Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.10.1964, Qupperneq 2

Siglfirðingur - 31.10.1964, Qupperneq 2
2 SIGLFIRÐINGUR Ábyrgðarmaður: Páll Erlendsson Málgagn siglfirzkra Blaðið er prentað í Sjálfstœðismanna Siglufjarðarprentsmiðju Síldarflutninsar í stórum stíl Pví liefur verið haldið fram, að síldarbræðslur , \)ær, sem fyrir eru í landinu, hefðu getað unnið allt það síldarmagn, er veiðst hefur fyrir Norður- og Austurlandi, sl. sumar og nú í haust, á u.þ.b. hálfum öðrum mánuði. í síldarverksmiðjum þeim, sem Islendingar eiga nú þegar, er fóigið mikið fjármagn, svo nemur mörgum hundruðum mill- jóna króna. Pað er því þjóðhagsleg nauðsyn að möguleikar þessara verksmiðja til verðmætasköp- unar, verði í framtíðinni nýttir í ríkara mæli en verið liefur, eða í svo ríkum mæli sem ónotaðir möguleikar á sviði síldarflutninga frekast leyfa. Hitt er vafasamara, og jafnvel fyrirhyggjulítil með ferð fjármuna, að elta síldina frá ári til árs með nýjum verksmiðjubyggingum, sem algjör óvissa ríkir um, hverju hlutverki hafi oð gegna í fram- tíðar þjóðarbúskap landsmanna. Hin öra þróun í gerð skipa og i geymslu hrá- efnis hefur opnað margháttaða möguleika á síld- arflutningum, sem lwergi nærri hafa verið nýttir sem skyldi, þótt skylt sé að meta og þakka þá við- leitni stjórnar SR í þessum efnum, sem þegar hef- ur gefið góða raun, þrátt fyrir litV og fremur ó- hentug flutningaskip . . Reynsla sú, sem á sl. sumri fékkst af síldar- ftutningum Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík, ekki til Iiafna á Norðurlandi, heldur mun lengri leið, til Vestfjarða, hefur opnað augu forráða- manna margra síldarverksmiðja, jafnvel á Suð- vesturlandi, fyrir þeim ónotuðu möguleikum á sviði síldarflutninga, sem fyrir hendi eru. Pað er e.t.v. eitt stærsta hagsmunamál Siglufjarðar í dag, að forráðamenn síldarbræðslanna á staðnum, hefji nú þegar undirbúning að hugsanlegum síldarflutn- ingum næsta sumar, og búi sig undir það, að rekstur verksmiðjanna kunni, a.m.k. í næstu sum- ur, að byggjast að verulegu leyti á því, að sækja hráefnið á fjarlæg síldarmið. Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið, og sveltur sitjandi kráka, meðan fljúgandi fær. Margt bendir til þess að hliðstæðu máli gegni með söltunarsíld, að nú séu að opnast nýir mögu- leikar til að flytja síld til söltunar, jafnvel langar leiðir. Erfiðara er þó að fullyrða noklaið þar um en um bræðslusíldina. Hitt er næstum óskiljanlegt, á þessari tækniöld, að ekki skuli hafa ve.rið gerð ein einasta alvarleg tilraun til síldarflutninga til söltunar, á sama tíma, sem tugir fullkominna og dýrra söltunarstöðva á Norðurlandi, með fjölda fólks á kauptryggingu og margháttuðum tilkostn- aði öðrum, bíða sumarið og haustið, án þess svo mikið sem að fá fáeinar tunnur til vinnslu, margar hverjar .Einhvern tíma hefur verið ráiðist í til- raunakostnað af minna tilefni. Síldarútvegsnefnd er að vísu fyrst og fre.mst inn- flytjandi salts, krydds og tunna og útflytjandi sultsíldar, og hefur sem slík gengt veigame.ira hlut- verki í þágu síldariðnaðarins en margur gerir sé.r Ijóst; en þó er ekki goðgá að gera ráð fyrir, að það mætti auka veg hennar að