Morgunblaðið - 23.05.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.2011, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2011 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Bodrum Tyrklandi 11. júní í 10 nætur Kr. 139.900 – 10 nætur með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2- 11 ára, á Hotel Royal Palm Beach Hotel ***+ í 10 nætur með „öllu inniföldu“. Verð m.v. 2 fullorðna og 1 barn kr. 139.900. Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 149.900. Aukagjald fyrir einbýli kr. 31.900. Frá aðeins 134.900 með „öllu inniföldu“ Góð gisting - Royal Palm Beach Hotel ***+ Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum í 10 nátta ferð til Bodrum í Tyrklandi 11. júní. Í boði er frábært sértilboð á Royal Palm Beach Hotel ***+ með „öllu inniföldu“ á ótrúlegum kjörum. Royal Palm Beach Hotel er gott og vel staðsett hótel sem býður fjölbreytta þjónustu og góðan aðbúnað. Gríptu þetta einstæða tækifæri og skelltu þér í frábæra ferð til Bodrum og njóttu lífsins á hreint ótrúlegum kjörum. Aðeins örfá herbergi í boði - bókaðu strax! Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Loftrými yfir Íslandi var lokað í gær vegna gossins í Grímsvötnum. Tekin var ákvörðun um að loka Keflavíkur- flugvelli kl. 8.30 í gærmorgun eftir að óhagstæð öskuspá barst frá al- þjóðaflugumferðarstofnuninni á Bretlandi og skömmu seinna, eða rétt fyrir kl. 10, var einnig búið að aflýsa öllu flugi innanlands. Flugfélag Íslands felldi niður allt innanlandsflug í gær og sagði að ákvörðun um flug í dag yrði tekin nú í morgun. Flugfélagið Ernir gerði ekki ráð fyrir að skoða flug fyrr en í hádeginu í dag. Það þótti snemma ljóst að litlar líkur yrðu á því að Keflavíkurflug- völlur yrði opnaður á ný í gær og sendi Icelandair frá sér tilkynningu strax í gærmorgun þar sem sagði að allt flug yrði fellt niður þann daginn. Seinnipart dags tilkynnti félagið síð- an að allt flug fyrir hádegi í dag yrði einnig fellt niður. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, sagði í gær að framhaldið yrði skoðað nú í morgun en vonast væri til að flug gæti hafist á hádegi. Alls hefðu 37 flugferðir verið felldar niður en um 6000 manns hefðu verið bókaðir í þær vél- ar. Annríki í þjónustuverum „Það er stóra verkefnið í svona málum að leysa úr óskum og þörfum hjá hverjum fyrir sig og fólk á rétt á aðstoð og endurgreiðslu og þess háttar,“ sagði Guðjón en félagið hvatti farþega til að fylgjast vel með fréttum og var gripið til sérstakra ráðstafana til að aðstoða þá sem á þurftu að halda. „Það voru kallaðir út í morgun tugir starfsmanna sem eru búnir að standa vaktina í allan dag. Þjónustu- verið verður opið fram eftir kvöldi og svo opnum við aftur snemma í fyrramálið,“ sagði Guðjón. Fjórar ferðir voru felldar niður hjá Iceland Express í gær en Matt- hías Imsland, framkvæmdastjóri fé- lagsins, sagðist í gærkvöldi vongóð- ur um að Keflavíkurflugvöllur yrði opnaður einhvern tímann á milli kl. 12 og 18 í dag og þá yrði hægt að hefja flug frá Evrópu en allar vélar félagsins voru erlendis í gær. Morg- unferðir dagsins í dag hefðu því ekki verið felldar niður en yrði seinkað. Uggandi í Bretlandi „Það er allt fyrirtækið búið að vera í vinnu í dag. En það eru ekki komin nein stórvægileg viðbrögð frá útlöndum enn, þannig að maður er að gæla við að verði þetta ekki verra en orðið er þá komi þetta ekki til með að hafa stórvægileg áhrif á ferðaþjónustuna,“ sagði Matthías. Í gær var ekki vitað til þess að gosið hefði haft áhrif á flug annars staðar í Evrópu en í Bretlandi voru menn þó uggandi yfir því að með breyttri vindátt gætu öskuský borist í átt að norðurhluta Skotlands í kvöld eða á morgun. „Á þessari stundu er útlitið þann- ig að ef eldfjallið heldur áfram að gjósa með sama afli og til þessa gæti Bretland átt á hættu að fá eldfjalla- ösku til sín síðar í vikunni,“ sagði Helen Chivers, talsmaður bresku veðurstofunnar, í samtali við Gu- ardian í gær. Hvenær eða í hvaða mæli væri ómögulegt að segja til um.  