Pétur er minn maður - 01.06.1996, Side 13
Pétur Hafstein -traustsins verður
Sá er heiðar-
legur sem gerir
eins vel og
hann getur
- segir Inga Asta í viötali
við Hrafn Jökulsson um
uppvöxt og bakgrunn, tónlist
og trúarlíf, fjölskyldumál
- og Pétur Kr. Hafstein.
Mér finnst þetta hafa verið rnjög
skemmtilegt," svarar Inga Asta inni-
lega, þegar ég spyr hvemig henni hafi
fundist að hafa formálalaust lent í
kastljósinu miðju í þjóðntálaumræð-
unni. Hún segir að þetta hafi ekki síð-
ur verið spennandi fyrir Pétur, enda
hefur liann síðustu ár unnið á einhveij-
um lokaðasta vinnustað á Islandi.
„Við höfunt kynnst óskaplega ntörgu
fólki. Þetta hefur verið bæði gefandi
og þroskandi. Við kynnumst hlulum
sem við ella hefðum aldrei komist í
snertingu við. Mér finnst þetta mjög
spennandi, og hvemig sent fer hljótuni
við að standa uppi með mikla reynslu.
Sérstaklega er gaman að fara unt land-
ið og sjá að hver staður hefur sín ein-
kenni. Mér finnst líka ntjög áhugavert
að heimsækja öll fyrirtækin og sjá
hvað er að gerast þar.“
Hún tekur á móti mér á heimili
þeirra Péturs við Einimel. Muni ég rétt
hefur Einimelur oftar en einu sinni
verið valinn fallegasta gata Reykjavík-
ur: garðarnir eru vel hirtir og húsin
reisuleg. Heimili Ingu Ástu og Péturs
er í senn fágað og menningarlegt: Ijöl-
breytilegt úrval málverka á veggjum,
gömul og virðuleg húsgögn, gott
bókasafn og glæsilegur flygill.
Inga Ásta hefur heillað marga með
framgöngu sinni í kosningabaráttunni.
Hún er ákaflega blátt áfram og einlæg,
og það er stutt í smitandi hláturinn. En
jafnframt þarf enginn að velkjast í
vafa um að þessi kona veit hvað hún
vill.
Hún er píanókennari, þriggja bama
móðir - og kannski næsta húsfreyja á
Bessastöðum.
Þegar við emm sest niður yfir kaffi
í stofunni spyr ég hvemig henni finn-
ist fjölmiðlar hafa staðið sig í kosn-
ingabaráttunni.
„Þetta er nú svolítið viðkvæm
spurning!" svarar hún og hugsar sig
um. Velur orðin af kostgæfni: „Mis-
jafnlega vel, verð ég að segja. Sumir
fjölmiðlar hafa staðið sig mjög vel.
Einkum hafa smærri ijölmiðlamir lagt
sig fram, blöð einsog Dagur og Al-
þýðublaðið. Allir sem hafa haft sam-
band við okkur hafa lagt sig fram um
að skrifa góðar greinar, taka góðar
ntyndir og hafa gefið sér góðan tíma.
Fjölmiðlar hafa mikla ábyrgð gagn-
vart þjóðinni, ekki bara frambjóðend-
um.“
Heyrt margar
skemmtilegar sögur
Ég spyr hvernig synirnir þrír hafa
tekið allri athyglinni og umfjöllun
íjölmiðla uppá síðkastið.
„Sá elsti er víðsfjarri góðu gamni
og sleppur vel. Hann heitir Jóhann
Haukur, sautján ára, og er við nám í
íþróttamenntaskóla í Noregi. Hann
fréttir vikulega hvað er að gerast, en
ég hugsa að honum brygði við að
koma heim og sjá pabba og mömrnu
aftan á öllurn strætisvögnum! Sá sem
er þrettán ára er klipptur af fjölskyldu-
myndunum og vill ekki konia í blöð-
um og sjónvarpi, en hann tekur þessu
mjög vel. Hann vill ekki vera í sviðs-
Ijósinu, og við höfum tekið fullt tillit
til þess. Sá yngsti er átta ára og vill
eðlilega vera á öllum myndunum.
