Blað stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens í Hafnarfirði - 01.06.1968, Side 2
2
Blað stuðningsmanna GUNNARS THORODDSENS
■ lllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIBIIIIIIIIIIiail^il
| Blað stuðningsmanna
I GUNNARS THORODDSENS \
| í Hafnarfirði §
| Útgefendur: |
| Framkvæmdanefnd stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens.
| Ritstjóri: Árni Ágústsson. ij
Mllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Kjósum styrka forystu
Nú líður að lokum þessarar kosningabaráttu. Forsetakosn-
ingar eru ávallt örlagaríkar fyrir frjálshuga þjóð. Þær snerta
meira hvern einasta þegn, en í fljótu bragði virðist. E. t. v.
finnst fólki þetta fjarstæða. En hver og einn, sem hefur kynnt
sér valdsvið forseta og hlýtt á ágætt erindi Hákonar Guð-
mundssonar yfirborgardómara í útvarpinu, séð og heyrt þá
Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómara og Þór Vilhjálms-
son prófessor í sjónvarpinu hlýtur að gera sér grein fyrir því
að nauðsynlegt er að forsetaembættið sé skipað mjög hæfum
manni til að skapa þann styrk og festu, sem nauðsynlegur er
í stjórnarháttum. Það leiðir til meiri velferðar og öruggari
framþróunar en ella.
Vel má vera að fólki finnist að þetta sé tryggt með kosning-
um til Alþingis. Forsetakjör snerti ekki hagsmunamál þess.
En þetta er mikill misskilningur. Góðir kennarar við skóla
njóta sín ekki í starfi nema skólastjórinn stjórni af festu og
víðsýni, ella fer allt úr böndunum með alvarlegustu afleiðing-
um fyrir nemendur. Á svipaðan hátt getur farið um stjórn
landsins, ef ekki er traust forysta af hálfu forseta og afleið-
ingarnar geta haft hin alvarlegustu áhrif á afkomu þjóðarinn-
ar.
Gunnar Thoroddsen er maður sem hefur víðtæka þekkingu
á menningar- og atvinnulífi þjóðarinnar. Hann á að baki mikla
reynslu í stjórnun hinna veigamestu mála í þjóðfélaginu og
hefur honum í þeim vandasömu störfum fylgt farsæld og festa.
Hann er því einn af fáum mönnum sem til greina getur komið í
hið veigamikla embætti, forsetaembættið.
Kristján Eldjárn hefur reynst nýtur maður í stöðu sinni og er
einn úr hópi fjölda trúverðugra embættismanna, en hefur ekki
öðlast þá þekkingu og reynslu, sem leiðtogi þarf að hafa. Kom
þar bezt fram í sjónvarpsviðtalinu, að hann hafði ekki gert sér
grein fyrir starfi forseta.
Val þeirra manna, sem vilja standa vörð um og efla ís-
lenzka lýðveldið er því auðvelt. Þeir hljóta að styðja þann
manninn, sem hefur sýnt það, að hann getur haldið styrkri
hendi um stýrisvölinn. Það er stutt á milli frelsis og ófrelsis
og sundrungin frá 1262, er landið glataði sjálfstæði sínu má
ekki endurtaka sig.
Við skulum því sameinast um að fela Gunnari Thoroddsen
forsetaembættið á sunnudaginn kemur.
Stjórnmálaafskipti
forsetaefna
(Framhald af bls. 4)
laust get ég lýst yfir því, að ég myndi
greiða honum atkvæði í forsetakosn-
ingum^ þrátt fyrir deilur okkar um
stjórnmál á fyrri árum, og þrátt fyr-
ir það, að hann hefir síðan verið orð-
aður við samtök, sem mér eru ekki
að skaþi, ef ég teldi ekki þann fram-
bjóðanda, sem við hann keppir hæf-
ari til að gegna embætti þjóðhöfð-
ingja af ýmsum ástæðum.