Loftrými yfir Íslandi lokað í gær  Þúsundir farþega áttu bókað far í tugum ferða sem felldar voru niður  Enn engin áhrif á flug annars staðar í Evrópu  Öskuský gætu borist til Bretlands í kvöld Ekkert flogið vegna eldgossins Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Lokað Það var tómlegt í Leifsstöð í gær þegar völlurinn var lokaður. VIÐTAL Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Öskumistur tók að færast yfir Hunkubakka skammt frá Kirkju- bæjarklaustri, nokkrum klukku- stundum eftir að eldgosið hófst á laugardagskvöld. „Um tíu eða hálfellefu, þá var orðið mistur hérna. Þá sáum við að það var eitthvað að byrja. Svo var þetta allt í lagi fram eftir nóttu. Um fimmleytið héldum við að þetta væri nú allt í lagi, en aðeins hálftíma seinna var komið myrkur,“ sagði Björgvin Harðarson, bóndinn á bæn- um, í gær. Björgvin sagði að um miðjan dag í gær, á milli tíu og tvö, hafi hann ekki getað séð á milli húsa á bænum. Myrkrið hafi verið slíkt að hann hafi rétt svo greint traktorinn sem var lagð beint fyrir utan fjárhúsið, þar sem hann vann hörðum höndum við að koma fénu í skjól í allan gærdag. Skyggnið við Hunkubakka var alls ekki gott þegar blaðamaður hitti Björgvin, en það var þó talsvert betra en það hafði verið stuttu áður. „Núna finnst okkur þetta bara mjög gott, en auðvitað er ástandið ekki gott. Það er rosalegt ryk hérna.“ Sjónarspilið var að sögn Björg- vins ótrúlegt þegar öskuskýið dró fyrir sólu. „Maður hefði ekki trúað því ef einhver hefði sagt að þetta gæti orð- ið svona. Maður var voða bjartsýnn í morgun, um fimmleytið, um að þetta yrði aðeins mistur – við höfum séð mistur oft hérna í Skaftárhreppi, þegar gerir austanátt þá er oft mist- ur hérna – en að það myndi verða svartamyrkur, maður hefði ekki trú- að því. Við urðum aðeins vitni að þessu í fyrra í Eyjafjallajökulsgosinu. En það var bara sýnishorn. Við fengum pínulítið niður á okkur og maður sá svona mökkinn. Maður gat bara ekki ímyndað sér hvað þetta gæti orðið rosalegt.“ Sauðburði lauk fyrir nokkru á Hunkubökkum, þannig að um helm- ingur fjárins var kominn úr fjárhúsi þegar tók að gjósa. „Það voru eitthvað um 250 ær inni í húsinu. Þá var um helmingur af fénu kominn út. Við erum með fimm hundruð fjár hérna. En við erum bú- in að ná utan um allt saman. Við er- um komin með hluta af því í lögrétt og erum að fara með það í fjárhús hér á næstu jörð. Þannig að í kvöld ætti allt að vera komið í húsaskjól.“ Björgvin kvaðst ekki hafa skynjað mikinn óróleika hjá búfén- aðinum. „Það var ekki mikill æsingur í fénu, það var rólegt og vildi bara komast heim. Því sem er komin hér inn líður vel,“ sagði Björgvin og benti inn í fjárhúsið fyrir aftan sig. Bóndinn játaði að dagurinn hefði verið erfiður. „Við vitum ekki framhaldið. Hvað tekur við? Þeir segja sumir að síðasta stóra gos hafi staðið yfir í sjö mánuði. Reyndar var ekki öskufall í svo langan tíma en þetta er auðvitað ekki góð staða. Heyið sem við eigum – jú, við getum kannski gefið í svona einn og hálfan mánuð en þá fer okk- ur að vanta hey. En ég vona að það verði nú ekki svo slæmt.“ „Hálftíma seinna var komið myrkur“  Öskuský dró fyrir sólu á örskotsstund  Gosið í Eyja- fjallajökli sýnishorn miðað við í Grímsvötnum, segir bóndi Morgunblaðið/Ernir Skyggni ekkert Björgvin Harðarson bóndi á Hunkubökkum rétt greindi traktorinn á hlaðinu þegar askan var sem þéttust. til að horfa á myndskeið sem sýnir ástandið á bænum Hunku- bökkum á Suður- landi. Skannaðu kóðann Sprengigos í Grímsvötnum „Þetta hefur verið mjög langur og strembinn dagur. Maður er bara orðinn hálflúinn,“ sagði Guð- mundur Kristján Ragnarsson úr Björgunarsveitinni Víkverja í Vík, þegar blaðamaður náði tali af hon- um í gærkvöldi. Hann var þá á leið á vakt við lokun á hringveginum við Höfðabrekku rétt austan Víkur. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að undir kvöld lauk hann langri vakt sem hófst með útkalli snemma í gær- morgun. Þá barst beiðni um aðstoð við smölun á Kirkjubæjarklaustri. „Þegar við fórum að nálgast Klaustur var orðið það dimmt að maður sá ekki stikur, vegkanta eða eitt eða neitt,“ segir Guðmundur. „Manni leið bara eins og á dimmri vetrarnótt.“ Að smöluninni lokinni rak eitt útkallið annað. „Við feng- um beiðni um aðstoð niðri í Land- broti og Meðallandi [í Skaftár- hreppi], en þar aðstoðuðum við við að koma hestum á hús í Hátúni. Svo sátum við þar föst í klukkutíma áð- ur en við fórum aftur á Klaustur,“ segir Guðmundur, en á meðfylgj- andi mynd sýnir hann öskudýptina í Landbroti. Tekið var að skyggja í Vík í gær- kvöldi og áætlaði Guðmundur að skyggnið væri 500 metrar hið mesta. „Við upplifðum þetta hérna í fjórar vikur á síðasta ári. Ég stóð allan tímann í því gosi. Það er svo- lítið meira en að segja það að standa í þessu,“ segir Guðmundur. Sáu ekki stikur eða kanta  Langar vaktir hjá björgunarsveitum Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Aska Guðmundur Kristján Ragn- arsson mælir þykkt öskulagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.