hafa forystu um slíka tilraun til síldarflutninga, þegar á næsta sumri, í samvinnu við samtök síldarsaltenda á Norður- og Norðausturlandi. Það verður og að telja næsta víst, að ríkisvaldið myndi veita slíkri tilraun fullan stuðning, ekki sízt eftir að kunn eru orð iðnaðarmálaráðlierrans, Jóhanns Hafstein, í sameinuðu þingi fyrir skemmstu, þar sem hann ræðir m.a. um aukna síldarflutninga sem hugsan- lega leið uf hálfu ríkisvaldsins, til hjálpar þeim stöðum á Norðurlandi, sem eiga við atvinnuleysi að búa. Laugardagur 31. okt. 1964. -i GAMNI OG ALVORU— Ævintýrið um garnla, góða, þreytta manninn, sem var þriggja dálka forsíðufrétt í síðasta Mjölni, er einhver bros- legasti samsetningur, sem skrifaður hefur verið um það fyrirbæri, er felst í máltækinu, að „byltingin éti börnin sín.“ Þetta góðsama gamalmenni „lét af störfum sam- kvæmt eigin ósk“, enda „farinn að letjast“ og „ÞÓTTUST menn sjá á honum imikil þreytumerki," en lengi mun lifa minningin um „þennan dugmikla, harðskeytta, lagna og orðheppna stjórnmálamann“, eins og blaðið orðar það í hástemmdri hrifningu sinni. Afsetning Krústjoffs, ásakanir um persónudýrkun, mis- tök í landbúnaði, víxlspor í utanríkismálum og þær víð- tæku hreinsanir, sem fylgdu í kjölfarið, eru hins vegar vafðar inn í jólapappír þagnarinnar, eins og við var að búast, enda dansar þessi fjarstýrði flokkur, íslenzki komm- únistaflokkurinn, undantekningarlaust eins og dúkka í brúðuleikhúsi, eftir því hvernig nýir valdliafar í fjarlægu „föðurlandi“ kippa í spotta sína. Héraðsmót siglfirzkra sjálfstæðismanna hafa um árabil verið nokkur höfuðverkur í herbúðuim kommúnista. Skýtur tíðum upp kolli í dálkum Mjölnis, af því tilefni, sá fylgi- kvilli stefnunnar er blaðið fylgir, sem öfundsýki nefnist. Þannig birtist í síðasta Mjölni, undir yfirskriftinni Góð skemmtun, varfærin viðurkenningarorð um ágæti héraðs- mótanna, ásamt þeirri vinsamlegu leiðbeiningu, hvort ekki væri rétt af sjálfstæðismönnum, „að hætta að troða pólitík- usum sínum inn á milli skemmtiatriðanna.“ — Þessi ábend- ing blaðsins er ofur skiljanleg og næstum barnalega sak- laus lýsing á þeirri reynslu, sem ritarar þess hafa af sín- um eigin ræðumönnum, og við hjá Siglfirðingi erum að sjálfsögðu snortnir af þeim góðvilja, sem þannig kemur fram í því að vilja miðla náunganum af eigin lífsreynslu.. Blaðið „Frjáls Þjóð“ hefur undanfarið dundað við að birta nöfn manna, sem eru í Frímúrarareglunni. Við hyggjum að hér sé á ferðinni athyglisvert fordæmi fyrir kollega okkar, Mjölni. Hann gæti t.d. birt nafnaskrá þeirra Sovéttoppa, sem hafa fengið FRÍ úr háum valdastöðum og MÚRaðir inn í gröf gleymskunnar. Yfirskriftin gæti verið: Bak við Berlínarmúrinn ■— og blaðið gæti m.a. byrj- að á þessum nöfnum: Molotov, Voroshilov, Beria, Malen- kov, Bulganin, Kaganovich, að ógleymdum þeim gömlu og góðu félögum, Stalin og Krústjoff. Saga um samvirka forystu lenzka kommúnisitaflokksins, Otboð ganga- gerðar fyrir jól Blaðið leitaði upplýsinga hjá Einari Ingimundarsyini, alþ.manni, um fyrirhugaða gangagerð um f jallið Stnáka, en eins og sagí var frá í síðasta hlaði er nú lákveðið, að göngin verði unnin Siglu- fjarðarmegin frá á