Morgunblaðið - 23.05.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Loftrýmið yfir landinu verður lokað
allri flugumferð svo lengi sem veður-
spár gefa vísbendingar um að
ástæða sé til. Samt er mikilvægt að
taka bara einn dag í einu því staðan
getur breyst hratt. Á sex stunda
fresti fáum við útreikninga frá Eng-
landi um þróun vindátta á Norður-
Atlantshafinu auk þess sem kraftur
gossins er talsvert minni nú en var í
upphafi,“ segir Kristín Her-
mannsdóttir, veðurfræðingur á Veð-
urstofu Íslands. Hún ásamt fleiri
sérfræðingum fór yfir stöðu mála
viðvíkjandi gosinu í Grímsvötnum á
fundi síðdegis í gær.
Skotvindurinn er sunnar
Fundinn sóttu meðal annars
fulltrúar erlendra sendiráða hér á
landi. Þeir spurðu margs – meðal
annars um stöðu ferðamanna þjóða
sinna hér á landi og hvort líkindi
væru til að aska úr Grímsvötnum
gæti raskað flugumferð í Evrópu,
með líku lagi og í gosinu í Eyjafjalla-
jökli á síðasta ári. Kristín Her-
mannsdóttir telur svo ekki vera, að
minnsta kosti ekki enn sem komið
er. Hún bendir á að í 30 þúsund feta
hæð yfir landinu, en það er algeng
flughæð farþegaþotna, sé hringrás
vindanna mjög hæg þessa stundina
og lítil hreyfing á loftinu. Þá séu svo-
nefndir skotvindar; þau reginöfl sem
feyktu Eyjafjallaöskunni í fyrra héð-
an og að meginlandi Evrópu, mun
sunnar en þá var.
„Mér sýnist á kortunum að nú sé
skotvindurinn suður við Bretland,
um það bil á 50. gráðu norðlægrar
breiddar og mun hann því ekki hafa
nein áhrif á útbreiðslu gosöskunnar
að svo komnu máli, auk heldur sem
norðlægir og austlægir vindar verða
ráðandi hér við land næstu sólar-
hringana. Það má í raun segja að við
séum föst í öskunni úr Grímsvötn-
um,“ segir Kristín sem telur ekki
loku fyrir það skotið að millilanda-
flug geti hafist um Egilsstaði síðdeg-
is í dag, mánudag, enda gæti áhrifa
öskufalls minna á Austurlandi en
annars staðar. Hvort völlurinn
eystra opnast, ætti að skýrast nú í
morgunsárið.
Askan er föst í hægum vindi
og berst því ekki til Evrópu
Morgunblaðið/Ómar
Aska Kristín Hermannsdóttir útskýrir öskudreifingu fyrir erlendum sendifulltrúum á fundi síðdegis í gærdag
Hugsanlega verður hægt að opna flugvöllinn á Egilsstöðum fyrir umferð í dag
Eldgosið í Gríms-
vötnum varð til
þess að nokkur
afföll urðu á
gestum í fimm-
tugsafmælis-
veislu Magnúsar
Tuma Guð-
mundssonar í
fyrrakvöld.
Magnús er sem
kunnugt er jarð-
eðlisfræðingur og einn helsti eld-
fjallasérfræðingur landsins. Koll-
egar Magnúsar Tuma úr þeim hópi
voru gestir í afmælinu og týndu töl-
unni þegar fréttir af gosinu bárust.
„Það hefði ekki verið gott ef ég
hefði skrópað í eigin afmæli,“ segir
Magnús Tumi spurður um þessa til-
viljun. Hann hafi afráðið að sleppa
því einfaldlega að hugsa um gosið
og skemmta sér þess í stað í veisl-
unni. Hann flaug síðan og skoðaði
gosið í gærmorgun.
„Ég held ekki upp á fimmtugs-
afmæli nema einu sinni á ævinni.
Þetta er hins vegar fjórða Gríms-
vatnagosið sem ég fylgist með,
þannig að ég ákvað að láta afmælið
hafa forgang,“ segir Magnús Tumi.
„Það er náttúrlega hópur fólks sem
vinnur að þessum rannsóknum og
eftirliti. Maður er bara einn hlekk-
ur í þeirri keðju, og sá hlekkur
mátti vel missa sín í gær,“ bætir
hann við í léttum dúr.
Tók afmælið
fram yfir enn eitt
Grímsvatnagosið
Magnús Tumi
Guðmundsson
Ungi drengurinn, sem fluttur
var á Landspítalann á laug-
ardaginn eftir að hann fannst á
botni sundlaugarinnar á Sel-
fossi, er látinn.
