Forsetakynning - 17.05.1968, Side 5
Föstudagur 17. maí 1968
HORSETAKYNN!NG
5
hafa unnið gott starf að æskulýðs-
málum, heimsótt snauða án aug-
lýsingastarfsemi og rétt mörgum
hjálparhönd án þess að fá skilding
að launum. Er óhætt að segja þá
báða vera öfluga liðsmenn dr. Gunn-
•s.
Þá er sr. Þorstcinn Bjömsson,
Fríkirkjuprestur, betri en enginn
liðsmaður. Þetta litla samfélag, sem
á hverjum sunnudegi kemur saman
við Tjömina, mun vísast fylkja liði
með presti sínum og em þar ýmsir
öflugir menn, þótt Sigurliði kaup-
maður muni þeirra stöndugastur.
Aðrir klerkar, sem talsverð áhrif
hafa eru Andrés Ólafsson, prófast-
ur á Hólmavik, sanntrúaður Sjálf-
stæðismaður, sr. Þorsteinn Lútcr
Jónsson í Vcstinannaeyjum, sr.
Bragi Friðriksson, Garðahreppi og
sr. Sigurður Ilaukdal.
Læknar eru í þessu liði 12 tals-
ins og er það fjölmenni, miðað
við flestar aðrar stéttir.
Helgi á Vífilsstöðum er ýkjulaust
einn vinsælasti læknir þeirra, sem
nú eru starfandi og hefur hann þó
dregið sig að nokkru í hlé. Þessi
húðvæni, samvizkusami læknir hef-
ur ótrúlega margt gott á samvizk-
unni og geta varla aðrir stuðnings-
menn dr. Gunnars vænzt þess að
beina fleirum í sína slóð en hann.
Það væri þá helzt Oddur Ólafs-
son á Reykjalundi, en hann hefur
ótrúleg persónuáhrif, sem leysa upp
í svip alla pólitík, ef hann mundi
beita sér að einhverju ráði. Hætt er
við, að lagt verði að þessum sóma-
mönnum báðum að hafa sig nokkuð
í frammi og mun það hafa mikið
að segja.
Páll Gíslason, sjúkrahúslæknir á
Akrancsi er afburða læknir og gegn
maður, sem líka hefur mikil áhrif
vegna stöðu sinnar og persónu.
Öðru máli gegnir um Jóhann hér-
aðslækni Þorkclsson á Akureyri.
Það er ekki afkastamaður í smölun,
nokkuð fullorðinn fyrir aldur fram
og einkar hægfara í öllum athöfn-
um.
Þeir augnlæknarnir Úlfar Þórðar-
son og Skúli Thoroddsen eru báðir
athafnasamir fyrir dr. Gunnar. Úlfar
mun þó hafa breiðari grundvöll en
Skúli.
Sigurður Sigurðsson landlæknir
er stuðningsmaður dr. Gunnars og
þótt þetta sé valinkunnur maður
og ágætur vísindamaður hefur hann
sáralítil persónuáhrif, nema e. t. v.
innan stéttar sinnar og þá eingöngu
meðal eldri lækna.
Konur Reykjavíkursvæðisins
munu í stórum hópum fylgjast að
þangað, sem leið Jónasar Bjarna-
sonar í Hafnarfirði liggur.
Aðrir læknar eru dr. Gunnlaug-
ur Snædal, Kjartan Jóhannsson í
Kópavogi, valmenni, sem alls staðar
hefur glúrin álirif, Ólafur Bjarna-
son, prófcssor, vinsæll maður og
virtur og Snorri Ólafsson, yfir-
læknir á Kristneshæli.
Einn þekktur stúkumaður er
meðal hinna yfirlýstu stuðnings-
manna dr. Gunnars; er það herra
Einar Björnsson, fulltrúi, Alþýðu-
flokksmaður, íþróttasinnaður góð-
borgari, sem varla fælir neinn frá,
en vafamál að nokkrum snúist hug-
ur vegna afstöðu hans.
