Morgunblaðið - 23.05.2011, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2011
✝ Valborg Jóns-dóttir fæddist
að Stóra-
Eyrarlandi Ak-
ureyri 13. nóv-
ember 1927. Hún
lést 14. maí 2011.
Foreldrar hennar
voru Jóhanna Hall-
grímsdóttir og
Hinrik Sigurður
Kristjánsson, f.
29.7. 1889, d. 29.8.
1927. Valborg var ættleidd
með konungsbréfi af Marsilíu
Jónsdóttur, f. 25.7. 1898, d.
16.3. 1992, og Jóni Guðmunds-
syni, f. 24.7. 1899, d. 10.7.
1936.
Sem barn bjó Valborg á
Stóra-Eyrarlandi, síðar á Pat-
reksfirði og í Reykjavík en þar
lést faðir hennar. Þær mæðgur
fluttust aftur norður. Valborg
lauk gagnfræðaprófi á Ak-
ureyri. Starfaði síðan hjá
Brauðgerð KEA þar til hún
giftist Lárusi Blómkvist Har-
aldssyni, búfræðingi og pípu-
lagningameistara, f. 10.12.
1925, d. 17.7. 1974 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jón Har-
aldur Stefánsson, f. 20.12.
1883, d. 21.6. 1958, og Anna
Jóhannesardóttir, f. 9.6. 1890,
d. 5.10. 1974. Valborg og Lárus
eignuðust sex börn. Þau eru: 1)
Anna Jóna, f. 29.9. 1950, gift
Jóni Baldvini Georgssyni, f.
arsdóttir. b) Gunnar Þór, f.
21.5. 1980. 4) Þórunn Marsilía,
f. 11.3. 1958, gift Sigurði Ingv-
arssyni, f. 14.10. 1956. Börn
þeirra eru a) Lárus Sigurð-
arson, f. 28.12. 1977, kvæntur
Henný Sigurjónsdóttur. Börn
þeirra eru Alexander og Mo-
nika. b) Tinna Sigurðardóttir,
f. 27.7. 1982. c) Valur Sigurð-
arson, f. 26.4. 1984. 5) Lárus
Valur, f. 1.3. 1959, kvæntur Lo-
uice Wallin Lárusson, f. 21.12.
1965. Dætur þeirra eru a) Maja
og b) Alva. Hann var áður
kvæntur Agnetu Viklund. Dæt-
ur þeirra eru Hanna og Emma.
6) Halldór Kristinn, f. 13.8.
1963, kvæntur Fanný Þórs-
dóttur. Sonur þeirra er Logi.
Einnig á Halldór soninn Rafael
Styrmi, móðir hans er Ragn-
heiður Pétursdóttir og fóst-
ursoninn Hauk Arnórsson.
Valborg var heimavinnandi
framundir 1970 að hún hóf af-
greiðslustörf á Akureyri. Hún
flutti með manni sínum til
Reykjavíkur 1972. Þar starfaði
hún við afgreiðslustörf en vann
síðar hjá Rannsóknarstofnun
iðnaðarins að Keldnaholti. Hún
bjó á Akranesi í nokkur ár
með Alfreð Kristjánssyni en
flutti síðar aftur suður og
starfaði síðast við eldhús Land-
spítalans. Síðustu fjóra mán-
uðina bjó hún á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Jarðarför Valborgar fer
fram í Fossvogskirkju í dag,
23. maí 2011, og hefst athöfnin
kl. 13.
12.3. 1948. Börn
þeirra eru: a) Guð-
mundur Helgi, f.
7.6. 1980, kvæntur
Katarinu Hegner.
Börn þeirra eru
Alexander Nói og
Petra. b) Oddný
Vala, f. 2.6. 1973,
gift Sigurði D.
Skúlasyni. Börn
þeirra eru Eva
Helga og Anton
Brimar. c) Jóhannes Baldvin, f.
25.10. 1979, kvæntur Helgu
Ágústsdóttur. Dætur þeirra
eru Steinunn Marsilía og Anna
Hrefna. 2) Guðmundur Logi, f.
4.6. 1982, kvæntur Helgu
Theodórsdóttur, f. 22.4. 1952.
Börn þeirra eru: a) Þórhildur,
f. 11.11. 1974, gift Helga Ólafs-
syni, f. 20.3. 1970. Dóttir
þeirra er Elfur. b) Vignir, f.
13.2. 1978, kvæntur Sönnu-
Liisu Immonen, f. 20.8. 1978.
Dætur þeirra eru Diljá Ester
og Eedit Liisa. c) Nanna, f. 9.6.
1987, í sambúð með Hjalta H.