Endurlífgun hófst um leið og
hann fannst og var drengurinn,
sem var á sjötta aldursári,
fluttur til Reykjavíkur með
hraði. Hann lá þar þungt hald-
inn í öndunarvél á gjörgæslu-
deild Landspítalans, en lést svo
í gær.
Drengurinn
látinn
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa
haft í nógu að snúast frá því að gos
hófst í Grímsvötnum á laugardag.
Mest voru á annað hundrað björg-
unarsveitarmanna að störfum í einu
í gær, að sögn Ólafar Snæhólm
Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa
Landsbjargar. Dagurinn gekk stór-
slysalaust fyrir sig.
Í mörg horn að líta
Í fyrstu var einkum um að ræða
björgunarsveitir af mesta öskufalls-
svæðinu, og þar í kring, en þegar
líða tók á daginn bárust liðsauki og
afleysingar lengra að. Þá var enda
farið að draga af þeim sem höfðu
verið að störfum frá því kvöldið áð-
ur. Ólöf segir að í mörg horn hafi
verið að líta. „Þeir voru náttúrlega í
alls kyns tilfallandi verkefnum, til
dæmis að manna lokunarpósta, að-
stoða bændur og búalið og dreifa
grímum.“ Þá hafi björgunarsveit-
arfólk farið heim að bæjum til þess
að ganga úr skugga um að allt væri í
lagi og einfaldlega til þess að láta
vita að aðstoð væri til staðar, ef
nauðsyn krefði. Tveir brynvarðir
bílar, annar frá Björgunarsveitinni
Kára í Öræfum, hinn frá Björg-
unarsveit Akraness, hafa verið not-
aðir til þess að keyra um í mesta kóf-
inu. „Þetta eru næstum einu bílarnir
sem ráða við það án þess að eiga á
hættu að skemmast,“ segir Ólöf, en
bílarnir eru búnir öflugu loftræsti-
kerfi og síubúnaði. Þá var farið með
vísindamenn upp á jökul í Bola, snjó-
bíl Hjálparsveitar skáta í Reykjavík.
Rólegt í nótt eftir langan dag
Í gær var björgunaraðgerðum
stjórnað úr þremur stjórnstöðvum, á
Hellu, Höfn og Kirkjubæjarklaustri.
Undir kvöld var verið að draga sam-
an starfsemi á fyrrnefndu stöðv-
unum tveimur, en „allt í fullum
gangi“ á Klaustri, að sögn Ólafar.
Hún átti þó ekki von á því að mikið
yrði um að vera í nótt og bjóst við að
björgunarfólk legðist til hvílu þegar
heimamenn gerðu það. Hún segir
fólk almennt hafa tekið tilmælum
um að halda sig heima vel, og ekkert
„túristavandamál“ sem tefji eða
trufli önnur störf björgunarfólks.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Allir inn Á bænum Hátúnum í Landbroti voru hrossin tekin á hús vegna gríðarlegs öskufalls í gær. Eins og sjá má
umlukti öskukóf bæinn og því ekki hægt að vera utandyra án þess að setja upp hlífðargleraugu og öndunargrímu.
Grímur nauðsynlegar á öskudegi
Á annað hundrað björgunarsveitarmanna var að störfum í gær, en allt gekk stórslysalaust fyrir sig
Brynvarðir bílar notaðir til fólksflutninga og aksturs í öskukófi Tekið að róast undir kvöld í gær
2
brynvarðir bílar
voru notaðir við
fólksflutninga og
dreifingu örygg-
isbúnaðar í gær
100
björgunarsveit-
armenn hið minnsta
tóku þátt í aðgerð-
um vegna gossins á
Suðurlandi í gær
‹ ELDGOS ›
»
Í fyrstu öskusýnum úr Grímsvötnum hef-
ur ekki greinst mikið af efnum, eins og
flúor. Askan er hins vegar glerkennd og
getur haft særandi áhrif á slímhimnur í
öndunar- og meltingarfærum og því hef-
ur fólk á þeim svæðum þar sem áhrifa
gossins gætir helst verið hvatt til þess
að vera ekki utan dyra. Á blaðamanna-
fundi almannavarnadeildar ríkislög-
reglustjóra í gær kom fram að allt væri
gert til þess að tryggja öryggi fólks á áhrifasvæði gossins. Til að mynda
væri búið að tryggja varasamband vegna öryggisfjarskipta og almennra
fjarskiptakerfa og styrkja tækjahús á svæðinu.
Grímsvatnaaskan er glerkennd
FYRSTU ÖSKUSÝNIN RANNSÖKUÐ
Á gossvæðinu í gær.
Til að lesa nýj-
ustu fréttirnar á
mbl.is af áhrifum
eldgossins í
Grímsvötnum.
Skannaðu kóðann