hagsbóta þessu
svæði í heild og landinu öllu.
Guðjón Jósefsson.
Augtýsið í Siglfirðingí
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
(fraliald af 1. síðu).
22,30—23,55, nema sunnudags-
ferðir frá Hamborg, Kaupmanna-
höfn og Osló, sem koma til
Reykjavíkur kl. 16,40.
Flugfélag Islands hefir nú á
leigu Cloudmasterflugvél af full-
komnustu gerð til millilandaflugs,
og mun svo verða um nokkurn
tíma, þar sem önnur Viscount-
fiugvéhn er bundin við störf í
Grænlandi en hin er í skoðun ytra.
Á sumri komanda munu Viscount
flugvélarnar hins vegar annast
milhlandaflugið að mestum hluta,
en að nokkru mun verða notuð
DC-6B (Cloudmasterflugvél), sem
Flugfélag íslands hyggst kaupa.
Sú flugvél, er hinn glæsilegasti
farkostur og búin fuUkomnustu
tækjum, m.a. ratsjá.
Um þessar mundir eru nokkrir
flugmenn Flugfélags Islands að
Ijúka bóklegu námi í meðferð
DC-6B-flugvéla og eftir heimkom-
una munu þeir hefja flug sem að-
stoðarfulgmenn á þeirri flugvéla-
tegund, unz þeir, eftir tilskilinn
tíma, öðlast flugstjórnarréttindi.
Þangað til, munu flugstjórar SAS
stjórna flugvélinni.
Nú, eins og nokkur undanfarin
ár, hefir Flugfélag íslands vandað
mjög til útgáfu sumaráætlun sinn
ar, og er hún jafnframt hin ágæt-
asta kynning. I sumaráætluninni,
sem prentuð er á mjög góðan
pappír, eru margar litmyndir frá
fögrum stöðum hér á landi auk
teikninga og annarra mynda.
Á tímabilinu frá 1. apríl—31.
maí og frá 1. október—31. marz
1962 munu verða í gildi sérlega
lág fargjöld frá Reykjavík til
nokkurra staða í S.-Evrópu. Hér
er um að ræða 25% afslátt frá
gildandi ferðamannafargjöldum á
þessum leiðum, en skilyrði er, að
farþegar ljúki ferðinni á einum
mánuði. Samkvæmt hinum lágu
fargjöldum kostar flugfar frá
Reykjavík til Barcelona og heim
aftur kr. 7.820,00. Frá Reykja-
vík til Nizza og heim aftur kr.
7.468,00. Frá Reykjavík til Palma
(Mallorca) og heim aftur kr.
8.188,00 og frá Reykjavík til
Rómaborgar fram og aftur kr.
8.354,00.
Árnað heilla
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband á Akureyri siglfirzku
hjónaefnin, frk. Olga Óladóttir,
skrifstofumær og Gunnar Guð-
brandsson, rafvirkjam.
Siglfirðingur óskar brúðhjón-
unum gæfu og gengis.
Q Munið heillaskeyti Kvenfélags
Sjúltrahúss Siglufjarðar. Þau fást
ávallt I Bókaverzlun Ilannesar
Jónassonar.