Forsetakynning - 17.05.1968, Side 6

Forsetakynning - 17.05.1968, Side 6
6 EORSETAKYNNING Föstudagur 17. maí 1968 Hinir 300 stuðningsmenn Að síðustu er rétt að geta nokk- urra listamanna, sem eru meðal stuðningsmanna þeirra, sem hér hafa verið teknir lítillega til með- ferðar. Þar er okkar eina þjóðskáld, Tómas Guðmundsson. Tómas var og er mjög dáður listamaður fyrir Ijóð sín. Hitt hefur ekki vitnast fyrr en á seinni árum, að hann er einn bezti rithöfundur okkar á þessari öld og bera bækur þeirra Sverris sagnfræðings því gott vitni. Auk þess er Tómas með allra skemmtilegustu mönnum, fyndinn og meinhæðinn, alþjóðlegur en þó rótfastur í Grímsnesinu og með kurteisustu skáldum. Ásamt Páli ísólfssyni er hann virtastur þeirra listamanna, sem styðja dr. Gunnar. Páll Isólfsson er nú kominn á efri ár og mun ekki beita sér neitt í þeirri kosninga- baráttu, sem framundan er. Ef hann hefði verið nokkrum árum yngri, hefði hann vafalaust unnið vel fyr- ir dr. Gunnar. Vinsældir Páls eru miklar meðal almennings og ann- arra tónskálda, og er því fengur að hafa hann yfirlýstan stuðnings- mann. Guðmundur Hagalín styður dr. Gunnar, enda á hann honum ýmis- Stjörnuspá Fraimhiald af siðu 8. bera mikla virðingu fyrir lögum og reglu. Um heilsufar bogmanna segir: Þeim hættir meira við gigt en nokkrum öðrum sjúkdómi; veilu í hálsi og lungum, graftarkýlum, blóðkýlum og hörundssjúkdómum. Þeim hættir og, einkum á efri ár- um, við slæmsku í taugakerfinu, gigt í mjöðmum og aflleysi. Heillalitir Kristjáns Eldjárns eru allar tegundir af fjólubláu og fjólu- rauðu. Heillasteinar hans eru smar- agðar og safírar. Merkismenn, sem fæddir eru undir bogmannsmerkinu, eru m. a.: Winston Churchill, Jón Pálmason, Stalin, Haraldur Níelsson, Þór- hallur biskup Bjamason, Jón Bald- vinsson, Vatnsenda-Rósa, Benedikt Sveinsson, Hannes Hafstein, Andrew Camegie, Heine og Thora Melsted. Þess má loks geta, að kona Kristjáns, Halldóra, er fædd í sama merki og maður hennar. legt að þakka frá fyrri tíð. Haga- lín er ein skelfilegasta áróðurs- maskína samtíðarinnar, ef hann kemst í gang og mun þá vel að honum kveða. Brynjólfur Jóhannesson, Ieikari, virðist enn vera í fullu fjöri og má mikið vera ef eldra fólk, sem óráðið kann að vera, tekur ekki tillit til þeirrar skemmtunar, sem hann hefur veitt því um langa og viðburðaríka listamannsævi. Ásmundur Svcinsson er núorðið miklu kunnari meðal erlendra ferðamanna, sem hingað koma, en íslendinga, og kunna þeir líka bet- ur að meta verk hans. Dr. Gunnar beitti sér á sínum tíma fyrir því að listaverk voru keypt af Asmundi og er honum nú greidd sú skuld með rentum. Sveinn málarí Þórarinsson, hirð- Ömar Ragnansson er þekktari fyrir annað en ritstörf, en rit- stýrir nú með öðrum skyndiblaði, sem gefið er út af ungum stuðn- ingsmönnum Gunnars Tlhorodd- sen og ritar sjálfur rammagrein á útsíðu fyrsta tölublaiðis þess er út kom 15. maí. I greininni ber hann alrriénn- ing fyrir furðuiegustu slúðursög- um um frambjóðendur til forseta- kjörs og konur þeirra, en al- menningur hafði raunar aldred heyrt þessar sögur fyrr. Greinin er skrifuð af hinu al- kunna skopskyni Ómars Ragn- arssonar. en kímnismekkur stuðningsmanna dr. Gunnars Thoroddsen er mjög margvísileg- ur og