Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.10.1964, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 31.10.1964, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐINGUR Málgagn siglfirzkra Sjálfstæðismanna 9. tölusblað. Laugardagur 31. akt. 1964. 37. árgangur Nauðsyn krefur að þar fáist úrlausn fyrir tilstilli upin- berra aðila — sagði Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráð- herra, um atvinnumál Siglfirðinjga. Svo sem blaðið befur áður skýrt frá, setti ríkisstjórnin á laggir sérstaika nefnd, er gjöra skyldi atihuganir á at- vinnulháttum iþeirra staða, er búa við atvinnuleysi, og setja fram tillögur um úr- bætur, byggðar á athugun- um sínum. Nefndinni varð brátt ljóst, að atvinnuhættir í kauptúnum og kaupstöðum á Norðurlandi vestra, væru mun liakari en í öðrum lands hlutum, og beindi athugun- um sínum sérstaiklega að því svæði. Verkefni nefndarinnar er mjög viðamikið og ljóst er, að það mun taka hana nökk- urn tírna að ganga frá end- anlegri greinargerð og tillög- um til ríkisstjórnarinnar. Jafnljóst var og, að vandi kauptúnanna á Norðurlandi vestra var með þeim hætti, að brýn þörf var skjótra að- gerða. Nefndin hafði því þann báttinn á, að gjöra þegar bráðabirgðagreinar- gerð til ríkisstjórnarinnar, sem hún hefur þegar afhent. í sameinuðu þingi, mið- vikudaginn 21. okt. sl., svar- aði Jóhann Hafstein, iðnað- armálaráðherra, fyrirspurn frá Ragnari Arnalds, alþ.m., um gang framangreindra at- hugana. Œtáðherrann sagði að rík- isstjórnin hefði fyrst og fremst tvær leiðir í huga, varðandi atvinnuúrbætur á Norðurlandi vestra; annars vegar að láta þau fyrirtæki, sem fyrir eru á viðkomandi stöðum, snúa sér í ríkara mæli að öðrum vertkefnum, t.d. iðnaði, hins veigar að bæta aðstöðu þeirra um öfl- un hráefnis ,t.d. með síldar- fiutningum af veiðisvæðinu fyrir Austurlandi itil hafna á N orðvesturlandi. Ráðherrann taldi upp nokkrar iðngreinar, sem þannig væri í pottinn búið með, að fyrirtæki, sem fyrir eru í Jandinu, framleiddu þegar um 90% af iþörf inn- lenda markaðarins, og ný fyrirtæki í þeim greinum fengju því erfiða samkeppn- isaðstöðu og hæpinn rekstr- argrundvöll. Hins vegar væri óhjákvæmilegt, að ieggja ríkari áherzlu á hrá- efnavinnslu, en nú væri, og kappkosta að vinna erlenda mankaði fyrir fullunnar sjávarafurðir, sem og að efla ýmis konar iðnað 1 þágu framleiðsluatvinnuveganna. Hann ræddi sérstaklega um Siglufjörð og sagði að nauðsyn krefði, að þar feng- úrlausn í atv.málum fyrir til stilli opinb. aðila. Á Sigluf. væru mörg atvinnutæki, sem væru aðalfega rdkin í sam- bandi við sjávarútveginn, sem þar hefði brugðizt, imeð Framhald á 3. síðu. Siglfirzkir Varð- bergsmenn til Noregs og V-Þýzkalands Nýlega fóru þrír siglfirzk- ir V'arðbergsmenn (samtök ungra manna hér á landi um vestræna samvinnu), þeir Gústav Nílsson, Guð- mundur Árnason og Sverrir Sveinsson, ásamt Varðbergs mönum úr fleiri ísfenzkum kaupstöðum, í fræðslu- og skemmtiferð til Noregs og V-Þýzkalands. Pör þessi var í senn lærdómsrík og skemmtileg, og e.t.v. var há- puniktur