Siglfirðingur


Siglfirðingur - 05.11.1962, Page 2

Siglfirðingur - 05.11.1962, Page 2
SIGLFIRÐINGUR Mánudagmr 5. nóvembesr 1962 2 SIGLFIRÐINQUR Málgagn siglfirzkra Sjálfstæðismanna Björn Kaðalsson úr Mörk, í vegavinnu / öndvegisriti Islendingasagna, Njáls sögu, er getið lítillega Björns Kaðalssonar Bjálfasonar úr Mörk á Þórs- mörk. örfáar línur á gamalli bók, eu mynd hans lifir enn í hugurn Islendinga og liefur vakið bros á vör kyn- slóðanna í þúsund ár. 1 Njáls sögu er með fáum dráttum dregin upp mynd gortarans, sem er að baki annarra í orrustum, en í fylk- ingarbrjósti í frásögn af afrekum. Björn úr Mörk fylgir Kára Sölmundarsyni gegn Brennumönnum, skýlir sér að baki hans í bardaganum, en skýtur öllum aftur fyrir sig í orðum og frásögn tíl karlmennsku sinni. Er honum mjög í mun, af sérstökum ástseðum, að kona Iians fái af honum frægðarsögur, og við sjáum hann enn í anda, er hann segir: „Hvártki frý ek mér áræðis né nökkurrar karlmennsku". Oft er það í átökum dægurþrassins, að sjá má í bak- sýn leiktjöld liðinnar sögu, enda mannsins tilhneigingar, kostir og veiklciki samt og áður, ef vel er að gáð. 1 allmarga mánuði hefur ríkisstjórnin haft um það forystu, í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga, að semja framkvæmdaáætlun, sem ætlað er það hlut- verk að beina fjámagnsmyndun þjóðarinnar, sem og er- lendu lánsfé, á þær brautir, sem arðvænlegastar þykja og líklegastar til að auka verðmæti þjóðarframleiðslunn- ar og lyfta þann veg velmegun heildarinnar; og til þeirra annarra framkvæmda, sem brýnust þörf er fyrir. Að baki stjórnarinnar stendur svo stjórnarandstaðan, (sú er ílúði af hólmi, er vinstri stjórnin gafst upp við að stýra þjóðarskútunni), mikil í orðum um eigið ágæti, þrátt fyrir lærdóm reynslunnar. Á flesta vitorði var, að vegamát þjóðarinnar væru viðamikill hlekkur í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnar- innar, og það spurðist meðal þingmanna, að Siglufjarðar- vegur ytri, Strákavegur, væri þar ofarlega á blaði, lægi jafnvel fyrir rökstuddur grunur þess efnis, að þingmenn stjórnarliða úr Norðurlandskjördæmi vestra hefðu þegar tryggt framgang þessa mesta hagsmunamáls Siglufjarðar og sveitanna í Austur-Skagafirði. Framsóknarmenn, sem jafnan hafa sýrit þessu máli meiri áhuga í orði en á borði, og var mikið í mun, ekki síður en Birni úr Mörk forðum, að af þeim færu frægðar- sögur heim í héruð til háttvirtra kjósenda, hlupu nú til með frumvarpsflutning um Strákaveg, og það fjárfram- lag, sem þeir töldu sig vita ,eða höfðu grun um, að þegar væri fyrirhugað til þessa verks í lierbúðum stjórnarinnar. Þankagangur hetjunnar úr Mörk leynir sér ekki: Við flytjum frumvarp, og þó að það sé sýndarfrumvarp, og þó að ríkisstjórnin leysi vandann, þá getum við á eftir sagt: ríkisstjórnin þorði ekki að hamla gegn efni frum- varpsins og tók það upp í framkvæmdaáætlun sína! Þeir „frýja sér hvártki áræðis né nökkkurrar karl- mennsku“, framsóknarmenn, en lílil virðist virðing þeirra fyrir dómgreind og heilbrigðu mati fólksins sjálfs. Björn úr Mörk, Kaðalsson Sjálfasonar, sú skemmti- lega persóna úr Njáls sögu, sem meiri var til orða en afreka, virðist nú kominn í vegavinnu fyrir tilstuðlan framsóknarmanna, og er það vel. Hitt veit hver sæmi- lega skynugur maður, að vegamál okkar Siglfirðihga verða ekki leyst af stjórnarandstöðunni; verða raunar aðeins leyst af meirihluta þings og stjórnar í