Þetta em þrír ólíkir pólar, en allir hafa
þeir tekið þessu vel. Eðlilega þurfa
börn langan tíma til að átta sig á
þessu, og við verðum bara að vona að
það sem við emm að leggja á strákana
muni þroska þá og hafa jákvæð áhrif.“
Kjaftasögur og baktal em hvimleið-
ir, en að því er virðist óhjákvæmilegir,
fylgifiskar kosningabaráttunnar. Ég
spyr Ingu Ástu hvort hún haldi að
mikið sé slúðrað.
„Já, já, ég hef heyrt margar
skemmtilegar sögur,“ segir hún og
hlær hjartanlega. „Yfirleitt finnst mér
þær mjög fyndnar. Það stóð í mér
kaffið þegar ég las Dagfara þarsem
hann ijallaði um frambjóðendur. Ég
lél Ijósrita það í stórum stíl og dreifa,
nteðal annars á Isafirði þarsem fólk
þekkir okkur. Þar var sagt: Pétur er
traustsins verður, það stendur aftan á
strætó og strætó skrökvar ekki! Það
var líka sagt að Inga Ásta sé píanó-
kennari og Pétur hafi hitt nentendur
hennar og meira að segja talað við
þá... Hann hafi jafnvel talað líka við
nokkra sem hann ekki þekkir." Aftur
hlær hún glaðlega. Bætir svo við:
„Kjaftasögumar hafa ekki verið ljótar.
Einhver sagði í þjóðarsálinni að Pétur
hefði aldrei viljað fara úr sýslumanns-
búningnum og alltaf verið í honum
fyrir vestan. Þetta fannst mér náttúr-
lega mjög fyndið af því ég veit hvað
hann þoldi illa að fara í þennan bún-
ing. Pétur neyddist til að fara í búning-
inn þegar hann þurfti að sinna emb-
ættiserindum, en honum var raun að
því að klæðast þessu skarti. Okk^ur
fannst nú bara fyndið að heyra þetta.
Ég held að ef maður hefur hreinan
skjöld taki rnaður ekki nærri sér ein-
hvetjar sögur."
Tökum því sem
að höndum ber
Ég spyr hvort henni muni reynast
erfitt að sætta sig við það, ef Pétur nær
ekki kjöri. Svarið er ákveðið:
„Nei. Við tökum hverju sem að
höndunt ber. Þegar framboð var nefnt
í fyrsta sinn, í október í fyrra, var þetta
ákaflega Ijani okkur. Við höfunt ekki
átt þann draurn áratugum saman að
Mér fínnst svolítið skrýtið, að það er stundum
sett fram með neikvæðum formerkjum að Pétur
sé hógvær og vammlaus. Þeim kostum hans, sem
ég féll fyrir, var stillt upp sem göllum af sumu
fólki. Því er ég enganveginn sammála, en þetta
mun þjóðin dæma um.
komast til Bessastaða. Það var ekki
fyrren eftir páska að okkur var eigin-
lega hrint fram af bjargbrúninni, og
við höfum varla haft tíma til að hugsa
um þessar tilfinningar eða setja þær í
einhvem búning. Nái Pétur ekki kjöri
finnst mér það verst gagnvart öllu því
góða fólki sem hefur dottið ofiiti úr
himnum og er að vinna baki brotnu
fyrir okkur. Ég veit ekki hvaðan allt
þetta fólk er kornið, en það flykkfet að
okkur og er reiðubúið að vinna ll'yrir
okkur dag og nótt. Ég hef altirei
kynnst öðru eins, og mér fyndist Iþað
sárast gagnvart þessu fólki ef Pétur
næði ekki kjöri. Við erum alsæl ein-
sog við höfum það, Pétur er í goðu
starfi og ég er nýbúin að stofna tónl ist-
arskóla. En ég ftnn líka að þessi t mi
breytir okkur.“
En gefum okkur að Pe'tur nái kj iri.