Fi'amihald á niæstu sáðu.
MAR6IR KALLABIR
TVtlR ÚTVALDIR
samtökum vinstrikverma í landinu.
Aðrir sósíalistar eru aðeins Tcitur
Þorleifsson og Kristinn Ág. Eiríks-
son og eru það örugg tvö atkvæði.
Stéttaskipting hinna 300:
Útgerðarmenn ................. 7
Verkamenn .................... 13
Húsfreyjur ................... 30
Verzlunarmenn og framkv.stj. 57
Nemendur ..................... 7
Kexmarar og skólastjórar.... 7
Bændur ....................... 15
Iðnaðarmenn ................. 14
Opinberir starfsmenn ......... 47
Æðstu opinberir starfsm....... 13
Verkfræðingar og tæknifr.... 4
Bankastjórar ................. 11
Listamenn .................... 13
Sjómenn og skipstjórar ....... 13
Prestar ...................... 10
Læknar ....................... 12
Ýmsir ........................ 27
Meðal hinna 300 stuðningsmanna
dr. Gunnars Thoroddsens er fólk
úr nær öllum stéttum þjóðfélagsins.
Þar eru sýslumenn og prestar,
bæjarstjórar og fasteignasalar, lista-
menn og kaupfélagsstjórar.
Hér koma til önnur sjónarmið en
hin pólitísku, þótt þau séu einnig
nokkurs ráðandi. Til dæmis eru
bæjarstjórar miklir áhrifamenn í
héraði og beiti þeir sér að marki
getur það haft mikið að segja.
Stuðningsmenn dr. Gunnars með-
al bæjarstjóra eru 7. Þar er Sjálf-
stæðispilturinn Magnús Magnússon
í Vestmannaeyjum, vinsæll meðal
innfæddra, sem þó vita jafnan kost
og löst á náunga sínum. Vestmanna-
eyjar eru meðal einkennilegustu
fyrirbæra íslenzks þjóðfélags.
Heimamenn líta á sig sem sjálf-
stæða þjóð, allmikið æðri öðrum
landsmönnum, enda er hlutur þeirra
í framleiðslunni allstór miðað við
höfðatölu. Þó leita nú til lands
ýmsir leiðtogar þeirra í andlegum
og veraldlegum efnum.
Baldur bankastjóri er fluttur í
Garðahreppinn og Asi í Bæ til
Reykjavíkur. Enn eru þó ýmsir
stólpagripir Eyjanna í fullu fjöri
og varla munu þeir vinirnir Björn
Guðmundsson og Helgi Benedikts-
son hyggja á flutninga að sinni.
Jóhaiui Einvarðsson bæjarstjóri
á Isafirði er ungur Framsóknar-
krati. Hann starfaði lengi í Fjár-
málaráðuneytinu, m. a. undir stjórn
dr. Gunnars. Frændur hans eru
ekki margir meðal ísfirðinga, held-
ur sunnar í landinu, en hann þykir
hafa leyst störf sín þokkalega af
hendi á þeim stutta tíma, sem hann
hefur verið á ísafirði. Þó er ekki
líklegt að stuðningur hans hafi
veruleg áhrif, þar koma annarra
ráð til.
Björn bæjarstjóri á Húsavik Frið-
finnsson er vel ættaður, enda
greindastur þeirra starfsbræðra,
sem enn hafa verið taldir. Frið-
finnur í Háskólabíói, faðir hans,
er þekktur gáfumaður og húmor-
isti, smekkmaður hinn mesti og
merkilega heilsteypt persóna, þrátt
fyrir ýmsar kollsteypur um dag-
ana. Móðir Bjöms mun þó ekki
síðri til höfuðsins, enda ættuð úr
Grímsey af sómafólki.
