Forsetaval - 20.06.1968, Page 4
4
t
FORSETAVAL
HRÓLFUR INGÓLFSSON, bæjarstjóri, Seyðisfirfti.
Valið er
Þrítugasta þessa mánaðar kýs
þjóöin forseta lýðveldisins. Tveir
þjóðkunnir menn eru í kjöri,
fcáðir vel giftir. Annar frambjóð-
andinn, dr. Gunnar Thoroddsen,
hefur verið virkur stjórnmála-
maður í 30—35 ár, en hinn, dr.
Kristján Eldjárn, er þekktur emb-
ættismaður og fræðlmaður. Eíg
held, að enginn heilvita maður
efist um það* í ,alvöru, að báðir
frambjóðendurnir séu hæfir til
þess að gegna embætti forseta Is-
lands, og konur þeirra séu einnig
mjög hæfar forsetafrúr. Þetta
finnst mér einfaldlega sannast á
því mikla fylgi, sem vitað er, að
báðir frambjóðendurnir hafa.
Forsetinn er þjóðhöfðingi
Islands, sameiningartákn þjóðar-
innar. Þá vaknar sú spurning,
hvort maður, sem staðið hefur í
Því er nú ákaflega haldið fram
af ýmsum talsmönnum í yfir-
standandi baráttu vegna forseta-
kjörs, að forseti þurfi að hafa
verið stjórnmálamaður og gjarn-
an lögfræðingur líka. Sendiherra-
starf erlendis er talið bæta hæfn-
ina enn frekar, því að þar hafi
menn lært hvernig umgangast
skuli höfðingja.
Þegar völ er á forsetaefni, sem
ekki hefur þennan bakhjarl, en
unnið hefur að íslenzkri menning-
arstanfsemi, þá tel ég það bak-
hjár:, sem betri er fyrir forseta-
starf þessarar smáþjóðar heldur
en æfing í iagakrókum, stjórn-
málaerjum og veizluhöldum.
Að mínum dómi er Kristján
Eldjárn hinn sterki frambjóðandi
vegna starfsferils síns, — auk
þess sem hann er auðvitað búinn
þeim beztu mannkostum, sem
auðvelt
fremstu víglínu í stjórnmálabar-
áttunni í meira en þrjá áratugi,
sé líklegri til að verða samein-
ingartákn þjóðarinnar en hinn,
sem aðeins er þekktur af frið-
sömu starfi sínu og mannkostum.
Fyrir mitt leyti tel ég ekki æski-
legast, að umdeildir stjórnmála-
menn séu kjörnir í hið virðulega
embætti forseta íslands. Hitt tel
ég tvímælalaust gæfulegra, að
kjósa mætan mann, gáfaðan og
vel menntaðan eins og við eigum
nú kost á, þar sem dr. Kristján
Eldjárn er í framboði. Við kosn-
ingar i fámennum þjóðfélögum,
eins og hinu íslenzka, blandast
ým'skonar tilfinningar alloft rök-
unum, og er ekkert við því að
segja eða gera. Þetta kemur nú
meðal annars greinilega fram í
stuðningsb’.öðum forsetaefnanna.
mann mega prýða, það get ég
dæmt um af persónulegri kynn-
ingu. Eins og forsetaemb-
ætti okkar er háttað, er for-
ustumaður úr harðri stjórnmála-
baráttu óvænlegri sem einingar-
tákn heldur en menningarfrömuð-
ur, sem aldrei hefur flækzt í net
stjórnmálanna. Manni, sem dval-
izt hefur í utanríkisþjónustu um
árabii, hættir fremur til að
gleyma því hver smáþjóð við er-
um, heldur en þeim, sem unnið
hefur kyrrlátt fræðimannsstarf —
og hann mun eiga erfiðara með
að m ða umsvif forsetaembættis-
ins við það.
Kristján Eldjárn er öðrum
fremur tákn þess sem íslenzkt er
sakir stöðu sinnar og menntunar,
og hann er einnig maður hófsem,-
innar í skaphöfn og framferði.
Gerum hann að næsta forseta ís-
iands.
| Blað stuðningsmanna Gunnars
Thoroddsens, Þjóðkjör, fór ekki
illa af stað, en framhaldið hefur
orðið lakara, enda hafa tvö síð-
ustu blöðin, sem ég hef séð, eins
mikið verið alls konar nart út í
Kristján Eldjárn eins og hrós um
Gunnar Thoroddsen. Blað stuðn-
ingsmanna Kristjáns Eldjárns, —
30. júní — hefur enn ekki hafið
neinar árásir á Gunnar Thorodd-
sen. Líkar mér það mjög vel og
vona, að þeirri stefnu verði hald-
ið óbreyttri. Við skulum eftirláta
Það hefur lengi legið í loftinu,
að dr. Gunnar Thoroddsen hyggði
á framboð til forsetakjörs, er
tengdafaðir hans léti af því emb-
ætti, jafnvel allt frá árinu 1952.
