Morgunblaðið - 23.05.2011, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2011
✝ Þóra Elín Þor-valdsdóttir
fæddist á Sauð-
árkróki 19. júlí
1990. Hún lést í
Reykjavík 12. maí
2011. Foreldrar
hennar eru Kristín
Snorradóttir, f. 19.
október 1963 og
Þorvaldur Einar
Þorvaldsson, f. 17.
október 1964, bú-
sett á Sauðárkróki. Foreldrar
Kristínar eru Margrét Helga
Kristjánsdóttir, f. 7.8. 1933 og
Snorri Sigbjörn Jónsson, f. 9.9.
1926. Foreldrar Þorvaldar eru
Jenný Marta Kjartansdóttir, f.
3.4. 1936 og Þorvaldur Þorláks-
son, f. 21.9. 1919, d. 17.12. 1992.
Bræður Þóru Elínar eru Jón Þór
Þorvaldsson, f. 11.9. 1992 og
Einar Logi Þorvaldsson, f.
26.12. 1995.
Þóra Elín lætur
eftir sig ungan son,
Jóhann Einar Ax-
elsson, f. 5.10. 2008.
Þóra Elín ólst
upp hjá foreldrum
sínum og bræðrum
á Sauðárkróki til 16
ára aldurs. Þá lá
leið hennar til höf-
uðborgarinnar. Þar
bjó hún um tíma hjá
vinum og ætt-
ingjum, við nám og störf. Árið
2007 flutti Þóra Elín aftur til
Sauðárkróks, stofnaði sitt fyrsta
heimili og eignaðist son sinn ári
síðar. Árið 2009 flutti hún til
Hafnarfjarðar þar sem hún
vann ýmis verslunar- og þjón-
ustustörf.
Útför Þóru Elínar fer fram
frá Sauðárkrókskirkju í dag, 23.
maí 2011, og hefst athöfnin kl.
14.
Það er ólýsanlega sárt að
kveðja barnið sitt sem unga
konu. Þó atburðir eða aðdrag-
andi andláts virðist stundum
ógnvekjandi eða skelfilegir, er
slíkt léttvægt miðað við þá til-
hugsun og þann veruleika að fá
ekki framar að faðma barnið
sitt, styðja það og styrkja í
gleði og sorg.
Þóra Elín er fædd inn í
trausta sambúð sem hafði stað-
ið barnlaus í 8 ár þegar hún
fæddist. Hún var því að vonum
sólargeisli, bæði elskuð og þráð
við fæðingu. Hún var afar fljót
til, lærði snemma að tala og
heillaði okkur foreldra sína
með dugnaði og útsjónarsemi
strax og hún hafði líkamlega
burði til. Örlítil písl raðaði hún
saman kökuboxum til að kom-
ast upp á eldhúsbekkinn. Hún
virtist alltaf finna ráð til að
framkvæma það sem hún ætl-
aði sér og til að komast þangað
sem hún vildi fara.
Sem barn þurfti Þóra Elín
gjarnan að skipuleggja hlutina
mikið og vel, þannig að bæði
tíminn, tilefnið og gestirnir
voru oft og tíðum farnir þegar
yfir lauk. Þóra Elín hafði alla
tíð afar sterka réttlætiskennd.
Hún sá sig knúna til að verja
ólíklegustu hluti og einstak-
linga af því að henni fannst á
þá hallað. Þá skipti engu þó það
kæmi henni sjálfri stundum
illa.
Þóra Elín var mikil fé-
lagsvera og átti auðvelt með að
kynnast fólki, en hún féll illa í
hópinn á seinni stigum grunn-
skólans og átti þar erfitt upp-
dráttar.
Eftir móður sinni tók hún á
unglingsárum upp mikinn
áhuga á skyldfólki sínu. Hún
vissi af og hafði samband við
ótrúlega breiðan hóp ættingja
sinna. Þessi áhugi náði einnig
til þeirra sem höfðu kvatt þetta
líf á undan henni. Hún bar
mikla virðingu fyrir því fólki og
heimsótti það gjarnan með
blómum og hlýjum hugsunum.