Hafþórssyni, f. 15.12. 1982. 3)
Jón Haraldur, f. 29.6. 1954,
kvæntur Oddnýju H. Jóns-
dóttur, f. 29.5. 1955. Synir
þeirra eru a) Ómar Örn, f.
12.12. 1973, kvæntur Nönnu K.
Skúladóttur. Synir þeirra eru
Jón Skúli og Halldór Skúli. Áð-
ur átti Ómar soninn Ágúst Ar-
on, móðir hans er Bára Ósk-
Elsku mamma mín.
Það er sár söknuður að þú
ert nú farin frá okkur. Þegar ég
vaknaði í morgun ætlaði ég að
kíkja til þín en áttaði mig svo á
því að það er ekki lengur hægt.
En það er samt gott að vita að
þér líður nú vel og ert komin til
pabba og til foreldra þinna. Við
vorum svo góðar saman eins og
vinkonur. Það var alltaf gott að
koma til þín og þú tókst alltaf
svo vel á móti mér og við
drukkum kaffi og borðuðum
kökur og spjölluðum. En nú fer
ég ekki til þín oftar því þú ert
bara farin. Ég var ekki tilbúin
að kveðja þig en ég er sátt við
það og þú sem varst búin að
vera svo lasin og þreytt, nú
færð þú að hvíla í friði. Pabbi
tekur á móti þér núna, hann
sem er búinn að bíða svo lengi
eftir þér. Ég þakka þér fyrir
allt sem þú gerðir fyrir mig og
miklu ástina sem þú gafst mér,
elsku mamma mín.
Ég á margar góðar minn-
ingar. T.d. þegar þú komst til
okkar í Saudi-Arabíu og varst
hjá okkur í 7 yndislegar vikur.
Þú komst líka að heimsækja
okkur í Englandi um jólin og
tókst með þér yngsta bróður
minn. Ég man svo vel eftir að
þú varst alltaf svo glæsileg
kona og hugsaðir alltaf vel um
sjálfa þig og ég er stolt af að
eiga svo fallega móður. Ég man
þú bakaðir bestu kleinur sem
ég hef smakkað. Nú sakna ég
þeirra.
Elsku mamma mín, þakka
þér fyrir að þú ólst mig upp og
hugsaðir um að láta mér líða
vel.
Það var svo yndislegt að vera
hjá þér síðustu stundirnar með
börnin og barnabörn og gott að
þú varst ekki ein þegar þú
kvaddir. Veðrið var svo fallegt
og sólin skein inn um gluggann
þar sem þú lást í rúminu á spít-
alanum. Ég veit að þú heyrðir í
okkur og öll litlu börnin snertu
þig og sögðu hvað þeim þætti
vænt um langömmu. Það var
samt svo erfitt að kveðja þig.
Hvíldu þig nú í Guðs friði.
Ég veit þú að ert nú hamingju-
söm uppi á himnum hjá pabba
sem þú misstir alltof fljótt. Þú
finnur ekki til sársauka lengur
og ég veit að þér líður vel núna.
Þó þú sért farin héðan veit
ég að þú munt vaka yfir mér og
ég finn að þú ert alltaf hjá mér.
Ég mun alltaf geyma þig í
hjarta mínu.
Góða nótt, mamma mín.
Ástarkveðja frá dóttur þinni.
Anna Jóna.
Elsku Valborg mín.
Ég kveð þig með söknuð í
hjarta, en gleðst yfir öllum
góðu minningunum.
Þú varst mér kær tengda-
móðir og vinkona í öll þessi ár.
Ég var aðeins 15 ára þegar ég
kom fyrst á heimili ykkar Lár-
usar, síðan hef ég verið hluti af
fjölskyldu þinni, sem hefur far-
ið ört stækkandi með árunum.
Afkomendur þínir eru orðnir
margir, allt frábærir einstak-
lingar sem þú varst svo stolt af.
Elsku Valborg nú dansar þú
væntanlega vals og ræl í nýjum
heimkynnum við hann Lalla
þinn, sem þú saknaðir alltaf
sárt, Innilegar samúðarkveðjur
til allra sem elska þig.
Takk fyrir allt sem þú varst
mér og mínum.
Ég kveð þig, hugann heillar
minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við
hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Þín tengdadóttir,
Oddný.
Kynslóðir koma og kynslóðir
fara. Eftir því sem við eldumst
sjáum við á bak fleiri sam-
ferðamönnum sem gengu með
okkur lífsgönguna. Nú er það
vinkona mín hún Valborg sem
hefur kvatt þetta líf.
Valborg fluttist ung með
móður sinni að Stóra-Eyrar-
landi á Akureyri, eftir lát föður
síns, en á Eyrarlandi bjuggu
afi hennar og amma ásamt
tveimur móðursystkinum. Með
þessu góða fólki ólst hún upp.
