Austurland


Austurland - 03.02.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 03.02.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 3. febrúar 1956. 16 gripír farast í Mjóafirði Tjón af völdum ofviðris Á föstudag gerði mikla rigningu í Mjóafirði og stóð hún þar til á cunnudagsnótt. Þá um nóttina klukkan hálf þrjú varð mikið krapa- og vatnsflóð í Borgeyrará sem rennur skammt fyrir austan íbúðarhúsið á Borgareyri. Ruddi flóðið um hlöðu og fjárhúsi, en í Ur reikningum Sparisjóðsins Heildartekjur Sparisjóðs Norð- fjarðar árið 1955 voru kr. 392. 550.39, en árið áður kr. 334.465.81 og höfðu því vaxið um rúmlega 58 þús. kr. Gjöldin voru kr. 327.286.83 og tekjuafgangur, að mestu lagður í varasjóð, kr. 65.263.56. Innstæður í sparisjóðsreikningi voru í árslok 1955 kr. 3.808.321.65 á 1603 reikningum. í árslok 1954 voru innstæðurnar kr. 3.603.345. 09 á 1558 reikningum. Sparisjóðs- innstæður höfðu því hækkað um nær 205 þús. kr. Innstæður á hlaupareikningi höfðu vaxið úr kr. 925.879.22 í kr. 1.044.367.23. Lán gegn ríkisábyrgð voru í árslok 1955 kr. 185.000.00 á móti kr. 230.000.00 árið áður, veðlán 45 þús. á móti 50 þús., víxlar kr. 3.824.209.81 á móti kr. 3. 413.586. 92, hlaupareikningslán kr. 677. 153.83 á móti kr. 746.927.74, bankainnstæða kr. 656.718.68 á inóti 705,564.39. Heildarútlán Sparisjóðsins (veðlán, ábyrgðarlán, víxillán og hlaupareikningslán) námu í árs- lok 1954 kr. 4.440.514.66 og höfðu hækkað um kr. 290.848.98. Varasjóður Sparisjóðsins er nú kr. 885 þús. og óx á árinu um 65 þús. kr. Vantrauststillaga Þjóðvarnarmenn fluttu á þriðju- dag vantrauststillögu á ríkis- stjórnina og fékk hún fljóta af- greiðslu, því hún var afgreidd samdægurs á 30 mínútum. Pluttu formælendur andstöðuflokkanna stuttar ræður og lýstu afstöðu flokka sinna til vantraustsins, en f.'nginn ráðherra tók til máls og ■ snginn þingmaður treysti sér til að mæla ríkisstjórninni bót. En handjárnin héldu enn sem fyrr, a.llir þingmenn stjórnarflokkanna, sem hérlendis eru, 33 talsins, greiddu atkvæði gcgn vatntraust- inu. Meira að segja Hermann Jónasson, sem sagt er að berjist af megni fyrir því að fella stjórn- ina, greiddi atkvæði með stjórn- inni. — Þó var honum leyft að af- saka þetta athæfi með fáum orð- um. Með vantraustinu greiddu at- kvæði allir þingmenu stjórnarand- stöðunnar, 11 tulsiriíj. því voru 40 ær og fórust 11 þeirra og nokkuð skemmdist af heyi. Flóðið tók einnig gamalt vöru- geymsluhús og ruddi því um. í þvi voru 8 ær, hryssa og naut- gripur og auk þess bifreið og fleiri hlutir. Sópaði flóðið öllu þessu á sjó út. Hrossið, nautgripurinn og 3 ær fórust, en 5 komust aftur á land. Flóðið lenti einnig á íbúðarhús- inu og náði krapið upp undir glugga, en ekki sakaði húsið. Á Borgareyri býr Þórarinn Sig- urbjörnsson og voru auk hans í húsinu aldraðir téngdaforeldrar hans og sonur. Borgareyrará hefur áður hlaup- ið, síðast fyrir 35 árum. Margir þingmenn sem til máls tóku í eldhúsdagsumræðunum, vöktu máls á því, að það væri staðreynd, að enda þótt allir skipverjar á togurunum ynnu Sigurbjörg SU 88 Fáskrúðsfirðingar hafa eignazt nýjan fiskibát. Hann var smíðaður í Hollandi og er bolur úr stáli. Þessi nýi bátur er fyrsti stál- fiskibáturinn, sem Austfirðingur eignast. Báturinn heitir Sigurbjörg, ein- kennisstafir hans eru SU 88. Sigurbjörg er 68 lestir að stærð með 200—240 hestafla vél, búin öllum þeim þægindum og örygg- istækjum, sem nú tíðkast í bátum af þessu tagi. Sigurbjörg hreppti illt veður á heimleiðinni og er ekki annars get- ið en að skipverjum hafi fallið vel við bátinn. Eigendur Sigurbjargar eru þeir bræður Pálmi og Helgi Þórðar- syiúr. Óskar blaðið þeim og Fá- skrúðsfirðingum ö/llum til ham- ingju með bátinn, Sigurbjörg verður gerð út frá Keflavík á vertíðinni. Or bænum Kirkjan Sunnudagur 6. fsbr.: Messa kl. 2. Aímæli: Árni