Þess vegna skil ég ekki af hvaða
sökum er nú lögð svo mikil áherzla
á, af fylgismönnum dr. Kristjáns Eld-
járns og jafnvel honum sjálfum, að
hann hafi „aldrei tekið virkan þátt í
stjórnmálum". Ég tel það engan ó-
kost á forsetaefni, þótt það hafi
tekið virkan þátt í stjórnmálum og
„stúdentapólitík" er líka pólitík að
mínum dómi, enda hafa stúdentar
jafnan verið taldir góðir og eftir-
sóttir liðsmenn í hvaða stjórnmála-
flokki sem er og flokkspólitískar
kosningar innan Háskólans áratugum
saman verið taldar hinar þýðingar-
mestu.
Senn munu íslenzkir kjósendur
ganga að kjörborðinu og velja með
atkvæði sínu mann í æðsta embætti
þjóðarinnar, sjálfan þjóðhöfðingjann.
Margt hefir þegar verið um það rit-
að og þó meira spjallað manna á
meðal. Hefir því miður blandazt inn
í það umtal ýmislegt, sem betur
mætti vera ósagt.
Hver íslenzkur kjósandi ætti þó að
setja metnað sinn í það, hvorum
frambjóðandanum hann hyggst
greiða atkvæði eða með áróðri sín-
um til stuðnings hvorum frambjóð-
andanum sem er, að yfir kosninga-
baráttuna brygði blæ reisnar og
virðuleika, en ekki hið gagnstæða.
Og umfram allt að forðast það, að
víkja af götu sannleikans.
Ég trúi heldur ekki öðru en að
báðum frambjóðendunum ( þessum
kosningum séu þeir starfshættir lika
bezt að skapi.
Sigurður T. Sigurðsson, auglýsingastjóri:
Að velia forseta
Sigurður T. Sigurðsson.
Það sem ég hef í huga þegar ég
kýs mann i æðsta embætti þjóðarinn-
ar er það að hann hafi ákveðnar
skoðanir og þori að standa við þær.
Ég vil mann sem er kunnugur
stjórnmálum og lögum hins íslenzka
lýðveldis.
Ég vil mann, sem gæti með þekk-
ingu sinni og lipurð verið sáttasemj-
ari hinna stríðandi afla í þjóðfélag-
inu.
Ég vil mann, sem þekkir atvinnu-
hætti íslenzku þjóðarinnar.
Ég vil mann, sem villir’ekki á sér
heimildir.
Þess vegna kýs ég
GUNNARTHORODDSEN
Það, hvernig stuðningsmenn Krist-
jáns Eldjárns hafa rekið kosninga-
baráttuna hingað til veldur mér von-
brigðum.
Þegar menn eru farnir að nota níð
og róg um andstæðing sinn og villa
á sér heimildir með röngum upplýs-
ingum þá er kominn tími til að taka
afstöðu á móti þeim.
Hér á eftir eru nokkur dæmi um
tvöfeldni Kristjáns Eldjárns og
stuðningsmanna hans:
1. Stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns
segja hann aldrei hafa verið
flokksbundinn þrátt fyrir þá stað-
reynd að hann var ofarlega á lista
eins stærsta stjórnmálaflokks
landsins við borgarstjórnarkosn-
ingar í Reykjavik.
2. Fyrir 20 árum síðan tók Kristján
Eldjárn ákveðna afstöðu á móti
þátttöku íslands [ Atlantshafs-
bandalaginu, en nú þegar hann
eygir von i embætti forseta kallar
hann þessa afstöðu sína „barna-
trú og einfeldni“.
3. Meðmælendur Kristjáns Eldjárns
I Hafnarfirði eru samtals 1 á lista
þeim, sem lagður hefur verið
fram. (Hvað skrifuðu sig margir
á þann lista hér í Hafnarfirði?
Hvað var gert við nöfn þeirra,
sem töldu sig vera að styðja
Kristján Eldjárn? Hver er sá eini
sem eftir er?)
Ég skora á hafnfirzka kjósendur
að kynna sér þessi mál til hlitar og
þá verður valið auðvelt.