Þóra Elín fór snemma að heim-
an og hugsaði um sig sjálf. Það
var okkur ekki gleðiefni, en við
völdum frekar traust samband
við dóttur okkar en boð og
bönn sem hefðu getað leitt til
vinaslita.
Eftir dvöl við nám og störf í
Reykjavík flutti Þóra Elín aftur
á Sauðárkrók og stofnaði sitt
fyrsta heimili, ásamt sambýlis-
manni sínum. Þau eignuðust
son sinn eftir stutta sambúð, en
ári síðar fluttu þau til Hafn-
arfjarðar eftir ódrengilegt mót-
læti sem þau urðu fyrir og
fundu ekki aðra lausn á. Þóra
Elín vann eftir þetta ýmis
verslunar- og þjónustustörf.
Hún hafði mikinn áhuga á fé-
lagsskap ungra mæðra í Hafn-
arfirði og hafði ánægju af þeim
samskiptum.
Traust samband Þóru Elínar
við okkur foreldra sína slitnaði
aldrei og við móður sína átti
hún dagleg samskipti fram á
síðasta dag. Í þessum sam-
skiptum reyndi stundum á þol-
inmæði móður, sem alltaf gaf
sér þó tíma til að leiðbeina og
hvetja. Seinnipart dagsins sem
líf Þóru Elínar endaði með
sviplegum hætti, voru þær
mæðgur í símasambandi. Hún
hafði átt góðan dag með
drengnum sínum og föður hans.
Hún kvaddi móður sína glöð í
bragði. Þóra Elín var yndisleg
dóttir sem er sárt saknað. Það
að eiga jákvæðar minningar um
samskipti sín við látinn vin er
öllu öðru betra og það hlýjar og
huggar okkur í dag.
Hvíldu í friði, ljósið okkar.
Mamma og pabbi.
Aðgát skal höfð í nærveru
sálar, þær eru allar neistar frá
sömu sól. Lífið er eins og að
spila á spil, sagði Steinn Stein-
arr. Fyrir rúmum tuttugu árum
kom lítil stúlka til okkar í þenn-
an heim og var skírð Þóra Elín.
Þessi skínandi gimsteinn ólst
upp hjá ástríkum foreldrum.
Nú kveð ég þig með söknuði og
þakka þína endalausu hlýju og
kærleik.
Þegar ég verð á leiðinni yfir
landamærin og þú færð að
heyra af því veit ég að þú segir:
Já, það er ekkert mál, ég fer að
taka á móti ömmu minni. Ég
bið Guð að vernda litla soninn
þinn um alla framtíð. Guð
blessi og styrki okkur öll.
Angrið sækir okkur tíðum heim
sem erum fávís börn í þessum
heim
við skynjum fátt, en skilja viljum
þó
að skaparinn oss eilíft líf til bjó,
að upprisan er öllum sálum vís
og endurfundir vina í paradís.
(Guðrún Jóhannsdóttir frá
Brautarholti.)
Takk fyrir allt, elsku ömmu-
stelpan mín.
Jenný Kjartansdóttir.
Þú, Guð, sem stýrir stjarna her
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
Þetta erindi úr sálmi las ég
alltaf á kvöldin með bænunum
fyrir börnin mín. Það getur oft
verið erfitt að trúa því að Guð
stjórni veröldinni, og í straumi
lífsins ber því miður marga af
leið, þrátt fyrir sterka hönd
Guðs. Hræðilegt slys hefur orð-
ið, líkt og bílslys, algjörlega
ófyrirsjáanlegt og systurdóttir
mín lést í slysinu. Óvænt og
ótímabært fráfall setur okkur
öll hljóð.
Þóra Elín og Árni sonur okk-
ar voru á sama ári. Ein af
fyrstu minningum mínum um
hana er þau voru um eins árs
aldur. Hann var farin að ganga
en hún var þung á sér og skreið
um, og notaði hvert tækifæri til
þess að hanga aftan í honum.