Auk þessara ungu manna í
áhrifastöðum styðja dr. Gunnar
þeir Ásgrímur Ilartmannsson, bæj-
arstjóri á Ólafsfirði, Stefán Frið-
bjarnarson, Siglufirði og Guðfinn-
ur Magnússon, Iinífsdal. Má full-
yrða, að mikið lið sé að fulltingi
þeirra allra, einkum Stefáns, sem
er þaulvanur áróðursmeistari.
Fógetar cru 4, sem ganga fram
fyrir skjöldu á þessari örlagastundu.
Einar Oddsson, sýslumaður í Vík
er Sjálfstæðismaður; rólyndismað-
ur, sem allir virða sem kyrrlált
yfirvald, en röggsemin hefur ekki
verið tiltakanleg, enda þeir Skaft-
fellingar ekki vanir því að hlýða
lögunum í einu og öllu nú fremur
en endranær. Þó má fullyrða, að
Einar sýslumaður dragi með sér
nokkurt lið á vettvang.
Jón Isberg, yfirvald Ilúnvetninga,
er ekki vinsæl persóna af alþýðu
manna. Spurning er, hvort sýslu-
menn þurfi að vera vinsælir. Hann
er mjög samvizkusamur embættis-
maður og kunna Húnvetningar mis-
jafnlega að meta, hve mjög eru
nú hin síðari ár tekin ökuleyfi af
mönnum, sem aka bifreiðum sín-
um ölvaðir. Ovíst er að það hafi
verulega mikið að segja, að ísberg
styður dr. Gunnar, þó er hann at-
orkumaður, ef hann beitir sér.
Þungt verður undir árum fyrir
Sigurð Guðjónsson, fógeta Ólafs-
firðinga, að vinna dr. Gunnari al-
mennt fylgi þar í plássi, því öfl-
ugir menn eru þar starfandi, sem
vinna mjög fyrir dr. Kristján Eld-
jám, ganga í hvert hús og boða
erindi sitt.
Friðjón Skarpliéðinsson, sem ný-
lega fékk yfirborgarfógetaembættið
í Reykjavík, styður eins og eðlilegt
er tengdason herra Ásgeirs Ás-
geirssonar. Eru þar mörg tengsl
ekki sjáanleg, en þar á mikinn
þátt í félagsskapur sá, sem þeir
herra Ásgeir og Friðjón eru saman
um. Friðjón er af kunnugum talinn
með allra beztu mönnum, sem
komið hafa nærri stjómmálum síð-
ustu áratugi, enda sá hann sig fljótt
um liönd. Embætti hans er næst-
bezta embætti á landinu hvað tekj-
ur snertir og horfur á að ekki dragi
úr því í náinni framtíð. Friðjón er
skáldlega sinnaður sveimhugi, þeg-
ar hann getur komið því við fyrir
hinum 1200 uppboðsbeiðnum, sem
nú liggja fyrir embætti hans. Nafn
hans á lista stuðningsmanna mun
ekki hafa veruleg áhrif í Reykja-
vík, heldur á Akureyri, þar sem
hann nýtur trausts og virðingar
samherja jafnt sem andstæðinga.
Prestar em hlutfallslega fjöl-
mennari á lista dr. Gunnars en
allar aðrar stéttir þjóðfélagsins.
Vera má, að prestar almennt hafi
meiri áhuga en aðrir á forseta-
kosningum, aðrir segja að dr.
Gunnar hafi reynzt kirkjunni vel,
þegar hann var ráðherra og er það
líklegt. Allir vita, að áhrif presta-
stéttarinnar hafa aldrei verið minni
meðal þjóðarinnar. Er það að von-
um, þar sem bæði koma til hinar
miklu þjóðfélagsbreytingar og
stéttin sjálf hefur líklega aldrei
verið bágbornari og sjálfri sér sund-
urþykkari en nú. Meðal stuðnings-
manna dr. Gunnars er á hinn bóg-
inn margt hinna jákvæðari klerka;
menn sem gert hafa tih-aunir til
að starfa raunhæft í hinu marg-
brotna þjóðfélagi, en ekki aðeins í
prédikunarstólnum, þótt þeir hafi
hlotið fremur ómakleg málagjöld
sumir hverjir.