X GUNNAR THORODDSEN
Garðar Sigurðsson, verkstjóri:
Spurt um kunnóttu
og reynslu
Þegar Gunnar Thoroddsen ákvað
að gefa kost á sér til forsetakjörs
ákvað ég að gerast stuðningsmaður
hans. Þá ákvörðun byggði ég á
þeim rökum, að um val í forsetaem-
bætti ættu að gilda sömu reglur og
þegar ráðnir eru menn í aðrar stöð-
ur. Þegar rætt er við umsækjendur
um stöður er fyrst spurt er mað-
urinn vanur slíkum störfum eða hlið-
stæðum?
Guðlaugur Bjarnason, verkamaður:
Viðhöldum reisn
forsetaembœttisins
Guðlaugur Bjarnason.
Það er mér mikil ánægja, að vera
stuðningsmaður Gunnars Thorodd-
sen. Því álit mitt er, að hann sé hinn
hæfasti íslendingur sem hugsast
getur, í virðulegasta embætti
íslenzku þjóðarinnar. Vegna hvers?
Vegna þess að hann hefur eins mikla
reynslu og framast er hægt að hugsa
sér í stjórnlaga, stjórn og félagsmála
starfi, á mestu umbrotatímum ís-
lenzku þjóðarinnar. Hann gjörþekk-
ir íslenzkt þingræði, og kann sögu
hins virðulega alþingis og hinna
djúpvitru löggjafa, sem það skópu
og þess virðingu hafa á lofti haldið,
islendinga bezt. Aðeins tuttugu
og þriggja ára varð Gunnar
Thoroddsen þingmaður. Alþjóð er
kunnugt um hans feril síðar, kunn-
ugt um hans orðsnilli, prúðmennsku
og glæsileik í hvívetna, og við hlið
honum stendur eiginkona hans, sem
er hin glæsilegasta kona. Þrátt fyrir
þessa talningu, þá hittir maður varl
nokkurn fylgjanda hins frambjóðand-
ans, sem vafalaust er hinn ágætasti
embættismaður, að hann geti ekki
haldið langa fyrirlestra um ótölulega
lesti á einkalífi Gunnars Thorodd-
sens og fjölskyldu. Reyndar fyrirverð
ég mig að nokkru, fyrir að láta það á
þryk út ganga, að ég hafi gert mig
svo lítinn mann að rökræða við
þessa manntegund, en það furðu-
lega er, að þessir menn viðurkenna,
að Gunnar Thoroddsen hafi, betri
framkomu, betri þekingu, meiri
glæsileik, en það sé bara vegna
þess að hann hafi meiri þjálf-
un! ÞAÐ ER GALLINN! Sam-
kvæmt þessum rökum, ætti svifflug-
maður hæglega að geta flogið þotu
þjálfunarlaust. Látum virðuleik for-
setaembættisins ekki dvína, stuðlum
öll að glæsilegum sigri Gunnars
Thoroddsens.
GarSar Sigurðsson.
Hefir viðkomandi þá hæfileika sem
þarf til að bera, svo hann geti leyst
starfið sómasamlega af hendi.?
Þessar spurningar koma fyrst upp
í huga manns þegar rætt er um
frambjóðendur til forsetakjörs þann
30. júní næstkomandi.
Enginn vafi er á þvl að Gunnar
Thoroddsen er sá maðurinn sem ég
tel að uppfylli bezt allar þær kröfur
sem islendingar ungir og gamlir
gera til forseta lands vors. Því skora
ég á alla hugsandi menn að styðja
og styrkja okkar unga lýðveldi með
þvi að kjósa Gunnar Thoroddsen
næsta forseta.
I FRAMKVÆMDANEFND
STUÐNINGSMANNA
GUNNARS THORODDSENS
í HAFNARFIRÐI ERU:
Hermann Guðmundsson,
Guðríður Elíasdóttir,
Vilhjálmur Skúlason,
Sigurður T. Sigurðsson,
Páll V. Daníelsson,
Reynir Guðmundsson,
Laufey Jakobsdóttlr,
Elin Jósefsdóttir,
Guðbjörg Guðjónsdóttir,
Helga Guðmundsdóttlr,
Ingvar Viktorsson,
Sigurður Emilsson,
Ólafur Pálsson,
Þórður Þórðarson,
Hörður Hallbergsson.
Fólkið fylkir sér um GUNNAR THORODDSEN