Forsetakynning - 17.05.1968, Qupperneq 4
4
F, ORSETAKYNNING
Föstudagur 17. maí 1968
Mímir skrifar:
Hversvegna styðja hinir
300 Gunnar Thoroddsen
Stuðningsmenn dr. Gunnars Thoroddsen, sendiherra,
til forsetakjörs hafa birt í blöðum ávarp til þjóðarinnar,
undirritað af 300 Islendingum, körlum og konum úr
öllum stjómmálaflokkum. Þrjúhimdruðmenningarnir
lýsa yfir því í ávarpinu að þeir hafi ákveðio að veita
Gunnari Thoroddsen brautargengi í kosningunum 30.
júní næstkomandi og skora „á alþjóð að fylkja sér um
hann á kjördegi.“
Gerð listans
Listi stuðningsmanna dr. Gunn-
ars er kænlega saman settur. Þar
eru ýmsir menn, sem ekki var búizt
við að styddu frambjóðandann, og
er sá flokkur einkum fjölmennur
úr röðum Framsóknarmanna, en
þar eru ekki margir af hörðustu
fylgismönnum hans, sem hvað mest
hafa beitt sér fyrir kjöri hans og
skipulagt starfsemi stuðningsmann-
anna. Aberandi er, hversu yfir-
gnæfandi fjöldi á listanum er úr
röðum Sjálfstæðismanna, og síðan
Framsóknarmanna, einkum SÍS
manna, en aftur á móti kynleg fæð
Alþýðuflokksmanna og mjög fáir
Sósíalistar. Fjærvera Alþýðuflokks-
manna stafar ekki af áhugaleysi
áhrifamanna þess flokks heldur er
þetta skynsamlega hugsað ráð, sem
fundið var upp í innsta hring
flokksins. Þrir íslenzkir ráðherrar
eru meðal stuðningsmanna á list-
anum. Ber þar fyrst að nefna dr.
Bjama Benediktsson, forsætisráð-
herra. Nafn hans á þessum lista er
í rauninni einskonar óopinber yfir-
lýsing um að Sjálfstæðisflokkurinn
styðji framboðið. Það getur vel
verið, að dr. Bjarni sé ekki sem
stendur vinsælasti stjórnmálamaður
fslendinga, en hann er líklega einn
sá virtasti, þrátt fyrir allt. And-
stæðingar finna honum margt til
foráttu, en draga ekki í efa heiðar-
leika hans og festu. Þetta er reyndar
dálítið líkt því og einu sinni var
með Eystein Jónsson, þótt það til-
heyri nú sögunni. Mikill meirihluti
Sjálfstæðismanna mun, þegar á
reynir fara eftir vilja helztu for-
ystumanna sinna, þótt mikið hafi
þess gætt, einkum framan af, að
kosning forseta eigi að vera ópóli-
tísk. Sjálfstæðismenn vilja, þegar
á hólminn er komið, fremur kjósa
mann, sem þeir vita fylgja stefnu
þess flokks, heldur en þann, sem
ekki hefur verið starfandi í þjóð-
málum og er að heita má ópóli-
tískur. Auk þess er áróðursvél
stuðningsmanna dr. Gunnars stjórn-
að af úrvali þeirra manna, sem
fyrir 16 árum studdu herra Ásgeir
Ásgeirsson til forseta og flest tann-
hjól kosningamaskínu Sjálfstæðis-
flokksins munu einnig snúast í
sömu átt. Því má telja, að dr. Gunn-
ari sé mikill fengur að nafni dr.
