Pétur er minn maður - 01.06.1996, Side 10
Þú ert eins og þrautþj álfaður
í poppbransanum
Pétur og Vinir vors og blóma
setja sig í stellingar.
Vinir vors
og blóma
spjalla við
Pétur Hafstein
Hljómsveitin Vinir vors og blóma
hefur fylgt Pétri Hafstein á fundum
hans í kosningubaráttunni. Vinir vors
og blóma eru Birgir Nielsen, Njáll
Þórðarson, Siggeir Pétursson og Þor-
steinn G. Ólafsson. Þeir settust niður
með Pétri og spurðu hann um allt sem
þá hafði langað til að vita um manninn
sjálfan og skoðanir hans.
Þorsteinn: Við vorum að spá í það
félagamir af hverju þú myndir telja að
við ættum að kjósa þig?
Pétur: Mér finnst að ungt fólk eigi,
jafnt og aðrir, að vega og meta þær
skoðanir og hugmyndir sem ég hef um
embætti forseta íslands. Sömuleiðis að
vega og meta mig sem einstakling og
gefa sér þannig mynd af því hvemig
forseti ég yrði. Ég held að ungt fólk
eigi, ekki síður en þeir sem komnir em
til ára sinna, að gera sér skýra grein
fyrir því hvaða þýðingu embættið hef-
ur og hvaða hlutverki forsetinn getur
gegnt, og hafa skoðun á því hvemig
forseta það vili.
Njáll: Ef við göngum út frá því að
þú verðir forseti; myndir þú vera með-
al fólksins eða sitja inni á skrifstofu
mestallan daginn?
Pétur: Það skiptir miklu máli að for-
setinn sé í nánu sambandi við fólkið í
landinu, mæti og fylgist með því sem
menn eru að gera, hlusti á það sem
menn hafa ffam að færa og reyni einn-
ig að leggja góðum málum lið. Þetta
getur hann auðvitað ekki gert ef hann
er lokaður inni á skrifstogu allan dag-
inn.
Siggeir: Segjum sem svo að þú
verðir forseti; myndir þú þá mæta á
popptónleika sem væru haldnir til
styrktar sérstökum málefnum ef þér
yrði boðið?
Pétur: Auðvitað. Forsetinn verður
að gera sér far um að halda kynnum
við mismunandi aldurs- og þjóðfélags-
hópa. Hann er forseti, ungra, gamalla
og allra þar í milli.
Þorsteinn: Ég hef tekið eftir því að
þú ert eini forsetaframbjóðandinn sem
talar um fíkniefnavandann.
Pétur: Forsetinn gerir engin krafta-
verk x þeim efnum, fremur en aðrir. En
hann getur lagt sitt lóð á vogarskálim-
ar. Baráttan við fíkniefnin er langtíma-
verkefhi, í henni þarf mikla þrautseigju
og þolinmæði.
Þorsteiim: Við erum £ samstarfi við
Jafhingjafræðsluna og ætlum að starfa
með þeim í sumar.
Siggeir: Ef við erum á móti þessu þá
getum við kannski haíi fihrif á fleiri.
Pétur: Jafningjafræðslan er mjög
gott framtak. Það skiptir einmitt miklu
máli að skapa þá ímynd að það sé síð-
ur en svo eftirsóknarvert að neyta
fíkniefna. Lífið hefur upp á svo miklu
meira að bjóða, heldur en þann sýndar-
veruleika og lffsfirringu sem fylgir
ffkihefhum. Mér finnst ekki ósennilegt
að það sé einmitt mjög góð leið að
ungt fólk sannfæri hvort annað um
það.
Siggeir: Mig langar til að spyija þig
að því hvort þú sért húmoristi. Sumum
finnst þú vera of alvarlegur þegar þú
kemur ffam.