hennar „privat“- heimsókn austur fyrir Eer- línarmúrinn, inn í hið nær lokaða Austur-Þýzkaland. Vegna rúmleysis í blaðinu að þessu sinni verður ekki hægt að greina nánar frá för þessari nú, en við von- umst til að geta í næsta tbl. skýrt lesendum blaðsins frá benni og því, sem fyrir augu þessara ungu Siglfirðinga bar, bæði hjá frændum ofck- ar í Noregi, og austan og vestan 'þess fræga Berlínar- múrs. SlLDARFLUTNINGAR I STÓRUM STÍL Sjá leiðara á bls. 2. n Byltingin etur börnin sín // íslenzkir kommar dansa á nýrri línu Var frá leysitur vailda-pán, valt er að treysta dyggðuin; getur breyzt lir goði í svín, „guð“ t eystri byggðum. Áætlunarflug Tryggvi Helgason, flug- maður á Akureyri, átti ný- verið viðtal við blaðamann „íslendings" um fyrirætlan- ir sínar í flugmálum, en hann hefur nýlega fest fcaup á Beechcraft-flugvélum. Kom fram í því viðtali, að hann myndi hefja áætlunar- flug milli Akureyrar og Siglufjarðar, strax og nýi flugvöllurinn hér verður full gerður. Ræddi hann um mögufeika á samvinnu flug- félaganna um áætlunarflug til hinna smærri staða, þann ig að eitt félag tæki við af öðru, sem tryggt gæti fólki því, er nú býr við meira eða rninna samgöngufeysi í lofti, eðlilega flugþjónustu. Væri mjög æskilegt að slík samvinna flugfélaganna kæmist á. Siglfirðingar þurfa nú að leggja allt kapp á, að fá flugbrautina handan fjarðar- ins, fullgerða á næsta ári. Bftir er að dæla upp einum 300 lengdarmetrum og setja ofaníburð á alla hrautina. Sanddæla f luigmálast j órnar- innar verður geymd hér í vetur, með það fyrir augum, að ihún hef ji dælingu í braut- ina þegar að vori. Tilkoma Strákavegar og flugbrauitar munu í vissum skilningi skapa nýjan Siglu- fjörð, tengja hann þeirri framþróun, sem óneitanfega er í þjóðlífkiu öllu, skapa margs ikonar mögufeika á sviði iðnaðar, verzlunar og í öðrum atvinnugreinum um leið og einangrun Sigluf jarð- ar, í gegn um aldaraðir, er svo að segja svipt í burtu. Eitt af þeirn nýyrðum, sem fest hefur rætur í máli okkar, er orðið itízkudans. Uingdómurinn iðkar sinn tízkudans stuitt tímaibil, af lífi og sál, velur síðan annan og >enn annan, er ffestir fara þó í tímans gröf. Þetta fyrir brigði á sér hliðstæðu í lífi og starfi íslenzkra kommún- ista, sem og skoðanabræðra þeirra víðar um lönd. Goð, sem var eins og tungl í fyll- ingu í austri, á mynkum kveldhimni, er toálfmáni að morgni eða smástirni, sem sraám saman hverfur í mergð þeirra, sem ibyltinigin hefur etið með húð og hári. Skoðanir og stefnumið, sem i gær voru geymd við hjarfa, eru ií dag borin á haiuga, nýr dans stiginn á hinni rauðu línu, og í huigum „trúaðra“ hefur aldrei verið til nema þessi 'eini, sanni, marx-lenin- iski dans, Maðurinn, sem réðist með strokleðrið á minningu Jó- sefs Sta'lín, er á sinni tíð var veggprýði í stofum ís- Lenzkra kommúnista, Nilkita Krústjoff, og gjörðist sjálf- ur hin eina og sanna vegg- prýði, er nú fallinn í þá gröf er hann gróf. Eitt nafnið enn, einn maðurinn enn, ier horfinn í hóp ihinna for- dæmdu; sagan endurtekur sig, byltingin heldur áfram að eta bömin