En vegna þess hvað hún var
þung þá komst Árni ekkert
áfram með hana aftan í.
Þegar hún var níu ára voru
þeim systkinunum öllum gefnar
1500 krónur hverju. Þóra Elín
fór með sinn pening í Hlíð-
arkaup og keypti kex fyrir all-
an peninginn. Hún sagðist hafa
keypt kex til að eiga með
kaffinu, það væri gott að eiga
það ef einhver kæmi í heim-
sókn. Þetta var ekta Þóra Elín.
Hún reddaði sér með alla hluti,
hvort sem um var að ræða
varahluti í bíla, bílaviðgerðir,
hún fann hagkvæmustu leiðirn-
ar í öllu, smá-vesen en allt þess
virði.
Ég hef aldrei kynnst betra
sambandi móður og dóttur en
þeirra Kristínar og Þóru El-
ínar. Þær töluðu saman dag-
lega. Hún fékk mikinn stuðning
frá foreldrum sínum og bræðr-
um, þau hvöttu hana og studdu
í öllu því sem hún tók sér fyrir
hendur. Þrátt fyrir allt það
góða í Þóru Elínu þá átti hún
erfitt uppdráttar í skóla. Hún
var öðruvísi, kannski bara of
góð, hún féll ekki inn í hópinn.
Mér er það mjög minnisstætt
þegar hún var í 10. bekk og fór
ekki í bekkjarferðina til Dan-
merkur af því að hún átti ekki
vini í bekknum. Sorglegt. En
þrátt fyrir þetta talaði hún
aldrei illa um neinn og bar ekki
kala til nokkurrar manneskju.
Elsku Þóra Elín, ég skil það
núna af hverju þú ert búin að
gera svo margt, þér var greini-
lega ætlað annað og þú hafðir
lítinn tíma. Nú ert þú farin í
ferðalag og átt marga vini.
Valdi afi hefur örugglega verið
fremstur í röðinni og tekið
brosandi á móti litlu dúllunni
sinni sem var honum svo kær.
Að lokum, elsku Þóra Elín.
Ég hef verið þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að kynnast Jó-
hanni Einari, litla gullmolanum
þínum, ennþá betur í liðinni
viku. Við höfum fundið fyrir
nærveru þinni og það hefur
hjálpað okkur. Ég get fullviss-
að þig um að hann er umvafinn
ást og hlýju. Þessi yndislegi
litli drengur sem er geðgóður
og alltaf brosandi eins og þú
varst, er nú móðurlaus, en á
góða fjölskyldu sem mun sjá
um að framtíð hans verði
tryggð eins og honum er fyrir
bestu.
Ég og fjölskylda mín þökk-
um Þóru Elínu samfylgdina og
biðjum góðan Guð að varðveita
hana. Elsku litli Jóhann Einar,
Kristín, Þorvaldur, Jón Þór og
Einar Logi. Megi góður Guð
styrkja ykkur í þessari miklu
sorg og veita ykkur styrk til að
horfa fram á veginn því við vit-
um að það hefði verið vilji Þóru
Elínar.
Guðný Snorradóttir.
Þar sem englarnir syngja sefur
þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Með þessum fallegu orðum
langar okkur að kveðja Þóru
Elínu, systurdóttur okkar. Þóra
Elín var engri lík. Dugleg og
vinnusöm og umfram allt hjálp-
söm. Hún mátti ekkert aumt
sjá og var alltaf boðin og búin
að rétta öðrum hjálparhönd og
gleymdi þá jafnvel sjálfri sér.
Hún var mjög fjölskyldurækin
og hélt sambandi við margt af
sínu skyldfólki, ungt sem gam-
alt, um allt land.
En fallegast var samband
hennar við foreldra sína og
bræður. Heima hjá þeim hafði
hún ætíð fast land undir fótum
og gat leitað til þeirra með öll
sín mál. Ekki leið sá dagur að
hún hringdi ekki í mömmu sína
og jafnvel oft á dag. Erindið
þurfti ekki að vera brýnt, hana
langaði aðeins að heyra í henni.