Frændsemi og góð vinátta var
á milli fjölskyldu minnar og
Eyrarlandsfólksins. Minnist ég
þess hve gaman var að koma
þangað. Í Eyrarlandsstofu, en
svo var íbúðarhúsið kallað, var
hvorki hátt til lofts né vítt til
veggja. Aldrei fannst manni þó
þröngt þar. Snyrtimennska var
þar í fyrirrúmi og veitt af
rausn. Gaman var líka að fá að
koma í fjósið en búskapur var
stundaður þar framan af síð-
ustu öld. Í dag er allt breytt
því á Eyrarlandstúninu stend-
ur nú Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri og mikið af nýbygg-
ingum þar fyrir ofan þar sem
áður voru holt og móar.
Við Valborg vorum saman í
bekk í Barnaskóla Akureyrar.
Við vorum í fyrsta hópnum
sem fermdist í Akureyrar-
kirkju, sem þá var ný, og hinn
22. maí sl. áttum við 70 ára
fermingarafmæli. Við vorum í
hópi fyrstu gagnfræðinga sem
útskrifuðust frá nýjum Gagn-
fræðaskóla Akureyrar árið
1944.
Þá tók alvara lífsins við og
Valborg fór út á vinnumark-
aðinn og vann í verslun. Svo
kom að því að hún hitti sinn
lífsförunaut, Lárus Blómkvist
Haraldsson, pípulagninga-
meistara, og hófu þau búskap
að Eyrarlandsvegi 12 á Ak-
ureyri. Seinna byggðu þau hús
að Goðabyggð 10 og bjuggu
þar með stækkandi fjölskyldu
en saman eignuðust þau sex
mannvænleg börn.
Á miðjum aldri tóku þau sig
upp ásamt börnum sínum og
fluttu að Lönguhlíð í Reykja-
vík. Skyndilega dró ský fyrir
sólu þegar húsbóndinn varð
bráðkvaddur á heimili sínu. Það
varð Valborgu þungur missir
sem hún tókst á við með sóma.
Með samstöðu og góðum vilja
heldur lífið áfram. Nú eru öll
börnin þeirra komin með fjöl-
skyldur, börn og barnabörn.
Margar gleðistundir áttum
við hjónin með Valborgu og
Lárusi á meðan þau bjuggu á
Akureyri. Gott er að líta til
baka og ylja sér við góðar
minningar.
Að leiðarlokum þakka ég
kærri vinkonu allar góðar
stundir.
Aðstandendum öllum sendum
við hjónin innilegar samúðar-
kveðjur.
Jóhanna María Pálmadóttir.
Valborg Jónsdóttir
✝
Elskuleg systir mín og móðursystir,
MARGRÉT G. EYJÓLFSDÓTTIR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánu-
daginn 16. maí, verður jarðsungin frá Foss-
vogskapellu þriðjudaginn 24. maí kl. 13.00.
Oddný Eyjólfsdóttir,
Ólína Ágústa Jóhannesdóttir, Kjartan Georg Gunnarsson,
Jóhannes Ágúst Jóhannesson, María Skaftadóttir,
Anna Margrét Jóhannesdóttir, Högni Hróarsson
og fjölskyldur.
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim
fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns,
föður og afa,
ERLINGS ÞÓRS PROPPÉ.
Sérstakar þakkir til þeirra starfsmanna á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sem sinntu honum af virðingu og
alúð síðastliðin ár.
Fanney Proppé Eiríksdóttir,
Anna María Proppé, Þormar Sigurjónsson,
Ástráður Þór Proppé,
Erling Proppé Sturluson.
✝
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
AÐALHEIÐUR JÓNA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Gulaþingi 9,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
14. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. maí
kl. 13.00.
Anna Júlíana Sveinsdóttir, Rafn A. Sigurðsson,
Einar Sveinsson,
Margrét Heinreksdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð
okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför
okkar elskulegu
SIGRÍÐAR ELÍNAR ELÍASDÓTTUR,
Diddu,
Steinaseli 5.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarþjónustu Sóltúns,
Grensásdeild og Landspítalanum Fossvogi og þeim sem
heiðruðu minningu Diddu með ýmsum hætti.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Guðmundur Sigurðsson,
Elías Guðmundsson, Petra von den Berg,
Ágúst Guðmundsson,
Ólafur Guðmundsson, Katla Dögg Sváfnisdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi.
SIGURÐUR SIGURÐSSON
Fyrrverandi lögregluvarðsstjóri
Hjallavegi 14 Hvammstanga
lést á heilbrigðisstofnuninni á
Hvammstanga föstudaginn 20. maí.
