Pétur er minn maður - 01.06.1996, Side 3

Pétur er minn maður - 01.06.1996, Side 3
Pétur Hafstein -traustsins verður Baráttukveðjur frá ko sning askrifstofum Hrífandi framboð „ Við sem vinnum hérna í höfuð- stöðvunum finnum fyrir geysilegum áhuga fyrir þessu hrífandi framboði, eins og Sigmund hefur svo hressilega minnt á í Morgunblaðinu," sagði Val- gerður Bjarnadóttir sem leiðir kosn- ingastarf Péturs. Valgerður sagðist sannfærð um að sú áhersla sem lögð hefði verið á málefnalega, jákvæða og skemmtilega kosningabaráttu myndi skila sér. „Ég finn það á samstarfs- fólkinu um allt land hversu stolt það er að taka þátt í þessu framboði og hversu óhikað það gengur til verks. Nú er lokaspretturinn eftir og þá drög- um við ekki af okkur.“ Höfuðstöðvar kosningastarfs Pétur Kr. Hafstein eru í Borgartúni 20 í Reykjavík. Kosningaskrifstofan opnar klukkan átta á hveijum morgni nema um helgar þá er opnað klukkan tíu. Skrifstofan er opin til klukkan tíu á kvöldin. Fyllilega traustsins verður Kosningafundur með Pétri Kr. Haf- stein var haldinn hér í Borgarnesi þann 16. júní. Fundurinn var fjöl- mennur og báru fundargestir fram ýmsar fyrirspumir. Það er mat manna sem þarna voru að þetta hafi verið mjög gagnlegur og skemmtilegur fundur þar sem Pétur sýndi okkur enn og aftur að hann er fyllilega traustsins verður. Sama dag opnuðum við hér kosningaskrifstofu við Borgarbraut þar sem gestir og gangandi geta kom- ið og fengið sér kaffisopa frá kl. 17- 21. Mikil stemmning á ísaflrði Kosningaskrifstofa Péturs Kr. Haf- stein á Isafirði er að Austurvegi 2, 2. hæð og er skrifstofan opin alla daga vikunnar frá kl. 17 og fram eftir kvöldi. Pétur kaus að hefja kosningabar- áttu sína á ísafirði þann I. maí síðast liðinn og húsfyllir á fyrsta kosninga- fundi hans á Isafirði en tæplega þrjú hundmð manns komu á fundinn. Mikill hugur er í stuðningsfólki Péturs á Vestfjörðum og finnur fólk fyrir ört vaxandi smðningi við fram- boð hans hvar sem litið er. Mikil stemmning er meðal stuðningsmanna og leggjast allir á eitt að tryggja það að Pétur Kr. Hafstein verði næsti for- seti íslands. Meðbyr með framboði Péturs í upphafi kosningabaráttu Péturs Kr. Hafstein til embættis forseta fs- lands, fundum við hér í Norðurlands- kjördæmi vestra greinilega fyrir því hér að Pétur var einna minnst þekktur þeirra frambjóðenda sem boðið höfðu sig fram til þessa embættis. En eftir því sem á baráttuna hefur liðið og frambjóðendur hafa náð að kynna sig, hefur sífellt betur komið í ljós að Pétur Kr. Hafstein höfðar til kjósenda, og fleiri og fleiri lýsa þeirri skoðun sinni að þeir séu ekki lengur óákveðnir en muni ljá honum atkvæði sitt. Kjósendur úr öllum starfsstéttum og með mismunandi pólitískan bak- grunn lýsa eindregnum stuðningi við Pétur og þær áherslur sem hann leggur til grundvallar í baráttu sinni, það er mikilvægi embættisins innan íslenskr- ar stjómsýslu, ábyrgð í rekstri embætt- isins og trausts sambands þjóðar og forseta hennar. Það er verulegur meðbyr með framboði Péturs og sívaxandi fylgi við hann eykur ánægjuna af því að vinna að sem glæsilegustum árangri hans í kosningunum þann 28. júní næstkom- andi. Frábærar viðtökur fyrir norðan Inga Ásta og Pétur Hafstein fóru sannkallaða sigurför um Norðurland dagana 12. til 14. júní síðastliðinn. Ferðin hófst með fjölmennum fundi á Hótel Húsavík miðvikudagskvöldið 12. júní. Undir miðnættið var síðan opnunartíminn lengdur. Á skrifstof- unni er oft margt um manninn og um- ræður líflegar, kryddaðar austfirskri stemmningu eins og hún gerist best. Að sjálfsögðu liggur fyrir heilmikið lesefni er varðar kosningabaráttuna og Pétur