Kom því framboð hans engum á
óvart.
Hitt vissu menn einnig, að
ýmsir mætir menn höfðu um
nokkra hríð haft til þess sterkan
hug að dr. Kristján Eldjárn gæfi
e nnig kost á sér til að gegna
þessu virðulega embætti. Engu að
síður kom það mönnum skemmti-
lega á óvart, er í Ijós kom, að
hann hafði orðið við þessum ein-
dregnu áskorunum. Allir vita, að
eftir þessu framboði hafði hann
ekki sótzt. Sannast hér enn einu
sinni, að oft eru hæfustu menn-
irnir til virðingarstarfa tregari en
annað fólk til að taka þau að sér.
Er og jafnan skynsamlegt, að
gjalda nokkurn varhug við þeim
mönnum, sem af eigin hvötum
sækjast mjög eftir virðingarstöð-
um.
Kosningabaráttan hefur nú
staðið um hríð og línurnar nokk-
uð teknar að skýrast. Stuðnings-
menn beggja aðila hafa gefið út
blöð þeim til stuðnings. Éig hef
mjög orðið þess var, að sérstaka
athygli hefur vakið manna á með-
ai, af hvílíkri hófsemi stuðnings-
menn dr. Kristjáns Eldjárns
flytja mál sitt í blaði sínu, 30.
júní og hversu mjög sá málflutn-
ingur stingur í stúf við skrifin í
Þjóðkjöri allt slíkt. Það verður
leiðinlegt fyrir aðstandendur þess
blaðs að hafa staðið fyrir slíkum
skrifum um dr. Kristján Eldjárn,
þegar hann verður orðinn forseti
ís’.ands, en það verður hann, ef
allar þær þúsundir kvenna og
manna, ungra og aldinna úr öll-
um stéttum og stjórnmálaflokk-
um, sem nú þegar hafa áltveðið
að styðja hann, vinna ötullega að
kosningu hans, 'anz sigur er unn-
nn.
Þjóðkjöri. Ég vil því cindregið
hvetja menn til að lesa þessi blöð,
bæði tvö, og dæma síðan um það
sjá!f;r hvor hópurinn muni berj-
ast með betri samvizku.
Stuðningsmenn Gumiars Thor-
oddsens reyna að gera sem mest
úr þeim litlu afskiptum, sem dr.
Kristján Eldjárn hefur haft af
stjórnmálum, en þau eru, eins og
alþjóð veit, litlu meiri en afskipti
hins almenna þjóðfélagsþegns af
þessum máium. Jafnframt þessu
halda þeir því fram, að forsetinn
þurfi að vera þaulkunnugur „völ-
undarhúsi stjórnmálanna“. Af
þessari röksemdafærslu verður
ekki annað ráðið, en þeir séu að
varpa ljósi yfir þau störf dr.
Kristjáns, sem þeir telja mikils-
verðust fyrir forsetaefnið, og þar
með mæla með honum til forseta-
kjörs. Út af fyr:r sig höfum við
stuðningsmenn dr. Kristjáns ekk-
ert upp á þessa hjálparstarfsemi
að k’.aga, þótt hún sé óneitanlega
til orðin á dálítið skringilegan
hátt.
Ég vil að lokum hvetja
menn til að láta ekki stjórnmála-
reynslu Gunnars Thoroddsens
skyggja á hina óumdeildu og
fjölþættu hæfileika, sem dr.
Kristján Eldjárn hefur til að
gegna virðulegasta embætti hins
íslenzka lýðveldis. Göngum heil-
skyggnir að kjörborðinu hinn 30.
júní, Austfiið'ingar.
SIGURÐUR BLÖNDAL, skógarvörður, Iíailonnsstað:
Tíb þess sem íMt er
SIGURÐUR Ó. PÁLSSON, skólastjóri, Borgarfirði:
Valið og völundarhúsið
VWWWWV>/»/WV\/\A/»/»/V/VW>/V\/V>/WVWWWS/»/»/WWW^«
Fundur aei forsetoefni il Egilsstöðum 21. júní hl. 2030
Stuðningsmenn dr. Kristjáns Eldjárns boða til almenns fundar i Valaskjálf á Egilsstöðum föstudagskvöldið 21. júní kl. 20.30.
DAGSKRÁ: !
Ávörp flytja: Ræða: Dr. Kristján Eldjárn.
Sigurður Ó. Pálsson, skólastjóri Lokaorð: Sigurður Blöndal, skógarvörður.
Kjartan Ólafsson, læknir Fundarstjóri: Þorkell Steinar Ellertsson, skóiastjóri.
Helgi Seljan, skólastjóri
Vilhjálmur Hjálmarsson, alþingismaður. Lúðrasveit Neskaupstaðar og Karlaliór Fljótsdajshéraðs skemmta.
Austfirðingar. Héraðsbúar.
Fjölmennið á þennan eiha fund dr. Kristjáns Eldjárns á Ansturlandi. !
SXUDNINGSMENN.