sambandi við framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar. Og þegar sigur er unninn, skiptir máske ekki máli þó sá Merkur- Björn, sem að baki stóð í baráttunni, sendi af sér frægð- arsögur heim í héruð. Að þeim verður enn sem áður brosað, og þeir sem vekja brosið og létta lundina, eiga þegar á allt er litið, ekki svo lítið hrós skilið. Ábyrgðarmaður: Páll Erlendsson Blaðið er prentað í Sigluf jarðarprentsmiðju Ai eiga sitt fyrirtæki Eitt mesta mein hins íslenzka þjóðfélags eru þær tíðu og illvígu vinnudeilur, sem hér tíðkast. f»ær koma í veg fyrir, að það gagnkvæma traust myndist milli launþega og vinnu- veitenda, selm fyrir löngu er á komið í hirnun grónari menningarríkjum álfunnar. Ótalinn er sá skaði, sem vinnu- deilurnar hafa skapað þjóðinni allri, en ekki einungis verka- mönnmn og vinnuveitendum. Og sá dagur er loks ninninn upp, að íslenzkir launþegar hafa flestir hverjir gert sér ljóst, að verkföll eru örsjaldnast leiðin til raunhæfra kjara- bóta. I»að er liægara um að tala en ráða bót á þessu stórkost- lega þjóðfélagsmeini. En hví ættum við þá ekki að líta til reynslu annarra þjóða í þessu efni segjum Þjóðverja og Bandaríkjamanna? Þeir hafa tekið upp það fyrirkomulag, sem nefna má á íslenzku hlutdeildarfyrirkomulagið, í at- vinnurekstri sínum. Kjami þess er, að launþegamir em meðeigendur í atvinnurekstrinum og hirða arð af honulm eftir þvx sem afkoman er. Með þessu fyrirkomulagi er um heill þeixra sjálfra að tefla. I»eir em samtímis vinnuveitendur og launþegar. Hinn gamh fjandskapur vhmu og f jármagns mhmkar eða hverf- ur með öllu. Er þetta ekki ein bezta lausnin á hinum stórfelldu verka- lýðsvandamálum okkar íslendinga? Sjálfsagt er að minnsta kosti að þaulreyna hana hér á landi. Hún hefir gefizt öðr- um þjóðum vel. Og hún er mjög réttlát. Ef vel gengur á launþeginn að auðgast í hlutfalli við aukinn ágóða. Ekki einungis vikukaupið á að hækka. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa vakið máls á þessari merku hugmynd á þingi. Þess er að vænta, að hún fái óskipta athygli löggjafarsamkomuimar. BISKUPSSTÓLL (Framhald af 1. síðu) flytja biskupsstól iheim að Hólum, enda gegnir furðu hve Norðlendingar eru tóm- látir í þessu samedginlega metnaðairmáli, sem á ís- landssöguna sjálfa að bak- hjarli. Önnur samþykkt fundarins var áskorun um afnám prestskosninga, og veitingu prestsembætta að tillögum biskups. „Allt það sem hann sagði .. ..“ (Framhald af 1. síðu) harmagrátur xnn aftur- för í Siglufirði torveldaði og tefði þessa iþróun (þ.e. til stöðvunar fóOksflótta og til vaxandi bæjarfé- lags), þar eð ótrú á byggðarlaginu, sem slík- ur orðrómur skapaði, — auðveldaði hvorki þá til- trú né f jármagnsútvegun, sem fytrirhugaðar fram- kvæmdir Mytu að byggj- ast á.“ ® Rétt stefna Þá gat H.K. þess og í er- indi sínu, þó -ekki kæmi fram í frásögninni i Siglfirðingi, að hann bæri traust tii núv. bæjarstjómar og stefnu hennar í þessum málum, og er rétt að það komi hér fram að gefnu tilefni Mjölnis. Allt það, sem Halldór Kristinsson réttilega sagði í erindi sínu, er og bakgrunn- ur þeirrar kosingastefnu- skrár, sem Sjálfstæðisflokk- urinn setti fram fyrir þess- ar bæjiarstjómiarkosningar, og lesendur Siglfirðings ætti að reka minni tii, svo og undirstaða og ívaf iþess meirihlutasamnings, sem AI- þýðuflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn gerðu um bæj- armál Siglufjarðar, og hafa unnið