Morgunblaðið - 23.05.2011, Síða 31

Morgunblaðið - 23.05.2011, Síða 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2011 Sudoku Frumstig 1 3 4 7 2 5 4 9 7 8 2 1 5 9 8 7 3 1 3 5 2 8 5 9 7 3 2 6 5 4 9 7 3 8 8 6 9 9 4 7 5 3 6 4 2 8 4 8 4 1 7 2 6 7 1 8 4 1 5 2 6 8 4 2 1 7 4 5 3 6 7 3 4 8 5 6 7 2 1 9 1 6 2 8 9 3 5 7 4 9 7 5 2 4 1 6 8 3 5 9 6 3 1 2 8 4 7 2 1 4 7 8 9 3 5 6 8 3 7 6 5 4 1 9 2 4 2 3 1 7 8 9 6 5 7 5 1 9 2 6 4 3 8 6 8 9 4 3 5 7 2 1 6 8 4 5 1 2 7 3 9 1 2 7 3 9 6 8 5 4 3 9 5 7 8 4 2 6 1 2 3 1 8 6 9 4 7 5 7 5 6 2 4 3 9 1 8 8 4 9 1 7 5 6 2 3 9 1 2 6 5 8 3 4 7 4 7 3 9 2 1 5 8 6 5 6 8 4 3 7 1 9 2 3 9 2 1 7 8 4 6 5 5 6 4 3 2 9 7 1 8 7 8 1 6 4 5 3 2 9 6 4 5 2 1 3 9 8 7 2 7 9 4 8 6 1 5 3 8 1 3 9 5 7 2 4 6 1 5 8 7 3 4 6 9 2 4 3 6 5 9 2 8 7 1 9 2 7 8 6 1 5 3 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 23. maí, 143. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum, heldur til að frelsa. (Lúk. 9, 56.) Það er ef til vill óumflýjanlegurfylgifiskur þess að búa hér í hinu frosna norðri að allir hlutir eru hér miklu dýrari en í öðrum, suð- rænni og ef til vill siðmenntaðri heimshlutum. Öll vitum við að á fáum stöðum er matvara dýrari, við drekkum líklega dýrasta áfengi í heimi og þá er grátbroslegt hvað ökutæki kosta íslenska bifreiðaeig- endur. x x x Allt eru þetta verðug umfjöll-unarefni, en Víkverja langar hins vegar í þetta skiptið að tjá óánægju sína með verð á svoköll- uðum snjallsímum hér heima. Fyrir þá sem ekki vita eru þessir símar það allra besta síðan einhverjum snillingnum datt í hug að selja brauð í sneiðum og skýrt merki um að almættið hefur velþóknun á mannkyninu. Í tæki, sem er ekki mikið stærra en spilastokkur, er öflug tölva sem hægt er að nota til að vafra um vefinn, senda tölvupóst, horfa á myndefni af ýmsu tagi fyrir utan það náttúrlega að hringja sím- töl. x x x Þessir símar eru hins vegar verð-lagðir á Íslandi þannig að það er varla nema fyrir útrásarvíkinga og yfirmenn ríkisstofnana að kaupa þá. Sá vinsælasti, ennþá að minnsta kosti, iPhone 4, kostar hér á landi á bilinu 130.000 til 150.000 krónur staðgreitt. Amazon í Bandaríkj- unum selur slíkan síma á 87.000 krónur og breska verslunin selur hann á 101.000 krónur. Sama sagan er með hina vinsælu Desire S Android-snjallsíma frá HTC. Á Ís- landi kostar síminn frá 110.000 til 120.000 krónur, en í Bandaríkjunum kostar hann 56.000 krónur og í Bretlandi kostar hann 61.000 krón- ur. x x x Desire S-símarnir eru nálægt þvíað vera tvöfalt dýrari hér heima en erlendis og munurinn er mikill á iPhone-símunum þótt minni sé. Hvað í ósköpunum skýrir þessa álagningu? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 höfuðhlíf, 4 heið- arlegt, 7 erfiðar, 8 syk- urlaust, 9 hagnað, 11 pésa, 13 skott, 14 hvarfla, 15 framkvæmt, 17 halarófa, 20 ósoðin, 22 dylur, 23 varkár, 24 rödd, 25 kaka. Lóðrétt | 1 vafasöm, 2 rysk- ingar, 3 lofa, 4 vel að sér, 5 lánleysi, 6 larfa, 10 blauðar, 12 megna, 13 mann, 15 spak- ar, 16 kindar, 18 ólyfjan, 19 naga, 20 karldýr, 21 mjög góð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 mögulegur, 8 sýgur, 9 illum, 10 afl, 11 mýrar, 13 lerki, 15 fokka, 18 hróks, 21 lúr, 22 grund, 23 afæta, 24 mannalæti. Lóðrétt: 2 öfgar, 3 urrar, 4 erill, 5 uglur, 6 ýsum, 7 smái, 12 auk, 14 err, 15 fugl, 16 kaupa, 17 aldan, 18 hrafl, 19 ótækt, 20 skap. