Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.10.1964, Side 4

Siglfirðingur - 31.10.1964, Side 4
4 SIGLFIRÐINGUR Láugard'agur 31. október 1904. ★ Barnaskóli Siglufjarðar var settiir laug- ardaginn 3. október sl. Séra Ragnar Fj. Lárusson flutti l)œn, :og skólastjórinn, Hlöðver Sig- urðsson, setningarræðu. I skóf- anuni verða 307 i)örn í vetur. ★ Gagnfræðaskóli Siiglufjarðar var settur fostu- daginn 2. óktólier sl. Skóla- stjórinn, Jóhann Jóhannsson, flutti setningarræðu, og gat ]>ess m.a., að skólinn væri 3Q ára á ]>essu liausti. 1 skólanum verða rúmlega 190 nemendur í vetur. ★ Tónskólinn var settur fimmtudagin.n 8. okt. sl. Skólastjóri verður áfram Gerhard Schmidt, og er það öllum bæjarbúum fagnaðarefni. Rúmlega 30 nemendur verða í skólanum, auk barnaskólal)arna. ★ Æskulýðsheimilið tók nýlega til istarfa. Um- sjónarmaðúr verður Júlíus Júl- íusson. Æskulýðsheimili Siglu- fjarðar er tvímælalaust vist- legasta heimili sinnar tegund- ar hérlendis, og er að þvá bæði sómi og prýði. ★ Bókasafnið verður sennilega opnað í næsta mánuði (nóvember) í nýjum og sérlega glæsilegum búsakynnum. Pessi nýja bók- hlaða er sérlega vistleg, og má segja, að á .merkum timamót- um í sögu safnsins, sé því nú loks búinn verðugur sama- staður. ★ Brú á Fjarðará. Ryggð hefur verið ný brú á Fjarðará, brúarhaf rúmir 10 m. Iir hún gjörð úr steinsteypu, og er hin vandaðasta. Sérstakur vinnuflokkur frá Vegagerð rík- isins annaðist verkið. Kostn- aður er greiddur að hálfu úr bæjarsjóði og að liálfu af rík- inu. ★ Tunnuverksmiðjan, sem verið hefur í smíðum í sumar og haust, varð fokheld fyrir skemmstu. Hefur gerð hennar igengið með ágætum, og ei fyrirsjáanlegt, að verktakar mtinu skila verki isínu á uim- sömdum tiima. Standa því vonir til, að tuunuframleiðsla geti hafizt um eða upp úr áraanót- Johnson, Bandaríkjaforseti, ræðir við fyrirrennara sinn, Kennedy, sem látinn lifir í hjörtum þess hluta mannkyns- ins, er ann réttlætinu og sannleikanum. Austan hats og vestan I lýðfrjálsum löndum vekja almennar kosningar jafnan alhieimsathygli. Úr- slit þeirra eru sjaldan örugg, þar eð borgarinn sjiálfur, hinn nafnlausi fjöldi, >sem myndar þjóðfélagið, heldur sjálfur á veldissprotanum, og markar í frjálsum, leyni- legum kosningum þá stefnu, sem erfiitt er tð sjá fyrir með nokkurri vissu. X ríkjum kommúnista er þessu öðru vísi farið, þar eð valdhaf- arnir einir hafa aðstöðu til framboðs, fólkið hefur hvorki aðstöðu til vals milli sjónarmiða, né tíl þess á nokikurn hátt að marka þá stefnu, sem fylgja á í þjóð- félaginu. Að baki eru tvennar kosn- ingar, í DanmÖrku og Eng- landi, sem Islendingar, sem aðrir, fylgdust allvel með. Flotokur jafnaðarmanna, sem um langt árabil hefur verið sterkastur flokka í Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi, hélt iforystuhlutverki sínu í dönsku kosningunum, en náði þó ekki meirihluta á þingi, og hefur nú myndað minnihlutastjórn. Hægri flokkarnir héldu fylgi sínu lítt breyttu, en ikommúnistar fengu engan mann tojörinn. I Englandi höfðu íhalds- menn farið með völd í 13 ár (jafnaðarmanna), jafnvel reiknað með 40—50 sæta þingmeirihluta ihans. Flokk- ur þeirra sigraði, eins og ráð var -fyrir gert, en með mjög naumum meirihluta, aðeins 4 sæta, og var fylgis- aulkning flokksins innan við 4%. Engu að síður var þetta sigur, og hefur nú flokkur þeirra tetoið við völd-um í Bretlandi, í samræmi við lög og eðli lýðræðisins. — Sigur Venkamannaflotoksins varð ekki hvað sízt á kostnað Frjálslynda flökksins, sem átti erfiða aðstöðu, í barátt- unni milli hi-nna tveggja stóru flotoika, sem skipzt hafa á -um völd í Englendi á aðra öld. Eommúnistar fengu engan mann kjörinn. 