skiptaisf þedr nú í tvo hópa: þá sem telja greinina gott fraimlag í baráttunni og hina, sem eru asfir yfir þessum skrif- um. Eru deilur um gildi grein- arinnar þegar orðnar nokkuð málari Samvinnuhreyfingarinnar og frímúrarareglunnar, er meðal bak- hjarla dr. Gunnars. Norður í Axar- firði og Kelduhverfi eru víða á heimilum skínandi góðar myndir eftir þennan höfund, sem hann gerði innan við tvítugt. Óliklegt er, að Sveinn sé fengsæll við atkvæða- veiðar. Það er verulega hressilegt að vita af Guðmundi rithöfundi Daníels- syni í næsta nágrenni. Það er mað- ur, sem sópar að og er hann miklu vinsælli meðal alþýðu á Suðurlandi en flestir atvinnupólitíkusar, bæði fyrir bækur sínar og fræðirit og ekki síður blaðið, sem honum hef- ur tekizt að halda úti nú á annan áratug með undraverðum dugnaði og árvekni. Þess má að lokum geta, að Pétur Friðrik, málari, og Klemenz Jóns- son; starfsmaður Þjóðleikhússins, eru meðal stuðningsmanna dr. Gunnars. hitamál í harbúðum dr. Gunn- ars. Ömar Þ. Ragnarsson Deilur um skríí jr Qmurs Rugnurssonur Fyrsta hitamálið í þcssum forsetakosningum varð hvorki deilur um hæfni frambjóðenda né saltfisksölu hcldur ágreiningur um gildi stuttrar blaðagreinar eftir einn þekktasta skemmtkraft á Is- Iandi, Ómar Ragnarsson, sem hann skrifaði i blað sitt „Unga fölk- ið“, málgagn ungra stuðningsmanna dr. Gunnars Thoroddsen. Þó ná deilur þessar ekki út fyrir herbúðir stuðningsmanna Gunnars. Myndir ur Forseta bókinni TITLÁR OG YERÐLEIKAR Gunnar Thoroddsen er fæddur í Reykjavík 29. desember 1910, sonur hjónanna Sigurðar Thoroddsen verkfræðings og yfirkennara við Menntaskólann í Reykjavík og konu hans Maríu Kristínar Thoroddsen (fædd Claessen). Stúdent frá MR 1929. Cand. juris frá Háskóla íslands 1934. Formað- ur „Orators, félags lögfræðistúd- enta, 1930—1932. Framhaldsnám, aðallega í refsi- rétti, í Danmörku, Þýzkalandi og Englandi frá apríl 1935 til júlí 1936. Stundaði lögfræðistörf með öðrum störfum 1936—1938 og sem aðal- starf 1939—1940. Ráðinn prófessor að lagadeild Háskóla íslands 10. október 1940; settur prófessor 1. marz 1942 og skjpaður frá 1. nóvember 1943. Veitt lausn frá kennsluskyldu 10. febrúar 1947 og lausn frá prófessors- embætti 11. marz 1950. Kjörinn bæjarstjóri í Reykjavík 4. febrúar 1947 og endurkjörinn 1950, 1954 og 1958. Fékk leyfi frá bæjarstjórastörfum 19. nóvember 1959 og lausn 6. október 1960. Fjármálaráðherra frá 20. nóvem ber 1959—’65. Landskjörinn þingm. 1934—1937 og 1942 (sumarþing), alþingismaður Snæfellinga 1942 (haustþing) til 1949 og þingmaður Reykjavíkur frá 1949—’65. Átti sæti í milliþinganefnd um skipun læknishéraða o. fl. 1944— 1945. í milliþinganefnd um stjórnar- skrármál 1945 og í framkvæmda- stjórn þeirrar nefndar; skipaður í nýja stjórnarskrámefnd 1947. Bæjarfulltrúi í Reykjavik 1938 til 1962, bæjarráðsmaður 1946 til 1960 og formaður bæjarráðs 1947 til 1959. Forseti bæjarstjómar Reykjavíkur 1959 til 1960. í niðurjöfnunamefnd 1940 og 1942, formaður Ráðhúsnefndar Reykjavíkur frá 1955, í fræðslu- ráði Reykjavíkur 1938 til 1947, formaður stjórnar íþróttavallar Reykjavíkur 1938 til 1946, formað- ur stjórnar Sogsvirkjunar 1949, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1935 til 