Elsku Kristín, Þorvaldur, Jó-
hann Einar, Jón Þór og Einar
Logi. Guð veri með ykkur og
veiti ykkur styrk á þessum erf-
iðu tímum.
Helga, Þórunn og
fjölskyldur.
Að setjast niður og skrifa
eftirmæli um unga og flotta
stelpu finnst okkur ekki vera
eðlilegur þáttur í lífinu. Hvað
sem því líður er það staðreynd
að í dag er verið að bera til
hinstu hvílu frænku okkar, vin-
konu og heimiliskött. Þóra var í
miklum samskiptum við okkur
frá því hún var unglingur, það
minnkaði aðeins þegar hún og
Axel fóru að vera saman, en
varð svo meira þegar þau fluttu
í bæinn 2009. Þóra var ávallt
hress og kát og boðin og búin
til að gera allt fyrir alla. Okkur
líður eiginlega eins og að sím-
inn fari að hringja og á skján-
um standi Þóra Elín sem segir:
„hæ eruði heima á eftir?“ og að
við munum vakna upp af ljótum
draumi. En það gerist víst ekki,
heldur er það staðreynd að
Þóra Elín er komin á englahill-
una okkar.
Hryggðar hrærist strengur
hröð er liðin vaka
ekki lifir lengur
ljós á þínum stjaka …
Klukkur tímans tifa
telja ævistundir
ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir.
Drottinn veg þér vísi
vel þig ætíð geymi
ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Elsku Jóhann Einar, Kristín,
Þorvaldur, Jón Þór, Einar
Logi, Snorri, Kristbjörg og
Margrét, við vonum að þið finn-
ið styrk til að takast á við þá
miklu sorg og söknuð sem þið
glímið við og getið yljað ykkur
við góðar minningar um
mömmu, dóttur, systur og
barnabarn um ókomna tíð.
Þorgeir, Helena, Hlyn-
ur, Jóna María, Jón
Ingi og Gunnar Ingi.
Ég á engin orð, get ekkert
gert, ég verð bara að vera.
Elskuleg frænka mín er dáin
og minningarnar streyma um
hugann. Minningar um lífs-
glaða fallega stúlku sem alltaf
sá það góða og fallega í öðrum
en mætti því miður allt of oft
andstæðunni.
Þóra Elín var ákveðin stúlka
og aldrei tilbúin að játa sig
sigraða. Það kom berlega í ljós
þegar hún aðeins nokkurra
vikna gömul var óviðráðanleg
bæði pabba sínum og frænku
sem þó voru harðákveðin í að
mamman fengi að bregða sér
frá kvöldstund án dótturinnar.
Stuttu eftir að mamman fór
byrjaði stúlkan að gráta og
varð tvíeykinu ofviða að hugga
hana þrátt fyrir margskonar
tilraunir. Mamma varð að koma
heim og þurfti sú stutta ekki
annað en að heyra rödd hennar
í útidyrunum þá þagnaði grát-
urinn. Mamma var best og það
hélst allt að leiðarlokum.
Sjálfsbjargarviðleitnin kom
líka fljótt fram og frænka mín
var útsjónarsöm að finna leiðir
til að nálgast takmark sitt. Hún
var innan við tveggja ára þegar
hún bjó sér til stiga með kö-
kudunkum til að nálgast nammi
sem var geymt ofan á eldhús-
innréttingunni og að sjálfsögðu
virkaði stiginn og upp komst
hún. Eitt sinn langaði Þóru El-
ínu að taka þátt í söngvakeppni
á öskudaginn og enginn söng-
hópur henni opinn. Þá ákvað
hún að koma fram einsömul í
stað þess að leggjast í eitthvert
volæði og söng einsöng af
hjartans lyst og vann keppnina.