'Framundan eru þó þær kosningarnar, sem mesta at- hyglina munu vekja um heim allan, forsetatoosningarnar í Bandaríkjunum. Ðáðir stærstu flökkarnir í Bandarítojunum, Lýðveldis- flotokurinn (repúblikanar) og Lýðræðisflokkurinn (demó- kratar) eru hægri floktoar, andvígir hvers kyns sócial- isma, en a-uik þeirra rnunu ýmsir smærri flokkar bjóða fram. Nú, fremur en noklkru sinni fyrr, verður þó kosið milli manna en ekki flokka í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Veldur þar fyrst og fremst, að fram- bjóðendurnir eru persónugerf ingar, annars vegar hinnar öfgafyllri stefnu, hins vegar frjálslyndrar hægri stefnu; annars vegar sjónarmiða, er tiihieyra hðnum tíma í -vit- und flestra, hins vegar sjón- armiða, sem líkleg eru til að sameina ihinn frjálsa heim lýðræðisþjóða í órofa heild í baráttu fyrir friði og far- sæld og gegn frekari út- þenslu alþjóðatoommúnisrn- ans. iÞað er að vísu bandaríkja- þjóðarinnar sjálfrar að velja sér -forseta, og ektoi annarra að hafa þar áhrif á. Hins vegar kann það að varða veröld alla, hver úrslitin verða, og víst er, að mann- toynið allt mun, aðfaranótt n.ik. miðv.dags, hlusta eftir kosningatölunum úr forseta- toosningunum í Bandaríkj- unum. En jafnframt er hollt þess að minnast, og hvað því veldur, að enginn nennir að vaka ef-tir úrslitum kosninga í ikommúnistaríkjum, ekki einu sinni forsprakkar þeirr- ar stefnu sjálfir, því þar sem valfrelsi fólks er fótum troðið, og vopnin og vald- hafarnir merkja tojörseðl- ana, eru toosningaúrslitin hvorki spurning né spenna, aðeins viðurstyggð. Norðurlandsmeistarar K.S.: Neðri röð frá v.: Sigurjón Erlendsson, Bjarni Þorgeirsson, Ásgrímur Ingólfsson, Arnar Ölafsson, Birgir Guðlaugsson. Efri röð frá v.: Helgi Magn- ússon, Þröstur Stefánsson, Freyr Sigurðsson, Rögnvaldur Þórðarson, Þorkell Hjörleifs- son og Sævar Gestsson. ura. — Þetta er 5. tunnuverk- smiðjan, sem hér er^ reist, en Siglufjörður er vagga íslenzks tunnuiðnaðar. ★ Sjálfkjörið í Þrótti. Sjdlfkjörið var í l'rótti á ASl-])ing. Fram kom aðein-s einn listi, þannig skipaður, að ekki fellur Haúnibal á atkvæð- um þeirra Siglfirðinga, er þirig- ið sitja! ★ Húsbyggingar Stöðugt er unnið að byggingu •liins nýja póst- og símaihúss, sein fagna ber (þó það sigri senniil-ega aldrei í neinni feg- urðarsamkepp'iii), söm og nýja sjúikrahússinis (iþar sem m-álarar eru nú að verki), en hið nýja verzlunarhús KFS fer sér hægt i því að verða iti-1. Óvenju marg- ar nýjar íbúðir er-u nú í sm-íð- um. ★ Ný sjónprufunartæki. Liionsklúbhur Siglu-fjarðar bef ur nú afhent Barnaskólaniun ný eða lengur en nökkur annar flokkur á þessir öld. Var al- mennt gert ráð fyrir stór- sigri Verkamannaflokksins, og vönduð sjónprufunartæiki, sem eiga áreiðanlega e-ftir að koma í góðar þarfir -fyrir sigl- firzk-a skólaæsku. Tæki þet-ta var gefið skólanum í tilefni af 80 ára afmæli skólans, sem blaðið gat ítarlega um fyrir skemmstu. ★ Aðsetursskipti Blaðið be-fur v-erið beðið að minna þá, sem -skip-t hafa um aðsetur (heiimilisfang), á að til- kynna aðsetursskipti á -þar til gerðum eyðublöðum, sem fást á bæ járskri f-stof u n n i. ★ Sjötugur. Magnús Magnússson, verka- maður, Norðurgötu 17 hér í bæ, varð sjötugur 24. sepl. sl. Blað- ið sendir honum og fjölskyldu hans beztu afmælisóskir. „Baráttuglaðir og þolgóðir og léku margir vel" iSvo se-m frá var skýrt í síðasta tbl. Siglfirðings, varð Knattspyrnufélag Si-glufjarð- ar Norðurlandsmeistari í knattspyrnu 1964, eftir harð an úrslitaleik við Þór á Ak- ureyri, sem lauk með 3 mörík um gegn 1, Siglfirðingum í vil. Yfirskrift þessara lína er tekin úr leitodómi -blaðsins „Islendingur" á Akureyri, en þar segir m.a. svo um Siglufjarðarliðið: „Þeir eru baráttuglaðir og þolgóðir, og léku margir vel, eintoum mið herjinn, hægri innherji, markvörður og miðvörður." Fer blaðið lofsamlegum orð- um um Siglufjarðarliðið, sem, þrátt fyrir erfiða að- stöðu til æfinga, o-g mitolar annir í starfi sumarmánuð- ina, hef-ur nú try-ggt garnla, góða Siglufirði meistaratitil í norðlenzkri iknattspyrnu 1964. Siglfirðingur vill nota þetta tækifæri til að þa-ktoa knattspyrnumönnunum frá- bæra frammistöðu, nú sem oft áður, og árna þeirn alls velfarnaðar í bráð og lengd. Föstudagsflug til Siglufjarðar Gestur Fanndal, kaupm., hefur tjáð blaðinu, að Vest- urflug (eigandi ísafjarðar- flugvélarinnar) vilji fljúga hingað hvern föstudag í vet- ur, þegar veður leyfir, ef tryggt sé að flugbrautin verði rudd af snó. Umrædd vél er 5 farþega, er tveggja hreyfla og hefur mikinn flughraða. Hún er Framhald á 3. síðu

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.