að af hedllindum, svo sem dæmin sanna. • Velkomnir til samstarfs Telji kommúnistar nú, að leið bæjarstjómarmeirihlut- ans sé sú rétta, og raunar „hánréft“, og vilji kasta fyrir róða óábyrgri sýndar- og yfirborðspólitík, og í þess stað sína ábyrgð og fram- sýni í hagsmunamálum byggðarlagsins, þá ber því að fagna. Hinsvegar verður reynslan sjáif að skera úr um það, hvort þessi stefnu- breyting þeirra sé af heilind- um gerð. SÖNGUR FBAMS.MANNA (Framhald af 4. síðu) Þessar aðgerðir núverandi ríkisstjómar eru hrein af- glöp. Ef þessum aðgerðum er áframhaJldið, verður al- gjör stöðvun í útgerð og nauðsynlegum framkvæmd- um, landsfólkið berst í fjár- kröggum vegna atvinnuleys- is. Hvar sem rennt er auga, blasir við örbyrgð og auðn og óhjákvæmileg afleiðing aðgerða ríkisstjómarinnar verður algjört fjárhagslegt hrun. Þessi ummæli, sjááð þið, kjósendur góðir, í blöðum Eramsóknarfl. Hvað hafa þessir litlu ibræður, Dagur og Einherji, oft og mörgum sinnum sxmgið þennan söng? En ef menn nenna að hnýsast í það yfinlit, sem gefið er út um efnahags- af komu xslenzku þjóðarinnar af Hagstofu Isiands, Lands- banfea og Seðlabanka, sézt, að aldrei hefur afkoman verið ebtri. Samt halda Pramsóknar- menn áfram sínum gamla söng. Vonandi hedliar sá kórsöngur ekki landsfólkið, því ekki er raddfegurðinni fyrir að fara. Svo faiskur söngur hefur aldrei heyrzt um Islands byggðir, og alveg tók þó út yfir, þegar komrn- únistar gengu í feórinn. Innanbæjarannáll tmmmmmmsmimmmm ★ Tómstundaheimili Æskuiýðsráð, sem stofnað var að frumkvæði Láons- klúbbsins, og að standa helztu menningar- og maxm- úðarfélög Siglufjarðar, hefur nú fengið vilyrði fyrir hús- næði hjá S.R. (Hertervigs- húsinu) fyrir tómstunda- heimili fyrir isiglfirzka xmgl- inga. Og medra en það, S.R. innrétta húsið með iþessa starfssemi fyrir augum, og lána það vetrarmánuðána. — Siglufjarðarkaupstaður veiit- ir á þessu ári kr. 50.000 til þessarar starfisemi. Þarna er fyrirhugað, að xmglingar geti komið saman til föndurstarfs, horft á kvi'kmyndir, dansað og 'hald- ið uppi heilbiigðu sfeemmti- og tómstimdastarfi. — Sér- fræðingur úr æsbulýðsstarfi frá Reykjavák munu koxna hingað eftir áramótin, þegar þessi starfsemi hefst, tdl að leiðbeina og aðstoða í byrj- xmarörðugileikum. Eormaður Æskulýðsráðs er sr. Ragnar FjaiLar Lárus- son. ★ Læknisbústaður Nú mun endanlega 'ákveð- ið að kaupa 'hér læfcnisbústað fyrir héraðslækni, og hefur fengizt vilyrði fyrir þvá, að ríkissjóður greiði % 'kaup- verðsins. Ætti iþar með að vera tryggt, að hér dvelji héraðslæknir framvegis, en skortur á slítoum ibústað hefur verið aðalþröskuldur í vegi þess, að fá hingað hér- aðslækni til frambúðar. ★ Staðaruppbót til kennara. Kennarar við skólana hér hafa farið fram á samskonar laxmauppbót á kaup sitt og farið er nú að gnedða víðast hvar’ annars staðar. ★ Húsnæðisvandræði Tilfin-nanlegur Skortur sómasamlegs húsnæðis er nú hér í bæ og væri miikil bót að því, ef unnt væri að byggja hér verkamannabú- staði við Hafnargötu, og nauðsynlegt, að bærinn igeri medna, hér eftir en hingað tál, til að auðvelda þedm, er í 'húsbyggingar ráðast, að koma þaki yfir höfuðið, bæði með því að hafia tiltætoar hentugar byggingarlóðir undir einbýlishús, og með því að láta sHk verk sitja fyrir um vélaleigu. Aflabrögð Gæftir hafa verið með minna móti, en afili sæmileg- ur, er gefur á sjó.

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.