Séra Árelíus er líkast til næst-
frægasti prestur landsins á eftir
séra Jakobi Jónssyni, dr. theol. Um
hann hafa staðið miklar deilur og
sjálfur hefur hann ekki hikað við
að hætta sér fram á yztu nafir til
að huga að þeim, sem þurfandi
væru. Séra Árelíus er undarlegt
sambland af Framsóknarmanni og
spámanni. Fjöldi fólks tekur hverju
orði, sem fram gengur af munni
hans sem heilögum staf — aðrir
reyta hár sitt og hrópa ókvæðisorð.
Allt bendir þetta til þess að maður-
inn sé merkari en ræður hans og
greinar gefa til kynna. Því mun
óhætt að fullyrða að sr. Árelíus
bæði dragi að dr. Gunnari og dr.
Ki-istjáni, með nærveru sinni.
Séra Eiríkur J. Eiríksson, þjóð-
garðsvörður er ekki tiltakanlegur
áhrifamaður, þótt hann sé forseti
Ungmennafélags Islands. Söfnuður
hans er með hinum minni hér sunn-
anlands og fræðigrúsk hans og aðr-
ar hneigðir gera hann vart að öfl-
ugum stuðningsmanni.
Því er öfugt farið með sr. Ólaf
Skúlason og sr. Sigurð Ilauk Guð-
jónsson, en þeir eru báðir geysi
starfssamir í stórum prestaköllum,
Dagblöðin hafa verið stikkfrí í
kosningabaráttunni af skiljanlegum
ástæðum, þar sem aðstandendur
blaðanna eru mjög skiptir í af-
stöðu sinni til frambjóðendanna
tveggja. Ekkert blaðanna, utan
Þjóðviljinn um stundarsakir, hafa
birt úrslit í prófkosningum, sem
hafa farið fram víða á vinnustöð-
um, af ótta við að þær fréttir kynnu
að verka neikvætt fyrir annan
hvorn aðilann.
Aftur á móti birti Alþýðublaðið
þriðjudaginn 9. janúar forsíðufrétt
með fyrirsögninni: Hver v.erður
næsti forscti íslands? en þá hafði
sem kunnugt er ekki komið fram
neitt framboð. Gefum Alþýðublað-
inu orðið:
„Langt er síðan helztu stuðnings-
menn Gunnars tóku að undirbúa
framboð hans. Þótti hann sem
stjórnmálamaður líklegt forsetaefni
og hefir aukið hróður sinn að þessu
leyti sem sendiherra í Kaupmanna-
höfn.
Augljóst er þó, að veruleg and-
staða er gegn Gunnari. Stafar hún
sumpart af pólitískum rótum, én
sumpart af því, að Gunnar er
tengdasonur núverandi forseta, þótt
eiginkonan sé honum til mikils
sóma.
Enda þótt margt hafi verið skegg-
rætt um þessi mál á bak við tjöld
stjórnmálanna, hefur ekki svo vit-
að sé orðið samkomulag um neinn
frambjóðanda á móti Gunnari.
Þessa daga er helzt talað um Hanni-
bal Valdimarsson alþingismann og
forseta Alþýðusambands Islands, en
þó óljóst hverjir mundu standa að
framboði hans.
Hér verða á eftir taldir í staf-
rófsröð nokkrir þeirra manna, sem
nefndir hafa verið forsetaefni
manna á meðal meira eða minna.
Rétt er að taka fram, að ýmsum
þeim er sleppt, sem eru á svipuð-
um aldri og núverandi forseti, svo
sem fyrrverandi ambassadorunum
Stefáni Jóh. Stefánssyni, dr. Kristni
Guðmundssyni og Haraldi Guð-
mundssyni, Vilhjálmi Þ. Gíslasyni
og Hermanni Jónassyni.
Agnar Klemenz Jónsson ráðu-
neytisstjóri, víðreyndur og víðreist-
ur diplómat og fræðimaður, sem
kann allra manna bezt það, sem
kunna þarf til starfans.