Bjarna á listanum, þótt miður góð-
viljaðir andstæðingar brosi í kamp-
inn og segi, að verri grikk hafi for-
sætisráðherrann ekki getað gert
sínum gamla kunningja, en vera
meðal yfirlýstra stuðningsmanna
hans. Annar ráðherra, sem styður
framboð dr. Gunnars er Ingólfur
á Hellu. Sá maður er ótrúlega vin-
sæll meðal mikils hluta bændastétt-
arinnar og ná persónuáhrif hans
langt út fyrir raðir Sjálfstæðis-
flokksins. Sá af ráðherrum Alþýðu-
flokksins, sem vottar dr. Gunnari
hollustu, er yngsti og vinsælasti
ráðherra ríkisstjórnarinnar, Eggert
G. Þorstcinsson, félagsmálaráðherra.
Störf þessa unga manns í rfkis-
stjórninni hafa vakið undrun and-
stæðinga hans og furðu litla öfund
samherja, enda maðurinn allur
þannig, sem margir íslendingar
vilja gjarna hafa stjórnendur sína:
að hann gæti, ef svo bæri undir,
alveg hugsað sér að fara úr rönd-
óttu ráðherrabuxunum og skrýðast
múraragallanum á ný, án þess að
fella mörg tár.
Því má fullyrða, að ef þessir þrír
ráðherrar beita sér mjög fyrir þeim
málstað, sem þeir hafa vottað stuðn-
ing að þessu sinni, getur það haft
furðu mikið að segja á kjördegi.
Þótt ríkisstjórnin í heild sé ekki
sérlega vinsæl meðal almennings
þessa stundina, eru áhrif einstakra
ráðherra hennar mikil, ef þeim er
beitt af þeirri lagni, sem við þarf
að hafa á stundum sem þessum.
Sjólfstœðismenn.
Á stuðningsmannalista dr. Gunn-
ars er að finna marga helztu for-
ystumenn Sjálfstæðisflokksins. Sá
þeirra, sem líklega yrði fengsælast-
ur veiðimaður á höfuðborgarsvæð-
inu er Geir Hallgrímsson borgar-
stjóri. Nafn hans beinir mörgum
óráðnum kjósandanum að réttum
dálki á kjördegi. Þrátt fyrir hita-*
veituna og holumar í malbikinu
nýtur þessi gjörvilegi leiðtogi ungra
Sjálfstæðismanna trausts allra sem
til hans þekkja.
Gísli Halldórsson, arkitekt, for-
seti ÍSÍ er fremur nafn en númer,
Margir íslendingar virðast hafa
óljósar hugmyndir um embættis-
skyldur forsetans og hvcr raun-
veruleg völd hans eru. Þykir því
rétt að birta hér þrjátíu fyrstu
greinar stjómarskrárinnar, en í
þeim er fjallað um stjómarform
lýðveldisins.
I.
1. gr.
ísland er lýðveldi með þingbund-
inni stjórn.
2. gr.
Alþingi og forseti fslands fara
saman með löggjafarvaldið. Forseti
og önnur stjórnarvöld samkvæmt
stjórnarskrá þessari og öðmm lands-
lögum fara með framkvæmdar-
valdið. Dómendur fara með dóms-
valdið.
þó getur verið að fremur sé til
hagsbóta að hafa hann meðal yfir-
lýstra stuðningsmanna. Ungt fólk
mun hinsvegar taka eftir nafni
Ólafs B. Thors, sem segja má að
sé einskonar „Kennedy“ tmgra
Sjálfstæðismanna. Er það ekki að-
eins fyrir hæfileika og gáfur, held-
ur ekki síður vegna nafns síns og
viðkunnanlegra fj ölskyldutengsla
hér og þar. Er trúlegt, að það komi
dr. Gunnari allmikið til tekna að
hafa bróðurson Ólafs heitins Thors
meðal meðmælenda sinna.
Aðrir Sjálfstæðismenn, sem vega
verulega á stuðningsmannalistan-
um eru t. d. Höskuldur Ólafsson,
bankastjóri Verzlunarbankans, sem
er í senn virtur og dálítið „myst-
ískur“; einn af fáum fagurkerum
Sjálfstæðisflokksins og hefur stjórn-
að banka verzlunar- og kaupmanna
af skörungsskap. Höskuldur er
bankastjóri og það eru 10 aðrir af
hinum 300, auk þess er skipulags-
stjóri stuðningsmannanna banka-
stjóri og viða kunnugur.
Guðmundur H. Garðarsson, við-
skiptafræðingur, er fulltrúi „raun-
særra“ Sjálfstæðismanna í þessum
hópi. Þetta er ötull ungur maður,
sem leynir á sér og hefur víða nokk-
ur ítök, einkum meðal verzlunar-
manna.