sín. Nú eru þau á hrott öll hin fögru orðin um fcempuna Krústjoff, öll eða ffest þau illu, er hann skenlkti Stalín, um hann sjálfan sögð. Og nú er rnikið verk fyrir höndum: breyta þarf kennsluibókum, æviágripum, skjölum og gögnum, búa til nýja sögu og nýjan sannfeika. Flokks- vélin malar staðseyndimar og raunverufeikann mélinu smærra, unz einstefnuakst- ur hinna nýju, stóm manna er- að ful-liu tryggður — um sinn. Þessi Sovétsaga, sem nú hefur endurtekið siig, á að vísu vafasamt erindi í ísfenzk blöð, ef ekki kæmi til nokk- ur hópur rnanna, hér á okkar Sögueyju, sem hreyfist eftir öldufallinu að austan, eins og rótlaust þangið, sem rek- ur um víðan sjá. Það er einmitt þessi hóp- ur, þ.e. tiltölulega stærri kommúnistaflokkur en í nokkru öðra lýðfrjálsu landi, sem vekja œitti alla þjóð- holla Islendinga til umjhugs- unar. I Noregi er enginn kommúnisti á þingi, I Dan- mörku enginn, og í nýaf- stöðnum þingkosningum í Eniglandi náði enginn komm- únisti 'kjöri. En hér era ó- fáir fylgjendur kammúnism- ans, ávallt reiðubúnir að dansa, að fyrirmælum nýrra húsbænda, nýja og nýja dansa, og geta, ef þjóðin heldur éfcki vöfcu sinni, gengt hlutverki, sem ier litlu lýð- veldi hættufegt. Það sem maddama Framsókn lagði til í atvinnumálum Siglufjarðar Á síðasta bæjarstjórnar- fundi, og síðar á götuhoma- fundum, hafa Framsóknar- menn fundið að því mörgum orðum, að minnihluti bæjar- stjórnar skyldi efcki eiga að- ild að sendinefnd, sem fór á vegum ibæjarstjórnar til Rvíkur fyrir skemmstu. Af þessu tilefni birtir blaðið hér tillögu, sem Ragnar Jóhann- esson, bæjarfulltrúi Fram- sóknanflokksins, flutti á bæj arstjórnarfundi, 14. fehr. sl.: „Bæjarstjómin samþ. að senda hæjarstjóra, Sigurjón Sæmundsson, og Stefán Friðbjarnarson, hæjarfull- trúa, til Reykjavíkur til að ræða við ríkisstjómina um þær itillögur til atvinnuaukn- ingar, sem hér hafa verið samlþykktar og fá því fram'- gengt, að strax verði hafizt handa um framtovæmdir í þessum málum. Ragnar Jóhannesson.“ Þá hafa framsóknarmenn haldið 'því fram, að nefndin 'hefði átt að fara suður með ákveðið prógram eða stunda- skrá, til að vinna eftir. Framangreind tillaga R.J. tekur hins vegar skýrt fram hvaða málum nefndin átti að sinna, hvað hún og gerði, sbr. skýrslu í síðasta tbl. Á síðasta bæjarstjómar- fundi héldu framsóknar- imenn því fram að það væri „haugalygi“ að framan- greind tillaga hefði verið flutt. Nú ætti að vera ljóst hverjir era handhafar , ,haugalyginnar “. Eysteinskan í í algleymingi Það hefur efalítið mörg- um manninum orðið á að hugsa, er hann hlýddi á Ey- stein Jónsson í útvarpsum- ræðunum sl. föstudag, hvont þessi gamalkunni skattapost- uli væri orðinn svo villtiur vega, í austf jarðajþoku sýnd- armennskunnar, að telja það gjörlegt í senn, að toæfcka og læfcka f járlögin. Efnisinnihald ræðunnar var sem sé tvíþætt. I fyrsta lagi að telja fjárlagafrum- varpið allt of toátt, í öðru lagi að krefjast verulegrar hækkunar svo til hvers ein- asta gjaldaliðar í fjárlög- unum!

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.