Einar Olafur Sveinsson, prófessor
og norrænn fræðimaður, sem nýt-
ur viðurkenningar víða um lönd.
Ymsir hallast að fræði- og lista-
mönnum í forsemaembættið.
Einar Olgeirsson, svipmikill bar-
áttumaður og leiðtogi íslenzkra
kommúnista, sem hefur nú dregið
sig frá þingstörfum.
Emil Jónsson, einn reyndasti og
traustasti stjómmálamaður þjóðar-
innar síðustu 40 ár, fyrrverandi for-
sætisráðherra, forseti sameinaðs
Alþingis o. fl. o. fl.
Halldór Laxness, Nóbelhöfundur,
frægastur íslenzkra listamanna nú-
tímans, mikill heimsborgari.
Hinrik Sv. Björnsson, ambassa-
dor og þrautreyndur diplómat, en
sonur fyrrverandi forseta, Sveins
Bjömssonar.
Kristján Eldjárn, fornminjavörð-
ur, viðurkenndur fræðimaður, al-
þýðlegur en virðulegur ræðumaður,
sbr. sjónvarpsþætti.
Jónatan Ilallvarðsson, forseti
hæstaréttar, viðurkenndur laga-
maður úr æðstu stofnun þess arms
ríkisvaldsins.
Pétur Thorsteinsson, ambassador
á ótal höfuðbólum frá Moskvu til
Washington og hinn færasti dipló-
mat
Þessum mönnum er það sam-
eiginlegt, að þeir hafa verið oft
nefndir í tah um forsetaefni. Vitað
er um marga þeirra, að þeir taka
sjálfir ekki í mál að verða við þetta
riðnir á nokkum hátt. Hafa nöfn
sumra verið minna nefnd en ella
sökum þess, að vitað er um slíka
afstöðu þeirra.
,Forseta-
kynning'
er stuðningsblað kjós-
enda í forsetakosning-
unum 30. júní 1968, en
algjörlega óháð fram-
bjóðendum. Blaðið flyt-
ur allar upplýsingar og
fróðleik um forsetakjör-
ið, sem það hefur aðgang
að og orðið gætu kjós-
endum að gagni. Blaðið
kemur út svo oft sem
kaupendum þóknast og
útgefendum þykir á-
stæða til. Blaðið kostar
kr. 15 í lausasölu, en
tekur af skiljanlegum á-
stæðum ekki við áskrif-
endum.
Ráðuneytið hefur aðsetur 1
Reykjavík.
14. gr.
Ráðherrar bera ábyrgð á stjórn-
arframkvæmdum öllum. Ráðherra-
ábyrgð er ákveðin með lögum. Al-
þingi getur kært ráðherra fyrir em-
bættisrekstur þeirra. Landsdómur
dæmir þau mál.
15. gr.
Forseti skipar ráðherra og veitir
þeim lausn. Hann ákveður tölu
þeirra og skiptir störfum með þeim.
16. gr.
Forseti lýðveldisins og ráðherrar
skipa ríkisráð, og hefur forseti þar
forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnarráð-
stafanir skal bera upp fyrir for-
seta í ríkisráði.
17. gr.
Ráðherrafund skal halda um ný-
mæli í lögum og um mikilvæg
stjórnarmálefni. Svo skal og ráð-
herrafund halda, ef einhver ráð-
herra óskar að bera þar upp mál.
Fundunum stjórnar sá ráðherra, er
forseti lýðveldisins hefur kvatt til
forsætis, og nefnist hann forsætis-
ráðherra.
18. gr.
Sá ráðherra, sem mál hefur und-
irritað, ber það að jafnaði upp fyrir
forseta.
19. gr.
Undii'skrift forseta lýðveldisins
undir löggjafarmál eða stjórnarer-
indi veitir þeim gildi, er ráðherra
ritar undir þau með honum.
20. gr.