1939, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1940 til 1942 og framkvæmdastjóri lands- málafélagsins „Varðar“ í Reykjavík 1936 til 1937. Erindreki Sjálfstæðis- flokksins 1937 til 1939. Stýrði stjóm- málaskóla Sjálfstæðisflokksins frá stofnun (1938) til 1940. í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1948 og varaformaður flokksins frá 1961 til 1965. Kosinn í Landsbankanefnd 1956, forseti hennar 1948 til 1957. í banka- ráði Landsbankans frá 1961 til ‘65. Formaður íslandsdeildar þing- mannasambands Norðurlanda frá 1945, forseti þess sambands 1947 og 1957, formaður Alþjóðaþingmanna- sambandsins frá inngöngu íslands 1951, formaður Norrænafélagsins á íslandi frá 1954 og Fegrunarfélags Reykjavíkur frá stofnun þess, 17. jún. 1948 til 1951. í stjóm blaðaútgáfunnar „Vísis“ frá 1959 og formaður frá 1960. Rit: „Æran og vemd hennar" 1943 (fjölr.), „Um ræðumennsku", í „Stjórnmál“ (riti „Heimdallar"), „The Constitution of Iceland", Ox- ford 1946, „Málfrelsi og meiðyrði", í „Samtíð og Saga“ III, 1946, „Fjöl- mæli“ 1967 (doktorsritgerð), rit- gerðir og greinar í blöðum og tíma- ritum. Meðútgefandi að „Þjóðin“ 1938—42. Kona, 4. apríl 1941, Vala, fædd 8. júní 1921, Ásgeirssonar forseta íslands, Ásgeirssonar. Kristján Þórarinsson Eldjám er fæddur að Tjörn í Svarfaðardal í Eyjafirði 6: desember 1916, sonur hjónanna Þórarins Kristjánssonar, bónda og kennara þar, og konu hans Sigrúnar Sigurh j artardóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936 og las við Hafnarháskóla 1936 til 1939. Mag. art í íslenzkum fræðum frá Háskóla íslands 1944. Dr. phil. frá Háskóla íslands 1957. Stunda- kcnnari við Menntaskólann á Akur- eyri 1939 til 1941, aðstoðarmaður við Þjóðminjasafn íslands 1945 til 1947 og skipaður þjóðminjavörður 1. desember 1947. Formaður Stúdentafélags Reykja- víkur 1948 til 1949, í stjóm Hins íslenzka fornleifafélags frá 1945 og Hins íslenzka bókmenntafélags frá 1961. Utgáfustjóri Acta Archaeologica frá 1957 og í útgáfustjórn Kultur- historisk leksikon for nordisk mid- delalder .frá sama tíma. í fastanefnd Union Internationale de Siences Préhistorique et Proto- historique frá 1962, í stjórn hug- vísindadeildar Vísindasjóðs frá 1958, í náttúruverndamefnd Reykjavíkur frá 1958 og formaður ömefnanefnd- ar frá 1959. Kjörinn félagi í Vísindafélagi ís- lendinga 1950. Bréfafélagi: Tromsö miiseum 1952, Intemational Institute of Arts and Letters 1957, Jysk arkæologisk selskab 1962. Hciðursfélagi Norsk folkemuseum 1961. Rit: Rústirnar í Stöng 1947, Gengið á reka, tólf fornleifaþættir 1948, Um Hólakirkju 1950, Um Grafarkirkju 1954, Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi, doktors- rit, 1956, Sterkir steinar, 1959, Hundrað ár í Þjóðminjasafni, 1962. Ritstjóri Árbókar Hins íslenzka fornleifafélags frá 1949 og hefur birt þar margar ritgerðir um fom- fræðileg efni, svo og í erlendum tímaritum. Kona, 6. febrúar 1947, Halldóra Kristín, fædd 24. nóvember 1923, Ingólfsdóttir framkvæmdarstjóra á ísafirði Árnasonar. Heimild: Merkir samtíðarmtnn o. fl. Forsetakosningarnar fara fram 30. júní

x

Forsetakynning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forsetakynning
https://timarit.is/publication/813

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.