Hvert er þá í þi'num huga hlutverk Jvr-
setafrúar?
„Þá ntun ég að sjálfsögðu gera allt
sem í mínu valdi stendur til að axla þá
ábyrgð sem embættið leggur okkur
santeiginlega á herðar. Það er augljóst
að ég gæti ekki kennt áfram við tón-
listarskólann, þar erunt við með unga
krakka sem þurfa aga og aðhald, og
það þýðir ekkert að segja: Nú þarf ég
að skreppa í opinbera heimsókn eða
taka á móti gestum, og get ekki sinnt
ykkur fyrren í næstu viku. Það gengur
ekki upp. Aftur á móti hef ég mjög
gaman af því að kenna eldri nemend-
um, fullorðnu fólki, og það hefur verið
samningsatriði við þá hvemig kennsl-
unni er hagað. Fullorðið fólk þolir
sveigjanleika í námi, svo ég sé alveg
fyrir mér að ég gæti kennt áfram. Það
myndi ég hinsvegar gera í einkatímum
og væntanlega bara í litlum mæli.“
Atorkusamur krakki
í Vesturbænum
Við ákveðunt að hvíla okkur aðeins
á forsetamálum og ég spyr um bak-
gmnn og uppvöxt. Inga Ásta fæddist í
Neskaupstað þar sem foreldrar hennar
bjuggu í sjö ár, og faðir hennar var
apótekari. Ung flutti hún til Reykja-
víkur og ólst upp í Vesturbænum, og
gekk hina hefðbundnu leið gegnurn
Melaskóla, Hagaskóla og MR. Hún
segist hafa verið lifandi og athafna-
sarnur krakki, og það kemur heirn og
saman við það sem æskufélagar henn-
ar höfðu sagt mér. Hún stundaði
hestamennsku og handbolta, og bytj-
aði ung í tónlistarskóla.
„Ég fékk rnjög gott uppeldi,'1 segir
hún. „Foreldrar mínir leituðust við
leyfa mér að njóta þess sem hægt var.
Þetta á við urn marga af þeirra kyn-
slóð: fólk sem lagði gríðarlega hart að
sér en gat lítið veitt sér og vildi þess-
vegna láta drauma sína rætast í böm-
unum. Þessvegna fékk ég tækifæri til
að fara í tónlistarskóla og til útlanda á
surnrin að læra tungumál. Þau lögðu
mikið á sig til að við systkinin gætum
notið þess sem vissulega vom nokkur
forréttindi."
Inga Ásta fór til Danmerkur 13 ára
að passa börn, var á sumarskóla á
Bretlandi og vann sumarlangt í Frakk-
landi. Þá lærði hún tungumálin og það
kom sér vel þegar hún, iýrir einskæra
tilviljun, varð leiðsögumaður erlendra
ferðamanna á íslandi. Upphaflega ætl-
aði hún einungis að fara eina ferð sem
leiðsögumaður en sumrin urðu tíu áð-
ur en yfir lauk.
Félagar Ingu Ástu úr menntaskóla
minnast hennar sem sjálfstæðrar og
lífsglaðrar stúlku sem lét heilmikið að
sér kveða.
„Við vomrn að vakna til lífsins og
okkur fannst allt svo spennandi. Ég
sótti hvaðeina sem var í boði: Við fór-
um á allar ntálverkasýningar og tón-
leika, við sóttum alla fyrirlestra, hvort
sem þeir voru um heimspeki eða
stjómmál. Vinimir vom annaðhvort í
Fylkingunni eða Heimdalli, þannig að
við sóttum fundi hjá báðum og það
var mikið rifist unt pólitík í kringum
mig.“
Jafnframt félagslífinu sent fylgdi
skólanum var Inga Ásta á kafi í hesta-
-iraustsins vcrður