Birgir fsl. Gunnarsson, lögfræð-
ingur, er viðfelldin persóna og all-
irtikið lið að honum, enda þótt telja
megi hann meðal „atvinnupólitík-
usa“, sem oftast eru litnir hom-
auga, nema í Alþýðuflokknum.
Góðir stofnar standa að Birgi og
hann hefur ýmis sambönd, sem
verða að liði.
Sveinn útgerðarmaður Benedikts-
son er atgervismaður til sálar og
líkama, þótt hann kunni ekki að
meta Framsóknarmenn sem skyldi.
Með honum eru á þessum lista 7
kunnir útgerðarmenn, m. a. Guð-
finnur Einarsson frá Bolungarvík,
II.
3. gr.
Forseti íslands skal vera þjóð-
kjörinn.
4. gr.
Kjörgengur til forseta er hver
35 ára gamall maður, sem fullnægir
skilyrðum til kosningarréttar til
Alþingis, að fráskildu búsetuskil-
yrðinu
5. gr.
Forseti skal kjörinn beinum,
leynilegum kosningum af þeim, er
kosningarrétt hafa til Alþingis. For-
setaefni skal hafa meðmæli minnst
1500 kosningarbærra manna og
mest 3000. Sá, sem flest fær at-
kvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri,
er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins
einn maður er í kjöri, þá er hann
rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu.
Að öðru leyti skal ákveða með
sem er mikill heiðursmaður eins og
hann á kyn til. Sveinn er vís til
að drífa nokkuð hð á vettvang, þó
ekki allan ættmennahópinn, en það
er önnur saga. Sveinn hefur aldrei
verið vinsæll, en alltaf verið fal-
inn trúnaður, því hann er ham-
hleypa til starfa og næstgreindast-
ur þeirra bræðra.
Allir vita, að Sigurður Ágúslsson,
útvegsmaður og fyrrv. alþingismað-
ur, er vænsti maður, þótt útgerð
hafi ekki gengið átakalaust frá
Stykkishólmi síðustu ár. Hann hef-
ur um sig traustan kjarna aðdáenda,
auk þess sem dr. Gunnar nýtur
frá fyrri tíð vinsælda í hinu gamla
kjördæmi Sigurðar.
Ólafur Jónsson frá Sandgerði er
meðal vitrustu útgerðarmanna sam-
tíðarinnar. Hann hefur ekki fiktað
verulega við stjórnmál, enda erfitt
að koma við hann beizli. Starfs-
menn hans kunna hinsvegar að
meta dugnað hans og kjark og
margir Suðurnesjamenn munu taka
tillit til þess á kjördegi.
Margir aðrir Sjálfstæðismenn eru
kallaðir til leiks.
Árni Snævarr verkfræðingur er
landsþekktur sómamaður, ekki sér-
lega líklegur til atkvæðaveiða, en
þó áhrifamaður á sínu sviði.
Baldvin Tryggvason stjómar Al-
menna bókafélaginu af einkenni-
legu sambandi af fésýslu og góðum
smekk, samvizkusamur heimsborg-
ari, sem er viss sjarmi að hafa með-
al stuðningsmanna.
Þótt Guðjón í Iðju sé nú búinn
að stjórna sínu fólki vel og lengi,
er ekki víst, að það fylgi honum
allt að þessu sinni og mun hann
bera það með karlmennsku, eins og
hans er vandi.
Pétur kaupmaður Sigurðsson er
fulltrúi samtaka kaupmanna, auk
Sigurðar Magnússonar. Þessir tveir
menn eru báðir hörkuduglegir ræð-
arar, en getur brugðið til beggja
lögum um framboð og kjör for-
seta, og má þar ákveða, að tiltekin
tala meðmælenda skuli vera úr
landsfjórðungi hverjum í hlutfalli
við kjósendatölu þar.
6. gr.
Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst
og endar 31. júlí að 4 árum liðn-
um. Forsetakjör fer fram í júní
eða júlímánuði það ár, er kjör-
tímabil endar.
7. gr.
Nú deyr forseti eða lætur af
störfum, áður en kjörtíma hans er
lokið, og skal þá kjósa nýjan for-
seta til 31. júlí á fjórða ári frá kosn-
ingu.
