Austurland


Austurland - 03.02.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 03.02.1956, Blaðsíða 1
Málgagn sósfalista á Anstnrlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 3. febrúar 1956. 5. tölublað. Gífurleg skattahœkkun 230-240 millj. kr. ný skattabyrði lögð á þjóðina Alþingi hefur nú samþykkt til- lögur ríkisstjórnarinnar um að leggja nýja, gífurlega skatta- byrði á þjóðina. Er talið að þessi nýi glaðningur muni í ár nema 230—240 millj. kr., eða 7 þús. kr. á hverja meðalfjölskyldu í land- inu. Handa ríkissjóði á að hækka skatta og önnur gjöld um 80 millj. kr. — Það á að hækka vöru- magnstoll, verðtoll, söluskatt, benzínskatt um 20 aura líterinn og skatt af hjólbörðum á að tvö- falda. Þá á að hækka símgjöld og burðargjöld og þannig á að ná 5 millj. og tóbaksskatturinn, sem lagður var á í fyrrahaust til að verðbæta Faxasíld, á nú að renna í ríkissjóð. Skattahækkunar ekki þörf í framsöguræðu sinni í eldhús- dagsumræðunum á mánuds^ginn, benti Lúðvík Jósepsson á, að ríkið hefði ekki þörf fyrir þessa skatta- hækkun. Undanfarin ár hefði tekjuafgangur ríkissjóðs verið um og stundum mikið yfir 100 millj. kr. — Skattahækkunin væri því tilefnislaus. Þvert á móti hefði verið hægt að lækka skatta. Þ;ssi skattur, sem Lúðvík kallaði litla skatt Eysteins, væri á lagður svo að Eysteinn gæti borið sig dálítið mannalega og státað af miklum tekjuafgangi. 152 millj. til stuðnings framleiðslunni Svo er það hinn skatturinn, sem Lúðvík nefndi stóra skatt. Stofna skal nýjan sjóð, fram- 'ciðslusjóð. Hlutverk hans skal vera að greiða styrki, eftir nánari fyrirmælum laganna, til fram- leiðsluatvinnuveganna. Útgjöld þessa sjóðs sru á árinu áætluð 152 millj. kr. — Til eru 15 mlllj. í bílasjóði togaranna og verður sú upphæð lögð í framleiðslusjóð og þarf þá, að því er ríkisstjórnin telur, að sjá sjóðnum fyrir 137 millj. kr. viðbótartekjum. Þeirra hyggst ríkisstjórnin afla með þeim hætti, sem nú verður frá skýrt: 1. Leggja skal á nýjan sölu- skatt, sem jafngildir tvöföldun hans. Þannig á að ná 115 millj. kr. 2. Leggja skal sérstakan skatt á búsáhöld og verkfæri og sá skattur á að gefa 10 millj. kr. 3. Hækka skal gjald af innlend- um tollvörutegundum um 40% og þannig aflað fjögurra milljóna. 4. Innheimta skal 100% skatt af fob-verði bifreiða og er gert ráð fyrir að sá skattur nemi 8 millj. — Hinsvegar hefur verið á það bent, að þetta sé með vilja alltof lágt áætlað, því bílaskatt- urinn mun nema a. m. k. 16 millj. Ríkistekjur svara til 85% útflutningsins Tekjur ríkissjóðs árið 1955 reyndust um 650 millj. kr. en verða ekki undir 750 millj. á þessu ári. Munu ríkistekjurnar svara til þess að 85% útflutningsins rynni í ríkissjóð. Til samanburðar má geta þess, að 1949 námu ríkis- tekjurnar 28% af útflutningnum. Ástæðulaust að innleysa B-skírteini Úr framleiðslusjóði á að verja 26 millj. kr. til að innleysa báta- gjaldeyrisskírteini. Þetta er með öllu ástæðulaust, enda hafa út- vegsmenn ekki óskað þess. Hins vegar hafa þeir óskað eftir því, að þeim yrði séð fyrir vaxtalausum bankalánum út á skírteinin. Rétt- mætt er að verða við þeirri ósk. Þarf 85 millj. en innheimta skal 137 millj. Þegar tekið er tillit til þess, sem að framan er sagt, kemur í Ijós, að sjá þarf fyrir 85 millj. kr. tekj- um í framleiðslusjóð í stað 137 millj. kr., sem rikisstjórnin ætlar að innheimta. Til útvegsins þarf 70 milljónir og 15 til landbúnað- arins, Kaupið á ekki sök á verðbólgunni Því hefur verið haldið fram af talsmönnum stjórnarinnar, í tíma og ótíma, að alþýðan beri of mikið úr býtum. Þess vegna þurfi að hækka skatta og tolla. Þetta er hin mesta firra og staðreyndum snúið við. Kaupið hækkaði vegna verðbólgustefnu stjórnarinnar. Annar ræðumaður sósíalista þetta kvöld, Brynjólfur Bjarna- son, gerði þessu atriði enn ræki- legri skil. Benti hann á hve mikið raunverulegt kaup hefði lækkað þegar minnkandi kaupmáttur launa er hafður í huga. Ríkisvald- ið hefði stöðugt rýrt kjör alþýð- unnar með sífelldum skattahækk- unum og aukinni dýrtíð. Árs- skattar í ríkissjóð nema nú að meðaltali 27 þús. kr. á hverja meðalfjölskyldu. Hið sífellda stríð valdhafanna á hendur alþýðunni hefur leitt til Framhald á 3. síðu. Félagsheimili Neskaupstaðar Þessi mynd er tekin af líkani, sem gert hefur verið af væntanlegu Félagsheimili Nes- kaupstaðar og sýnir ljóslega hvernig útlit hússins á að vera. — IJm fyrirkomulag allt vísast til greinar Gunnars Ölafssonar hér í blaðinu nýlega.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.