Ása Guðmundsóttir,
Guðmundur Sigurðsson, Sóley Ólafsdóttir,
Sigurður Hallur Sigurðsson, Stella I Steingrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hún Jenný
frænka mín hefur haldið á ann-
að tilverustig, eftir langa ævi á
þessari jörð. Því miður gat ég
ekki fylgt henni síðasta spölinn.
Langar mig þess vegna að
minnast hennar með örfáum
orðum.
Amma hennar og afi í móð-
urætt, Ástríður Sigfúsdóttir og
Bjarni Guðmundsson, áttu
heimili á nokkrum stöðum vest-
an Eyjafjarðar. Þau voru fátæk
og eignuðust aldrei jörð en
voru í húsmennsku sem kallað
var. Börnin þeirra urðu sex.
Jenný
Jóhannesdóttir
✝ Jenný Jóhann-esdóttir fædd-
ist 17. mars 1916.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Hvammstanga 29.
apríl 2011.
Útför Jennýjar
fór fram frá
Hvammstanga-
kirkju 7. maí 2011.
Áttu þau öll sinn
fæðingarstaðinn
hvert því fjölskyld-
an var alltaf að
flytja. Elín móðir
Jennýjar var elst,
fædd á Skipalóni
og hin systkinin öll
á bæjum þar í
næsta nágrenni.
Ekki man ég
hvað Jenný sagði
mér að móðir sín
hefði verið gömul þegar leið
hennar lá vestur á Vatnsnes í
Húnavatnssýslu til dvalar hjá
skyldfólki föður síns. Kom þar
að því að hún giftist Jóhannesi
Árnasyni smið. Þau fluttu að
Egilstöðum sem er uppi í dal á
Nesinu. Ung var ég þegar ég
kom í heimsókn að Egilsstöð-
um. Þar var gamall torfbær þar
sem hvorki var hátt til lofts né
vítt til veggja en allt framúr-
skarandi hreint og þrifalegt.
Mér er það mjög minnisstætt
hvað Elín var hlýleg kona. Varð
mér hugsað til þess hvort móð-
ir mín og hún hefðu verið líkar
en hún hafði fallið frá þegar ég
var aðeins níu daga gömul.
Þær voru systur. Börn Egils-
staðahjónanna voru þrjú:
Jenný, Snorri og Bjarni. Jó-
hannes faðir þeirra átti við
fötlun að búa og var því á
margan hátt erfitt í búskapn-
um. Oft var hann við smíðar
annars staðar og kom þá í hlut
Jennýjar og Bjarna að annast
að mestu búskapinn. Snorri fór
að heiman og eignaðist fjöl-
skyldu og vann við smíðar alla
ævi, en báðir voru bræðurnir
bestu smiðir.
Jenný var mjög flink sauma-
kona og var eftirsótt til þeirra
hluta á heimilum. Hún þurfti
ekki annað en að sjá flíkur á
fólki, gat hún farið eftir þeim
eins og þær væru teknar upp
úr blaði. Eins var handavinnan
hennar. Það mátti segja að hún
væri kona sem lét hug og hönd
af hagleik vinna saman.
Ég veit að það var draumur
Jennýjar að geta gengið
menntaveg, en eins og margra
á þeirri tíð var þess ekki kost-
ur. Ef breytinga er þörf vill
það stundum dragast lengi.
Ég er þess fullviss að Jenný
vildi vera fyrir löngu farin úr
dalnum og kannski þau systk-
inin bæði. Það kom að því að
þau fluttu til Hvammstanga,
keyptu lítið hús og áttu þar
heimili í nokkuð mörg ár. Þar
var gaman að heimsækja þau
sem ég gerði þó alltof sjaldan.
Hún sýndi manni listaverkin
sem hún var að vinna í hönd-
unum sem var nú sitt af
hverju. Hún var glettin og
gamansöm, lagði spil og sitt-
hvað gerði hún skemmtilegt.
Spjallaði um bæði gamalt og
nýtt.
Það varð hlutskipti þeirra
systkinanna beggja að eignast
hvorki maka né afkomendur.
Þau gengu saman ævigötuna.
Kannski hafa það verið bestu
árin þeirra þegar þau voru á
Hvammstanga.
Öll voru þau systkinin vel
gefin, heiðarlegt og gott fólk
sem vert er að muna. Síðustu
árin dvaldi hún á heilbrigðis-
stofnuninni á Hvammstanga og
naut alls þess góða sem þar er
í té látið.
Jenný mín, hafðu hjartans
þökk fyrir öll okkar kynni. Guð
blessi þig.
Þín frænka,
Halldóra Kristinsdóttir.