Þannig bauð hún áskorunum
lífsins birginn og sá alltaf nýjar
dyr opnast þegar einar lokuð-
ust.
Vinirnir voru á Suðurlandinu
og þangað fór hún en kom til
baka á heimaslóðir þegar von
var á gleðigjafanum hennar í
heiminn, honum Jóhanni Ein-
ari. Hann átti að fá að alast upp
nálægt móðurfjölskyldu sinni.
Þetta gekk eftir í nokkurn tíma
en þá sköpuðust aðstæður sem
urðu til þess að Þóra Elín flutti
til Hafnarfjarðar. Hún gætti
þess samt vel að drengurinn
hennar tengdist ömmu og afa á
Sauðárkróki tryggðaböndum þó
þau væru flutt suður yfir heið-
ar.
Þóra var hjálpsöm og gott að
leita til hennar því svarið var
alltaf: Já, ekkert mál, ég redda
því. Hún mátti aldrei neitt
aumt sjá, þá varð hún að hjálpa
til og fannst engin brekka of
brött til að leggja í. Þóra Elín
var félagsvera og dugleg að
heimsækja skyldfólk sitt. Síð-
asta heimsókn mín til hennar
var á tvítugsafmælinu hennar.
Við ruddumst inn til hennar ell-
efu saman, nýkomin frá útlönd-
um og Þóra Elín tók vel á móti
okkur. Boðsgestir afmælisveisl-
unnar mættu illa og höfðu ekki
séð sér fært að afboða sig svo
veisluborðið var hlaðið alls
kyns kræsingum sem undirbún-
ar höfðu verið af natni og kær-
leik.
Næstu skref í lífi Þóru El-
ínar áttu að liggja heim. Elsku
fallega frænkan mín stígur ekki
þessi skref og sorgin ríkir í
hjörtum okkar allra. En við
sem fengum að njóta þess að
þekkja hana eigum minningar
sem aldrei verða frá okkur
teknar.
Elsku, elsku Þorvaldur,
Kristín, Jón Þór, Einar Logi og
Jóhann Einar, ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi algóður guð vera
ykkur við hlið og styrkja á
þessari erfiðu göngu lífsins.
Jóhanna Þorvaldsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Sumarið er komið með birt-
una og eftirvæntinguna sem
fylgir komandi tímum. Eins var
frænku okkar Þóru Elínu farið,
eftirvænting eftir nýjum
áherslum í lífinu og þroska Jó-
hanns Einars og gleði við að
takast á við lífið framundan.
Enginn veit hvar eða hvenær
Drottinn tekur persónur út úr
jarðnesku lífi og færir þær til
nýrra heimkynna. Okkur finnst
að æskan ætti að vera ósnert-
anlegri í þeim skilningi og fyll-
umst því skilningsleysi og sorg
þegar ung kona sem sér fram á
sumar lífsins er skyndilega
hrifsuð frá okkur .
Þóra Elín systurdóttir okkar
var ein af þeim sem alltaf var
boðin og búin til hjálpar öðrum,
sama hverjar hennar eigin að-
stæður voru. Hún var glaðlynd
og dugleg og fór sínar eigin
leiðir. Hún var úrræðagóð og
kunni vel að bjarga sér. Hún
var ættrækin og heimsótti
gjarnan frændfólk sitt austur á
Héraði eða hvar sem var, vega-
lengdir voru ekkert vandamál.
Hún var í mjög sterku sam-
bandi við foreldrana og mús-
íkölsk eins og þeir. Við sitjum
vanmáttug gagnvart Drottni
okkar. Þóra Elín er farin til
annarra ættingja sem farnir
eru og heimsækir þá með bros-
ið sitt blíða. Jóhann Einar hef-
ur mikils misst við þetta hræði-
lega slys, móður og að sumu
leyti föður og er því heppinn að
amma hans og frænkur um-
vefja hann sínum örmum.
Elsku Kristín systir, Þor-
valdur, Jón Þór og Einar Logi,
megi Guð gefa ykkur styrk í
gegn um þessa erfiðu lífs-
reynslu með Jóhann Einar sem
tákn ljóssins sem lýsir fram á
veginn.