Haraldsson, verkamaður, Lækjamóti, varð 60 ára 31. jan. — Hann fæddist á Tandrastöðum í Norðfjarðarhreppi, en fluttist hingáð 1913. Síðan 26. jan. hefur liér verið suðlæg átt, stundum hvasst og rigning. Snjórinn, sem orðinn var mikill, er nú horfinn, nema úr giljum. I fyrradag gerði mjög mikið hvassviðri og olli það talsverðu tjóni þá um daginn og í fyrrinótt. Maður slasast 1 fyrradag var Stefán Þorleifs- son, íþróttakennari, en hann hef- ur umsjón með byggingu sjúkra- nússins, staddur við einhver störf, ásamt fleiri mönnum, í stofu á neðstu hæð hússins. Brotnar þá rúða í stofr.nni og hefur líklega fok’ð á hana. Lenti hún á andliti kauplaust, bæri útgerðin sig ekki. Var auðheyrt, að sumir þingmenn höfðu ekki fyrr áttað sig á þessu og að þeir voru furðu lostnir yfir því. Þá kom það og fram, að styrk- irnir til bátaútvegsins væru helm- ingi hærri en kaup sjómanna og hlutarmanna í landi. Og svo dirfast menn að halda því fram, að verðbólgan og öng- þveitið í efnahagsmálunum stafi af því, að hið vinnandi fólk beri of mikið úr bítum. En þessar staðreyndir munu opna augu margra fyrir því, að það er sjálf stjórnarstefnan, sem á höfuðsök á öngþveitinu. Friðrik tapaði Þegar 7 skákir höfðu verið tefldar í einvígi þeirra Friðriks Ölafssonar og Bengt Larsen, voru þeir jafnir með 31/?. vinning hvor. Áttunda og síðasta skákm vai tefld í fyrrakvöld og fóru leikar svo, að Friðrik tapaði skákinni og þar með titlinum Skákmeistari Norðurlanda. Hefur nú keppinaut urinn, Bengt Larsen, unnið titil- inn og verður ekki annað sagt en hann sé vel að honum kominn. Islendingar hafa árum saman átt þennan titil, fyrst Baldur Möller og síðan Friðrik. Væntan- lega jafnar Friðrik sakirnar við Larsen næst þegar keppt verður um titilinn. Úrslitaskákin birtist í blaðinu i dag og geta nú skákunnendur i hópi lesenda skemmt sér við að grufla það upp hvar Friðriki hafa orðið mistök á. Athyglisverð staöreynd Útgerðin væri rekin með tapi þó sjómenn störfuðu kauplaust Stefáns og skarst hann mikið. Heppni verður það að teljast, að augun skyldu sleppa ósködduð. Járn fýkur af gagnfræða- skólanum Um þriðjungurinn af járnklæðn- ingunni á þaki gagnfræðaskólans sviptist burtu og féll kennsla nið- ur, enda streymdi vatn niður í stofurnar. Járnplötur hafa fokið af nokkr- um íbúðarhúsum og víða brotnuðu rúður. Útihús fjúka Miklar skemmdir urðu á útihús- um. Tvö gömul sjóhús fuku, bíl- skúr Gunnars Ólafssonar fauk með bílnum og eyðilagðist skúr- inn en bíllinn skemmdist. Skemma sem stóð við gamla Prestshúsið fauk og skemmdir urðu á fjár- húsum og nokkurt annað tjón varð. Fiskhjallar brotna, fiskur skemmist Talsvert tjón varð á fiskhjöll- um Bæjarútgerðarinnar inni á Sandi og skemmdir á skreið. Það tjón hefur enn ekki verið metið, en verður endurgreitt, því hjall- a.rnir og skreiðin voru tryggð fyr- ir tjóni af veðri. Heytjón Nokkurt tjón varð á heyi » þrem bæjum í sveitinni, Grænanesi, Skorrastað og Þrastalundi. Peningar hverfa úr íbúð Fyrir 2-—3 vikum vildi það til, að úr íbúð einni hér í bænun1 hvarf peningakassi og voru 1 honum 462 krónur. 1 íbúðinni býr fátæk ekkja með börnum sínun1 og átti sonur hennar ungur pen- ingana. Mikil leit hefur verið gerð að peningunum, en án árangurs °$ telur ekkjan fu'lvíst að þeim haf' verið stolið. Ekki hefur hún þe enn kært þjófnaðinn. Hér á Norðfirði erum við bleSS' inarlega laus við atburði af þess11 :agi og því vekur það athygli Þe&' ir slíkf gerist. Hér er að viS11 ;kk’ um stórfé að ræða, en Þa^ /ai- sparifé lítils drengs og honu111 ujög sárt um það. Þeim, sem valdur er að þjófnað ínum væri sæmzt að skila þýf1111 iftur áður en frekar verður að lafzt. Goðanps landaði hér í gær tveggja dag’ veiði, sem var 104 tonn. Afli^ fékkst fyrir Austurlandi. Skip11 fór aftur á veiðar í morgun.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.