8. gr.
Nú verður sæti forseta laust eða
hann getur ekki gegnt störfum um
sinn vegna dvalar erlendis, sjúk-
leika eða af öðrum ástæðum, og
vona um árangurinn af starfi þeirra.
Vinsælir eru meðal alþýðu bæði
Bjöm flugmaður Pálsson, sem oft
hefur verið getið í blöðum hin síð-
ari ár að öllu maklegu, og Birgir
handknattlciksmaður Bjömsson,
sem nýtur mikilla vinsælda meðal
íþróttamanna.
Þá eru þeir Þórður liappdrættis-
forstjóri Benediktsson og Grímur
Bjarnason, pípulagningamcistari,
ágæt kjölfesta fyrir roskið fólk, sem
er í vafa við þetta tækifæri.
Jón Sólnes bankastjóri er hins-
vegar hin ákjósanlegasta jarðýta
fyrir óákveðna Sjálfstæðismenn á
Norðurlandi, enda er hann vís til
að skófla þeim í viðkomandi kassa.
Alþýðuflokksmenn
eru tiltölulega miklu færri í þess-
um hópi. Áður var getið Eggerts
G. Þorsteinssonar, en auk hans er
Oskar rafvirkjameistari Ilallgríms-
son stuðningsmaður dr. Gunnars.
Er það tvíeggja vopn.
Adolf bankafulltrúi Björnsson
hefur hins vegar frá gamalli tíð
ýmis sambönd, sem geta orðið að
liði og hefur hann mikinn áhuga
á að dr. Gunnar nái kjöri.
Vigfús oddviti Jónsson á Eyrar-
bakka, er valinkunnur sómakarl,
sem mun fylkja þéttu liði austan-
manna.
Þá er ekki hægt að komast hjá að
nefna Unnar viðskiptafræðing Stcf-
ánsson, sem er með ötulustu ung-
um jafnaðarmönnum og flest vel
gefið.
Framsóknarmenn
senda frítt lið til þessarar keppni
og til ýmissa hluta nytsamlegt mál-
staðnum.
Líklega er Sigurjón forstjóri Guð-
mundsson, sem jafnan er kenndur
við Freyju, langötulastur starfs-
maður meðal Framsóknarmanna.
Hann hefur unnið linnulaust að því
síðustu vikurnar að smala byggðir
landsins, er víða heima í þjóðmál-
um og hefur haft mikil áhrif bak
við tjöldin í Framsóknarflokknum.
Nú hefur hann sagt af sér trúnaði
þar og hefur því getað helgað sig
að mestu framgangi þessa máls.
Undarlega margir Sambandsmenn
eru meðal stuðningsmanna dr.
Gunnars. Þar er hinn skörulegi
Ásgeir tryggingaforstjóri Magnús-
son, sem mun fremur styðja dr.
Gunnar af tryggð við herra Ásgeir
Ásgeirsson en af innri hvötum. Ás-
geir er áhrifamaður, en ekki beint
á opinberum vettvangi, heldur í
baksölum.
Amþór Þorsteinsson á Akureyri
skulu þá forsætisráðherra, forseti
sameinaðs Alþingis og forseti hæsta-
réttar fara með forsetavald. For-
seti sameinaðs Alþingis stýrir fund-
um þeirra. Ef ágreiningur er þeirra
í milli, ræður meiri hluti.
9. gr.
Forseti lýðveldisins má ekki vera
alþingismaður né hafa með hönd-
um launuð störf í þágu opinberra
stofnana eða einkaatvinnufyrir-
tækja.
Ákveða skal með lögum greiðsl-
ur af ríkisfé til forseta og þeirra,
sem fara með forsetavald. Óheim-
ilt skal að lækka greiðslur þessar
til forseta kjörtímabil hans.
10. gr.
Forseti vinnur eið eða drengskap-
arheit að stjórnarskránni, er hann
tekur við störfum. Af eiðstaf þess-
Hvert er valdsvið forset-
ans samkvæmt lögum?
er öflugur maður í sinni sveit og
líklegur til nokkurra afreka þótt
starfsfólki hans hafi fækkað.