Hafstein. Einnig hefur verið tek- in upp sú nýjung að bjóða fólki að ferðast um veraldarvefinn (intemetið) til þess meðal annars að kynnast Pétri Hafstein betur. En í gegnum heima- síðu Péturs er hægt að spyrja hann beint spurninga er varða framboð hans. Að sjálfsögðu er sjónvarp á staðnum og alltaf er heitt á könnunni. Pétur var hér staddur þann 6. júm' og hélt fund um kvöldið í Valaskjálf þar sem hann flutti góða ræðu. Þar á eftir svömðu Pétur og Inga Ásta þeim síma og starfsfólk Sýsluskrifstofunnar hér á staðnum. Einnig var komið við í apótekinu og heilsað upp á starfsfólk þess, en í sama húsi er starfrækt kosningaskrif- stofa Péturs Hafstein. Að síðusm var haldinn fundur í Egilsbúð þar sem Pétur hélt stutta framsöguræðu áður en hann svaraði spumingum fundar- gesta. Eftir komu Péturs Hafsteins og konu hans Ingu Ástu hingað til Nes- kaupstaðar hafa margir haft samband við starfsfólk kosningaskrifstofunnar og lýst stuðningi við Pétur Hafstein í embætti forseta íslands, enda vill fólk það glöggt hér að í embætti forseta ís- lands veljist maður sem er traustsins verður. Ég finn það á samstarfsfólkinu um allt land hversu stolt það er að taka þátt i þessu framboði og hversu óhikað það gengur til verks. Nú er lokaspretturinn eftir og þá drögum við ekki af okkur, segir Valgerður Bjarnadóttir kosningastjóri Péturs Hafstein. haldið flugleiðis til Grímseyjar þar sem efnt var til miðnæturfundar með eyjaskeggjum. Morguninn eftir var haldið til Hríseyjar, Dalvíkur, Ólafs- Qarðar og Siglufjarðar og loks til Ak- ureyrar aftur til fundar í Alþýðuhús- inu. Norðurlandsreisunni að sinni lauk með heimsóknum í nokkur fyrirtæki og stofnanir á Akureyri á föstudags- morgun. Þeim hjónum var hvarvetna vel tekið og fundimir vom bæði fjölsóttir og vel heppnaðir. Tæplega tvö hundr- uð manns sóttu fundinn í Alþýðuhús- inu á Akureyri og er það mun meiri fundarsókn en nokkur hinna forseta- frambjóðendanna hefur fengið þar. Þetta er enn eitt sönnunarmerki þess hve fylgi Péturs Hafstein vex hratt og örugglega á Norðurlandi og væntan- lega er það sama að gerast í öðrum kjördæmum landsins þessa dagana. Austfirsk stemmning Kosningaskrifstofa Péturs Hafstein á Egilsstöðum var opnuð þann 3. júní síðast liðinn að Miðvangi 2-4 á þriðju hæð og er opin 20-22 virka daga, 16- 18 um helgar til að byija með en eftir því sem nær dregur kosningu mun spumingum er bmnnu á vömm kjós- enda og er ekki hægt að segja annað en allir hafi verið ánægðir með svörin ef marka má lófaklappið í kjölfarið. Það er álit austfirskra stuðningsmanna Péturs að hér fari drengur góður, vin- gjamlegur, háttvís og réttlátur, búinn þeim kostum sem forseti lands okkar þarf að ráða yfir. Þeim Austfirðingum sem vilja kynnast honum nánar er bent á að heimsækja kosningaskrif- stofuna eða hringja þangað í síma 471- 2624/471-2625. Margir lýst stuðningi við Pétur 6. júní síðastliðinn heimsótti Pétur Hafstein nokkra vinnustaði hér í Nes- kaupstað og kynnti sig og viðhorf sín til forsetaembættisins. Með í för var eiginkona hans Inga Ásta Hafstein, en hún er fædd hér í Neskaupstað, dóttir Birgis Einarson og konu hans Önnu sem eitt sinn bjuggu hér. Pétur heimsótti meðal annars starfsfólk Frystihúss Sfldarvinnslunn- ar, starfsfólk og vistfólk Fjórðungs- sjúkrahúss Neskaupstaðar, starfsfólk Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar, starfsfólk og viðskiptavini Pósts og Stöðugt vaxandi fylgi Kosningaskrifstofan á Selfossi var opnuð með lúðraþyt 1. júní að þeim hjónum Ingu Ástu og Pétri Hafstein viðstöddum. Hér höfum við fundið fyrir stöðugt vaxandi fylgi dag frá degi og „sígandi lukka er best“. Sett vom upp