næsta ári. Þingmaðurinn sagði, að vegamálastjórnin væri nú að vinna að útboðslýsingu verksins, og væri að 'þvi stefnt, að verkið yrði boðið út fyrir jól. Takizt það, mætiti gera ráð fyrir, að sjálf gangagerðin gæti hafizt ekki seinna en í maímánuði að vori. Þá sagði þingmaðurinn, að samgöngumálaráh., Ingólfur Jónsson, segði ríkisstjórn- ina imyndu tryggja lánsfé til venksins, svo það mætti vinnast í einum áfanga, og verða Siglufirði sem fyrst varanleg samgöngubót. Andlátsfregnir Þann 5. okt. sl. lézt að heimili sínu hér í bæ, Skúli Magnússon. Hafði hann hann gengið til náða kvöldið áður, en var örendur um morguninn er að var komið. Aðfaranótt 25. okt. sl. lézt að heimili sonar síns hér í bæ, Ágúst Sæby. Var hann með elztu innfæddum Siglfirðingum hér, góður og gegn maður Sönpmenn! Karlakórinn Vísir óskar eftir söngkröftum. Æfingar hafnar. Þeir sem hefðu á- huga á að vera með, gefi sig ifram við Gerhard Schmidt eða Sigurjón Sæmundsson. BAZAR Hinn árlegi bazar Kven- fél. Sjúkrahúss Siglufjarðar verður í Alþýðuhúsinu á morgun, sunnud. 1. nóv., kl. 4 e.h. Ný Hvanneyrarbraut Hér er nú staddur verk- fræðingur frá Vegamála- skriffstofunni, þeirra erinda, að mæla fyrir væntanlegri Hvanneyrarbraut, sem vænt- anlegri innkeyrslubraut í bæ inn, eftir að Strákavegur verður tekinn í notkun, svo og veginum út Hvanneyrar- strönd, eins og fyrirhugað er að hann liggi út að vænt- anlegum jarðgöngum um Stráka. Á háfleygum stundum, þegar íslenzkir kommúnistar skreyta sig skikkju fræði- mennskunnar, tala iþeir títt um þá „samvirku forystu“, sem á að vera aðall marx- ismans. Á forsíðu Þjóðvilj- ans, 9. okt. sl., gefur að líta táknrænt sýnishorn sam- virku forystunnar, sem allan vanda á að leysa. I þessu blaði auglýsa kommúnistar tvo fundi á sama tíma, sama kvöldið — en aldeilis ekiki á sama stað, og þaðan af síður í sama augnamiði. Annars vegar er auglýstur aðalfundur MiíiR — menningartengsla Islands og Ráðstjórnarríkjanna — hins vegar 15 ár afmœhs- fagnaður KÍM — kínversk- íslenzka menningarfélagsins. — Þar skiptist hin sam- virka forysta í tvær fylk- ingar og þetta auglýsinga- stríð á forsíðu Þjóðviljans segir sína sögu, sem ekki þanfnast frekari skýringa. iÞetta minnir okkur á um- mæli Bjarna Benediktssonar, frá Hofteigi, fyrrv. liðsfor- ingja í framvarðarsveit ís- er hann ræðir síðustu utan- för Einars Olgeirssonar & Co. til Sovétríkjanna. — Hann segir: ,,Og þeim, sem þekkir lítil- lega til hinnar sjúklegu simdrungar í Sócialista- flokknum, honum hlýtur að korna í hug, að hún hafi verið ofarlega á dagskrá þar eystra — þegar þess er jafnframit gætt, hvílíkt yfir- vald sovézki kommúnista- flokkurinn er í augum sumra nefndarmanna. Fimrn manna „fulltrúanefnd frá Sócialistaflokknum‘ ‘ hefur ekki farið til Moskvu til að spjalla um tíðarfarið. Mig grunar — þótt ég viti iþað ekki — að þeir hafi á fund- um sínum eystra fjallað um mál, sem enginn flokkur þarf að ræða við annan flokk .... mál, sem enginn floikkiur ræðir við annan floikk, nema að 'hann telji hann algeran samherja sinn eða jafnvel dómstól sinn.“ (Tilv. er tekin úr Frjálsri þjóð, 29. sept. sl.).

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.