Pétur: Áður en ég hóf þessa kosn-
ingabaráttu var það litla, sem til mín
hafði sést í fjölmiðlum og það sem til
mín hafði heyrst og varðaði mín störf,
á alvarlegu nótunum. Enda ekki marg-
ar skopsögur að segja úr störfum dóm-
ara. Ég held nú sannast að segja að ég
hafi alveg sæmilegt skopskyn, þó mér
detti ekki í hug að troða upp sem
skemmtikraftur,
Þorsteinn: Geturðu sungið?
Pétur: Skólafélagi minn úr mennta-
skóla hefur lýst því hvað ég hafi haft
óskaplega gaman af því að syngja á
menntaskólaárunum, en lagleysi mitt
hefði verið átakanlegt. Konan mín seg-
ir hins vegar að ég sé músíkalskur og
auðvitað hefur hún rétt fyrir sér í því
eins og öðru. Ég hef mjög gaman af
tónlist, hlusta mest á klassíska tónlist.
Þorsteinn: Finnst þér klassísk tónlist
vera meiri tónlist en önnur?
Pétur: Nei, alls ekki.
Þorsteinn: Segjum svo að þú hefðir
ekki farið í framboð; hefðirðu þá kosið
einhvem af hinum frambjóðendunum?
Pétur: Kosningarétturinn er dýrmæt-
asti réttur einstaklingsins í lýðræðis-
þjóðfélagi, og ég hef alltaf notað minn
atkvæðisrétt. Ég hefði líka örugglega
gert það núna. En ég vil nú ekki segja
ykkur hvemig ég hefði notað hann.
Birgir: Finnst þér að það ætti að
setja einhver mörk á það hvað menn
geta eytt miklu f kosningabaráttu?
Pétur: Já, ég heid að það sé orðið
tímabært að setja einhveijar reglur um
fjáirmál framboða af þessu tagi.
Siggeir: En það er auðvitað þannig
að þeh sem em minna þekktir verða að
kynna sig meira en þeir sem em þekkt-
ari.
Pétur: Þeir sem eru ekki þekktir
kunna að þurfa meira á auglýsingum
að halda. Það er erfitt fyrir stuðnings-
menn að reka áróður fyrir ákveðinn
einstakling þegar almenningur þekkir
ekki einu sinni andlit þess manns. Að
þessu leyti eru auglýsingar þáttur í
upplýsingagjöf, jafnvel upplýsinga-
skyldu.
Siggeh: Ég skil ekki af hveiju það
ætti að skammta peninga í svona kosn-
ingabaráttu. Ef menn vilja styðja ein-
hvern fjárhagslega þá ættu þeir að
mega það.
Pétur: Það er ekkert óeðlilegt við
það að menn fari í kosningabaráttu af
þessu tagi með stuðning víðs vegar að
úr þjóðfélaginu, bæði frá einstakling-
um og fyrirtækjum. En það þarf að
gæta að því að fjárframlög séu ekki í
óhóflegum mæli. Þess vegna finnst
mér eðlilegt að setja reglur um há-
marksupphæð frá einstaklingum eða
fyrirtækjum
Siggeh: Já, það er líklega sniðugt að
setja því mörk hvað hver má gefa mik-
ið en ekki hversu miklu má verja í
kosningabaráttuna. Ef það eru margir
sem vilja styrkja þig fjárhagslega þá
sýnir það að þú ert með mikið fylgi.
Það er bara eðlilegt að menn vilji
styrkja sinn mann.
Pétur: Umræðan um fjármál í kosn-
ingabaráttu eins og þessari er oft með
neikvæðum formerkjum. Það er eins
og menn gefi sér að þetta sé vafasamt
fjárglæfJafyrirtæki.
Birgh: Mér finnst fjölmiðlamir hafa
sett leiðinlegan svip á þessa kosninga-
baráttu.
Pétur: Þetta er æði misjafnt. Sumh
reyna að búa til ágreiningsefni og leita
að því sem getur orðið mönnum til
hnjóðs fremur en að kynna frambjóð-
endur, hugmyndir þeirra og skoðanir.
Njáll: Hvað finnst þér um að hafa
tvær umferðir í forsetakosningum?
