Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.04.1964, Síða 1

Siglfirðingur - 10.04.1964, Síða 1
Hverjum er pólitískur ávinningur í töfum á gerð ganga um fjallið Stráka? Blaðið Mjölnir ©r í essinu sínu -þessa dagiana. Á tfjörur þess ihefur relkið frótit, sean er Siglufirði í óhag, og því er skartað feitum fyrirsögnum, eðlið fær útrás í dylgjum og íbrigslum, og heiftin ræður orðum á Ikostnað viitsmunanna. Þegar Strákavegur verður staðreynd, ættu menn að taika fram þessi Mjölnisblöð, sem svo ljóslega sanna, að stráksskapur er vissum aðilum hjarta nær ien Strálkavegurinn sjáifur. Siglfirðingur telur rétt, af gefnu tilefni, að velkja athygli íiesenda sinna á leftirfarandi staðreyndum: ★ Vegaimálastjórnin hefur haft á hendi, 1 nær iára- tug, aitlhuganir varðandi gerð ganga um Strákaveg, vísindalegar rannsóknir og tæknilegan undirbúning. Það var tirú flestra, að þessar rannsóknir væru þegar ttil lykta ieiddar, með jákvæðum niðursftöðum, enda þegar lagt í kostnaðarsamar framíkvæmdir 1 vega- gerð um eyðisveitir Ahnenninga og Úifsdaila, sem hafa því aðeins , ,vitsmunalegan“ tilgang, að gerð ganganna um Stráka fylgi á eftir. Því miður er nú sú reynd orðin 'ljós, að frelkari framhaldsrannsólkna er þörf, áður en sjáJf gangagerðin hefst, þvert ofan í vonir okkar. ★ Tveir íslenzkir jarðfræðingar hafa á vegum Vlega- málaSkrifstofunnar unnið að nefndum rannsóknum, með nokikru millibili þó. Álitsgerðir þeirra voru ó- samhljóða. Þær voru fyrir fáum mánuðum bomar undir norska sérfræðinga, sem itöldu óhjákvæmilegt að fram færi framhaldsrannsókn, sem gangagerðin eða framkvæmd verksins byggðist síðan á. Isienzkir verkltalkajr, sem kynnt hafa sér málavexti, munu vera á sömu skoðun. k Það, sem þetta verk strandar á í dag, og það F/TNA, sem það strandar á, er jarðfræðilegur og verkfræðilegur undirbúningur verksins. ★ 9á jarðfræðingur, sem framikvæmdi síðari athug- unina, heldur því fram, að lega berglaganna í fjall- inu sé á þann veg, að hagkvæmara og ie.t.v. nauð- syniegt sé, að vinna göngin vestan megin frá. Sé sú staðhæffing rétt, er ekki hægt að hefja gangagerð- ina fyrr en vegagerð að fyrirhuguðum göngum vest- an megin, ásamt brúargerð, er að fullu lokið, svo hægt sé að koma nauðsynlegum tækjum á vinnusltað. Það iþýðir að gangagerðin getur í fyrsta lagi hafizt n.k. haust, en ef vor- og sumarmánuðimir verða not- aðir til umræddra rannsókna, verður töfin iekki sú að máli skipti, ef verkáætlunin stenzt að öðru leyti. ★ Bæjarráð Siglufjarðar hefur, í ljósi (hinna nýju viðhorfa, igert ályfkltun í málinu, sem send hefur verið vegamálasltjóra og samgöngumálaráðherra, ásamt greinargerð. Er ályktun iþessi hirt í ieiðara blaðsins í dag. ★ Áróðursgleði Mjölnismanna, vegna umræddra tafa, færir bæjarbúum ótvíræða vissu um, hverjir teija sér pólitískan lávinning á töfurni í þessu helzta hagsmunamáli Siigluf jarðar og Austur-Skagaf jarðar. Auðsætt ætti því að vera, hverra leiðsögn ber helzt að forðast í þessu, sem öðrum velfierðarmálum þessa byggðarlags. íslendingar fagna sigri í út- fœrslu íslenzkrar landhelgi Fullveldið 1918, lýðveldis- stofnunin 1944, landhelgis- sigurinn 1961, eru