Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.04.1961, Síða 4

Siglfirðingur - 18.04.1961, Síða 4
Aðalfundur Felags ísL bifreiðaeigenda Aðalfundur F.I.B. var haldinn miðvikudaginn 15. marz sl. Var fundurinn fjölsóttur og ríkti mik- ill áhugi um verkefni og framtíð félagsins. Stjórnin gaf skýrslu um störfin frá síðasta aðalfundi í júlí 1960, en þá var algjörlega skipt um stjórn í félaginu. Fjölda mörg mál varðandi bifreiðaeigendur og vegfarendur almennt höfðu verið tekin til athugunar, en megin á- herzla lögð á vegamál, bifreiða- þjónustu, umferða- og öryggis- mál, tryggingamál og breytingu á skipulagi félagsins. Hafa sér- stakar nefndir fjallað um þessi mál. Fer hér á eftir stuttur úr- dráttur úr skýrslu stjómar F.B.I. VEGAMÁL Athuganir og útreikningar, sem félagið lét gera hafa leitt í ljós, að hinir sérstöku skattar, sem bifreiðaeigendur greiða árlega til ríkissjóðs, af bilum og rekstrar- vörum þeirra nema um 250—300 milljónir króna. Árið 1960 var fjárveiting til brúa og vega að- eins 110 miUjónir. Rikissjóður leggur því ekki fram til vegamála nema % af þeim tekjum, sem hann hefur af landfarartækjum og rekstrarvörum þeirra. Hið lé- lega ástand vega á fjölförnum leiðum er einn fmmstæðasti þátt- ur okkar þjóðfélags, sem kostar þjóðina stórfé í ótímabær og ó- þörf skilti og eyðHeggingu öku- tækja, jafnframt því, sem hindr- ar á margan hátt eðlilega hag- nýtingu ýmissa tæknilegra og vísindalegra framfara. En á slík- um framförum byggjast aUar kjarabætur þegnanna. Þjóðar- nauðsyn býður að breytt sé um stefnu í vegamálum og það er hlutverk F.B.I., að stuðla að því að sú breyting verði gerð sem fyrst. BIFREIÐAÞJÓNUSTA Viðgerða- og varahlutaþjónusta er veigamikið hagsmunamál bif- reiðaeigenda, sem F.I.B. hefur tekið til athugunar á sl. ári, og má í því sambandi nefna álits- gerð, sem stjórn félagsins ritaði aUsherjamefnd Alþingis, varð- andi fmmvarp um löggildingu bifreiðaverkstæða. Þar segir m.a.: „Viðgerðaþjónusta er mikið og vaxandi vandamál fyrir flesta bif- reiðaeigendur landsins. F.I.B. hef- ur því áhuga fyrir öUlum þeim aðferðum, sem líklegar em tU að bæta núverandi ástand. Við áUt- um skýrslu Meyer’s mjög glöggt yfirlit um þetta mál, þó að sjálf- sögðu megi ekki áhta upplýsingar hennar óskeikular, né leiðbeining- ar þær er henni fylgja, einhlítar til úrbóta. Helztu vandkvæði bíla- viðgerða teljiun við þessi: léleg tækni, vankunnátta, skipulags- leysi, lélegt húsnæði. En þessi vandkvæði eiga sér þrjár gmnd- vaUarástæður: ÓeðlUega ströng verðlagningarákvæði; skipulags- leysi í innflutningi varahluta og skortur á tæknUegri iðnfræðslu“. í niðurlagi tbréfsins segir: „ Lög þessi era sennilega ó- þörf, þar eð breytingar á verð- lagsákvæðum myndi ekki aðeins ná sama heldur betra árangri. Þau em ótímabær vegna þess að Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur ekki þá aðstöðu, sem nauðsynlegt er til þess að tryggja að nægilega ströngum löggildingarákvæðum verði framfylgt. Má í því sam- bandi benda á, að slælega mun framfylgt ýmsum þeim reglum um iðnað og iðnaðarhúsnæði, sem náð geta til bifreiðaverkstæða. Lögin myndu skapa vissum verk- stæðum einskonar einokunarað- stöðu, hindra að hægt væri að af- nema verðlagsákvæði, sem eru undirrót meinsemdarinnar. Svo virðist, sem lög þessi myndu verða til verulegra hagsbóta fyrir 10—20 bifreiðaverkstæði, þau myndu ekki leysa að verulegu leyti né á varanlegan hátt vand- ræði 12—14 þús. bifreiðaeigenda, og því sennilega óþörf, áreiðan- lega ótímabær og gildi þeirra tak- markað. Því álítum við tæplega verjandi fyrir hið háa Alþingi að samiþykkja lögin eins og sakir standa. Við mælum því gegn því að frumvarpið verði samþykkt". tJTGÁFA ÖKUÞÓRS Ætlunin var að hann kæmi út um áramótin, en því miður hefur hefur það dregist nokkuð. En nú er trmaritið komið í prentun og verður væntanlega sent félögum um næstu mánaðamót. RitStjóri ÖKUÞÓRS er Guðmundur Karls- son. Þá hefur nefndin leitað eftir íræðslukvikmyndum um um- ferðamál, bæði hjá Upplýsinga- skrifstofu Bandaríkjanna og Fél. danskra bifreiðaeigenda. UMFERBAFRÆÐSLA Upplýsingaþjónustan hefir boð- ið tvær