Pétur: Ég held að það eigi tvímæ-
laust að stefna að því þannig að kosið
yrði á milli þeirra tveggja sem flest at-
kvæði hlytu. Mér finnst skipta mjög
miklu máli að tryggja það eins og hægt
er að forsetinn njóti stuðnings meiri-
hluta þjóðarinnar.
Njáll: Það stangast á við lýðræðis-
stefnuna að það sé hægt að vinna
kosningar með kannski tuttugu og tvö
prósent atkvæða.
Pétur: Þetta er umdeilt mál. Þeir sem
vilja ekki gera mikið úr þessu benda á
kostnaðinn sem fylgja myndi tveimur
kosningum og segja einnig að þótt for-
setinn hefði ekki meirihluta myndi
hann ávinna sér traust þjóðarinnar. En
hitt finnst mér réttara og eðlilegra fyr-
irkomulag.
Siggeh: Og það er alls staðar þann-
ig. í íþróttum og öllu.
Njáll: Já, eins konar útsláttarkeppni.
En þú hefur talað mikið um spamað.
Pétur: Það er mjög mikilvægt að við
rekstur embættisins sé ekki farið fram
úr fjárheimildum. Að ekki sé eytt
meiru en má. Það er alltof algengt í
ríkiskerfinu að það sé gert. Það hefur
reyndar orðið breyting til batnaðar á
síðustu árum, en alls ekki nægilega
mikil. Hér á forsetinn að slá tóninn.
Hann á að snúa sér til Alþingis ef
stefnir í meiri útgjöld en ráð var fyrir
gert og láta taka á því fyrirfram en ekki
eftir á. En segið mér, finnst ykkur ungt
fólk hafa aðrar hugmyndir um forseta-
embættið en ég er að lýsa?
Þorsteinn: Ungt fólk þekkir ekki
annan forseta en Vigdísi.
Siggeir: Svo vitum við ekkert
hvemig forsetakosningar hafa gengið
fyrh sig af því það er svo langt síðan
það var kosið síðast.
Pétur: Um tíma vom fjölmiðlar að
leita að frambjóðendum. Þeir mátuðu
fólk í embættið og bjuggu til fram-
bjóðendur. Þá fannst mér ekki talað
um kjama málsins, hlutverk embættis-
ins, heldur var talað um móttökur og
ferðalög og hvað hver talaði mörg
tungumál.
Njáll: Eða hver væri huggulegastur
eða ætti huggulegasta makann.
Pétur: Það er nauðsynlegt að hver
og einn geri sér grein fyrh hlutverki og
stöðu forsetans í þjóðlífinu. Ef menn
gera það þá held ég að staða embættis-
ins gæti orðið styrkari. Þá er ég ekki að
tala um aukin pólitísk völd heldur
áhrifamátt.
Siggeir: Finnst þér ekki samt að það
eigi að halda áfram að kynna landið á
erlendri gmnd?
Pétur: Jú, ég held að forsetinn hafi
mjög þýðingarmiklu hlutverki að
gegna áfram á þeim vettvangi. Hann
kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar,
kynnir land og þjóð og það hefur nú-
verandi forseti gert með heiðri og
sóma. Forsetinn á ekki að vera erind-
reki einstakra fyrirtækja eða hags-
munaaðila og hann má ekki afia við-
skiptasamninga fyrir einstaklinga eða
einstök fyrirtæki. Hann vinnur störf sín
í þágu heildarhagsmuna.
Njáll: Nærðu fullum svefni?
Pétur: Svefntíminn er oft ekki lang-
ur, þessa dagana. Það er mikið um
ferðlög, komið seint heim á kvöldin og
farið snemma að heiman.
Siggeh: Þú ert eins og þrautþjálfað-
ur í poppbransanum. Þar er þetta alveg
eins. Annars er að koma út geisladisk-
ur með okkur. Við ætlum að gefa þér
hann.
Pétur: Ég þakka ykkur fyrir það.
Það hefur verið gott að hafa ykkur
með í þessari baráttu.
Siggeir: Við þökkum sömuleiðis
fyrir okkur. Svo vonum við bara að þér
gangi vel.