Kristján Björn, Anna
Jóna og fjölskyldur.
Þegar ég sit hérna úti á sjó
og óska þess að tíminn líði
hraðar svo ég komist í faðm
fjölskyldunnar fyllist ég sam-
viskubiti því tíminn er forrétt-
indi sem var rænt frá þér svo
samviskulaust í blóma lífsins.
Þegar maður er tvítugur er
tíminn það eina sem maður
heldur að nóg sé af.
Þótt minnið sé gloppótt man
ég þá tíma þegar ég brá mér í
gervi barnapíu og leit eftir þér
og bræðrum þínum. Ég minnist
þess hve lífsglöð og hamingju-
söm þið voruð og það gerði mér
starfið auðvelt og skemmtilegt
þrátt fyrir að bræður þínir hafi
augljóslega haft með sér sam-
ráð þar sem þeir fengu báðir
gat á hausinn í minni umsjá.
Oft er fólk fegrað í virðing-
arskyni þegar ævi þess er lok-
ið. Í þínu tilviki, Þóra mín, er
engin þörf á því. Þú varst eins
og þú komst fyrir; heiðarleg,
hugljúf, elskandi, treystandi,
góð mamma, dóttir, systir,
frænka og vinkona. Þú hefðir
aldrei gert flugu mein. Þú varst
góð manneskja, líkast til betri
en mörg okkar.
Ég fyllist eftirsjá þegar ég
hugsa til þess að ég missti svo
mikið sambandið við þig, Þóra
mín. Ég vildi að ég hefði kíkt í
kaffi til ykkar þegar þið voruð í
Birkihlíðinni áður en ég fór út
á sjó. Þá kannski hefði ég getað
kvatt þig á einhvern hátt. Sorg,
reiði og ráðleysi einkennir reik-
andi hugann á meðan ég reyni
að trúa því að þú sért farin.
Mér finnst eins og þegar ég
kem heim sértu loksins flutt
aftur á Sauðárkrók og komir til
með að líta til mín og Sæunnar
í heimsókn. Þó svo að ég viti að
það gerist ekki er samt hluti af
mér sem neitar að trúa að
heimurinn sé svona grimmur
og miskunnarlaus.
Heimurinn átti þig ekki skil-
ið, elsku Þóra mín. Ég ætla að
muna hvernig þú lifðir lífinu,
ekki hvernig þér var rænt frá
okkur. Því í söknuðinum get ég
glaðst yfir því að ég hafi fengið
að kynnast þér og fylgjast með
þér í gegnum árin. Ég get
glaðst yfir að muna þig með
brosið sem einkenndi þig.
Hvíldu í friði, elsku Þóra Elín.
Elsku fjölskylda, þið eigið hug
minn allan.
Birgir Smári Sigurðsson.
Æ Æ. Þetta var hræðilegt
símtal sem við fengum þetta
örlagaríka kvöld. Við vildum
ekki trúa þessum fréttum, og
gerum ekki enn, að þú værir
farin frá okkur. Það eru ekki til
þau orð sem geta lýst þeim sár-
um sem hjörtu okkar urðu fyrir
þetta kvöld, sem eiga eftir að
taka langan tíma að gróa.
Við sem höfðum verið að tala
saman kvöldið áður um nútíð
og framtíð, að þið ætluðuð að
flytja norður á Sauðárkrók og
þú værir komin með vinnu og
Jóhann Einar kominn með
pláss á leikskóla og allt var svo
bjart framundan. Litlu frænd-
urnir léku sér saman þetta
kvöld og þú gerðir grín.
Þín hlýtur að bíða stórt hlut-
verk sem þér er ætlað, úr því
þú varst tekin svona snemma
frá okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Kveðja.
Þórarinn, Guðrún, Guðjón
Hrafn og Ólafur Kolbeinn.
Þóra Elín
Þorvaldsdóttir