Morgunblaðið - 23.05.2011, Page 8

Morgunblaðið - 23.05.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2011 Vinstri grænir héldu flokks-ráðsfund um helgina.    ÞingfréttaritariRíkisútvarps- ins var svo huppleg við Steingrím for- mann að augnablik leit út fyrir að hún teldi hann vera í Samfylkingunni.    Hún sá ekkert nema „sáttatón“sem forleik, stef og út- göngulag á fundinum.    Aðspurður staðfesti Stein-grímur formaður þetta.    Áhrifamiklir flokksráðsmennúr Hafnarfirði fluttu reyndar tillögur um að stjórnarskránni yrði breytt vegna þess að þrír fyrrverandi meðlimir í þingflokki VG vildu ekki lengur taka þátt í að svíkja öll helstu kosningaloforð og stefnumið VG.    Þeir hafnfirsku vildu að sam-þykkt yrði á fundinum sér- stakt bænaskjal til stjórnlagaráðs- ins sem Samfylkingin er með á sínum snærum til að lítilsvirða fyrir sig Hæstarétt landsins.    Það ráð skyldi tryggja aðbreytt yrði ákvæðum stjórn- arskrár þannig að þingmenn yrðu ekki lengur bundnir af samvisku sinni, loforðum til kjósenda og þeim stefnumiðum sem þeir hefðu fylgt heldur eingöngu fyrir- mælum flokksforystu sinnar.    Ríkisútvarpið hafði ekki heyrtannan eins sáttatón síðan Óðinn fréttastjóri Samfylking- arinnar rak Elínu Hirst svo hratt að hún náði ekki farðanum fram- an úr sér. Steingrímur J. Sigfússon Svakalegur sáttatónn STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.5., kl. 18.00 Reykjavík 9 léttskýjað Bolungarvík 1 snjókoma Akureyri 2 alskýjað Kirkjubæjarkl. 6 alskýjað Vestmannaeyjar 7 alskýjað Nuuk -2 slydda Þórshöfn 8 skýjað Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 15 skúrir Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 22 léttskýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 12 léttskýjað Glasgow 12 skýjað London 18 heiðskírt París 22 skýjað Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 26 léttskýjað Vín 27 léttskýjað Moskva 22 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 26 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 18 þrumuveður Aþena 22 heiðskírt Winnipeg 16 alskýjað Montreal 17 alskýjað New York 13 alskýjað Chicago 26 léttskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:48 23:02 ÍSAFJÖRÐUR 3:21 23:39 SIGLUFJÖRÐUR 3:02 23:23 DJÚPIVOGUR 3:10 22:39 VIÐTAL Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þuríður Erla Helgadóttir, tvítug Kópavogsmær, útskrifaðist frá Menntaskólanum í Kópavogi síðast- liðinn föstudag og var dúx skólans með meðaleinkunnina 8,82. Þuríður fékk einnig 8 viðurkenningar, fyrir námsárangur í efnafræði, eðlisfræði, stærðfræði, jarðfræði, líffræði, við- urkenningu frá Háskólanum í Reykjavík fyrir góðan árangur í raunvísindum, styrk frá rótarýfélag- inu í Kópavogi og styrk úr sjóði í MK. „Ég hef mjög mikinn metnað,“ segir Þuríður um þennan góða ár- angur, hann náist ekki að sjálfu sér. „Ég eyði dágóðum tíma í að læra. Þetta er ekki meðfætt,“ bætir hún hógvær við. Þuríður segist ekki hafa haft neitt sérstakt markmið í huga en stefnan hafi alltaf verið sett á háskólanám, þá helst á nám í læknisfræði eða sjúkraþjálfun. Þær áætlanir hafi þó verið settar í salt í bili. Keppir á Evrópuleikunum „Ég hef alltaf verið mikið í íþrótt- um og er búin að vera að æfa crossfit í ár. Og nú stefni ég á að hefja nám í Keili í haust í ÍAK einkaþjálfun,“ segir Þur- íður. Um sé að ræða eins árs nám sem gæti reynst góður grunnur fyrir t.d. nám í sjúkra- þjálfun ásamt því að gagnast henni í crossfit- þjálfuninni. Þuríður leggur sama metnað í áhugamálið eins og námið og mun 3. júní næst- komandi keppa í liði Cross- Fit Sport á Evrópuleikunum í íþróttinni. Efstu þrjú liðin á Evrópuleikunum öðlast keppnisrétt á heimsleik- unum, sem haldnir verða í Los Ang- eles og þangað er stefnan sett. Lagaðist í hnjánum „Mamma mín og systir byrjuðu á undan mér að æfa. Ég var búin að vera í frjálsum áður en ég fór í cross- fit en var búin að vera meidd í hnján- um í þrjú ár og búin að fara í tvær liðþófaaðgerðir,“ segir Þuríður. Hún hafi varla getað hlaupið og verið komin með leiða á því að hjóla. Síðan hún byrjaði í crossfit sé hún hins vegar búin að vera fín í hnjánum. „Ég held að margir myndu segja að þetta væri ekki gott fyrir hnén, þetta er mikið af lyftingum og slíku. En ég held að þetta hafi bara styrkt vöðvana í kringum hnén. Þetta hefur allavega bara hjálpað mér.“ Dúxaði í MK og keppir í crossfit  Stefndi á læknisfræði eða sjúkraþjálfarann en ætlar nú í nám í einkaþjálfun  Segist hafa mikinn metnað og að námsárangur náist ekki að sjálfu sér Morgunblaðið/Ómar Viðurkenningar Þuríður var ekki bara dúx Menntaskólans í Kópavogi heldur voru henni veittar 8 viðurkenn- ingar fyrir frábæran námsárangur og hlaut hún einnig tvo styrki, sem eflaust munu koma sér vel. CrossFit er krefjandi líkamsrækt þar sem grunnatriðin eru tíu talsins: súrefnisvinnslugeta líkamans, þrek, styrkur, liðleiki, afl, hraði, samhæfing, nákvæmni, snerpa og jafnvægi. CrossFit vinnur með náttúrulegar hreyfingar líkamans og miðast æfingarnar við að vinna með sem flesta vöðva- hópa í einu og þjálfa þannig fólk til að beita líkamanum á sem best- an hátt, sem bæði fyrirbyggir meiðsli og stuðlar að hámarks- afköstum. Æfingunum má skipta gróflega í þrjá flokka: lyftingar með hand- lóðum, stöngum, þungum boltum, ketilbjöllum o.fl. Æfingar með eig- in líkama svo sem kviðæfingar, armbeygjur, upphífur, hnébeygjur o.fl. Þolæfingar svo sem hlaup, róður, sipp, hopp, sund og fleira. Hvað er CrossFit? KREFJANDI LÍKAMSRÆKT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.