stór auglýsingaskilti milli Selfoss og Hveragerðis og einnig inni í bænum og er hrífa fest yfir. Þetta tiltæki vekur mikla athygli og maðurinn með hrífuna rakar saman at- kvæðum. Þegar tvær vikur em til kjördags eru margir enn óákveðnir og fjöldi þeirra sem skiptir um skoðun vex. Þegar skammt er til leiksloka tryggir aðeins „maður á mann“ aðferðin ör- ugg úrslit. Við hegðum okkur sam- kvæmt því og sigmm. Vel heppnaður fundur í Vík Allt er á rólegum nótum í kosninga- baráttunni í Mýrdalnum, enda eru Skaftfellingar þekktir fyrir hógværð og geðprýði. í endaðan maí kom Pétur Hafstein í heimsókn til Víkur, heim- sótti vinnustaði og hélt að því loknu kynningarfund á Ströndinni í Víkur- skála. Fundurinn var í alla staði mjög vel heppnaður og er ennþá sá fjöl- mennasti sem hér hefur verið haldinn af forsetaframbjóðendum. Bjartsýni og eldmóður Skipulag kosningabaráttunnar í kjördæminu hefur verið unnin með hliðsjón af öllum þeim mörgu þéttbýl- iskjörnum sem í kjördæminu eru. Kosningaskrifstofur vom settar upp í Reykjanesbæ og Kópavogi, tveimur helstu sveitarfélögunum utan Hafnar- fjarðar, þar sem aðalskrifstofam er staðsett. Að kosningastarfinu hefur komið mikill fjöldi sjálfboðaliða, bæði vant fólk og óvant, vinir og kunningjar Pét- urs Hafstein auk þeirra mörgu sem hrifist hafa af framkomu, hæfni og eiginleikum Péturs. Það hefur greinilega komið fram að hratt og skipulega varð að vinna til kynningar á frambjóðandanum, sem ekki var mikið þekktui' öllum almenn- ingi. Með þessum miklu kynningum og heimsóknum á fundi í fyrirtæki og stofnanir hafa kjósendur hrifist af Pétri og Ingu Ástu og skipað sér í þeirra raðir. Starfsfólk, sjálfboðaliðar og stuðn- ingsmenn Péturs og Ingu Ástu í Reykjaneskjördæmi eru bjartsýnir og fullir af eldmóði í baráttunni sem framundan er til kjördags, með það að leiðarljósi að Pétur Hafstein sé trausts- ins verður og hann sé sá frambjóð- andi, sem þjóðinni verði mikill sómi af að kjósa sem næsta forseta Islands. Gríðarleg viðbrögð í Reykjanesbæ Fimmtudaginn, þann 13. júní síð- astliðinn opnuðu smðningsmenn Pét- urs Hafstein. í samráði við kosninga- stjórn á Reykjanesi, kosningaskrif- stofu hér á Suðurnesjum. Eftir að skrifstofan var auglýst í bæjarblöðun- um þann sama dag, hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Straumur fólks hefur legið inn til okkar í kaffi og hressilegar samræður hafa verið um kosningabaráttuna í heild. Þetta stað- festir grun okkar um vaxandi fylgi okkar manns meðal kjósenda. Sjálf- boðaliðar hafa einnig boðið fram starfskrafta sína og er hér um að ræða fólk úr öllum áttum. Pétur Hafstein hefur í tvígang í þessari kosningabaráttu sótt Suður- nesjamenn heim. f fyrra skiptið fór hann á vinnustaðafúndi í Reykjanesbæ þann 4. júm' síðastliðinn en þann 10. heimsójti hann sveitafélögin hér í kring. Áhrif þessara heimsókna hafa ekki látið á sér standa. Viðbrögð fólks hafa verið gríðarleg og er það sam- róma álit allra sem við höfum talað við, að Pétur og Inga Ásta hafi svo sannarlega náð að heilla fólk. Þann 25. næstkomandi mun Pétur koma hingað enn einu sinni. Þá mun hann vera á baráttufundi með Suðumesjamönnum í félagsheimilinu Stapa, en síðar um kvöldið mun hann halda fund með ungu fólki á göngugötunni við Flug- hótel, Hafnargötu. Nú, þegar tæpar tvær vikur eru til kosninga, vonumst við til þess að þetta vaxandi fylgi Péturs verði nóg til þess að gera hann að næsta forseta ís- lenska lýðveldisins.

x

Pétur er minn maður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pétur er minn maður
https://timarit.is/publication/809

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.