Morgunblaðið - 23.05.2011, Page 1

Morgunblaðið - 23.05.2011, Page 1
M Á N U D A G U R 2 3. M A Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  119. tölublað  99. árgangur  BÚVÍSINDI OG ÞJÁLFUN HEILLA DÚXA ANNA ÚRSÚLA EFTIRSÓTT ERLENDIS NÝ PLATA MEÐ LADY GAGA MÖRG LIÐ ÍÞRÓTTIR GAGA HEIMUR 35FRAMTÍÐIN 6 OG 8 Eldstöðin í Grímsvötnum sýndi klærnar í gær er ösku rigndi yfir stóran hluta landsins, allt frá Eyjafjarðarsveit til Reykjaness og Reykjavíkur. Á helsta áhrifasvæði gossins, á Kirkjubæjar- klaustri og í nærsveitum, var fólk hvatt til að halda sig innandyra þegar verst lét enda sást ekki út úr augum fyrir þykkri öskunni. Þeir sem þurftu að fara út voru með rykgrímur fyrir vitum en björg- unarsveitarmenn fóru á milli bæja og dreifðu þeim. Mest voru á annað hundrað björgunarsveit- armanna að störfum í einu. Dæmi eru um að barnafjölskyldur hafi komið sér í burtu af öskusvæðinu. „Ég hélt að maður væri búinn með kvótann,“ sagði Þórarinn Eggertsson, bóndi í Hraungerði í Álftaveri. Álftaver er austan við Mýrdalssand og því í útjaðri öskufallssvæðisins. Það fékk sinn skammt af öskufalli í gosinu í Eyjafjallajökli í fyrra. Þegar rofaði til eftir hádegið beindist athygli íbúanna að skepnunum. Bjarga fé í hús eða að hús- um og gefa hey og hreint vatn. Heyra mátti sárt jarm nýborinna lamba sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Öskufallið hefur áhrif á störf fleiri stétta en bænda og þegar er farið að bera á afbókunum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og er óttast að þeim rigni yfir í dag. Ólíklegt er að aska úr Grímsvötnum komi til með að raska flugumferð í Evrópu í dag en ekkert var flogið yfir Íslandi í gær. Askan raskaði dag- legu lífi fólks. Áhrifin gætu orðið verri í dag og næstu daga. Morgunblaðið/Eggert Sótsvartur Bændur í Álftaveri fengu ösku ofan í ösku því öskulagið frá Eyjafjallagosinu var ekki horfið. Örvar Egill Kolbeinsson óð um í ösku og ryki þegar hann vitjaði lambánna. Grímsvötnin gretta sig  Tífalt öflugra eldgos en það sem varð í Eyja- fjallajökli á síðasta ári  Ólíklegt talið að askan úr sprengigosinu raski flugumferð í Evrópu  Gríðarlegt öskufall og dæmi um að barnafjöl- skyldur hafi flúið svæðið Spá um dreifingu öskuskýs Sýnd er spá fyrir öskudreifingu undir 20.000 feta hæð. Spáin er gefin út kl. 18.22 í gær og á við kl. 12 á hádegi í dag. Grænland Ísland Noregur Bretland Svalbarði Jan Mayen Heimild: Breska Veðurstofan.  Askan föst í hægum vindi 2  Öskuský á örskotsstundu 4  Tífalt öflugra gos 12-13  „Þetta er viðbjóður“ 14-15  Virkasta eldstöðin 16-17 Sprengigos í Grímsvötnum Sigurlaug Linnet er 17 ára áhuga- ljósmyndari sem tók á laugardag- inn mynd af gosinu í Grímsvötnum þar sem hún stóð á hlaðinu heima hjá sér. Í gær birtist myndin síðan í mörgum helstu fjölmiðlum heims, t.d. New York Times, Huffington Post, Le Monde, El Pais, BBC, Die Zeit og Sky News. Myndin birtist fyrst með frétt á mbl.is sem var lesin 240 þúsund sinnum á tæpum sólarhring. »6 Ljósmynd/Sigurlaug Linnet Heimsfræg ljósmynd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.