gagnlegar kvikmyndir að láni og var ætlunin að sýna þær sem aukamyndir í kvikmyndahús- unum, en tU þess að þær komi að fuUum notum þarf að semja við þær íslenzka skýringartexta, og hefur ekki unnizt tími til þess. Danska bifreiðaeigendafél. ihefur látið gera forkunnargóða kvik- mynd um akstur í háiku, og getur F.I.B. fengið keypt eintak af þeirri mynd. Tjón af völdum hálku eru hér æði mikU. Oft veld- ur vangá og vankunnátta í akstri. Kvikmynd sem þessi, gæti bætt úr því og stuðlað að minnkuðum tjónum og þar með lækkuðum ið- gjöldum beifreiðatrygginga. TRYGGINGAMÁL Þar er lögð megináherzla á eftirfarandi atriði: Sameiginlegar bifreiðatrygging- ar F.I.B., þannig að iðgjöld reikn- Tæpast verður sagt að um auð- ugan garð sé að gresja, ef skrifa á fréttir héðan af Vátnsnesi. Rangt væri þó að segja að hér skeði aldrei neitt. Hvar sem eitt- hvert Mf er, gerist eitthvað, þótt jafnan sé ekki um stórtíðindi að ræða í fámennum byggðarlögum, enda verður reynt að skyggnast nokuð um sýsluna aUa í línum þessum. Of seint er að fara nú að skrifa um liðið ár og þó hafa blöðin, allt fram að þessu, verið að flytja fregnir af því úr hinum ýmsu byggðarlöguim. Héðan er líka svip aða sögu að segja og víðast ann- ars staðar að, um góðæri og guðs- blessun. Hvað veðunfar áhrærir, hefir Vatnsnesið þó nokkra sér- stöðu meðal sveita þessa héraðs. Oft er hér óþurrkasamt á sumrin. ist eftir þeirra eigin tjónum. Unn- ið hefur verið að þessu í sam- vinnu við öll almenn bifreiða- tryggingafélög. Iðgjöld af bif- reiðatryggingum 1 heild geta ekki lækkað, nema tjónin minnki. Að þessum verkefnum viU F.I.B. vinna með því að lába gera ná- kvæma athugun á tíðni, eðh og orsökum slysa, og auka umferða- fræðslu, sem að verulegu leyti byggist á upplýsingum um þessi atriði. Vinna að breyttu fyrir- komulagi á bifreiðatryggingum, á þann hátt að draga úr oftrygg- ingu og stuðla að því að ábyrgðin lendi meira á iþeim, sem tjónunum valda heldur en nú er. Vinna að því að reglum um veitingu og sviptingu ökuleyfa verði breytt, og tekinn verði upp sá háttur, sem víða tíðkast erlendis, að öku- menn, sem títt brjóta ökureglur sökum kæruleysis eða vankunn- áttu í akstri, séu sviptir ökuleyfi. Slík ökuleyfissvipting er ekki refsing, heldur nauðsynleg ör- yggisráðstöfun og er ekki tíma- (Framliald á 2. síðu) Gætti þess nokkuð sl. sumar þótt í minni mæU væri en títt er. Nokk uð hröktust þó hey sums staðar, en yfirleitt má segja að heyfeng- ur hafi verið góður. Haustveðr- áttan var með ágætum sem og veturinn allt til hátíða. Frá ára- mótum hefir tíð einnig verið hin bezta, en nokkrir rosar og um- hleypingar nú á Góunni. Ýmsar framkvæmdir hafa verið miklar hér í V.-Húnavatnssýslu árið sem leið. Ræktaðir vora um 220 ha og hefir aldrei áður verið svo mikið ræktað. Ræktunarsam- bandið á og starfrækir fjórar jarðýtur, er ein þeirra ný, keypt sl. sumar. Hefir rekstur vélanna jafnan gengið vel og vinnan seld ódýrari en víða annars staðar. Má það óefað mikið þakka hagsýni og og góðri stjórn héraðsráðunauts- ins, Aðalbjörns Benediktssonar, frá AðalbóU. — Jarðtætari var lika í notkun en reyndist hætt við bilunum. —Grafnir voru rúml. 60 km langir skurðir, eða rnn 240 þús. m3. Þá á Ræktunarsamband- ið stálmót til bygginga votheys- geymsla. Voru byggðir 11 turnar, en tveir menn fóm um með mótin og önnuðust byggingu tumanna með nauðsynlegri hjálp heimilis- manna á hverjum stað. I sveitunum em þrjú allstór íbúðarhús í smíðum. Ennfremur byggð fjós, ýmist fuUgerð eða komin nokkuð áleiðis, þar á meðal eitt yfir 40 gripa, á Gauksmýri i Kirkjuhvammshr. Þá hafa einnig verið byggð fjárhús og ýmsar aðrar byggingar risið. (Framhald á 3. síðu) i-----------------------------------—----------------- Félag Sjálfstæðismanna, Siglufirði heldur aðalfund sinn mánudaginn 24. apríl n.k., í húísi flokks- ins og hefst fundurinn kl. 8,30 Isíldegis. D AGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Einar Ingimundarson, alþ.m., flytur þingmálayfirlit 3. Már Elísson, hagfr., talar um efnahagsmál (af segulb.) STJÓRNIN. Línur af Vatnsnesi

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.