Morgunblaðið - 23.05.2011, Page 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2011
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Einn af föstum poppfræðanna er sá sem snýr að
svofelldum poppdrottningum. Við mennirnir höf-
um mjög svo náttúrulega þörf fyrir að raða öllu í
sæti og við verðum að tala um og helst vita hver sé
besti gítarleikarinn, trymbillinn, rokkarinn o.s.frv.
Hver var fyrsta poppdrottningin? Diana Ross?
Dusty Springfield? Hver er poppdrottningin í
dag? Madonna, Britney, Rihanna, Aguilera? Þess-
ar fjórar sem ég nefndi hér á undan hafa allar
handleikið veldissprotann og Madonna einna
lengst, frá ca. ’84 til ’90 var hún t.a.m. algerlega
óskoruð og hefur tekist á ótrúlegan hátt að halda
þeirri stöðu, eða að minnsta kosti ógnað hand-
höfum verulega, allar götur síðan. Í dag er hún
kannski ekki poppdrottning (hún er það reyndar
alls ekki, við komum að því í næstu setningum)
heldur nokkurs konar poppdýrlingur a la Jóhanna
af Örk.
En nei, poppdrottning samtímans er Lady
Gaga, aðrar komast ekki nálægt henni. Með nat-
inni ímyndarvinnu þar sem öllum hugsanlegum og
óhugsanlegum brögðum er beitt hefur Gaga náð
að treysta sinn sess, umbreytt sér í nokkur konar
„cyber“-Madonnu, uppfærð og glansandi útgáfa af
fyrrum valdhafa, þar sem saman fer ungæðisleg
orka, óslökkvandi metnaður og nef fyrir því hvað
það er sem tikkar hjá fjöldanum. Hún dansar um á
hengifluginu fyrir okkur og við lepjum þetta upp,
en þorsti dauðlegra eftir einhverju sem við vart
skiljum, þörf okkar fyrir að hafa einhvern og ein-
hverja á stalli er jafn sterk og áður. Gaga þarf í
raun ekkert annað en að taka við núna, forvinn-
unni að þessu er lokið. The Fame, sem var temmi-
legasti „svæfill“ til að byrja með hefur verið hag-
anlega mjólkuð undanfarin þrjú ár eða svo.
Dyrnar standa opnar og lafði Gaga tekur staf sinn
á morgun og gengur inn í dýrðina. Njótið …
Það var það sem ég hugsaði
þegar ég sá þetta umslag (en
að vísu eru nokkrar gerðir í
gangi). Mér fannst það ljótt.
Þannig ljótt að það næði ekki
einu sinni hringinn í ljótleik-
anum og yrði flott. En ef mað-
ur hefur lært eitthvað af
reynslunni þá verður þetta
umslag að öllum líkindum al-
veg hrikalega flott þegar fram líða stundir.
Þ.e.a.s. ef Gaga er sannur brautryðjandi.
UMSLAGIÐ
Ertu ekki að grínast?
Pete Doherty er kominn aftur á bak
við lás og slá, nú vegna vörslu kók-
aíns. Sagði dómarinn honum að af-
brotaferill hans væri hrikalegur, en
fékk lítil viðbrögð frá Doherty.
Fékk hann 6 mánaða dóm en söngv-
arinn var handtekinn í janúar í
fyrra þegar lögregla rannsakaði
dauða Robyn Whitehead sem var að
gera heimildarmynd um Doherty er
hún lést, að öllum líkindum af völd-
um eiturlyfja. Mun hann þó ekki
sæta ákæru vegna dauða veislu-
gests sem féll fram af svölum stuttu
eftir rifrildi við vandræðagemsann
í Lundúnum í desember 2006.
Doherty á bak
við lás og slá
Reuters
Forhertur Ræfilstuskan Doherty.
Lag Dr. Dre, „Nothin’ But a ‘G’
Thang“, af plötunni The Chronic
með Snoop Dogg hefur verið valið
besta hipphopp-lag 10. áratugarins
af tímaritinu XXL Magazine. Er sá
áratugur jafnan talinn vera sá besti
í sögu tónlistarstefnunnar. Hefur
tímaritið valið 250 bestu lög hipp-
hoppsins á 10. áratugnum en á eftir
þeim félögum koma listamenn eins
og sá sem þá var þekktur sem Puff
Daddy með lagið „It’s All About the
Benjamins“ frá 1997, 2Pac Shakur
með „California Love“ og Pete
Rock and CL Smooth með lagið
„They Reminisce Over You“.
Þrjótsháttur
Doktorsins bestur
Flottir Snoop og Dr. Dre.
Ný plata Lady Gaga kemur út í dag Heimsyfirráð eru vís Madonnu hefur
verið hrint af stalli Mesti ímyndarsnillingur sem fram hefur komið lengi
Glæst Lady
Gaga er
glæsileg,
falleg, hræðileg
og flippuð …
og eitthvað
margt fleira
í viðbót.
Heimurinn er alveg Gaga
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
“BESTA ‘PIRATES’ MYNDIN”
- M.P FOX TV P.H. BOXOFFICE MAGAZINE
NÁNARI UPPLÝSINGAR
OG MIÐASALA Á
PIRATES 4 3D KL. 4 - 5 - 8 - 10 - 11 10
PIRATES 4 3D Í LÚXUS KL. 5 - 8 - 11 10
PRIEST 3D KL. 6 - 8 - 10.30 16
GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D KL. 4 - 6 L
FAST FIVE KL. 8 - 10.40 12
THOR 3D KL. 8 12
RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 L
PAUL KL. 8 - 10 12
FAST FIVE KL. 5.40 - 10 12
PRIEST 3D KL. 8 16
GNÓMEÓ & JÚLÍA 3D KL. 5.40 L
WATER FOR ELEPHANTS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L
GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D KL. 6 L
FAST FIVE KL. 6 - 9 12
HÆVNEN KL. 5.40 - 8 12
HANNA KL. 8 - 10.20 16
PRIEST 3D KL. 10.30 16
JACK SPARROW ER MÆTTUR Í STÆRSTU MYND SUMARSINS! - STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDARÆVINTÝRAMYND
HEIMSFRUMSÝNING!
T.V. - kvikmyndir.is / Séð og Heyrt
A.E.T - MBL
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
PAUL Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10
GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 5
GNÓMEÓ OG JÚLÍA 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 5
FAST & FURIOUS 5 Sýnd kl. 7 og 10
THOR 3D Sýnd kl. 7:30 og 10
„Brjáluð afþreyingarmynd sem mun
gefa þér nákvæmlega það sem þú
sækist eftir, hvort sem þú ert aðdáandi
seríunnar eða hasarfíkill almennt.”
T.V. - kvikmyndir.is / Séð og Heyrt
STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA
EIN SKEMMTILEGASTA OG FLOTTASTA
GAMANMYND SUMARSINS!
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is