Grétar mjólkurbúsforstjóri Sím-
onarson á Selfossi kann að skipa
fyrir verkum, en ekki mun hann
njóta lýðhylli austur þar. Hinsveg-
ar er Hjalti forstjóri Pálsson lík-
lega sá Framsóknarmaður, sem rær
með beztum árangri á kjósenda-
miðin, ef hann hefur sig í frammi.
Hjalti er landsþekktur dugnaðar-
maður, bezti drengur og hefur eng-
inn af honum neitt misjafnt að
segja. Er það fremur fátítt.
Jón áfengisverzlunarforstjóri
Kjartansson er gegn maður og með
allra ópólitískustu mönnum. Hann
nýtur vinsælda á Siglufirði og víð-
ar, vegna persónu sinnar og þægi-
legra eiginleika, sem munu verða
liollvini hans til framdráttar.
Sigtryggur seðlabankastjóri Klem-
cnzson er óskiljanlegur maður á
þessum lista. Líklega er sú skýr-
ing réttust, þótt alþýðleg sé, að
honum líki betur við dr. Gunnar
en Eystein Jónsson, sem hann met-
ur þó umfram flesta menn, enda
hafa þeir starfað saman um ára-
tugi.
Svanbjörn bankastjóri Frímanns-
son styður dr. Gunnar, það gerir
líka bróðir hans Jakob kaupfélags-
stjóri KEA. Annar þeirra bræðra
aflar nokkurs fylgis.
Sómamaður er enn einn banka-
stjórinn, Þórhallur Tryggvason í
Búnaðarbankanum. Honum er
reyndar málið skylt. Engu að síður
er mikill fengur að stuðningi hans
fyrir hð dr. Gunnars, því alls stað-
ar hefur sá maður orðið til heilla,
þar sem hann hefur nálægt komið.
Rétt er að skýra frá því, að
Bcmharð Stefánsson, fyrrv. alþing-
ismaður, styður dr. Gunnar. Þótt
Bernharð sé hættur afskiptum af
stjórnmálum og sitji nú á friðar-
stóh við flesta menn, hefur hann
ýmis sambönd, sem koma munu að
haldi við þetta tækifæri.
Sósíalistar
eru ekki margir á lista stuðnings-
mannanna. Sá, sem helzt er þar
atkvæðamaður, er Jón Ingimars-
son á Akureyri, sem hefur um sig
traustan kjarna nyrðra og er í alla
staði merkur maður og gegn.
Nafn Bolla Thoroddsen mun frem-
ur vera vísbending um einhverja
aðra, en að það laði vinstri menn
til fylgis við frambjóðandann.
Frekar væri það Skúli augnlækn-
ir Thoroddscn sem er vinsæll meðal
alþýðu vegna lækninga og kona
hans, Drífa Viðar, áhrifakona í
um eða heiti skal gera tvö sam-
hljóða frumrit. Geymir Alþingi
annað, en þjóðskjalasafnið hitt.
11. gr.
Forseti lýðveldisins er ábyrgðar-
laus á stjórnarathöfnum. Svo er og
um þá, er störfum hans gegna .
Forseti verður ekki sóttur til
refsingar nema með samþykki Al-
þingis.
Forseti verður leystur frá em-
bætti, áður en kjörtíma hans er
lokið, ef það er samþykkt með
meiri hluta atkvæða við þjóðar-
atkvæðagreiðslu, sem til er stofnað
að kröfu Alþingis, enda hafi hún
hlotið fylgi % hluta þingmanna í
sameinuðu þingi. Þjóðaratkvæða-
greiðslan skal þá fara fram innan
tveggja mánaða, frá því að krafan
um hana var samþykkt á Alþingi,
og gegnir forseti eigi störfum, frá
því að Alþingi gerir samþykkt sína,
þar til úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar er kunn.
Nú hlýtur krafa Alþingis eigi
samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsl-
una, og skal þá Alþingi þegar í stað
rofið og efnt til nýrra kosninga.
12. gr.
Forseti lýðveldisins hefur aðset-
ur í Reykjavík eða nágrenni.
13. gr.
Forsetinn lætur ráðherra fram-
kvæma vald sitt.