sltærstu áfangar íslenzakrar sjálf- stæðisbaráttu. Á hádegi, aniðvikudaginn 11. marz sl., rann út heimild Breta, skv. sérstökium samningi frá 1961 til að fiska á tilteknum svæðum tiltekinn árstima innan 12 mílna fiskveiðiland- heigi okkar, og iaJlir íslend- ingar sjá nú og viðurfcenna, að viturlegur endir var bund inn á „þorskastríðið", og ís- lenzkir hagsmunir tryggðir á hagsýnan og virðulegan hátt. Helzitu áfangar ibaráttunn- ar, fyrir íslenzkum yfirráð- um yfir íslenzkri landhelgi, eru sem hér segir: k Árið 1946 ræður Ólafur Tliors ungan þjóðréttar- fræðing, Hans G. Ander- sen, til að undirbúa sókn íslendinga í málinu á grundvelli fræðilegra raka og upplýsinga, og hefur hann alla tíð síðan unnið mikið starf og merkilegt, sem seint verður full- þakkað. ★ Árið 1948 setur Alþingi lögin um vísindalega verndun fiskimiða land- grunnsins, undir forystu Jóhanns Þ. Jósefssonar, þáverandi sjávarútvegs- málaráðherra. ★ Árið 1949 segir Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, upp samningum við Breta frá 1930. ★ Árið 1950 gefur Ólafur Thors, þáverandi sjávar- útvegsmálaráðherra, út reglugerð um grundvallar breytingar og lokun fjarða fyrir Norðurlandi. ★ Árið 1952 er gefin út reglugerð, liinn 19. marz, um beinar grunnlínur og lokun flóa og fjarða nm- hverfis land allt. Jafn- framt eru fiskveiðitak- in ákveðin 4 mílur frá grunnlínum. ★ í þessu skrefi er tvímæla- laust fólgin stærsti sigur okkar í baráttunni, hið Framhald á 2. síðu. öm Arnar, skáld, segir í fcvæði sínu, Islands Hrafn- istumemi: „Islands Hrafn- istumenn, lifðu tímamót tivenn, þó að Itöf yrði á fram- sóknar leið. Eftir súðbyrð- ingsför, kom hinn seglprúði knör, lefltir seglskipið vél- knúin Skeið.“ Hafliði skipstjóri hefur nú þann aldiur að ibaki, að hafa lifað tímamót tivenn, lifað þær sltórkostlegu breytingar og byltingar, sem orðið hafa í útgerðanmlálum íslenzku þjóðarinnar. Hann hóf sinn sjómanns- feril 17 ára gamall, á einu gömlu og fornfálegu hákarla skipi, seglbúnu en vélar- lausu. Eftir betri undirbúnings- menntun en almennit gerðist á þeim tíma, nam hann sigl- ingafræði hjá Þorsteini, bónda í Neðra Haganesi, sem þótti slyngur í þeim fræð- um, og benndi mörgum pilt- um. Síðan gekk Hafliði undir skipstjómarpróf á Akureyri og náði, með góðu prófi, skipstjóraréttindum. 21 árs gamall gerðist hann skip- stjóri á einu hákarlaskipi Gránufélagsverzlunarinnar í Siglufirði, sem hét Lati- Brúnn. Síðan var hann skip- stjóri á fleiri Skipum, m.a. Mariönnu, eign Höfnersverzl- unarinnar, Akureyri. Á skipStjómarárum sínum var Hafliði einkar farsæll skipstjóri og kom alltaf sínu fari hieilu í höfn. Oft kom fyrir að á skall norðaustan ofsaveður og iblindhríð, er hann hélt skipi sínu til veiða. Hófst þá oft hörð og tvísýn barátta við hamfarir höfuð- skiepnanna. Reyndi þá alfarið á kunnátJtu, hyggjuvit og kjank skipstjóra, hvort tak- Framhald á 2. síðu. $ Hr OfvtkatftuVö&i' ------Ofunolrw mmm|| Avir-ing HVrtiNíonassíji SIGLFIRSIH6UR Málgagn siglfirzkra Sjálfstæðismanna 3. tölubiað. Föstudagur 10. apríl 1964. 37. árg. HAFLIÐI 3ÓNSSON SKJPSTJÓRI — SJÖTUGUB

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.