Forseti lýðveldisins veitir þau
embætti, er lög mæla.
Engan má skipa embættismann,
nema hann hafi íslenzkan ríkis-
borgararétt. Embættismaður hver
skal vinna eið eða drengskaparheit
að stjórnarskránni.
Forseti getur vikið þeim frá em-
bætti, er hann hefur veitt það.
Forseti getur flutt embættismenn
úr einu embætti í annað, enda missi
þeir einskis í af embættistekjum
sínum, og sé þeim veittur kostur
á að kjósa um embættaskiptin eða
lausn frá embætti með lögmæltum
eftirlaxmum eða lögmæltum elli-
styrk.
Með lögum má undanskilja
ákveðna embættismannaflokka auk
embættismanna þeirra, sem taldir
eru í 61. gr.
21. gr.
Forseti lýðveldisins gerir samn-
inga við önnur ríki. Þó getur hann
enga slíka samninga gert, ef þeir
hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir
á landi eða landhelgi eða ef þeir
horfa til breytinga á stjórnarhögum
, ríkisins, nema samþykki Alþingis
I komi tiL
22. gr.
Forsetinn stefnir saman Alþingi
ár hvert og ákveður, hvenær því
skuli slitið. Þingi má eigi slíta fyrr
en fjárlög eru samþykkt. Forseti
lýðveldisins kveður Alþingi til
aukafunda, þegar nauðsyn er til.
23. gr.
Forseti lýðveldisins getur frestað
íundum Alþingis tiltekinn tíma, þó
ekki lengur en tvær vikur og ekki
nema einu sinni á ári. Alþingi get-
ur þó veitt forseta samþykki til
afbrigða frá þessum ákvæðum.
24. gr.
Forseti lýðveldisins getur rofið
Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra
kosninga, áður en 2 mánuðir séu
liðnir, frá því er það var rofið,
enda komi Alþingi saman eigi síðar
en 8 mánuðum eftir, að það var
rofið.
25. gr.
Foi'seti lýðveldisins getur látið
leggja fyrir Alþingi frumvörp til
laga og annarra samþykkta.
26. gr.
Ef Alþingi hefur samþykkt laga-
frumvai'p, skal það lagt fyi'ir for-
seta lýðveldisins til staðfestingar
eigi siðar en tveim vikum eftir að
það var samþykkt, og veitir stað-
festingin því lagagildi. Nú synjar
forseti lagafrumvarpi staðfestingar,
og fær það þó engu að síður laga-
gildi, en leggja skal það þá svo
I fljótt sem kostur er undir atkvæði
allra kosningabærra manna í land-
inu til samþykktar eða synjunar
með leynilegri atkvæðagreiðslu.
Lögin falla úr gildi, ef samþykkis
er synjað, en ella halda þau gildi
sínu.
27. gr.
Birta skal lög. Um birtingarháttu
og framkvæmd laga fer að lands-
lögum.
28. gr.
Þegar brýna nauðsyn ber til, get-
ur forsetinn gefið út bráðabirgða-
lög milli þinga. Ekki mega þau þó
ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð
skulu þau lögð fyrir næsta Alþingi
á eftir.
Nú samþykkir Alþingi ekki bráða-
birgðalög, og falla þau þá úr gildi.
Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa
út, ef Alþingi hefur samþykkt fjár
lög fyrir fjárhagstímabilið.
29. gr.
Forsetinn getur ákveðið, að sak-
sókn fyrir afbrot skuli niður falla,
ef ríkar ástæður eru til. Hann náð-
ar menn og veitir almenna uppgjöf
saka. Ráðherra getur hann þó eigi
leyst undan saksókn né refsingu,
sem landsdómur hefur dæmt, nema
með samþykki Alþingis.
30. gr.
Forsetinn veitir, annaðhvort sjálf-
ur eða með því að fela það öðrum
stjórnvöldum, undanþágur frá lög-
um samkvæmt reglum, sem farið
hefur verið eftir hingað til.