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Grunsamleg vörn. Norður ♠D98 ♥G102 ♦ÁK10752 ♣G Vestur Austur ♠K63 ♠G742 ♥843 ♥6 ♦DG96 ♦43 ♣KD3 ♣Á108642 Suður ♠Á105 ♥ÁKD975 ♦8 ♣975 Suður spilar 6♥. Vestur kemur út með ♣K og fylgir fast á eftir með ♣D í öðrum slag. Er ein- hver vinningsvon? Hefð hefur myndast fyrir því að hita upp fyrir Cavendish-tvímenninginn með stuttri sveitakeppni og er spilið að ofan þaðan komið. Slemma var víða sögð, en fór iðulega niður, enda liggja báðir rauðu litirnir illa. Thomas Bessis tók strax ♦Á-K og stakk tígul hátt. Fór inn í borð á tromp og fríaði tígulinn með annarri stungu, en 3-1 legan í hjarta var meira en hann þoldi. John Kranyak fór aðra leið. Honum þótti vörn vesturs grunsamleg og ákvað að gera út á langsótta þvingun frekar en að fríspila tígulinn. Hann fór heim á tromp til að stinga annað lauf, spilaði svo spaða á ásinn og trompunum í botn. Og viti menn – vestur lenti í kastþröng með ♠K og fjórlitinn í tígli. 23. maí 1938 Stórhlaup hófst í Skeiðará. Áin flæddi „um allan sandinn og jökulhrannir voru allt fram til hafs,“ sagði í Veðráttunni. Tugir símastaura brotnuðu. Eldgos varð norðan við Gríms- vötn. 23. maí 1965 Danska þingið samþykkti að afhenda Íslendingum hand- ritin, sem lengi hafði verið deilt um. Þau fyrstu komu til landsins vorið 1971. 23. maí 1985 Á Alþingi var samþykkt þings- ályktun þar sem áréttuð var sú stefna „að á Íslandi verði ekki staðsett kjarnorkuvopn“. 23. maí 1987 Hannes Hlífar Stefánsson varð heimsmeistari sveina í skák, 16 ára og yngri en hann var þá 14 ára. 23. maí 2009 Álftaneslaug var tekin í notk- un og stærsta vatnsrennibraut landsins, 80 metra löng og 10 metra há. Kostnaður við gerð laugarinnar kom við sögu í umræðum um fjárhagserf- iðleika Sveitarfélagsins Álfta- ness. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Í dag fagnar þriggja áratuga afmæli Bergrún Ósk Ólafsdóttir fatahönnuður. Mestu fagnaðarlætin verða þó væntanlega gengin yfir þar sem afmæl- isbarnið ákvað að taka forskot á sæluna síðastlið- inn föstudag. „Ég er ekki vön að halda upp á af- mælið en núna langaði mig í skvísuboð,“ segir Bergrún, sem fór út að borða og drakk kokteila með vinkonunum og uppáhaldskonunum úr fjöl- skyldunni, eins og hún orðar það. Bergrún segir sig frekar hafa langað að eyða peningum í sólarlandaferð með fimm ára dóttur sinni en að halda stóra veislu. Veisluna afgreiddi hún í fyrra þegar hún hélt sameiginlega afmælis- og útskriftarveislu þegar hún útskrif- aðist úr fatahönnun frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hún segist nóg hafa að gera, enda ætlar hún að kynna nýja sumarlínu og barna- línu um miðjan júní. „Ég er með mitt eigið merki sem heitir BeMonroe sem ég sel í gegnum netið á Facebook og svo er ég með heimakynn- ingar,“ segir Bergrún en leggings og kjólar eru meðal þess sem hún hefur hannað hvað mest. Bergrún segist hafa heyrt því fleygt að um þrítugt taki lífið stakkaskiptum. „Já, ég er að verða fullorðin,“ segir hún og hlær. „Núna fyrst byrjar pressan!“ Bergrún Ósk Ólafsdóttir er 30 ára í dag „Nú fyrst byrjar pressan“ Flóðogfjara 23. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.38 0,9 10.44 3,1 16.44 1,1 23.11 3,3 3.48 23.02 Ísafjörður 0.06 1,9 6.44 0,5 12.36 1,6 18.36 0,7 3.21 23.39 Siglufjörður 2.22 1,2 8.47 0,2 15.09 1,0 20.51 0,5 3.02 23.23 Djúpivogur 1.37 0,8 7.18 1,8 13.37 0,7 20.08 1,9 3.10 22.39 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Einbeittu þér að hverju verkefni fyrir sig og leystu þau eitt af öðru. Kannski finnur þú eitthvað sem þú hélst glatað. (20. apríl - 20. maí)  Naut Breytingar í vinnunni leysa þig undan hömlum sem hafa haldið aftur af þér. Hugs- aðu málið í einn eða tvo daga áður en þú læt- ur til skarar skríða. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er oft gagnlegt að leita á vit sögunnar þegar leysa þarf vandamál nú- tímans. Einhver tekur eftir merkjasendingum þínum á undan þér. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Spennan frá í gær er liðin hjá. Farðu eftir eigin hyggjuviti. Hafðu yfirsýn og horfðu fyrst og fremst á heildarmyndina. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert tilbúin/n til að leggja hart að þér til að koma hlutunum í verk. Reyndu að nýta tímann til skynsamlegra verka í stað þess að sitja með hendur í skauti. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Hættu að velta hlutunum fyrir þér. Skuldbinding vefst fyrir þér, áttu að taka stökkið eða ekki? (23. sept. - 22. okt.)  Vog Gættu þess jafnan að hafa borð fyrir báru. Gættu líka að framkomu þinni því aðrir gætu tekið sér hana til eftirbreytni. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Áttu leyndarmál? Sé svo veldur það þér streitu. Gefðu sköpunarkrafti þínum lausan tauminn og njóttu þess sem þú ert að gera og skapa. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þér leyfist ekki að gera hvað sem er við peningana þína þótt gildismat þitt sé ólíkt skoðunum annarra. Hver er sinnar gæfu smiður. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það getur verið ósköp leiðinlegt þegar fólk dregur sig út úr samkomulagi sem búið var að gera. Einhver bendir á þig sem góðan stjórnanda. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú sérð vini og ættingja í sérstöku ljósi í dag og kemur auga á fegurðina í fólki. Reyndu að standast freistingu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Farðu þér hægt í dag því þú gætir auðveldlega gert mistök. Gæluverkefni keyrir þig áfram. Spyrntu við fótum í vissu máli. Stjörnuspá 1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4. Bd3 Bd6 5. Re2 Rc6 6. Rbc3 Rf6 7. Bg5 Be6 8. Dd2 h6 9. Bh4 Rb4 10. Bb5+ c6 11. Ba4 0-0 12. f4 Bg4 13. a3 Ra6 14. 0-0 Be7 15. h3 Bxe2 16. Dxe2 He8 17. Dd3 Db6 18. Hfe1 Re4 19. Bxe7 Hxe7 20. Rxe4 Hxe4 21. Hxe4 dxe4 22. Dc3 Hd8 23. Hd1 Staðan kom upp í síðari hluta ann- arrar deildar Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir nokkru í Rimaskóla. Siguringi Sigurjónsson (1.944) hafði svart gegn Halldóri Pálssyni (1.979). 23. … Rc5! 24. Bb3 Rxb3 25. cxb3 c5 26. d5 c4+ 27. Dd4? Hxd5! og hvítur gafst upp. Nú fer að líða að lokum áskorendaeinvíga FIDE í Kazan í Rússlandi. Nánari upplýs- ingar um mótið er að finna á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.